Tíminn - 02.10.1974, Page 10

Tíminn - 02.10.1974, Page 10
10 TÍMINN Miðvikudagur 2. október 1974. Sigurvegarinn kemur þarna brunandi i Benzinum, og haföi 10 sekúndur til að fara i gegnum öll hliðin! Stærsta bifreiðin bar sigur úr býtum — í góðaksturskeppni BFÖ Fyrst aka þeir áfram með hægra hjólið á piankanum — svo bakka þeir — með vinstra hjólið á plankanum! ; : ::; :V BH-Reykjavik —Góðaksturs- keppni Bindindisfélags öku- manna fór fram sl. sunnudag. Ekiö var óvenju viða um borgina að þessu sinni, og auk þess var þátttakan takmörkuð við 15 manns. Sigurvegari að þessu sinni var Magnús Heigason slökkviliösmaöur. Samkvæmt upplýsingum Sveins Skúlasonar hjá Bindindis- félagi ökumanna er afrek Magnúsar óvenjulega gott, þegar tillit er tekið til þess, að hann ók einna stærstu bifreiðinni, og þvi erfiðara fyrir hann að smjúga á milli gildranna. Lagt var af stað frá lögreglu- stöðinni, eftir aö bifreiðaeftirlits- menn höfðu gengið úr skugga um, að bifreiðarnar væru i góöu áisg Dómnefndin aö störfum, Sveinn H. Skúlason fyrir miðju. Timamyndir: GE. komulagi. Lagði Sveinn rika áherzlu á það góða samstarf, sem jafnan hefði verið við lögreglu og bifreiðaeftirlit um framkvæmd keppninnar, en báðir þessir aðilar hafa sýnt þessu mikinn áhuga. Annars er keppnin sjálf mikið fyrirtæki og fimmtiu starfsmenn viðhana. Þrautirnar voru númer- aðar fjörutiu, en ýmsar þeirra uröu keppendur aldrei varir við: þaö er fylgzt með þeim á götuhornum og akreinum og beygjum. Það er enginn vafi á þvi, að keppni sem þessi hefur mikið gildi, og ekki aðeins fyrir þá, sem þátt taka i henni, en þarna gefst þeim tækifæri til að reyna hæfni sina og reka sig á, hver atriði þurfa endurhæfingar við i akstri þeirra. Að hinu leytinu gætu endurteknar villur bent á atriði I umferðinni, sem þyrftu lag- færingar við, eða endurskoðunar. Við spurðum Svein að þvi, hvort ekki yrði reynt að hafa slika keppni oftar. — Allar þrautir i sambandi við isakstur eru tilbúnar, viö biðum aðeins eftir hentugu veðri. Þetta veröur gert i vetur, og þá á is. — En væri ekki þörf á almenn- ari þátttöku i slikri keppni? — Þaö er óskaplega mikið verk að koma þessu I kring. Við skul- um ekki gera of litið úr þvi, ekki sizt þar sem starfslið er svona fjölmennt, en það er áhugi á þessu . Viö leggjum lika áherzlu á það I þessu sambandi, að það þurfa aö vera tveir i bilnum, að hjón veröi t.d. saman i öku- ferðinni. Hún les leiðarlýsinguna, og ef hún sér eitthvaö, þá segir hún til... Og þarna vorum við einmitt komnir að atriði, sem við höfðum veriö að velta fyrir okkur i um- ferðaþönkum okkar, sem sé þvi, aö i rauninni eru tveir bilstjórar i bllnum: þeir sem I framsætinu sitja, — en þær hugleiðingar biða betri tima. Við skulum lita á úr- slitin i Góðaksturskeppni Bindindisfélags ökumanna: Fyrstur varð Magnús Helgason slökkviliðsmaður. Hann ók Mer- cedes Benz 2200. Annar varð Ómar Þ. Ragnars- son fréttamaður, þrautreyndur kappi i þessari keppni, en hann ók Fiat 126. Þriðji varð Halldór Hilmarsson háskólanemi, sem ók Volkswagen 1600. Fjóðri varð Þröstur Sigtryggs son skipherra, sem ók Ford Escort, og Fimmti varð Halldór Jónsson háskólanemi, sem ók Fiat 128 Rally. Númer 13 stoppaöi á Volvonum slnum nákvæmlega á plankanum —og honum stóö enginn stuggur af númerinu. Miðvikudagur 2. október 1974. TÍMINN 11 ÍSLENZK SÖFN FENGU FJÖLDA VERÐLAUNA Á STOKKHÓLAASSÝNINGUNNI FK-Stokkhólmi, laugardag. STOCKHOLMIA-74 er án nokkurs vafa sú alþjóðiega sýning frl- merkja, sem lengst verður minnst á þessari öld, sem haldin hefir verið til þessa. Ekki aðeins vegna þess, að þarna eru verð- mæti til sýnis, sem tryggð eru á einn milljarð sænskra króna, heldur ekki siður hversu söfnin eru vel unnin og vönduð og allt umhvcrfið skemmtilegt. Nú þegar, laugardagskvöld, hafa yfir 100.000 manns sótt sýninguna, sem er rrietaðsókn að slikri sýningu. Blokkirnar, sem voru gefnar út af tilefrii sýningar- innar eru uppseldar. íslenzka póststjórnin hefir selt frimerki fyrir 65,000 sænskar krónur og sumir hafa selt upp vörur sýnar, eins og þýzka fyrirtækið Vitinn. VERÐLAUN. Verðlaunaafhendingin fór fram i kvöldverði i gyllta sal Ráð- hússins i gærkvöldi, að konungi Svia viðstöddum. Að þvi er Island varðar hlutu Islenzkir sýnendur eftirtalih verðlaun: 1 samkeppnisdeild frimerkja- safna: Helgi Gunnlaugsson, brons, fyrir Færeyjasafn. Jón Halldórsson, þátttökuskjal fyrir safn islenzkra póstbréfsefna. Sigfús Gunnarsson einnig þátt- tökuskjal, fyrir safn islenzkra ábyrgðarbréfa. I bókmennta- deild: Sigurður H. Þorsteinsson, gyllt brons, fyrir verðlistann tslenzk frimerki. Félag Fri- merkjasafnara, silfur, fyrir handbók um islenzk frimerki. Timaritið Frimerki, brons. Erlendir aðilar er sýndu Island, fengu eftirtalin verðlaun: Holger Crawford, gull i heiðursdeild. Folmer Ostergard, silfur, Lars Ingemann, silfur. Bernhard Beskow, silfur. A. Fröstrup, brons. Angus Parker, silfur brons. Póst- og simamálastjórnin. íslenzka póst- og simamála- stjórnin sýnir einnig i hinni opinberu sýningardeild, en þar eru engin verðlaun veitt. Þá hefur hún og sölubúð á sýningunni og hafði i kvöld selt hér fyrir um Maðurinn sem skóp sýninguna, George B. Lindberg forseti Land- sambands sænskra frimerkja- safnara. Verðlaunamedalian. 65,000,00 sænskar krónur, sem er mjög góð sala. Var ómetanlegt fyrir kynningu islenzkra fri- merkja að hafa þessa söludeild her: islenzkir gestir. Margir Islendingar eru hér á sýningunni, eða vel á þriðja tug.Meðal annars er hér hópferö að heiman, sem Jón Aðalsteinn Jónsson, cand.mag. er fararstjóri fyrir. Hafa aldrei jafn margir Islendingar sótt heim alþjóölega frimerkjasýningu. Alþjóðasamtökin. F.I.P., Alþjóðasamtök fri- merkjasafnara, halda svo þing sitt hér á mánudag og þriðjudag, en fulltrúar Islands á þinginu eru, Finnur Kolbeinsson, varaforseti L.l.F. og Hans U. Wölffel. Þarf vernd þessara samtaka til að halda sýningu sem þessa. Staða konunnar í gríska þjóðfélaginu — ekkert hjónaband ón heimanmunds og það er óstæða fyrir því að meir en helmingur kvenna á giftingaraldri, giftist ekki Þrátt fyrir, að konur hafi opinberlega full réttindi á við karlmenn, rikir ennþá austurlenzk- ur hugsunarháttur i Grikklandi. Úti i sveit- unum, sem eru langt á eftir i flestu miðað við Vestur-Evrópulönd, lita Grikkir ekki á sig sem evrópska og segja að þeir ferðist til Evrópu þegar þeir fari, t.d. til Þýzkalands. Konan hefur atkvæða- rétt i Grikklandi, og gæti orðið þingmaður. Hún getur krafizt skilnaðar á sömu forsendum og karlmaðurinn. Hún hef- ur rétt til að eiga eignir (land) og getur fengið hvers kyns menntun sem hún óskar sér, ef foreldrar hennar geta séð fyrir henni á meðan hún er að læra. Af um það bil 4,3 milljónum kvenna (0,4 millj. fleiri en karl- menn) eru það aðeins um 47% sem hafa fasta atvinnu, og af þeim eru svo aftur 15%, sem vinna i sveitunum fyrir fjölskyld- ur sinar og fá ekkert kaup. Hinn vgnjulegi Grikki, sérstak- lega þeir sem búa i sveit, lita á þær konur með fyrirlitningu og ó- vilja, sem eru lögfræðingar, arki- tektar eða tannlæknar. Þessar at- vinnugreinar og fleiri, telur Grikkinn að aðeins karlmenn hafi vit á og getu til að stunda. Konan séekki nógu vel gefin og hafi ekki getu til að stunda slik störf. Flestir karlmannanna halda þvi fram, að konan sé sköpuð til að búa til mat, gera hreint og gæta barna. Og þeir geta ekki við- urkennt, að konur geti gefið börn- um sinum betra uppeldi með þvi að vera meira menntaðar. Kon- unni er á mörgum stöðum ein- faldlega varnað frekari menntun- ar, og hún bæld niður. — Hið aust- urlenzka sjónarmið. Lifnaðarhættir Vestur-Evrópu- búa eru vel þekktir i stærri borg- um Grikklands, svo sem Aþenu og Saloniki, en það eru aðeins hærri þjóðfélagsstigar, sem njóta góðs af þvi. Það eru þó sérstak- lega unga fólkið, sem nú er að brjóta aldagamlar hefðir, og þá aðallega i borgunum, meðan fólk I sveitinni heldur fast viö gamla siði og venjur, og lita á lifnaðar- hætti Evrópubúa sem mjög bylt- ingarlega. Að konur leyfi sér að ganga i siðbuxum, drekka áfengi og fara einar i sumarfri, þaö finnst griskum karlmönnum hræöilegt, og ófyrirgefanlegt. Lif grisku sveitakonunnar ein- kennist af þvi t.d. að þreskja korn, ná i vatn, búa til mat, gera Grisk bóndakona, á leiö á markaðstorgiö i Ioannina I Norövestur- Grikkiandi, meö stóran kassa af sitrónum á bakinu. hreint, lita eftir börnum og hús- dýrum — og þegar tækifæri gefst — slúðra við nágrannakonuna. Griska bóndakonan er mjög þolinmóö, ómenntuð og hlaöin gömlum fordómum og hjátrú, sem hún kennir svo börnum sin- um. Hún trúir á Guð, föður sinn og eiginmann, og fer algjörlega eftir öllu þvi sem þeir ákveða. Griska borgar-konan er ekki likt þvi eins háð ákvöröunum föö- ur sins né eiginmanns. Hún er nánast hálf-menntuð, ef svo má að orði komast, hefur mestan á- huga á útliti sinu og er mjög sólg- in I hvers kyns skemmtanir. Hjónabandið. Það er ekki hægt að tala um grisku konuna án þess að minnast á hjónabandið, heimanmundinn og jómfrúrdóminn, sem einkennir allt lif hennar. Þrátt fyrir að karl- mennirnir hafa tekið margt upp eftir Vestur-Evrópubúum, leyna þó á sér ýmsir eldgamlir siðir, sem þeir vilja ekki losa sig viö, og á þetta þá sérstaklega við um eldri kynslóðina. Jafnvel Grikki, sem finnst hann eiga margt sam- eiginiegt með evrópskum lifnað- arháttum, er mjög fylgjandi gömlum venjum um stöðu kon- unnar og hjónabandið. Ef það kemur i ljós, að brúðurin er ekki hrein mey á brúðkaups- nóttina, þá er það hræðileg skömm fyrir fjölskyldu hennar, og þá sérstaklega föður hennar. sem átti að vaka yfir meydómi dóttur sinnar þangað til hún gift- ist. Ef faðirinn er ekki heima, eða aö hann er látinn, er það elzti son- urinn i fjölskyldunni, sem tekur þessa skyldu að sér innan fjöl- skyldunnar aö vakta systur sinar. Framhald á bls. 13

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.