Tíminn - 02.10.1974, Page 9

Tíminn - 02.10.1974, Page 9
Miðvikudagur 2. október 1974. TÍMLNN 9 (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof- ur i Aðalstræti 7, sími 26500 — afgreiðslusimi 12323 — aug- lýsingasimi 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Askriftargjald kr. 600.00 á mánuði. ^ Blaðaprent h.f. Örlagatímar í Suður-Evrópu Á þessu ári urðu þau tiðindi, að f jötrar röknuðu af tveimur Evrópuþjóðum, sem búið hafa við óheyrilegt stjórnarfar, er svivirða var að fyrir alla, er það studdu, beint eða óbeint. Þeir sem harðast höfðu þrúgað Portúgali og Grikki, misstu tök sin, og i stað þeirra komu nýir menn, sem ein- hvers betra var af vænzt. Það er vitaskuld engin tilviljun, að samfara harðstjórninni i þessum löndum hefur þar haldizt meira misrétti og meiri örbirgð en annars staðar i þeim hluta heims, er þau teljast til, svo að allar þær þjáningar, sem landsfólkið hefur orðið að þola vegna stjórnarfarsins, hafa verið fórnir án nokkurs annars tilgangs en þess að viðhalda vondri skipan. Þó að segja megi, að bjarmað hafi fyrir nýjum degi i Portúgal og Grikklandi, og portúgalskar nýlendur i Afriku hafi þegar hlotið langþráðan frið og réttarbót, rikir samt enn mikil óvissa um fram- vindu mála i þessum löndum. Ekki er séð fyrir endann á þvi, hvort framfarasinnuð og lýðræðisleg samtök halda velli, þegar til lengdar lætur, eða bera gæfu til þess og fá til þess frið og eðlilegan stuðning, að leiða þessar tvær Suður-Evrópu-þjóðir fram á veginn til réttlátari stjórnarhátta, meiri menntunar og betri lifskjara. Enginn þarf að láta sér annað til hugar koma en undir yfirborðinu biði hin sömu öfl og áður drottnuðu nýs tækifæris til þess að endurheimta fyrri völd, og takist þeim það, þarf ekki að sökum að spyrja: Blóðið mun fljóta i striðum straumum og fangabúðir verða fylltar og harðstjórnin verða naktari og miskunnarlausari en nokkru sinni fyrr. Hugurinn hvarflar til Chile, þar sem Allende reyndi óneitanlega að lyfta þjóð sinni upp af suður-ameriska stiginu, en var umsetinn leynt og ljóst af innlendum og erlendum öflum, sem beittu öllum brögðum til þess að koma honum á kné og sigruðu hann að lokum og leiddu yfir landið hryllilegasta blóðbað og verstu harðstjórn. Engum getum þarf að þvi að leiða, að ná- grönnunum á Spáni, er i valdasessi eru,mun illa getast að portúgalskri stjórn, sem studd er af vinstrimönnum og miðflokksmönnum, þvi að tilvera hennar ein, hvað þá einhver árangur i starfi, hlýtur að orka sterklega á þá Spánverja, er þykir valdaferill Francos og manna hans orðinn nógu langur. En þvi miður er hugsanlegt, að fleiri vilji slika stjórn feiga, að minnsta kosti, ef hún gerist róttæk til muna. Gagnbylting i Portúgal gæti svo aftur dregið á eftir sér slæman dilk. 1 tvo áratugi réðu fasistar rikjum á ítaliu. Þar er ókyrrð mikil og i þjóðfélaginu hafa grafið um sig sterk öfl,er vilja hverfa aftur til fortiðarinnar. Enginn veit, til hvers gagnbyltingar i Portúgal og Grikklandi kynnu að leiða á ítaliu, svo veikt sem lýðræðið er þar. Dögunin, sem varð á Grikklandi og Italiu, þegar hinar illræmdu einræðisstjórnir þar féllu, tiltölulega þegjandi og hljóðalitið, fordæmdar af verkum sinum, getur þess vegna á ný breytzt i svartnættismyrkur, ef illa tekst til. Við verðum að biða og sjá, hvers hamingjudisirnar unna Suður-Evrópu — og raunar álfunni allri. -JH. Charles Holley, The Scotsman: Tyrkir virðast ætla að sigra í Kýpurdeilunni Ecevit forsætisráðherra er orðinn þjóðhetja vegna afstöðu sinnar og frammistöðu , en varð þó að segja af sér BULENT Ecevit forsætis- ráðherra Tyrklands sagði af sér 18. september, en f jarri fór þó, að hann hafi beðið ósigur. Afsögnin þjónaði aðeins þeim tilgangi að losna við óstýri- látan og erfiðan samstarfs- flokk, en forsætisráðherrann nýtur svo mikilla vinsælda vegna frammistöðu sinnar i Kýpurdeilunni, að hann taldi sig ekki þurfa á samstarfs- flokknum að halda lengur. Lýðræðisflokkur alþýðu, sem Ecevit veitir forstöðu, er hægfara jafnaðarmannaflokk- ur. Kosningar fóru fram i október i fyrra, en þá hafði hálfgildings hershöfðingja- stjórn setið að völdum i hálft þriðja ár. Lýðræðisflokkur al- þýðu hlaut 186 af 450 þingsæt- um i þessum kosningum. Hann var þar með orðinn stærsti þingflokkurinn, en til stjórnarmyndunar þurfti stuðning annarra flokka. Stjórnmálabaráttan i Tyrk- landi snýst afar mikið um menn og er háð með óvægni, og þess vegna reyndist stjórnarmyndun erfið. Rúmir þrir mánuðir liðu áður en Ecevit náði samstarfi við Þjóðbjörgunarflokk Nesmettins Erbakans, en þá höföu mistekizt margar til- raunir hans til samstarfs við hina flokkana, en þeir eru þó miklu hófsamari en Þjóð- björgunarflokkurinn. Naumast getur óliklegri samstarfsflokka en þessa tvo, eða ólikari flokksforingja en formenn þeirra. Ecevit er ljóðskáld og fyrrverandi blaðamaður, og margir nán- ustu samstarfsmenn hans eru ungir háskólakennarar i stjórnmálafræðum. Flokkur hans er ekki tengdur trúmál- um, stefnir að þvi að taka upp vestræna háttu eins og Ata- turk hófst handa um og kom smátt og smátt á velferðarriki I Tyrklandi. Þjóðbjörgunarflokkur Erbakans er allt annars eðlis. Hann er samsafn sundurleitra Ihaldsmanna, æstra þjóð- ernissinna og menntunarand- stæðinga. Þeim er fátt sam- eiginlegt nema andúð á vest- rænum háttum og það kapps- mál, að koma múhameðstrú til fyrri vegs og virðingar i Tyrklandi. Fyrri stuðnings- menn Ataturks höfðu komið i veg fyrir, að Þjóðbjörgunar- flokkurinn byði opinberlega fram þar til i kosningunum i fyrra. Lög i Tyrklandi banna aö blanda saman trú- og stjórnmálum og af þeim sök- um var stefnuskrá flokksins heldur óljós. SÁ grunur, að tyrkneskir kjósendur væru upp úr þvi vaxnir að aðhyllast öfgastefnu Þjóðbjörgunarflokksins, reyndist réttur þegar til kastanna kom. Flokkurinn hlaut aðeins 49 þingmenn og ellefu af hundraði atkvæða. Það er naumast meira en trúarlegir flokkar geta vænzt á Vesturlöndum. Ef annar hvor stóru flokk- anna hefði hlotið meirihluta á þingi hefðu dagar Þjóð- björgunarflokksins sennilega verið taldir. Sú ákvörðun Erbakans, að láta flokkinn taka þátt i stjórnarsamstarfi, Bulent Ecevit forsætis- ráðherra Tyrkja var tekin i þeirri von, að það yki fylgisöflunarmöguleika flokksins næst. Hann vann það til að gangast inn á mörg stefnumál Lýðræðisflokks al- þýðu, sem hljóta þó að hafa verið honum afar ógeðfelld. ECEVIT reyndist Þjóð- björgunarflokkurinn óþægur ljár i þúfu. Helmingur þing- manna flokksins snerist i mai gegn frumvarpi stjórnarinnar um sakaruppgjöf vinstri- manna, sem inni sátu frá þvi á stjórnarárum hersins, og erfitt reyndist að jafna þennan ágreining. Erbakan var alltaf of her- skár i Kýpurdeilunni, krafðist þess opinskátt, að tyrkneski herinn legði undir sig alla eyna og henni yrði siðan skipt. Tyrkneska stjórnin er hins vegar skuldbundin til að við- halda á Kýpur sjálfstæðu lýð- veldi með einni stjórnarskrá, en aðhyllist tilfærslu fólks til þess, að Tyrkir verði allir bú- settir á einu, samfelldu svæði. ECEVIT er orðinn þjóðhetja vegna afstöðu sinnar og frammistöðu i Kýpurdeilunni. Hann þykist þvi ekki lengur þurfa á hinum óþjála sam- starfsflokki að halda og efndi til ágreinings, sem ekki varð jafnaður. Honum hafði verið boðið i tólf daga opinbera heimsókn til Norðurlanda, en hann sniðgekk Erbakan varafor- sætisáðherra þegar til kast- anna kom og fól einum af ráð- herrum Lýðræðisflokks al- þýðu að gegna embætti for- sætisráðherra meðan hann væri fjarverandi. Erbakan þótti sér misboðið og sjö ráð- herrar Þjóðbjörgunarflokks- ins neituðu að undirrita heimild Ecevits til utanlands- ferðar. Þegar hér var komið sögu lýsti Ecevit yfir á blaða- mannafundi, að hann gæti ekki framar „treyst Erbakan” til þess að fara með viðkvæm utanrikismál i fjar- veru sinni, þar sem ,,hug- myndir hans um ábyrgð eru mér framandi”, og samstarfið hlyti þvi að vera á enda. Ecevit ætlaði annað hvort að mynda minnihlutastjórn eða ganga til samstarfs við hinn fámenna flokk hægrijafnaðar- manna. Annars stefndi hann aö nýjum kosningum i desem- ber I vetur og þóttist þess full- viss að fá þá hreinan meiri- hluta á þingi. En ákvörðun um kosningar var ekki á hans valdi. Til kosninga er ekki unnt að boða á miðju kjörtimabili i Tyrklandi nema meirihiuti þjóðþingsins samþykki eða þrjár stjórnarkreppur reki hver aðra á þremur mánuðum. Stjórnarand- stæðingar hafa efalaust verið sannfærðirum meirihlutafylgi Ecevits ekki siður en hann sjálfur og féllust ekki á kosningar. Vinsældir Ecevits dugðu honum ekki til snurðu- lausrar stjórnar eins og hann hafði gert ráð fyrir og Demirel formanni lhaldsflokksins hefir nú verið falin stjórnarmynd- un. Brotthvarf Erbakans úr rlkisstjórninni breytti hins vegar engu um stefnu hennar i Kýpurmálinu, þar sem Þjóð- björgunarflokkurinn fylgdi henni aldrei. STEFNA stjórnarinnar I Kýpurmálinu sýnist ætla að leiða til þess, að Tyrkir fái framgengt öllu þvi, sem þeir hafa hug á. Lokið verði ellefu ára efnahagseinangrun Tyrkja á eynni, þeir fái til um- ráða ákveðið svæði, þar sem þeir geti ráðið málum sinum sjálfir, sjálfstæði Kýpur verði tryggt án Ihlutunar stjórnar- innar i Aþenu og ekki komi til styrjaldar við Grikki. t uppbót frá svo Tyrkir fall hershöfðingjastjórnarinnar i Grikklandi og endurreisn lýð- ræöis i landinu, en þeirri framvindu fagna þeir inni- lega. Sá böggull fylgir þó skammrifi, að Grikkir eru i raun horfnir frá samstarfi við Atlantshafsbandalagið. Ekki bætir úr skák, að Grikkir hata Tyrki ákaft, eru þeim andvigari en nokkru sinni fyrr og er raunar uggvænlega heitt I hamsi. VONIR um samkomulag um Kýpur eru að mestu bundnar við tillögur Ali Bhuttos for- sætisráðherra Pakistans. Hann leggur til að Grikkir fallist á að semja við Tyrki um tvö fylki á Kýpur með sterkri sambandsstjörn. Tyrkir gangist aftur inn á, að 40 þús. griskir flóttamenn fái að hverfa aftur til Famagusta, hörfi með her sinn frá núver- andi viglinu, sem tryggir þeim yfirráð yfir fullum þriðjungi eyjarinnar, og láti sér nægja svæði, sem betur svari eðlileg- um hlut þess tæplega fimmtungs eyjarskeggja, sem eru tyrkneskir að þjóðerni, og lýsi yfir brottflutningi tyrk- neska hersins i áföngum. Framsókn tyrkneska hers- ins og töku Famagusta var fyrst og fremst ætlað að bæta samningsaðstöðuna. Þeir ættu því að geta fallizt á þessar til- lögur og griska stjórnin virðist raunsæ I afstöðu sinni þrátt fyrir heitar tilfinningar Kýpurbúa. Bjartsýni á þó tak- markaðan rétt á sér. Gifurlegt hatur rikir á Kýpur og griskir Ibúar eyjarinnar eru svo ótta- slegnir, að stjórn Clerides hefir neyðzt til að banna Kýpurbúum að fara úr iandi til þess að koma i veg fyrir fjöldaflutninga frá eynni.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.