Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Miövikudagur 2. október 1974. vv rrUngt og efni legt lið — segir Revie um landslið Tékka í knattspyrnu „ÞETTA er mjög ungt og efnilegt lið, sem á framtiðina fyrir sér”, sagöi Don Revie, einvaldur enska iandsiiðsins, um landslið Tékka, sem vann stórsigur yfir A-Þjóðverjum I Prag i siðustu viku 3:1. Revie var að njósna um Tékkana, þvi að enska landsliöið leikur gegn þeim á Wembiey 30. október n.k. Don Revie var mjög hrifinn af tékkncska liöinu, sem lék A-Þjóðverja sundur og saman. 3:1 sigur var of litiil — 7 marka munur hefði vcriö sanngjarn. Tékkar eru nú aö byggja upp ungt liö, sem þeir ætla að vera búnir aö fullmóta fyrir HM 1978 i Argentínu. 1 tékkneska liöinu, sem lék gegn A-Þjóðverjum, voru leikmenn úr aðeins þremur liðum: 6 frá Siovan Bratislava, 3 frá Dukla og 2 frá Teplice. —SOS Vafasöm varð Val vítaspyrna að falli Valsmenn töpuðu fyrir Portadown 1:2 í gærkvöldi í UEFA-bikarkeppninni. N-lrar skoruðu sigurmarkið úr vítaspyrnu þegar aðeins 14 mín. voru til leiksloka VALSMENN voru slegnir út úr UEFA-bikarkeppninni I knatt- spyrnu I gærkvöldi, þegar þeir töpuðu 1:2 fyrir Portadown frá N- trlandi. N-írarnir skoruðu sigur- mark sitt úr vafasamri vita- spyrnu þegar aðeins 14. min. voru til leiksloka. Dómari leiksins dæmdi vitaspyrnu þegar brotið var á leikmanni Portadown rétt fyrir utan vitateig — hann færði brotið innfyrir vitateigslinuna. Þegar vitaspyrnan var dæmd, þaut hinn rússnezki þjálfari Vals, Ilycheu, út á völlinn og mótmælti dómnum ákaft. En það dugði ekki — dómarinn var búinn að dæma vítaspyrnu. Morrison skoraði úr vítaspyrnunni og tryggði Porta- down þar með rétt til að leika I annari umferð Valsmenn stóðu sig vel i Porta- down, þeir héldu jöfnu 0:0 i hálf- leik. Þegar 15 min, voru búnar af siðari hálfleik skoruðu N-írarnir fyrsta mark leiksins það var McFaul sem kom Portadown i 1:0. Valsmenn gáfust ekki upp og þeim tókst að jafna. Það var Ingi Björn Albertsson, sem skoraði markið á 28 min. siðari hálfleiks- ins og leit þá út fyrir að Vals- mönnum tækist að halda jöfnu og komast áfram i aðra umferð UEFA-bikarkeppninnar. En eins og fyrr segir, þá tókst Portadown að skora sigurmarkið úr vafa- samri vitaspyrnu. —SOS Sigurganga Bayern á heimavelli stöðvuð Evrópumeistararnir, sem höfðu ekki tapað leikóheimavelli síðan 28. marz 1970, töpuðu fyrir Schalke 04 0:2 á laugardaginn „Bundesligan vv 1. (1) Hamburger SV 3 5 1 0 12:5 11:1 2. (3) Eintr. Frankfurt 3 4 1 1 17:7 9:3 3. (2) Eintr. Braunschweig 3 4 1 1 15:3 9:3 4. (4.) Bor. Mö'gladbach 3 4 1 1 13:8 9:3 5. (5) Kickers Offenbach 3 4 0 2 14:7 8:4 6. (3) Schalke 04 3 4 0 2 11:5 8:4 7. (9) Fort. Diisseldorf 3 2 3 1 13:10 7:5 8. (8) Hertha BSC 3 2 3 1 12:9 7:5 9. (11) VfL Bochum 3 3 1 2 9:8 7:5 10. (7) MSV Duisburg 3 3 0 3 13:12 3:3 11. (10) Bayern MUnchen 3 3 0 3 11:13 6:6 12.(12) Rot-WeiB Essen 3 2 1 J 5:8 5:7 13.(15)1. FC Kaiserslaut. 3 2 0 4 10:13 4:8 14. (15) Wuppertaler SV 3 1 1 4 3:15 3:9 15. (14) Werder Bremen 3 1 1 4 4:15 3:9 13.(18)1. FC Köln 3 0 2 4 8:14 2:10 17. (13) VfB Stuttgart 3 1 0 5 4:12 2:10 18. (17) Tennis Bor. Berlin 3 1 0 5 3:19 2:10 1 Markhæstu leikmenn í „Bundesligunni” eru nú þessir: 1 1 5 mörk: Heynckes (Mönchengladbach), Sviinn — Sandberg 1 1 (Kaiserslautern) og Geye (Fort. Dusseldorf). 1 1 4 mörk: Lorenz (Frankfurt), h. : Kremers (Schalke 04). 1 Gersdorff (E. Braunschweig) og Geyer (TB Berlin). 1 ■ 3 mörk: Lippens (RW Essen), Seliger (Duisburg) og Herzog | (Fort. Dusseldorf). 1 Leikmenn Schalke 04 stöðvuðu sigurgöngu Evrópumeistara Bayern Miinchen á heimavelli á laugardaginn, þegar þeir unnu sætan sigur yfir Bay- ern 2:0 á Olympíuleik- vanginum í Múnchen. Þar með var 76 leikja sigur- ganga Bayern á heimavelli rofin, en Evrópu- meistararnir höfðu ekki tapað leik á heimavelli síð- an 28. marz 1970. — Þá töp- uðu þeir fyrir VfB Stutt- gart 1:2. óheppnin elti leikmenn Bayern Múnchen í leiknum — t.d. átti markakóngurinn Gerd Múller skot i stöng í byrjun leiksins. Þá átti Nigbur stórleik í marki Schalke 04 og var hann maðurinn á bak við hið óvænta tap Bayern — hann varði oft stórkostlega. Staðan var 0:0 i hálfleik, en á 68. mín. skoraði Abramczik fyrra mark Schalke 04, og þegar aðeins tvær mín. voru til leiksloka innsiglaði Fisch- er sígurinn. Evrópumeistararnir eru nú i 11, sæti I „Bundesligunni”, þeir hafa leikið 6 leiki — unnið 3, en tapað 3. Það hefur vakið mikla athygli, hve þeim hefur gengið illa, og t.d. hefur Gerd Muller aðeins skorað eitt mark I leikjum iiðsins. tJrslitin í „Bundesligunni” á laugardaginn urðu þessi: B. Múnchen—Schalke04 0:2 Essen—Bor. M’gladbach 1:3 Diisseldorf—Braunschweig 2:2 VfLBochum—W. Bremen 3:1 MSV Duisburg—Frankfurt 1:3 Herta BSC—1. FCKöln 1:1 Hamburger—Stuttgart 1:0 Kaiserslautern—TB Berlin 4:0 Offenbach—Wuppertaler 3:1 — SOS Sex leik- menn úr Hadjuk — léku með landsliði Júgóslavíu gegn Ítalíu Knattspyrnusnillingurinn Ivica Surjak tryggði Júgóslaviu sigur yfir ttaliu 1:0 I vináttulandsleik, sem fór fram i Zagreb sl. laugar- dag. Surjak lcikur með Hadjuk Split (mótherjum Keflvikinga i Evrópukeppninni) og er hann al- gjör dýrlingur I heimaborg sinni, enda frábær knattspyrnumaður. Hollenzka liöiö Ajax hefur boðið stórupphæð fyrir Surjak, en Hadjuk vill ekki selja þennan snjalia knattspyrnumann. Sex leikmenn frá Hadjuk Split léku með júgóslavneska liðinu og sýnir það styrkleika Hadjuk-liðsins. Hadjuk-leikmennirnir áttu mjög góðan lcik, og byggist leikur júgóslavneska liðsins á þeim. Eftirtaldir sex leikmenn frá Hadjuk léku gegn ítaliu: Doni, Jerkovic, Buljan, Zungul, Oblak og Surjak. —SOS. ,,The Hammers" heldur West Ham-menn eru heldur betur á skotskónum þessa dagana. Eftir að Burnley vann Liverpool 1-0 á útivelli, bjugg- ust flestir við þvi, að þeir myndu eiga léttan dag á móti West Ham. En West Ham var ekki aiveg á sama máii. Burn- ley skoraði að visu fyrsta mark leiksins, þegar á 3. minútu, og var Fletcher þar að verki. Robson jafnaði fljót- lega fyrir West Ham, og var staöan þannig I hálflcik. Noble tók sto forystuna fyrir Burnley aftur, með marki á 50. minútu, en svo kom hinn stórkostlegi kafii West Ham. Fyrst jafnaði Brooking fyrir þá, siðan skor- aöi Jennings, þá Robson aftur og siðan Bonds, og allt i einu var staðan orðin 2-5, West Ham I vil, áöur en Burnley menn höfðu áttað sig. Fletcher skoraði siðasta mark leiksins, rétt aðeins til þess að láta markatöluna líta aðeins betur út. Svo miklir voru yfirburðir West Ham i seinni hálfleik, að þeir gátu hæglega skorað 4 mörk til viöbótar, þvi tvö skot fóru i stöng, og tvö dauðafæri glötuðust. En lítum nú á úrslitin um helgina: 1. deild. Birmingham — Arsenal 3-1 Burnley — West Ham 3-5 Chelsea — Wolves 0-1 Everton — Leeds 3-2 Leicester — Coventry 0-1 Luton — Carlisle 3-1 ManchesterC. —Q.P.R. 1-0 Newcastle — Ipswich 1-0 Sheffield U. — Liverpool 1-0 Stoke —Derby 1-1 Tottenham — Middlesb. 1-2 2. dcild. Bolton — Notts County 1-1 Bristol R. — Blackpool 1-3 Cardiff —Hull 1-2 Millwall — Bristol C. 1-0 Norwich —Manch. Utd. 2-0 Nottinham — Sunder.. 1-1 Oldham — Fulham 1-0 Orient — Sheff. Wed. 1-0 Southamp. — Aston Villa 0-0 WBA —Oxford 3-0 York — Portsmouth 3-0 S.l. miðvikudag voru leiknir nokkrir leikir i 1. og 2. deild, og urðu úrslit sem hér segir: 1. deild Derby — Chelsea 4-1 West Ham — Birmingh. 3-0 2. deild Fulham — Bristol R. 0-0 Manch. Utd. — Bolton 3-0 Oxford — Southampt. 0-4 Sheffield W. - WBA o-O Ipswich sýndi ekki góðan leik á móti Newcastle. New- castle vann 1-0 með marki, sem Pat Howard skoraði á 62. mlnútu, en mörkin hefðu átt ¥ 20 mörk í 4 leikjum hjó skot- glöðu Lundúnabúunum fró Upton Park. Burnley síðasta fórnarlamb þeirra að vera fleiri. Sérstaklega var McDonald ekki á skotskónum, þvl að flestra áliti hefði hann átt að skora a.m.k. þrjú mörk, eöa „hat-trick”. Ipswich lék varnarleik, og Sivell i mark- inu hjá þeim átti sérstaklega góöan dag. Þótt þeir yrðu svo marki undir, náðu þeir aldrei að ógna marki Newcastle. Ipswich heldur góðri forystu I deildinni, vegna þess að Liverpool tapaði nú sinum öðrum leik á 4 dögum. Liver- pool lék vel, og þegar á 3. minútu bjargaði Hemsley, á linu, skoti frá Kennedy. Liver- pool náði samt ekki að notfæra sér yfirburði sina, en á sömu minútu og Howard var að taka forystuna fyrir Newcastle á móti Ipswich, skoraði Wood- ward fyrir Sheffield Utd., og tókst þeim með naumindum að halda þeirri forystu út leik- inn. Þrátt fyrir tap i báðum þessum leikjum er engin ástæða fyrir áhangendur Liverpool að örvænta, — það býr miklu meira i liðinu en það hefur náð að sýna i þessum tveimur leikjum. Manchester City notfærði sér tækifærið og skauzt upp I annað sætið með 1-0 sigri yfir Q.P.R., en jafnframt sendu þeir Q.P.R. á botninn i deild- inni. Lið Manchester C. sýndi á sér tvær ólikar hliðar I leikn- um. í fyrri hálfleik voru þeir gjörsamlega ómögulegir, og áttu skilið að vera mörgum mörkum undir, en i seinni hálfleik sýndu þeir knatt- spyrnu eins og hún gerist bezt. Summerbee, Bell, Marsh, Hartford og Tueart voru óstöðvandi, og aðeins stór- kostleg markvarzla Phil Parkes i marki Q.P.R. bjarg- aði þvi, að tapið varð ekki meira. En markið lét biða eft- ir sér. Það var á 85. minútu, sem Rodney Marsh fékk háan bolta fyrir framan sig, þar sem hann sneri baki i mark Q.P.R., en með stórkostlegri hjólhestaspyrnu skoraði hann óverjandi fyrir hinn ágæta Parkes. Það var sem sagt

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.