Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 10. október 1974. TÍMINN 3 Eldur I Hafborgu. Ahöfn Seunnar sprautar vatni á brennandi skipiö. Mynd Heimir Stfgsson AAikill eldur í Hafborgu út af Garðskaga í gær — Yfirgáfum skipið fljótlega sakir eldhafsins, sagði skipstjórinn Gsal-Reykjavik — Um kiukkan 12.15 i gærdag kom upp eidur i Hafborgu GK-99, þar sem bátur- inn var á netaveiöum um 7 sjó- milur norO-vestur af Garöskaga. Fjórir menn voru á bátnum og var þeim bjargaö yfir I Skilding frá Sandgeröi. Freyr KE-98 kom linu yfir I Hafborgina stuttu siöar og hélt meö skipiö áleiöis til hafn- ar i Sandgeröi. Slysavarnarfélag islands haföi þann viöbúnaö, aö biöja björgunarsveitina Sigurvon i Sandgeröi aö fá slökkviliösmenn og froöutæki til aö ráöa niöurlög- um eldsins. Fóru þeir út á Sæunni GH-220 til móts viö Frey og hófu þegar aö sprauta vatni yfir i Haf- borgina, sem þá var nær alelda. 1 gærkvöldi náöum viö tali af Þórlindi Jóhannssyni, skipstjóra á Hafborgu og sagöi hann, að eldsins heföi oröiö vart laust eftir hádegiö. — Eldurinn kom upp i vélar- rúminu og magnaðist mjög fljótt. Við reyndum strax að ráða niður- lögum eldsins, en þar sem við komumst ekki niður i vélarrúmið til að dæla upp sjó, tæmdust slökkvitæki okkar mjög fljótt. Sagði Þórlindur, að þeir hefðu stuttu síðar orðið að yfirgefa skipið, sakir eldhafsins og hefðu þeir verið komnir I gúm- björgunarbát þegar trillan Skildingur kom að skipinu. Sagði Þórlindur, að enginn þeirra fjög- urra hefði verið i hættu. Freyr KE-98 kom linu yfir i skipið og hélt með það áleiðis til Sandgerðis. A móti þeim kom svo Sæunn GK-220 með slökkviliðs- menn og var þegar byrjað að sprauta vatni á eldinn, en ógjörn- ingur var að komast yfir i skipið, vegna þess hve eldurinn var mik- ill. Slökkvistarfi var svo haldið áfram i Sandgerði og tókst að ráða niðurlögum eldsins á rúmri klukkustund. — Það er ljóst, að gifurlegar skemmdir hafa orðið á skipinu og m.a. er stýrishúsið algjörlega ónýtt, sagði Þórlindur. Hafborgin er smiðuð 1946 úr eik, en var siðan endurbyggð að hluta nokkrum árum siðar á Isa- firði. Hafborgin hét áður Sæfari og hefur ætið verið mikið afla- skip. Laxveiðin 15% minni í ár en í fyrra gébé-ReykjavIk. — Laxveiöi er nú lokiö I öilum veiöiám landsins. Þaö er nú sýnt aö laxveiöin er heldur minni viöast hvar heldur en siöastliöiö ár. Aö heildartöiu er hún fimmtán prósent minni i ár. Veldur þar um miklu, aö sökum þurrka hafa flestar ár veriö mjög vaxandi veiöi i ám þar. 1 Hofsá veiddust siðastliðið ár rúmlega ellefu hundruð laxar, en i sumar um 1250. Selá og Vesturá hafa einnig verið með betra móti. Það eru yfirleitt beztu laxveiði- árnar sem mest hafa goldið vatnsleysisins I sumar, og er það aöalástæðan fyrir þvi, hve laxa- talan er minni heldur en i fyrra.. Netaveiði hefur verið með betra móti I Borgarfirði i sumar og einnig á netaveiðisvæðum I Ár- nessýslu. Athyglisvert er, að i ár eru langbeztu heimtur á laxi úr sjó i Koliafirði, til þessa. Af seiðum sem sleppt var I fyrra hafa 12% að meðaltali skilaö sér aftur, og er það talið mjög gott. Þegar bezt var i sumar, skiluðu sér 14,8% seiði. Birkiskógar í hættu t nýju ársriti Skógræktarfélags tslands, er meðal annars vikiö aö sýnilegri eyöingu skóglendis i sumum héruöum landsins. Þar segir meöal annars: „Þau skóglendi, sem hvorki viröast vaxa né ganga saman, eru þar sem strjálbýlt er og snjóþungt, og fé þvi lengi á gjöf. En hin, sem eru I sýnilegri afturför, eru I nánd viö þéttbýli og i fremur snjó- léttum sveitum. Ástand skóglendanna er viöa mjög slæmt i Vestur-Skaftafells- sýslu, uppsveitum Arnessýslu, Borgarfjaröarsýslu og uppsveitum Mýrasýslu. Sums staðar er þaö á þann veg aö ekki er nema tima- spursmál, hvenær mikið af skóglendi hverfi meö öllu, ef ekki verður viö gert innan skamms”. Þetta erdapurleg lýsing, en þvi miöur blasa viöa viö augum óræk merki þess, aö veriö er aö ganga af stórum skógarspildum dauöum jafnvel þar sem ágæt döngun var I birkinu fyrir fáum áratugum. Orkuþörfin austan lands Jón Kristjánsson á Egilsstööum vikur aö orkumálum á Austur- landi i nýju tölublaði Austra. Þar drepur hann á, aö fyrir nokkrum árum hafi rikt torskiljanleg tregöa I orkumálum Austfiröinga og vantrú á, aö Islendingar þyrftu rafmagn nema i takmörkuöum mæli. „Þaö heföi þótt tiöindum sæta fyrir fáeinum árum, þegar Austfiröingar voru aö berjast fvrir Lagarfossvirkjun ef þvi heföi veriö haldiö fram, aö virkjunin yröi fullnýtt, þegarhún færi I gang”. En þessi verður nú raunin á, og hefur þó ekkert óvænt gerzt, sem aukiö hefur orkuþörfina, nema hvaö lifnaöi þar yfir öllu atvinnulifi, þegar vinstristjórnin kom til sögunnar meö úrræöi sin. Þá segir Jón aö þvi sé fagnað, „aö nú viröist svo, aö umræöa sé hafin I alvöru um áframhaldandi virkjunarframkvæmdir” austan lands — virkjanir, sem gætu komizt I gagniö, ef i framkvæmd væri hrundiö, innan fárra ára. „Færeyingar lifa ó..." 1 sunnudagsútgáfu Berlingske Tidende er atvinnulifi i Færeyjum lýst á þennan hátt: Færeyingar lifa á Dönum, sauöfjárrækt og fiskveiöum. Eins og nærri má geta hafa þessi glannalegu og óveröskulduöu ummæli ekki fallið i góöan jaröveg I Færeyjum. — JH. Olíumdlið ó Keflavíkurflugvelli: Jarðvegssýni í rannsókn BH-Reykjavík. — Utan- ríkisráðuneytið/ en undir það heyra þau mál/ er varða Keflavikurflugvöll, hefur farið þess formlega á leit við Heilbrigðismála- ráðuneytið/ að það hlutist til um/ að rannsókn fari fram á þvi, hvort um olíu- mengun geti verið að ræða í jörð á Keflavikurflug- velli. Mun rannsókn máls- ins þegar vera hafin og úr- skurðar þar að lútandi að vænta innan nokkurra daga. Samkvæmt upplýsingum, sem Ingimar Sigurösson, fulltrúi i Heilbrigöismálaráöuneytinu, veitti blaöinu, hefur nú borizt formleg ósk frá utanrikisráðu- neytinu varöandi oliumengun á Keflavikurflugvelli. Nokkur blaöaskrif hafa oröiö um þetta mál, og sýnist sitt hverjum um hugsanlega möguleika á þessu, svo aö rannsókn á þessu er sjálf- sögð. Kvað Ingimar máliö vera i höndum Heilbrigðiseftirlits rikis- ins. Baldur Johnsen, forstöðumaður Heilbrigöiseftirlits rikisins kvaö þetta mál i rannsókn, sem heföi staöið um nokkurt skeiö. Heföi þaö fyrst veriö á vegum Heil- brigðiseftirlitsins i Keflavik, en siöar hefði Varnarmálanefnd haft afskipti af málinu á þá leiö, aö fá jaröfræöinga til aö taka jarövegs- sýni og rannsaka þau. Þær rann- sóknir stæöu nú yfir. Þá myndi maöur á vegum Heilbrigöiseftir- litsins taka jarövegssýni ein- hvern næstu daga, og væri ekkert hægt um máliö aö segja fyrr en niöurstööur þessara rannsókna lægju fyrir. vatnslitlar i sumar. Blaöiö haföi samband við Einar Hannesson hjá Veiðimálastofn- uninni, og sagði hann að siöastlið- ið ár hefðu veiðzt sextiu og sex þúsund laxar, en i ár, um fimmtiu og sex þúsund. Ekki er þó enn hægt að gefa upp tölur frá ein- stökum ám, en það verður gert um leiö og þær liggja fyrir. í Elliðaám er veiðin heldur minni en i fyrra, en þá komu um 2300 laxar á land, en rétt rúmlega 2000 i ár. Um sex þúsund laxar fóru um teljarann, og er það fleira en nokkru sinni áður. Miöfjarðará, Hrútafjarðará, Vatnsdalsá, Blanda og Laxá á Ás- um hafa gefið vel af sér i sumar. Einnig hafa ár i Vopnafirði verið með betra móti i sumar og er Röng mynd Þau mistök urðu i blaðinu hinn 9. október, að röng mynd birtist meö grein um nýbyggingu Gagn- fræðaskólans á Akranesi. Myndin meö fréttinni er alls ekki af gagn- fræðaskólanum á Akranesi held- ur af Flensborgarskólanum. At- hygli lesenda er hér með vakin á þessu og þeir, sem hlut eiga að máli, beönir velvirðingar. Kolmunni og spærlingur — neyzlufiskar til manneldis? — rannsóknir á nýjum nytjafiski BH—Reykjavik. Eins og alkunna er, hefur á siðustu árum gætt æ meira skorts á hráefni i fiskiðnaði Norður-Evrópu. Af þeim sökum hefur hráefnisleitin beinzt I æ rik- ari mæli að ýmsum óvanalegum fisktegundum. 1 nýútkomnum Tæknitlðindum, sem gefin eru út á vegumItannsóknarstofnunar fiskiðnaðarins, er fjallað um notkun kolmunna og spærlings til manneldis, og hafa þeir Björn Dagbjartsson, forstöðumaður Rannsóknastofnunarinnar, og Össur Kristinsson ritað hinar at- hyglisverðustu greinar um þessi mál, þar sem segir m.a. um kolmunnann: Liffræðingar álita, aö i Norður- Atlantshafinu séu 8-10 milljónir tonna af kolmunna. Hann hrygnir snemma vors, marz—mai, á svæðinu NV af Bretlandseyjum. A þeim tima er liklega auðveldast að veiða hann, en 1 milljón tonna mætti senni- lega veiða að skaðlausu. Veiðitæknin er enn ekki komin i viðunandi horf, að þvi er virðist. Flotvarpa er veiðarfærið, sem mest er notað en oftast er fiskur- inn á meira en 200 faðma dýpi. Þaö er aftur á móti algengt vandamál, að pokinn rifnar, vegna þess að hann bókstaflega skýzt upp i loftið, þegar sundmagi fisksins þenst út, er þrýstingur vatnsins minnkar. Það er talið, að á sumrin og snemma vetrar, sé kolmunna- stofninn dreifður um N-Atlants- hafið milli Noregs og islands. Hann kemur lika stundum upp aö ströndum beggja landanna, og þar má auðveldlega veiða hann i venjulega botnvörpu. Verk- smiöjutogarar Rússa eru sagðir veiða vaxandi magn kolmunna i NA-Atlantshafinu. Hér á Islandi hefur kolmunni ekki verið veiddur svo teljandi sé, e.t.v. nokkur hundruð eða þúsund tonn á ári. Sjómenn og útgerðarmenn hafa ekki talið það borga sig að veiða kolmunnann til fiskmjölsfram- leiöslu, og frystiiðnaðurinn hefur ekki enn verið tilbúinn til að taka á móti þessu hráefni. A slöustu mánuðum, þ.e.a.s. nú I sumar, veiddust nokkur hundruð tonn af kolmunna fyrir tilviljun af bátum, sem voru á spærlings- veiðum fyrir Suðurströndinni. Þar virðist nú vera þó nokkuð magn af smákolmunna, en einnig stórum og góðum. Kolmunninn er af þorskfiska- ættinni, náskyldur lýsunni. Algengast er, að hann sé 30 cm á lengd og 120-150 kg. á þyngd. Einstaklingar yfir 40 cm á lengd og 400-500 g. á þyngd, hafa samt sem áður veiðzt. Kolmunninn er alveg ágætis matfiskur. I Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins, voru s.l. vor gerðar ýmiss konar matreiðslu tilraunir á kolmunna, sem slægö- ur var og frystur um borð I r.s. Arna Friörikssyni. Hann var soð- inn, steiktur, djúpsteiktur, búnar til bollur úr kolmunnahakki og Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.