Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 2. október 1974. TÍMINN 5 Þær gerðu sér gott af veitingunum, sem boðið var upp á hjá menntamálaráðherra, enda voru þær hinar girnilegustu. MINNI KVENNA- SKÓLANS — drukkið í kaffi í veizlu hjá menntamálaráðherra HJ—Reykjavik. — 1 gær var minnzt aldarafmælis Kvenna- skólans i Reykjavfk. Veðurguð- irnir virtust leggja sig alla fram við að verðlauna skólann fyrir gott starf á liðnum árum, a.m.k. var veður eins fagurt og hugsazt gat. Sól skein i heiði og varla bærðist hár á höfði, svo að þær þurftu ekki að passa mikið upp á lagninguna, konurnar, sem komu til kaffiboðs menntamálaráð- herra um hálffjögurleytið i gær. Margt hefur verið gert til að gera þetta afmæli eins hátiðlegt og auðið er. Sérstök afmælissýn- ing hefur verið opnuð i skólahús- inu, og er henni ætlað að bregða upp myndum úr starfi skólans og sögu. M.a. er sýnd handavinna, sem nemendur hans hafa gert og lánað til sýningarinnar. Minnis- peningur, sem nemendasamband skólans hefur látið gera I tilefni afmælisins, mun verða seldur á sýningunni, og auk þess mun á næstunni koma út bók um skólann og nemendur hans. I gær var athöfn i Dómkirkj- unni, og viðstaddir hana voru ýmsir framámenn, m.a. biskup lslands, menntamálaráðherra, borgarstjórinn i Reykjavik, svo og fjöldi eldri og yngri nemenda skólans. Að lokinni athöfninni i Dómkirkjunni bauð Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráð- herra til kaffidrykkju i ráðherra- bústaðnum. Þangað komu mjög margir bæði eldri og yngri nemendur skólans og þágu kaffi og girnilegt meðlæti. Menntamálaráðherra ávarpaði gesti sina I upphafi og kvaðst með eindæmum ánægður að hafa nú tækifæri til að bjóða svo miklum fjölda kvenna til kaffidrykkju. Með þvi tækist honum, að nokkru leyti, að endurgjalda þá miklu gestrisni, sem hann hefði notið hjá svo mörgum Islenzkum kon- um um dagana. Það væri ekki svo lltið af góðum kökum og kaffi, sem hann hefði þegið hjá hús- mæðrum á ferðalögum sinum, og væri alveg einstaklega gaman fyrir sig, að hann gæti nú einu sinni boðið konum upp á kaffi og kökur. Mesta ánægja var rikjandi I kaffiveizlu menntamálaráðherra, og virtist honum lika mæta vel að vera innan um þennan stóra hóp föngulegra kvenna. Hitt var lika augljóst, að ekki virtist neinn gesta menntamálaráðherra sakna þess að fá ekki víndreitil i stað kaffisins, en eins og alþjóð er kunnugt, hefur menntamálaráð- herra tekið þá afstöðu að veita ekki vin I veizlum á sinum vegum. Menntamálaráðherra býður dr. Guörúnu P. Helgadóttur, skólastjóra Kvennaskólans, velkomna til veizlunnar I gær. Séra Jón M. Guðjónsson lætur af prestsskap: ,,Kvíði ekki að þurfa að sitja auðum höndum" SÉRA Jón M. Guðjónsson lætur af störfum 1. des. n.k. en hann hefur þjónað Garðaprestakalli á Akra- nesi siðan 1946. Áður var hann settur prestur þar 1933-34, en um tólf ára bil þjónaði hann Holts- prestakalli undir Eyjafjöllum. Séra Jón hefur enn ekki náð há- marksaldri embættismanna og spuröi Timinn hann hvers vegna hann ætlaði að láta af störfum áður en hann næði þeim aldri. — Ég er búinn að vera i embætti i 41 ár og ætla að eyða ólifuðum árum minum i eitthvað, sem ég hef aldrei komið i verk. Ég kviði ekki að þurfa að sitja auðum höndum, þótt ég láti af prests- skap. Ég hef kunnað vel við mig á Akranesi og verð hér áfram. Ég hef eitt og annað i kollinum um það sem ég þarf að gera og næg Frh. á bls. 15 Séra Jón M. Guöjónsson. Menntamálaráðherra unir sér vel f félagsskap tveggja kvenna, sem báðar eru útskrifaðar úr Kvennaskólanum. Sú eldri heitir ólafia Jóns- dóttir og er 93 ára að aldri. Hún útskrifaðist úr skólanum árið 1905 i skólastjóratíö Þóru Melsteö. Sú yngri heitir Kristin Helga Amunda- dóttir. Hún er bara 17 ára og útskrifaðist úr skólanum I fyrra. Söluskrifstofur flugfélaganna sameinaðar Um mánaðamótin september — október voru söluskrifstofur Flugféiags tslands og Loftieiða I Reykjavík sameinaðar. Þetta er ein af þeim ráðstöfunum til hag- ræðingar og sparnaðar I rekstri, sem nú er unniö að á vegum félaganna. Áöur hafa allar skrif- stofur þeirra I borgum erlendis, þar sem bæði höfðu skrifstofur, verið sameinaöar, og þannig dregið úr kostnaði. Þá var sölu- skrifstofu félaganna I anddyri Hótcl Sögu lokað 1. okt., en ferða- þjónusta við farþega veitt á skrif- stofu félaganna á 4. hæð I Bænda- höilinni. Söluskrifstofa I Hótel Esju verður opin áfram. Söluskrifstofa Loftleiða, sem undanfarin ár hefir verið að Vesturgötu 2. flytur nú I Lækjar götu 2 og sameinast söluskrifstofu Flugfélags tslands, sem þar hefir verið um árabil. Innréttingum hefir verið breytt meö tilliti til aukinnar starfsemi. Heldur færra starfsfólk starfar i hinni sameiginlegu skrifstofu en áður. Yfirmaður i söluskrifstofu Islenzku flugfélaganna i Lækjargötu 2 er Birgir ólafsson. Húseignin að Vesturgötu 2, sem er eign Flugleiöa h.f., mun nú verða til sölu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.