Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 2. október 1974. TtMINN 3 Úr gæsaverinu „Gæsin, sem aldrei var gripin”, heitir grein, sem birtist I Alþýðu- blaðinu um heigina siðustu. Ilún fjallar um hugmynd, sem ekki var framkvæmd — myndun samstjórnar Sjálfstæðisflokksins, Alþýöu- bandalagsins og Alþýöuflokksins á nýliðnu sumri. Þar er fullyrt, að vilji hafi verið i þcssum flokkum öllum til sliks samstarfs, enda þótt mörg Ijón væru á veginum. Þar segir meðal annars: ,,En Geir Hallgriinsson og Sjálfstæðisflokkurinn létu tækifærið úr greipum sér ganga, og þau öfl innan Alþýðubandalagsins og Alþýðuflokksins, sem hug höfðu á samvinnu af þessu tagi, fylgdu þvi ekki eftir. Ef til vill hefur þó aðeins herzlumuninn vantaö — það eitt aö einhver hefði afdráttarlaust frumkvæði um tilraunina". „Opinbert leyndarmál" Tilgreindur er einn maður, sem róiö hafi aö því öllum árum, að samstjórn af þessu tagi kæmist á: Einar Olgeirsson. Sagt er, að Geir Hallgrimsson hafi sjálfur veriö „ekki frábitinn þvi að reyna þennan möguleika”, og siðar I greininni komizt svo að oröi, að hann hafi „sjálfsagt reiknað með þvi, að annað tækifæri kynni að skapast siðar” til þess að kanna þetta. Bjarni heitinn Benediktsson er dreginn inn i þessa frásögn, og er sagt, að það liafi verið „opinbert leyndarmál, að hann stefndi bein- linis að þvi að styrkja samstarf Sjálfstæðisflokksins og Alþýðu- flokksins með þvi að bera niður hjá SFV” og I framhaldi af þessari uppljóstrun er staðhæft, að nú „hefði hann ekki hugsað sig tvisvar um” I þessum málum, þótt ekki væri honum „hlýtt til kom inúnista”. Albert og Jón Sólnes Nafngreindir eru tveir menn I Sjálfstæöisflokknum, sem hafi verið mjög fjandsamlegir hugmyndinni, og jafnvel haft i hótunum við flokksstjórnina, ef hún kæmi til frainkvæmda — Albert Guðmundsson og Jón Sólnes. Um þetta segir enn fremur I Alþýðu- blaðsgreininni til skýringar á aðstööu Geirs Hallgrimssonar: „Hann átti við erfiöleika að etja I flokki slnum, ekki siður en Einar Olgeirsson og skoðanabræður hans i Alþýðubandalaginu”. Aftur á móti er hvergi vikiö að afstöðu einstaklinga I Alþýðu- flokknum, er greinarhöfundi ætti þó að vera hvað kunnugast um. Eftirsjó lýst Hitt fer ekki á milli mála, að greinarhöfundur sjálfur telur mjög miöur farið, að Sjálfstæðisflokkurinn, Alþýöubandalagið og Alþýðu- flokkurinn skyldu ekki mynda samstjórn i sumar. „Viljinn var fyrir hendi hjá sterkum öflum innan allra flokkanna. Tækifærið kom, en þvi var lcyft að líða hjá, ef til vill vegna þess, að menn héldu, að það myndi bjóðast betra siðar. En gæs á að grlpa á ineðan hún gefst". I.oks segir greinarhöfundur, að það sé trúa sln, að harmaö sé innan allra flokkanna þriggja, að gæsin flaug sinn veg: „Þeir Sjálf- stæöismenn sjái meira og meira eftir að hafa ekki rétt fram höndina. Þeir Alþýðubandalagsmenn eru sennilega þegar farnir aö naga sig i handarbökin. Og Alþýðuflokksmcnn eru sjálfsagt ekkert kátari heldur”. Þetta er allmerkileg grein, en sá er galli á, að hún er undirrituð dulnefni. Kallar höfundurinn sig Harra. Hann virðist engu að slður vel kunnugur á stjórnmálasviðinu og geta talað af nokkrum myndugleika af hálfu Alþýðuflokksmanna. Og ef til vill er það dulnefniö, sem stuðlar að þvl, hversu bcrorður hann er. —JH ljóst, að þá þegar höfðu farþega- flutningar dvinað mjög á þessum leiðum, sömu leiðum, sem Loft- leiðir keppa á, en það var ekki fyrr en farþegatölur fyrir ágúst lágu fyrir, að sýnt var, að flutningar Loftleiða höfðu rýrnað verulega frá þvl I fyrra, eða um 15 þús. farþega. Hlutfallslega er þetta aö vlsu minni rýrnun flutninga en hjá ýmsum keppi- nautum Loftleiða. Þá hafa meðal- tekjur af hverjum seldum farseðli Loftleiða hækkað all nokkuð, en sú hækkun er allsendis ónóg til að vega upp á móti kostnaðaraukn- ingunni. Þegar litið er til alls þessa, svo og hins, að talið er, að bandarlskum feröamönnum yfir Atlantshaf muni af kostnaðar- ástæðum fækka enn á næsta ári, töldu forráðamenn Flugleiöa rök- rétt aö rifa seglin og ákveða fækk un ferða næsta sumar, og stuöla þannig aö betri nýtingu, áöur en það yrði um seinan, en stefna ekki út I algera óvissu með óraunhæfu sætaframboði. Halli á innanlandsflugi ört vaxandi rekstrarkostnaður, fækkun farþega á N.-Atlantshafs- leiðum Loftleiða, óraunhæf af- staða verðlagsyfirvalda til far- gjalda innanlands, sem leiða mun til 50-60 millj. króna halla- reksturs innanlandsflugsins á þessu ári að öllu óbreyttu, svo og tiltöluleg lækkun meðaltekna af Evrópufarþegum Flugfélags Is- lands — allt veikir þetta fjárhags- stöðu islenzku flugfélaganna, sem var reyndar heldur tæp fyrir, er þau sameinuðust fyrir rúmu ári undir merki Flugleiða hf. Rekstrarhalli hjá Flugleiðum Þá hefur komið til skjalanna nýr samkeppnisaðili, sem fengið hefur að stunda farþegaflutninga á hefðbundnum áætlunarleiöum flugfélaganna, Islenzku áætlunar- flugi milli landa, til umtalsverðs fjárhagslegs tjóns. Bert er, aö rekstur Flugleiða árið 1974 verðu með verulegum halla, og munu flugfélögin eiga við mikinn fjár- hagslegan vanda að etja á kom- andi betri. Forráðamenn félag- anna eru hins vegar bjartsýnir á, Frh. á bls. 15 Ollumalarlagning i Vlk I Mýrdal. I.O.G.T. þakkar menntamálaráðherra FRAMKVÆMDANEFND Stór- stúku islands (I.O.G.T.) hefur á fundi einróma samþykkt aö flytja menntamálarúðlierra, hr. Vil- hjálmi Hjálmarssyni, miklar þakkir fyrir þá ákvörðun hans að veita ekki áfengi á vegum ráöu- neytis slns. Þessa ákvörðun telur Stór- stúkan mikils verða af þrem ástæðum einkum: 1) Hún minnkar áfengis- veitingar og þar með áfengis- neyzlu 2) Hún sýnir, að ekki er nauð- synlegt að veita áfengi til þess að gestaboð sé virðulegt og sam- boðið æðstu stofnunuin þjóðarinnar 3) Þetta fordæmi er stórt skref i áttina til að mynda heilabrigt al- menningsálit gegn áfengis- veitingum við sérhvert tækifæri, þar sem menn koma saman. Stórstúkan óskar þess, að önnur ráöuneyti fylgi þessu fordæmi og aðrar opinberar stofnanir. Flugleiðir h.f. í rekstrarkreppu — fækka starfsfólki og flugferðum STJÓRNARNEFND Flugleiða hefur ákveðið, að Loftleiðir reki þrjár flugvélar, allar af gerðinni DC-8, I Norður-Atlantshafsflugi næsta sumar, 1975,1 stað fjögurra á þessu sumri. Þessi fækkun á flugvélakosti á N.-Atlantshafs- leiðum, sem gerð er I ljósi flutningaspár fyrir árið 1975, hefur i-för með sér allt að 25% samdrátt I ferðafjölda og sæta- framboði. Um leið og ákvörðunin um minnkað sætaframboð var tekin, var ákveðið að fækka i flugliði Loftleiða frá og með 1. janúar, 1975, sem svarar sex áhöfnum, segir I tilkynningu frá Flugleiðum h.f. S.l. sumar hafa 30 áhafnir flogið farkostum félagsins, en næsta sumar munu 24 áhafnir starf- rækja þrjár flugvélar. Veröur þvi 16flugliðum sagt upp starfi frá og með 1. október, en þeir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest, og koma þvl uppsagnirnar til framkvæmda 1. janúar næsta ár. Af þessum 16 flugliðum eru tiu aðstoðarflugmenn og sex flugvél- stjórar. Uppsagnirnar eru gerðar eftir starfsaldri, þannig að það eru yngstu mennirnir sem hætta. Jafnframt hefur sjö yngstu flug- stjórum Loftleiða verið tilkynnt, að þeir veröi fluttir i stöðu að- stoðarflugmanns frá sama tlma. Ákvörðunin um fækkun flug- véla mun einnig hafa áhrif á flug- freyjuþörf félagsins næsta sumar, en hefur ekki áhrif til fækkunum þeim flugfreyjum, sem veröa starfandi eftir 1. nóv. n.k. Ekki liggur fyrir nein ákvörðun um fækkun flugliðs Flugfélags Islands, enda er fækkun í flugliði Loftleiða, sem hér er greint frá, einvörðungu afleiðing þeirrar ákvörðunar að draga úr sæta- framboði á N.-Atlantshafi næsta sumar, en unnið er að fækkun starfsfólks I öðrum starfsgreinum i samræmi við minnkað sæta- framboð. Flugfélögin harma að þurfa að segja upp reyndum og góðum starfsmönnum, en skref þetta er þvl miður óhjákvæmilegt vegna rikjandi og fyrirsjáanlegra aðstæðna, að því er segir i frétta- tilkynningu frá Flugleiðum h.f. Orsakir þessarar rekstrarkreppu eru margþættar. 130 milljón króna hækkun á einum mánuði Þegar oliukreppan skall á á s.l. hausti var ljóst, að hún boðaði skilyrðislausa hættu rekstri flug- félaga og öllum þeim, er eiga af- komu sina undir flutningi ferða- manna og þjónustu við þá — þ.e. hinum s.n. ferðamannaiðnaði. I upphafi töldu menn, að oliukrepp- an myndi fyrst og fremst birtast I takmörkun eða jafnvel skorti á eldsneyti, en málin þróuðust brátt þannig, að nóg varð um eldsneyti, en það steig I verði upp úr öllu valdi, og er nú nánast fjórfalt á við það, sem var fyrir ári. Til dæmis má minna á, að elds- neytiskostnaður beggja flug- félaganna I júlimánuði s.l. einum var 130 millj. kr. hærri en I sama mánuði I fyrra og aðeldsneytis- kostnaður Flugfélags Islands nam í águst I fyrra 18 millj. kr. en 63 millj. kr. I sama mánuði I ár, og svipaða sögu má segja um aðra mánuði. Með hækkandi eldsneytisverði hefur orðið allmikil hækkun flug- fargjalda, og áætlað er, aö fjór- faldur eldsneytiskostnaður krefj- ist h.u.b. 36% fargjaldahækkunar til að jafna metin. Fargjöld hafa þó enn ekki hækkað að þessu marki. Áður fyrr, er olluverö var stöðugt, var talið, að h.u.b. 12% rekstrarkostnaðar fælust I elds- neytisverðinu, en nú mun ekki fjarri lagi, að olíuverðiö nemi allt að 30% rekstrarkostnaðar. 45% hækkun launakostnaðar Þá er og á það að llta, að launa- kostnaður hefur fariö ört vax- andi, að vlsu mismunandi eftir löndum, þó langmest á tslandi, og má geta þess, að innlendur launa- kostnaður flugfélaganna hefur hækkað um 45% að meöaltali fyrstu 8 mánuði ársins. Launa- greiðslur flugfélaganna á Islandi munu nema um 1400 millj. króna á þessu ári, en heildarlauna- greiðslur félaganna hérlendis og erlendis um tveimur milljöröum króna. Þá hefur allur annar til- kostnaður farið hækkandi jafnt og þétt, innanlands sem utan — einnig af völdum oliukreppu og verðbólgu. Farþegum hefur fækkað um 15 þús. A miðju s.l. sumri var for- ráðamönnum þeirra flugfélaga, er reka flug yfir N.-Atlantshaf, VlK i MÝRDAL SKIPTIR UM SVIP — miklar gatnagerðarframkvæmdir hafa staðið yfir að undanförnu SB—Vík I Mýrdal — Fyrir fáum dögum var lokið við að leggja oliumöl á götur I Vík I Mýrdal. Einnig var lögð oliumöl á plön fyrir Kaupfélag Skaftfellinga. Póst og sima, Sparisjóð Vestur-Skaftfellinga og slátur- húsið i Vlk Lagt verður á plön fyrir Slátur- félag Suðurlands siðar. Ollumöl h.f. sá um blöndun oliumalarinnar, en alls voru framleiddar um 3000 lestir. Fyrirtækið Miðfell annaðist malarlagninguna og gekk verkið mjög vel. Allur frágangur er til fyrirmyndar, og má segja aö þorpið hafa skipt um svip. Þá hefur hreppsfélagið látið endurnýja holræsakerfi þorpsins að mestu á undanförnum árum. Ennfremur var aðalgata þorps- ins, sem er 420 metra löng, steypt fyrir nokkru Að öllum þessum fram- kvæmdum hefur verið staðiö af stórhug og myndarskap, þannig að hreppsnefndinni er til mikils sóma. Vlk I Mýrdal hefur breytt um svip aö loknum gatnageröarfram- kvæmdum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.