Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 13
Mi&vikudagur 2. október 1974. TÍMINN 13 Þetta er bóndakona i þorpinu Mani á Krit. Hún er þarna viö bakarofn- inn sinn. Lif margra er mjög frumstætt I Grikkiandi, eins og hér sézt. Q Konur Þetta tiökast enn til sveita. Sá faBir, sem ekki hefur getað bælt niBur kynferöislegar langan- ir dóttur sinnar, er álitinn veik- geöja og missir mannorö sitt. 1 augum annarra, er þaö honum aö kenna, ef dóttir hans er ekki hrein mey, þegar hún giftir sig. Það er mjög algengt, að faöir sýni dóttur sinni og öðrum, ofbeldi og fleygi henni á dyr. Þvi verr, sem hann kemur fram við dóttir slna, þvi nær getur hann komizt til að end- urheimta mannorð sitt. Einnig hefur brúðguminn leyfi til að senda brúði sina aftur til föðurhúsa, ef það kemur i ljós, að hún er ekki hrein mey á brúð- kaupsnóttina. Annars verður hann aö athlægi hjá öllum sinum vinum og ættingjum. Það eru Auglýsing um aðalskoðun bifreiða í Reykjavík í októbermánuði Þriöjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriöjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur l.okt. R-29301 —R-29600 2. okt. R-29601 — R-29900 3. okt. R-29901 —R-30200 4. okt. R-30201 — R-30500 7. okt. R-30501 —R-30800 8. okt. R-30801 — R-31100 9. okt. R-31101 —R-31400 10. okt. R-31401 —R-31700 ll.okt. R-31701 — R-32000 14. okt. R-32001 — R-32300 15. okt. R-32301 —R-32600 16. okt. R-32601 — R-32900 17. okt. R-32901 — R-33200 18. okt. R-33201 — R-33500 21. okt. R-33501 — R-33800 22. okt. R-33801 —R-34100 23. okt. R-34101 — R-34400 24. okt. R-34401 — R-34700 25. okt. R-34701 — R-35000 28. okt. R-35001 — R-35300 29. okt. R-35301 —R-35600 30. okt. R-35601 — R-35900 31. okt. R-35901 — R-36200 Bifreiðaeigendum ber að koma með bif- reiðar sinar til bifreiðaeftirlitsins, Borgartúni 7, og verður skoðun fram- kvæmd þar alla daga kl. 8,45 til 16.30. Bifreiðaeftirlitið er lokað á laugardögum. Festivagnar, tengivagnar, og farþega- byrgi skulu fylgja bifreiðunum til skoðunar. Við skoðun skulu ökumenn bif- reiðanna leggja fram fullgild ökuskirteini. Sýna ber skilriki fyrir þvi, að bifreiða- skattur og vátrygging fyrir hverja bifreið sé i gildi. Athygli skal vakin á þvi, að skráningar- númer skulu vera læsileg. Vanræki einhver að koma með bifreið sina tii skoðunar á auglýstum *ima, verður hann látinn sæta sektum samkvæmt um ferðarlögum og bifreiðin tekin úr umferð hvar sem til hennar næst. Til athugunar fyrir bifreiðaeigendur: Við fullnaðarskoðun bifreiða eftir 1. ágúst 1974, skal sýna ljósastillingarvottorð. Þetta tilkynnist öllum, sem hlut eiga að máli. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 30. sept. 1974 Sigurjón Sigurðsson. flestir þeirrar skoðunar i Grikk- landi, menntað fólk eða ómennt- að, að konan sem karlmennirnir sofa hjá, er ekki sú sem þeir óska eftir að giftast. Þvi að þeir trúa þvi, að hún geti ekki verið þeim trú, þegar hún hefur einu sinni íátið eftir tilfinningum sinum. Ástin er ekki aðalatriðið Stundum stendur það ekki i vegi fyrir þvi að kona geti gifzt, þótt hún hafi glatað meydómi sin- um, ef hún er dugleg og iðin, litur vel út og fær góðan heimanmund. Þegar stúlka á að giftast, leggjast heimamundur, meydómur og dugnaður þungt á vogarskálina. Ast er yfirleitt algjört aukaatriði i þessu máli. Ennþá er það til, að ungur mað- ur, sem gjarnan vill kvænast, en finnur sjálfur ekki stúlku, sem honum finnst hæf sem brúður sin, þá biðji hann eldri meðlimi fjöl- skyldunnar, eða vini sina að hjálpa sér við að útvega sér gott konuefni. Svo þegar hún er fund- in, og hann hefur viðurkennt val- ið, þá ræðast fjölskyldurnar við og ákveöa allt, sem viðkemur fjölskyldulegum og fjárhagsleg- um tengslum. Ef samkomulag næst, munu þau giftast. Siðan munu þau fyrst kynnast, er brúð- kaupið hefur farið fram. Það eru engin takmörk fyrir þvi, hve langt þetta fólk gengur i þvi, að koma hjónabandi i kring, eða til að eyðileggja hjónabands- áætlanir. Heimanmundur mikilvægur Þegar maöur hittir tilvonandi tengdaföður til að biðja um hönd dóttur hans, er mjög algengt að hann grennslist fyrir um hve heimanmundurinn verður mikill. Hann athugar, hve mikið af eign- um fööurins muni verða settar yf- ir á hans nafn, eða hve margir gullpeningar — sem hingað til hefur verið algengasta tegund heimanmundar — borgist áður en brúökaupiö stendur og hve marg- ir eftir vigsluna. Ef stúlkan hefur sjálf þrælað og unnið fyrir heimanmundi sinum, losnar pilturinn viö að tala við til- vonandi tengdaforeldra. Þá er það stúlkan sjálf, sem hann ræðir við. Oft giftast ungu mennirriir fjármununum en stúlkan sjálf er aukaatriöið. Hvernig ákvaröast stærð heim- anmundarins? Ungur, myndar- legur maður með góða menntun og góöar framtiðarhorfur, getur reiknað með að fá tvö þúsund til fimm þúsund gullpeninga (140 þús. til 400 þús. d.kr.) Fátækur og ómenntaður sveitamaður getur aftur á móti ekki reiknaö með að fá nema nokkrar geitur og kann- ski smá-landsspildu. pað er mjög mikilvægt fyrir gifta konu að fæða manni sínum son. Sonur getur hjálpað foreldr- um sinum þegar þau eldast og tekiö við eignum þeirra. Það er lika mikilvægt fyrir fjárhagslega hliö fjölskyldunnar, að eiga marga syni. Ef konan eignast enga syni, litur maðurinn niður á hana. Ennþá eru það aðeins fáir, sem nota einhvers konar getnaðar- varnir, og þá aöeins þeir, sem ekki eru bundnir gömlum trúar- kredijum. Um kynlif eöa kynfræöslu er yf- irleitt aídrei talað. Þaö er vitað að mörg ung pör leigja sér hótel-her- bergi til einnar nætur, en um þaö er aldrei talað. Stúlkur eru mjög háöar foreldr- um stnum i Grikklandi. Jafnvel þó að stúlkan hafi góða vinnu og gott kaup, þá getur hún ekki flutzt að heiman og leigt sér herbergi. Það liggja tvær orsakir fyrir þvi: önnur er, aö foreldrarnir myndu harðlega neita þvi, þar sem þeir álita aö aðeins mjög léttúðugar stúlkur neiti að búa heima hjá sér og vilji flytja i leigt herbergi, þar sem hún getur tekið á móti elsk- hugum sinum. Hin ástæðan er, að erfitt er að fá leigt og húsaleigan er mjög há. Þess vegna eru það mjög fáar stúlkur, sem hafa efni á þvi að flytja að heiman þótt þær vildu. ABeins 47,6% af stúlkum á gift- ingaraldri, hafa komizt i hjóna- band. Þær myndu þó vera miklu fleiri, ef heimanmundur væri til handa þeim, og ef að karlmenn- irnir viðurkenndu að konur hafi sömu réttindi og þeir sjálfir. (ÞýddGB) Húsvörður Sambandið leitar eftir manni til að annast húsvörzlu, umsjón með ræstingu og fleira að Höfðabakka 9. Siðdegisvinna kemur til greina. Gjörið svo vel og talið við Jón Þór Jó- hannsson i sima 38900. É Starfsmannahald SAMBAND iSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Kýr til sölu Til sölu eru 5-10 ungar kýr. Nánari upplýsingar i sima 10260 og á kvöldin 41104. Samkeppni um gæðamerki fyrir íslenzkar iðnaðarvörur Útflutningsmiðstöð iðnaðarins boðar til samkeppni um gæðamerki fyrir islenskar iðnaðarvörur. Merkinu er ætlað að vera sameiginlegt gæðatákn fyrir útfluttar is- lenskar iðnaðarvörur, þó að einnig megi nota merkið á vörur, sem seldar verða á íslandi. Stjórn Utflutningsmiðstöövarinnar mun skipa til þess sér- staka nefnd, að ákveða á hvaða vörum megi nota merkiö. Er ætlunin að sú nefnd fylgist með þvl, að gæði vörunnar Iialdist þau sömu og þegar leyft var að nota merkiö. Nefndin getur þar af leiöandi svipt framleiöendur leyfi til að nota merkið, ef gæði vörunnar reynast ekki fullnægj- andi. Merkiö á að vera til almennra nota I tengslum við þær vör- ur, sem leyft veröur aö nota það, svo sem á prentföng, í auglýsingar, sem baririmerki, á umbúðir og viðhengi, á vöruna sjálfa o.s.frv. Tillögum að merki i einum lit skal skila I stærð 10-15 cm. i þvermál á pappirsstærð DIN A4 (21x29,7 cm). Keppendur skulu gera grein fyrir merkinu i linu og litum. Einnig skal fylgja stuttorð lýsing á efnisvali.Tillögurnar skal einkennu með sérstöku kjörorði og skal nafn höfundar og heimilis- fang fylgja með i lokuöu ógagnsæju umslagi, merktu eins og tillögurnar. Skilafrestur tillagna er til kl. 17.00 föstudaginn 25. október 1974. Skal skila þeim i póst eða skrifstofu Ctflutningsmið- stöðvar iðnaðarins merktum: Útflutningsmiðstöö iðnaöarins, Sarakeppni, c/o Birgir Harðarson, Hallveigarstig 1. Reykjavík. Birgir Harðarson er ritari nefndarinnar og jafnframt trúnaöarmaður keppenda og geta keppendur snúið sér til hans I sima 24473, varðandi frekari upplýsingar um sam- keppnina. Sú nýbreytni verður við samkeppni þessa, að almenningi gefst kostur á að taka þátt i vali merkisins. Dómnefnd hef- ur verið skipuð og mun hún velja úr bestu merkin. Veröa þau siðan kynnt i fjölmiölum og almenningi gefinn kostur á að greiða atkvæði um merkin. Veitt verða þrenn verðlaun, þeim þremur merkjum. sem flest atkvæði fá. Fyrstu verðlaun ve-öa að upphæö kr. 110.060.60 og önnur og þriðju verðlaun verða kr. 25.000.00 livort. t dómnefnd eru Helga B. Sveinbjörnsdóttir, auglýsinga- teiknari, Gisli B. Björnsson, skólastjóri Myndlista- og handiðaskólans, Gunnar Arnason, fulltrúi i Kassagerð Reykjavikur, Jón Sigurðsson, framkvæmdastjóri Islensks markaöar og Orri Vigfússon, framkvæmdastjóri Glits hf. Samkeppnin er haldin i samráði viö Félag islenskra aug- lýsingateiknara, sem skipaði tvo fulitrúa i dómnefndina. Rétt til þátttöku hafa allir, sem hafa starfsréttindi á ts- landi. Verðlaununum verður öllum úthlutað. Það skal sérlega brýnt fyrir tillöguhöfundum, að Útflutn- ingsmiðstöð iðnaðarins áskilur sér frjálsan og algjöran einkarétt til notkunar þeirrar tillögu sem fær 1. verðlaun til afnota fyrir stofnunina sjálfa eöa með framsali til ann- arra, án endurgjalds til höfundar en greiðslu i eitt skipti fyrir öll að fjárhæð kr. 150.000.00. Ennfremur áskilur stofnunin sér sama rétt gagnvart hverri annarri tillögu, sem berast kann, með fullum höfundarrétti samkv. framansögðu, með endurgjaldi til höfundar i eitt skipti fyrir öll að fjárhæðkr. 150.000,00. Útflutniugsmiðstöð iðnaðarins Hallveigarstig 1, Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.