Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 10. október 1974. Þrjú síldar- og togveiðiskip óskast til kaups Skipin þurfa að vera 20 m löng upp i 35, m, ekki eldri en 8-9 ára gömul, vel við haldið og búin öllum fullkomnustu siglinga- og fiskileitartækjum, ásamt góðu viðhaldi á aðalvél og spilum. Fullkomnar tryggingar og góð útborgun. Skipasalan og skipaleigan Vesturgötu 3 — Simi 13339. Talið við okkur um kaup og sölu fiski- skipa. 6UM MIVINNU STOFAH SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK. Þeir sem eru á vel negldum snjódekkjum komast leiðar sinnar. Kaupfélagsstjóri Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Saurbæinga Skriðulandi er laust til um- sóknar frá næstu áramótum. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og starfsreynslu sendist for- manni félagsins Kristjáni Sæmundssyni Neðri-Brunná eða Gunnari Grimssyni starfsmannastjóra Sambandsins fyrir 20. okt. Kaupfélag Saurbæinga. Um leigumdla Elliðadnna í fróðlegri grein hér i blaðinu á laugardag undir fyrirsögninni „Hvers eiga Reykvikingar aö gjalda*’, er vikið að samskiptum Reykjavikurborgar og Stanga- veiðifélags Reykjavikur i sam- bandi við leigumála Elliðaánna. Er Stangaveiðifélagið gagnrýnt mjög fyrir háa endursölu á veiði- leyfum til félagsmanna sinna, og tekiö svo til orða að Elliðaárnar, eign Reykvíkinga, sé notuð sem féþúfa þröngs hóps. í fljótu bragði kann lesendum blaðsins aö finn- ast að hér sé á ferðinni vafasöm starfsemi, en skoðum þetta mál ögn nánar. Stangaveiðifélag Reykjavikur hefur um áratuga skeið leigt Elliöaárnar og er þvi sýnt að borgaryfirvöld hafa talið eðlilegt og sjálfsagt að þetta fjölmenn- asta félag reykvlskra stanga- veiðimanna fengi að njóta þess- ara hlunninda. Og vist hefur þetta verið öflugur stuðningur við þessi ágætu og grónu samtök, þvl að félagið hefur oft haft góðar tekjur af endursölu veiðileyfa, og vissu- lega hefur samningurinn við Reykjavíkurborg um leigu Elliðaánna verið einskonar kjöl- festa félagsins. Reykjavikurborg styður með fjárframlögum og á annan hátt margvlslega starfsemi I borginni og það er ekkert óeðlilegt við það, að Stangaveiðifélagið, sem kenn- ir sig við borgina og hefur mörgu góðu til leiðar komið bæði fyrr og siöar á sinu sviöi, njóti þess stuðnings, sem felst í að leigja þvi veiðina I Elliðaánum á mjög sanngjörnu verði, afar lágu verði, miðað við leigu á veiðiám al- mennt. En vikjum nánar aö út- legu Elliðaánna. t fyrrnefndri grein er upplýst hverjar tekjur Stangaveiöifélagið hafi haft af ánum vegna sölu veiðileyfa á árunum 1971, 1972 og 1974. Sé litið til veiðinnar i Elliða- ánum á þessum árum blasir þessi mynd við? Verð á laxi til veiði- manna: 1971 1100 krónur 1972 1000 krónur og 1974 1500 krónur. 1 heild verður veröið fyrir hvern lax öll þessi ár að meðaltali 1200 krónur hver fiskur eöa nálægt 400 krónur hvert kiló af laxinum til veiði- manna. Á hinn bóginn þykir rétt að gera dæmið upp með hliðsjón af óskum greinarhöfundar „Hvers eiga Reykvlkingar að gjalda”, verður útkoman þessi: Leigan til Reykjavikurborgar að viöbættu 15% söluálagi gerir verö til veiði- manna 330 krónur hver lax eða 120krónur fyrir hvert kiló af laxi! Að öllum samanlögðu, sem hér hefur verið greint frá, verður ljóst, að féþúfuhugtakið hentar öllu betur I þvi efni, ef fyrirkomu- lag það, sem höfundur laugar- dagsgreinar vildi hafa á hlutun- um, væri i framkvæmd. Eins og framkvæmdin hefur verið nýtur Stangaveiðifélagið fjárhagslegs stuðnings, eins og mörg önnur félög i borginni gera, og iéiagar SVFR njóta, þrátt fyrir allt, við- unandi kjara við kaup á veiðileyf- um hjá félaginu. Verði horfið að þvi ráði, að leigja einstaklingum veiði I Elliðaánum langt undir markaðsverði veiðileyfa, má taka undir með greinarhöfundi, að þröngur hópur hafi þessi hlunnindi að féþúfu. Ahorfandi. ATH! Grein sú, sem Áhorfandi nefnir hér var eftir Asgeir Ingóifsson, en höfundanafniö féll niöur viö birtingu. Hofsós: NÝTT SKÓLAHÚS TEKIÐ f NOTKUN GéBé Reykjavik — A þriöjudag var barna- og unglingaskólinn á Hofsósi settur. Skólinn fékk af- hent nýtt húsnæöi sl. laugardag og er þaö til mikilla bóta. Viö ræddum viö skólastjórann, Garöar Jónsson og inntum hann frétta um hina nýju byggingu. — Þetta er fyrsti áfangi sem nú er tekirm I notkunsagöi Garöar. 1 honum er fjórar almennar kennslustofur, auk þess hóp- vinnustofa fyrir börnin. Vistleg setustofa fyrir börnin er hér einnig, en það vill stundum til, að börnin þurfa að biða, utan kennslustunda, því að þau eiga sum langa leið að sækja i skólann, eða um 20 km. Nemendur viö skólann eru nú 150, eða helmingi fleiri en áður. Er það vegna þess, að áður voru aðeins börn frá Hofsósi I skólanum, en nú hafa Fells- hreppur, Hofshreppur og Hofsós sameinazt um skólann. Að minnsta kosti þrír bilar flytja börnin I og úr skólanum. Einnig er i hinni nýju byggingu, sem er áföst við gömlu skóla- bygginguna, skrifstofa skóla- stjóra, kennarastofa, skjala- geymsla, áhalda- og fata- geymslur. Við skólann kenna sex fastir kennarar, auk skólastjóra, og einn stundakennari. t öðrum áfanga skóla- byggingarinnar, verður gamla skólahúsinu breytt. — Hjartasjúkdómafélag íslenzkra lækna: Harmar að ekki skyldi vera haft samráð við hjartasérfræðinga um hjartabílinn Frétt I Timanum sunnudaginn 29. september. s.l. um hjartabflinn, þar sem rætt var við Rúnar Bjarnason, slökkviliðsstjóra, hef- ur vakið mjög mikla athygli, og orðið hvati að miklum blaðaskrif- um um notkun hans I dag sem neyöarbils, og þó aðallega um gildi hans sem hjartabils og hvernig væri hægt að reka hann sem slikan. Tímanum barst nýverið ályktun, sem gerö var á fundi I Hjartasjúkdómafélagi íslenzkra lækna þann 1.10 ’74. 1 ályktuninni segir aö fundurinn harmi, að ekki skyldi vera haft samráö við sérfræöinga f hjarta sjúkdómum um val á sjúkrabil til flutnings hjartasjúklinga og tækja I bifreiðina. — Fundurinn telur miður farið, að ekki skuli hafa verið gengið frá rekstrarfyrirkomulagi bifreiðarinnar áður en kaup hennar voru ákveöin og út- búnaður valinn. Hins vegar álitur fundurinn, að með endur- skipulagningu á sjúkra- flutningum á Stór-Reykjavíkur- svæðinu geti hinn nýi hjartabill gegnt þvi hlutverki, sem honum var upphaflega ætlað. Fundurinn telur eðlilegt, aö heilbrigðisráöu- neytið skipi nefnd til að annast þá endursk i.pulagningu. AAeistarakeppni Bridgefélags Reykjavíkur í tvímenning: #0 Guðlaugur og Orn ir í keppninni Aö loknum 2 umferðum af 6 I 7. Egill Guðjohnsen — meistarakeppni Bridgefélags Jóngeir Hlynason 361 Reykjavikur í tvlmenning, er 8. Ólafur Lárusson — staða efstu para þessi: Lárus Hermannsson 360 1. Guðlaugur R. Jóhannsson — 9. Gylfi Baldursson — örn Arnþórsson 404 Sveinn Helgason 358 2. Gunngeir Pétursson — 19. Einar Guðjohnsen — Viðar Gunngeirsson 394 Guðmundur Arnason 345 3. Hallur Slmonarson — 11. Simon Símonarson — Þórir Sigurðsson 394 Stefán Guöjohnsen 344 4. Guðmundur Pétursson — 12. Magnús Theodórsson — Karl Sigurhjartarson 5. Hörður Arnþórsson — 387 Sigfús Arnason 342 Þórarinn Sigþórsson 381 Spilaö er i þremur 12 para nðl- 6. Einar Þorfinsson — um. Meðalskor eftir tvær umferð- Hjalti Eliasson 367 ir er 330 stig. Verksmiðjuhúsnæði til leigu 800 fermetra verksmiðjuhúsnæði til leigu á góðum stað i Kópavogi frá n.k. áramótum. Upplýsingar i sima 22-5-88.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.