Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Miðvikudagur 2. október 1974. Ingólfur Davíðsson: Haustspjall Laufin falla, litir dofna, litil blóm á hausti sofna, músin dregur björg i bú. — Bráðum sölna grös hjá græði, gul eru viðis hinztu klæði, vetrartiðin nálgast nú. Mjallarblæju fjöllin falda, færist dökkvi á hafið kalda, bóndinn inni byrgir kú. — Jú, það var svalt báðum megin við jafndægrin, frost á nóttum 2-4 gráður og niður viö jörð i kuldalægðum, t.d. að Korpu, jafnvel 8-12 gráðu frost undir sólaruppkomu. Kalda loftið er þyngra en hið heita og rennur undan halla likt og vatn og safnast i kyrrveðra- samar lægðir eins og Laugar- dalinn i Reykjavik og Korpu- lægöina. Nú er kominn hentugur timi til að setja niður haustlaukana, til að fá blóm- skrúö i garðana snemma að vori. Munið að „laukalandið” þarf að vera vel framræst. Um ýmsa lauka og hnúða er að velja t.a.m. ýmis afbrigði og liti túlipana og dverglilja (krókus). Einnig eru gular páskaliljur, bláar perlu- og tjörnuliljur, dröfnóttar eða hvitar vepjuliljur. Hvitir vetrargosar o.fl. Laukarnir eru settir misdjúpt. Fer það aðallega eftir stærð, en einnig að nokkru eftir tegundum. Spyrjist jafnan fyrir um það, er þið kaupið laukana. Gott er aö leggja gamlan áburð, greinar, stöngla eða annað létt og loftmikið skýli ofan á mold- ina. Þá verður jafnari hiti og rakiá laukunum en ella. Rósir blómguðust viöa vel i sumar. Gott er að moka mold upp að þeim undir veturinn. Sendar hafa verið til at- hugunar viða að sprungnar katöflur og spurt um orsakir. Þetta er engin eiginleg sýki, heldur stafa sprungurnar af óhentugum vaxtarskilyrðum, aðallega mishröðum vexti og þarfafleiðandi spennu i kartöflunum. Ef regn kemur eftir þurrviðrakafla taka kartöflurnar vaxtarkipp og hættir við sprungum, einkum ef grunnt er sett niður. Mest ber á þessu i gullauga, en einnig nokkuð i Helgukartöfl- um o.fl. Kartöflurnar eru þá oft með sprungum þegar upp er tekið, en stundum springa þær lika þegar þær eru hreyfð- ar fyrst i stað. Siöan jafna þær sig og þola betur hnjaskiö. Er- lendis, þar sem vaxtartiminn erlangur,er grasiö slegið, eða eytt meö lyfjum svo sem hálf- um mánuði fyrir upptöku. Þá jafna kartöflurnar sig i mold- inni og springa siður. Hér er vaxtartiminn svo stuttur, að ekki er fært að gripa til slikra ráða. Annað, sem oft er spurt um, er hvernig á þvi standi, að kartöflur taki stundum upp á þvi, að vaxa upp um stöngul- inn. Sjá mynd. Ber einna mest á þessu i rauðum kartöflum is- lenzkum, sjaldnar i öðrum tegundum. Venjulega eru kartöflurnar á stönglunum smáar, gular, blá- eða rauölit- ar á lit, óætar með öllu. Orsak- ir þessa fyrirbrigðis eru lika vaxtartruflanir, og ber eink- um á þessu i grýttum eða kögglóttum jarðvegi og mest i þurrkasumrum. Rótunum lik- ar ekki lifiö! Kartöflur vaxa einnig all oft upp um stöngla ef þær særast eða hálflamast af einhverjum orsökum. Sjaldan ber á þess- um „upphlaupum” nema I fá- um grösum. Kartöflumyglu varð aðeins vart seint i ágúst, en svalar nætur stöðnuðu hana alveg að kalla — að þessu sinni. Aftur á móti bar talsvert á stöngulsýki. Stönglar kartöflugrasa verða þá svart- ir, blautir og linir niður við jörðina og vot rotnun kemur fyrr eða siöar fram i kartöflunum. Veikin getur breiðzt ört út i hlýrri geymslu. Það eru bakteriur sem valda stöngulsýkinni og berst hún á milli i útsæði og meö verkfær- um, og getur haldizt i ósótt- hreinsuöum geymslum. Vanda ber val á útsæði og grafa upp stöngulsjúk grös og flytja burt úr göröunum. Ef það er trassað breiöist veikin út. Talsvert er kvartað um kláða á kartöflum, en það er þó miklu meinlausari kvilli, þ.e. húösveppur, sem ekki et- ur sig inn I kartöflurnar, en getur að visu gert þær útlits- ljótar, blettóttar eöa hrúðað- ar. Mest ber á kláöa i kalkrik- um jarðvegi, t.d. skeljasandi, eða þar sem steypuleifar hafa verið, og ef kalk er boriö i garðinn. 1 súrum jarövegi ber sáralitið á kláöa. Kartöflu- hnúðormar geta dregið mjög úr uppskeru. Margir hnúð- ormagaröar hafa verið lagðir niður og breytt i graslendi. Samt eru hnúðormar enn i garðlöndum á Eyrarbakka og i smágörðum, t.d. i Vik I Mýr- dal og á Akranesi. Skal varazt að nota útsæði þaðan. Ormarnir geta borizt með kartöflum og kartöflupokum, mold og verkfærum. Munið það. Ryösveppur hefur allviöa 1 leikið rauðblaðarósina illa. Gulrauö sveppaþykkildi eyði- leggja greinarnar. örugg lyf til lækningar munu naumast til, svo varla er um annaö aö ræða en grafa sýktu rósirnar upp og fleygja þeim. Veikinn- ar varð fyrst vart i Reykjavik á innfluttum rósum fyrir all» i mörgum árum, en siöan hefur hún breiözt talsvert út. Nú eru reyniberin mikill veizlumatur þrastanna. Berin fóru að roðna i miðjum ágúst og er þaö óvenju snemma. Reyniviður, alsettur rauöum berjum, er mjög fagur. Haust litir á laufi eru ekki horfnir ennþá, og litbrigðin eru næsta fjölskrúöug. Lyngið og reynir- inn roðna, dvergmispillaufið verður alveg blóðrautt. „Brúnn er haustsins bjarka- litur, breytir rómi skógarþyt- ur”. Já, þyturinn breytist mjög þegar laufin eru fallin. Sum tré halda lengi laufinu, t.d. gljáviðir og vesturbæjar- viðir. Ýmis blóm hafa fölnað i frostunum, en nokkur halda enn velli, t.d. stjúpur, korn- blóm og tryggðablómin (Chrysanthemum) o.fl. Stöku fiflar og sóleyjar sjást enn i siöustu viku september. Nafngiftir og „andleg orbirgð Gisli bóndi i Eyhildarholti rit- aði fyrir nokkru grein i Timann um ýmis efni, og er i greininni kafli með þessari fyrirsögn: „Vafasamar nafngiftir”. Gisli er manna skeleggastur i ræðu og riti og sérlega fjölfróður. Þvi er jafn- an tekiö eftir þvi, sem hann lætur frá sér fara, þótt hann geti hras- að, ekki siður en Pétur forðum. í kaflanum er deilt heldur hvasslega á yfirvöld Reykjavik- ur, og það á röngum forsendum að mestu leyti. Sumu get ég verið sammála. Það var óþarfi að taka upp heitin Hólaskóli og Skógaskóli, enda hefur þvi verið breytt. Hins vegar verð ég að vera Gisla ósammála, þegar hann seg- ir, að byggingarnefnd Reykjavik- ur, sem velur götum I Reykjavik nöfn hafi „leiðinlega og smekk- lausa áráttu að hnupla aldagöml- um nöfnum utan af landsbyggð- inni, nöfnum heilla sveita og ein- stakra býla og klina þeim á götur I höfuðborginni”. Nú vitum við það mæta vel, að ótal býli á Islandi eru samnefnd, heilar sveitir og meira að segja nokkur sveitarfélög. Fyrirtæki hafa verið stofnuð átölulaust und- ir staðaheitum, sem þau hafa fengið skrásett að lögum. Hefðin að nota staðanöfn sem nöfn á göt- um hefur tiökazt um áratugi viða um land. Það getur þvi ekki verið um að ræöa neinn eignarrétt i þessu sambandi og þar af leiðandi ekki um hnupl. Nú skulum við byrja á byrjun- inni. Hvað skyldu margir búnir að „hnupla”, svo notað sé orðalag Gisla, heiti Vikur á Seltjarnar- nesi, jarðar Ingólfs okkar? Elztu götur Reykjavikurkaupstaðar eru: Aðalstræti, Hafnarstræti og Vesturgata. Hvaö skyldu margir búnirað „hnupla” þeim götuheit- um? Ef viö hverfum frá Reykja- vik, vaknar spurningin um Borg á Mýrum, Helgafell, Hóla i Hjalta- dal, Skálholt og jafnvel Þingvelli? Býli, skip og fyrirtæki hafa verið nefnd þessum nöfnum óátalið. Hvað er með Gullfoss og Heklu? Gisli hafði áhyggjur út af Tinda- stól. Samkvæmt simaskránni er til á Sauðárkróki verzlun, sem heitir Tindastóll, og þar er gisti- hús, sem heitir Mælifell. Hvað er svo um gatnanöfn? A Akureyri má nefna Löngumýri og jafnvel Kringlumýri, sem ég held að sé algerlega reykviskt örnefni. A Egilsstöðum er til Laufás (skyldi Þórhallur biskup hafa „hnuplaö” nafninu, er hann nefndi hús sitt I Reykjavik þvi nafni?). I ólafsvik er til Brautar- holt, á Neskaupstað Viðimýri, á Húsavik Höföabrekka, á Selfossi Viðivellir. Þessi dæmi eru tekin algerlega af handahófi, og það má bæta við áþekkum nöfnum 1 tugatali. Þetta allt sýnir, að hér er um að ræða nafngiftarhefð, sem tiðkazt hefur ef til vill allt frá upphafi Is- landsbyggðar. Ornefnanefnd, er starfar nú, samkvæmt lögum frá 1963, hefur lika algerlega viður- kennt þessa hefð i sambandi við nöfn á býlum, einsogsjá má nær árlega I B-deild Stjórnartiöinda. I grein sinni er Gisli meira að segja svo herskár, að hann ræðst gegn tveimur götuheitum, sem alls ekki eru til i Reykjavik, Langholti og Hegranesi. Slikt er þó hreint aukaatriði hjá hans miklu hrösun, sem var orsök þess, aö ég setti saman þennan greinarstúf. Hann rakti i grein sinni nokkur götunöfn I Reykjavik og bar upp á höfunda þeirra „smekkleysi og andlega örbirgð”. Það má ekki seinna vera, að Gisla og öðrum, sem eru sama sinnis, sé skýrt frá þvi, hverjir það voru, sem gerðu tillögurnar að þeim nöfnum til byggingarnefndar á sinum tima, og fá nú þennan vitnisburð. Það eru prófessorarnir: Einar ólafur Sveinsson, Ólafur Lárusson, Pét- ur Sigurösson og Sigurður Nor- dal. Páll Lindal. Hverfasamtök framsóknarmanna í Breiðholti: Þjónusta strætisvagna verði bætt Til stjórnar S.V.R. og borgarráðs Reykjavikur. A fundi hjá Hverfasamtökum framsóknarmanna I Breiðholti var samþykkt eftirfarandi ályktun um breytingar á ferðum S.V.R. I Breiðholti. 1. Að leiöin Breiðholt-Miðbær verði óbreytt, að öðru leyti en þvi, að bætt verði við einum vagni, sem gengi allan daginn til klukkan 19.00. 2. Að leið 12 veröi breytt á þá lund, að á leið I Breiðholt fari vagninn ekki um Neðra- Breiðholt, en gangi Breiðholts- braut, Æsufell, Vesturberg, Suðurhóla, Austurberg, Norðurfell, Suðurfell, Breiðholts- braut, Stöng, Arnarbakka, Alfa- bakka og Reykjanesbraut. 3. Að leið 7 verði látin ganga I Neðra-Breiðholt frá Lækjartorgi. 4. Aö fjölga biðskýlum i hverfinu fyrir veturinn, þar sem þarna er áveðrasamt, samanber siðasta vetur. 5. Veturinn sem leið var veðra- samur og snjóþungur. Eru þvi undanfarandi atriði 2. og 4. mjög árlðandi, þar sem fólk þarf aö ganga allt að 1,5 til 2 km aö strætisvagnabiðsteð, I öllum veörum, með börn sin. Hefur ver- ið kvartað yfir þessu viö vagn- stjórana og einnig I fjölmiölum, en engar úrbætur fengizt enn. 6t Hverfasamtök framsóknar- manna I Breiðholti vilja vekja athygli á hinni öru uppbyggingu Fella- og Hólahverfis, sem óhjá- kvæmilega kallar á bætta strætisvagnaþjónustu við þessi hverfi, ella á það benda, að til- tölulega auðvelt ætti að vera að bæta hér úr, þar sem búið er að ganga frá útskotum fyrir vagnana. 7. Loks vilja Hverfasamtökin benda á að bætt strætisvanga- þjónusta við Breiðholtshverfi mun draga úr umferðarþunga á Reykjanesbraut og Breiðholts- braut, sem anna ekki hinni miklu umferð i Breiðholtshverfin. Virðingarfyllst, Fh. stjórnar H.F.ÍB. Ólafur Tryggvason.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.