Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 6
6 TtMINN Miðvikudagur 2. október 1974. HERRA FORSETI, Leyfið mér að óska yður til hamingju með kjör yðar sem for- seti 29. allsherjarþings Samein- uðu þjóöanna. Ég óska yður alls velfarnaðar i þessu háa og mikil- væga embætti og fullvissa yður um fullkomið traust og stuðning sendinefndar minnar. Leyfið mér einnig að bera lof á aðalritara samtakanna og starfs- lið hans fyrir þrotlaust starf að eflingu Sameinuðu þjóðanna, og þar með friðar i heiminum. Ég vil einnig nota þetta tæki- færi, herra forseti, og taka undir orð starfsbræðra minna, sem hafa boðið hin nyju aðildarriki Sameinuðu þjóðanna velkomin: Bangladesh, Grenada og Guineu- Bissau. Við hyggjum vel til sam- vinnu við þau I starfi samtak- anna. Herra forseti, fyrir skömmu tók ný rikisstjórn við völdum á Islandi. Hornsteinn utanrikisstefnu hinnar nýju rikis- stjórnar er þátttaka i starfi Sam- einuðu þjóðanna, eins og allra is- lenzkra rikisstjórna siðan við gerðumst aðilar að Sameinuðu þjóðunum á árinu 1946. íslenzka þjóðin hefur fullan skilning á nauösyn alþjóöasamvinnu á öll- um sviðum mannlegra sam- skipta. Við teljum, að sameinuðu þjóðirnar séu hinn rétti vett- vangur til að gera slika samvinnu árangursrika. Við vitum einnig, að slik sam- vinna er þvi aðeins kleif, að Sameinuðu þjóöirnar hljóti fullan og markvissan stjórnmálastuðn- ing allra þjóða heims. Nýlegir atburðir hafa enn sannað okkur nauðsyn þess að gera Sameinuðu þjóðirnar áhrifa- rikari, þegar hernaðarátök verða milli þjóöa. Þaö er sannarlega sorglegt, að deilan um Kýpur skuli enn hafa brotizt út. Það var eftir miklar blóðsúthellingar, að lausn var fundin á deilunni fyrir 15 árum, og siöustu hernaðarátök hafa bætt nýjum kapitula við sögu, sem þegar var orðin of dapurleg. Viö vonum, að allir viðkomandi aöilar muni af samvizkusemi virða vopnahléð, sem nú hefur verið komið á, og muni stuðla að þvi, að friðargæzlusveitir Sþ geti gegnt þvi mikilvæga og erfiða hlutverki, sem þeim er ætlað. Leyfið mér, herra forseti, i þessu sambandi, að votta mina innileg- ustu samúð með þeim rikisstjórn- um, sem hafa átt hermann, er fallið hafa eða særzt, er þeir voru aö friðargæzlustörfum fyrir sam- tökin. Það er sannfæring okkar, að varanleg lausn Kýpurdeilunnar verði aðeins fundin með friðsam- legum aðgerðum i samræmi við sáttmála hinna sameinuðu þjóða. Og það er mjög mikilvægt að samþykktum öryggisráðsins veröi vendilega fylgt i öllum frek- ari samningaviðræðum. Lausn deilunnar verður að sjálfsögðu að grundvallast á virðingu fyrir sjálfstæði og fullveldi Kýpur. 1 Mið-Austurlöndum rikir nú mjög flókið óvissuástand. Þeir vopnahléssamningar, sem gerðir hafa verið, bera mannviti og þol- inmæði vott og vekja ánægjulegar vonir um að fundin verði varan- legri lausn deilumálanna. Slik lausn verður að fela i sér tillit til réttinda Palestinuaraba. Og einnig hér i þessum heimshluta verður hið mikilvæga hlutverk friöargæzlusveita Sameinuðu þjóðanna aldrei ofmetið. Frelsi nýlenduþjóðanna hefur veriö á dagskrá Sameinuðu þjóð- anna I mörg ár. Hér á 29. allsherj- arþinginu höfum við þá ánægju að fagna Guineu-Bissau sem aðild- arriki Sameinuðu þjóðanna og gleöjast yfir stofnun bráðabirgð- arstjórnar i Mózambique. A und- anförnum árum höfum við á þess- um vettvangi hlýtt á harða gagn- rýni á stefnu Portúgalsstjórnar i nýlendumálum. Það er sérlega ánægjulegt að geta nú hrósað hinni nýju rikisstjórn Portúgals fyrir þær mikilvægu ákvarðanir, sem hún hefur tekið I samræmi við grundvallarlögmál sáttmála hinna sameinuðu þjóða um að veita nýlenduþjóðum frelsi og sjálfstæði. Annars staðar i suðurhluta Afriku búa þjóðir þvi miður enn við harðstjórn og kúgun. Það verður að neyta allra skynsam- legra ráða til að binda enda á þá sviviröilegu átroðslu mannrétt- inda, sem þar á sér stað. Von okkar, að samkomulag náist um 200 mílna efnahagslögsögu á næsta ári — ræða Einars Ágústssonar utanríkisráðherra á 29. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York 30. september 1974 Þær umræöur, sem fóru fram um Kóreuvandamálið á siöasta allsherjarþingi, urðu gagnlegri en við var búizt. Báðir deiluaðilar gátu fellt sig við niðurstöðu þeirra umræðna, sem fól I sér vonir um frekari samningaviðræður aðila með friðsamlega sameiningu Kóreu að markmiði. Þvi miður hafa þessar vonir ekki rætzt. Hvort umræður á þessu allsherj- arþingi munu þoka samkomulagi áleiðis, verður reynslan að skera úr um, en vissulega ber að vona, að frekari árangur náist i tilraun- um til að leysa þetta langvarandi vandamál, og að lausn verði fundin áður en langt um liður, er leiði til friðsamlegrar sameining- ar Kóreu. Herra forseti, ástand heimsmála krefst þess, að öllum ráðum verði beitt til að gera sambúð þjóða friðvænlegri, auka samvinnu þjóða og koma af stað raunhæfri afvopnun. Þrátt fyrir langvarandi um- ræður hefur ekki náðst viðunandi árangur á öryggismálaráðstefnu Evrópu. Mikil óvissa rikir um framvindu mála á ráðstefnunni, en við teljum afar mikilvægt að lausn verði fundin á þeim vanda- málum, sem ráðstefnan fjallar um. Svipuð staða er i hinum flóknu umræðum i Vinarborg um gagn- kvæma minnkun herafla i Mið- Evrópu. Hægt hefur miðað áleið- is. Við vonum, að viðræðurnar muni innan skamms bera já- kvæðan árangur, þar sem við teljum, að árangur þessara beggja samningatilrauna sé próf- raun á framtiðarþróun þessara mála. Siðan siðasta allsherjar- þingi lauk hefur hægt miðað áleiðis Salt-viðræðum Bandarikj- anna og Sovétrikjanna. Þessar viðræður hafa nú verið teknar upp að nýju. Vekur það með okk- ur nýjar vonir um að samkomu- lag geti náðst. Aframhaldandi kjarnorkutil- raunir i andrúmsloftinu eru okkur ný viti til varnaðar og sýna þá lifsnauðsyn, að náð verði alþjóð- legu samkomulagi um bann við framleiðslu og tilraunum með kjarnorkuvopn. Það er auðvitað einnig mjög mikilvægt, að afvopnunar- samningar hafi einnig inni að halda ákvæði um bann við fram- leiðslu og notkun kemiskra vopnaog eiturefna. Meöan glimt er við að leysa öll þessi vigbúnaðarvandamál, svo torleyst sem þau stundum virð- ast.er einnig nauðsynlegt að lita fram á veginn og reyna að sjá fyrir þann vanda, sem við kynn- um að standa frammi fyrir i framtiðinni, og reyna siðan, ef mögulegt er, að koma i veg fyrir að slikur vandi geti skapazt. Af þessari ástæðu fögnum við frum- kvæði þeirra þjóða, sem hafa beitt sér fyrir þvi að þessi hugs- anlegu framtiðarvandamál verði tekin til umræðu á þessu allsherj- arþingi. Herra forseti, aldrei fyrr i sögu Sameinuðu þjóðanna hafa efnahagsmál veriö tekin til jafn rækilegrar meðferð- ar og gert var á 6. aukaþingi alls- herjarþingsins á sl. sumri. Þetta aukaþing leiddi i ljós, I hve vax- andi mæli þjóðir heimsins eru háöarhver annarri efnahagslega. Það er von okkar, að takast megi að hraða verulega ráðstöfunum til að minnka hið efnahagslega bil, sem nú rikir milli þróðuðu þjóðanna og hinna vanþróuðu. Það er eitt mesta nauðsynjamál, sem þjóðir heimsins fjalla nú um. Undirbúningi hinnar sérstöku neyðarhjálpar við þau riki, sem hafa orðið mest fyrir barðinu á efnahagskreppunni i heiminum, hefur þokað hægt. Alvarlegar sveiflur hafa nú áhrif á efnahag flestra þjóða heims. Sumar þjóðir hafa orðið mjög hart úti, efna- hagsframvinda þeirra hefur verið stöðvuð, og aukið hefur verið á hungur og volæði milljóna manna. Islenzku þjóðinni rennur þessi mannlega þjáning mjög til rifja, og i júni sl. innti íslenzka rikisstjórnin af höndum framlag sitt til neyðarhjálpar sameinuðu þjóðanna. Islenzka þjóöin hefur orðið fyrir alvarlegum áföllum vegna efna- hagsþróunarinnar i heiminum að undanförnu. Við erum flestum öðrum þjóðum háðari alþjóðleg- um viðskiptum. Við þurfum að flytja inn allar þær oliuvörur, sem viö notum, stóran hluta þeirra matvæla, er við neytum og næstum öll þau hráefni, er við þörfnumst. Aðalútflutningsvara okkar, fiskurog fiskafurðir, hefur lækkað verulega i verði á út- flutningsmörkuðum okkar. Þessi þróun hefur leitt til alvarlegra efnahagsvandamála á Islandi og hættulegrar verðbólguþróunar. Augljóst er, að þýðingarmikill þáttur þessara mála er raunhæf og réttlát hagnýting auðlinda heimsins, sem aldrei hefur haft meiri þýðingu en nú, ef miðað er við annars vegar þá tækni, sem fyrir hendi er, og hins vegar hina sivaxandi fólksfjölgun i heimin- um. Augu manna hafa mjög beinzt að orkumálunum að undanförnu vegna hinna miklu verðhækkana á olluvörum. Takmarkanir á mögulegu framboði þessara vara gera það sjálfsagt að leitað sé nýtingar annarra orkulinda. Ég vil leyfa mér að benda á að Sam- einuðu þjóðirnar hafa mikilvægu hlutverki að gegna á þessu sviði með þvi að samræma aögerðir og visindarannsóknir, er leiöa til skynsamlegrar og hagkvæmrar nýtingar annarra orkulinda. I þessu sambandi langar -mig að benda á hinn geysilega ónýtta jarðvarma. Nýting hans er nú aðeins rétt á byrjunarstigi. íslendingar byggja afkomu sina nær einvörðungu á auðæfum hafsins og hafa þvi sérstakan áhuga á starfi hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Rikisstjórn Islands er þeirrar skoðunar, að fundurinn I Caracas, sem nú er nýafstaðinn, hafi náð þeim tilgangi að skýra höfuð- valkosti og fækka þeim. Rikis- stjórn Venezuela á þakkir skilið fyrir hin góðu starfsskilyrði, sem fundinum voru veitt, og fyrir að hafa látið i té starfskrafta Andreas Aguilar, sendiherra, sem stjórnaði störfum 2. nefndar með mikilli prýði. Fulltrúar 60 rikja, sem ekki höfðu átt sæti I undirbúnings- nefnd ráðstefnunnar, höfðu þarna tækifæri til að lýsa sjónarmiðum sinum og ganga inn i samnings- viðræöur og þeim tilgangi var náð. Ljóst var, að endanleg heildarlausn mundi ekki fást á fundinum i Caracas, þar sem reynt var að ná samkomulagi án atkvæðagreiðslu og að frekari samningaviðræður yrðu að fara fram. Hins vegar liggja höfuð- sjónarmiðin nú fyrir og vonir standa til, aö á fundinum I Genf næsta vor muni nást sanngjörn heildarlausn I þessum málum. Með hliðsjón af þeim umræðum, sem fram fóru i Caracas, er nú hægt að sjá fram á helztu atriði slikrar heildarlausnar. Við telj- um, að þar munu verða um að ræða 12 milna landhelgi, efna- hagslögsögu („exclusice econo- mic zone”-) allt að 200 milum, sanngjarna lausn varðandi yfir- ráð strandrikisins yfir landgrunni utan 200 milna, siglingafrelsi inn- an efnahagslögsögunnar, óhindr- aða umferð um sund, sem notuð eru i alþjóðlegum siglingum, raunhæfa lögsögu strandrikisins varðandi mengun og visindalegar rannsóknir, viðurkenningu á sanngjörnum réttindum fyrir landlukt riki og sterka stjórnun á hinu alþjóðlega hafsbotnssvæði, er tryggi hagsmuni þróunarrikj- anna á þvi svæði. Að þvi er ríkisstjórn Islands varðar, er þýðingarmesta atriðið formleg ákvörðun efnahagslög- sögunnar allt að 200 milum, sem nú hefur stuðning yfirgnæfandi meirihluta hins alþjóðlega sam- félags. Ég vil nota þetta tækifæri til að láta i ljós ánægju rikis- stjórnar minnar yfir þeirri stefnu ýmissa rikja, sem áður voru and- vlg þessu hugtaki, en hafa nú ákveðið að styðja það. Við höfum mikinn áhuga á framhaldi haf- réttarráðstefnunnar, og við telj- um, að lausn þessara mála sé nú örugglega á næsta leiti. Það er von okkar, að samkomulag náist næsta ár um efnahagslögsögu allt að 200 milur, og önnur skyld at- riöi, svo rikisstjórnir, sem þá hyggja á útfærslu lögsögu að þessum mörkum, geti gert það á grundvelli alþjóðasamnings. Þar með er ekki sagt, að án sliks árangurs þar muni verða um al- geran glundroða að ræða, vegna þess að nú þegar er fyrir hendi nauðsynlegur grundvöllur fyrir einhliða ákvörðunum á þessu sviði — ef samvinnan fer út um þúfur, en það ættu allir að reyna að forðast. Heildarlausn i náinni framtið, á þeim grundvelli, sem ráðstefnan stefnir að, myndi einmitt vera rökréttur og sanngjarn árangur af þvi óhemju mikla starfi, sem búið er að leggja fram. Ég vil þvi nota þetta tækifæri til að lýsa að- dáun ríkisstjórnar minnar á for- ystu Amerasinghe sendiherra, forseta hafréttarráðstefnu Sam- einuðu þjóðanna. Hið alþjóðlega samfélag stendur I mikilli þakk- arskuld við hann fyrir störf hans, sem ég er viss um að munu leiða til árangursrikrar niðurstöðu. Við viljum einnig þakka for- mönnum nefnda ráðstefnunnar, sem sýnt hafa mikinn dugnað i starfi. Ég vona, að hin ábyrgðar- miklu störf þeirra megi verða gæfurik. Þetta er 29. þing Sameinuðu þjóðanna. Þegar menn ihuga, hve 29 ár eru stuttur timi i sögu mann- kynsins , verður það enn ljósara en ella, hve miklu Sameinuðu þjóðirnar hafa raunverulega áorkað og hve mikilvægan grund- Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.