Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 11
Fimmtudagur. 10. október. 1974. TÍMINN 11 DANIR SIGRUÐU 2-1 Matthíasi tókst að jafna 1:1 fyrir íslenzka liðið, sem var óheppið í byrjun leiksins „Belgisku-Danirnir”, eins og dönsku atvinnumennirnir i knatt- spyrnu, sem leika I Belgiu, eru kaliaöir i Danmörku, voru menn- irnir á bak viö 2:1 sigur Dana yfir tslendingum i gærkvöldi. Þaö voru þeir sem skoruöu bæöi mörk danska liösins á grasvellinum i Aiaborg — maöurinn á bak viö bæöi mörkin, var hinn skemmti- legi Flemming Lund, sem leikur meö belgiska liöinu Amsterdam, en þessi snaggaralegi leikmaöur, skaut islenzku vörninni skelk i bringu oftar en einu sinni. Flemming opnaöi markareikning leiksins á 19. min. þegar hann komst einn inn fyrir islenzku vörnina og skoraöi örugglega. Þetta mark sagöi ekki um gang leiksins i byrjun, þvl aö ts- lendingar áttu mikiö meira i byrjuninni og áttu a.m.k. aö vera búnir aö skora eitt til tvö mörk. Markið sem Flemming Lund skoraöi, kom eftir skyndisókn Dananna, sem snéru vörn upp i sókn á augabragöi — íslenzka vörnin var ekki vel á veröi, þvi fór sem fór. Islenzku leikmennirnir gáfustekki upp, þeim tókst aö jafna aðeins sex minútum siöar, en þá braust Grétar Magnússon upp völlinn. Hann dró varnar- menn Dana aö sér og við það losn- aöi um Matthias Hallgrimsson — Grétar gaf góðan bolta á hann og þakkaði Matthias fyrir sig, með þvi að skora örugglega meö föstu skoti. Eftir markið fóru Danir smátt og smátt að taka völdin i leiknum og þeir áttu margar hættulegar sóknir — ein þeirra endaði t.d. með hörkuskoti, sem skall i stöng islenzka marksins. En ekki tókst Dönum að bæta við marki og lauk fyrri hálfleiknum þvi með jafntefli 1:1. Danir byrjuðu siðari hálfleik- inn, með þvi að sækja að islenzka markinu, en ekki tókst þeim aö skora. Matthias fékk fyrsta marktækifæri hálfleiksins, en hann skaut rétt framhjá á 11. min. Fjórum min. siðar skoruöu Danir sigurmarkið, en það voru „Belgisku-Danirnir” — Flemm- ing Lund, Benny Nielsen, (Cercle) og Ulrik le Fevre, (Brugge), sem áttu heiðurinn aö þvi. Markiö kom upp úr horn- spyrnu — Lund tók spyrnuna, gaf fyrir markiö, þar sem Nielsen var staddur — hann sendi knöttinn til Ulrik le Fever, sem skoraöi örugglega af stuttu færi. Islendingar áttu góð tækifæri þegar liða fór á leikinn, á 27. min. skallaði Jóhannes Eðvaldsson rétt yfir danska markið, eftir aö hann haföi fengið sendingu frá Ásgeir Sigurvinssyni, sem tók aukaspyrnu út við markteigs- horn. Þegar 6. min. voru til leiks- loka, tókst Marteini Geirssyni aö senda knöttinn i danska markið, en það mark var dæmt af, vegna þess að brotið hafði verið á dönsk- um varnarmanni. Aðeins min. siðar stóð Teitur Þórðarson I dauöafæri — hann spyrnti aö marki, en Dönum tókst að bjarga á linu og lauk þvi leiknum 2:1 fyr- ir Dani. Danska liðið lék skemmtilega knattspyrnu i leiknum, en leik- menn islenzka liðsins jöfnuöu það upp, meö dugnaöi — þeir böröust allan leikinn af fullum krafti. Is- lenzka liöiö, sem lék i Alaborg i gærkvöldi, var skipað þessum leikmönnum: Þorsteinn Ólafsson, Gisli Torfason, Jón Pétursson, Marteinn Geirsson, Jóhannes Eö- valdsson, Guðgeir Leifsson (Eirikur Þorsteinsson kom inná fyrir hann á 53. min.), Grétar Magnússon, Asgeir Sigurvinsson, Asgeir Eliasson (Jón Gunnlaugs- son kom inná fyrir hann á 78. min. — Jón lék þvi sinn fyrsta lands- leik I gærkvöldi), Matthias Hall- grimsson og Teitur Þórðarson. —SOS McDonald tvínónar ekki við hlutina — hann skoraði „hat-trick" gegn Q.P.R. í deildarbikarkeppninni ensku. Fyrsta mark hans kom eftir aðeins 13 sekúndur MALCOLM McDONALD sýndi Lundúnabúum, hvernig mörk eru skoruö, þegar Newcastle vann stórsigur yfir Lundúnaliöinu Q.P.R. 4:0 I 3. umferö deildar- bikarkeppninnar. Hann var alls ekkert aö tvinóna viö hlutina — skoraöi fyrsta markiö eftir aöeins 13 sekúndur og bætti siöan tveim- ur mörkum viö — skoraði þar meö „hat-trick”. Annar leik- maður skoraöi fljótlega á þriöjudagskvöldiö, þaö var Johnson frá Ipswich, en þaö tók hann 89 sekúndur aö koma knett- inum I netiö hjá Hereford — Ipswich sigraöi svo 4:1. Markaskorarinn mikli frá Southampton, Mike Channon, skoraði „hat-trick”, þegar Dýrlingarnir unnu óvæntan stór- sigur yfir Derby 5:0. Úrslit urðu sem hér segir í deildarbikarkeppninni á þriðjudagskvöldið: Bristol C.-Liverpool 0:0 Fulham-WestHam 2:1 Ipswich-Hereford 4:1 Middlesb.-Leicester 1:0 Q.P.R.-Newcastle 0:4 Sheff. Utd.-Luton 2:0 Southampton-Derby 5:0 Eins og sést á þessu, þá koma sum úrslitin mjög á óvart. Sigur Fulham yfir West Ham, sem hef- ur skorað 22 mörk i 5 leikjum fyrir þennan leik, kemur einna mest á óvart. Fulham-liðiö er greinilega i bikarham þessa dagana, en liðið sló (Jlfana einnig út úr keppninni. Bristol City kom á óvart með þvi að halda i við Liverpool og ná jafn- tefli, en hætt er við að ekki gangi jafnvel hjá City-liðinu, þegar á Anfield Road kemur. MATTHIAS HALLGRtMSSON...skoraöi mark islenzka liösins gegn Dönum i gærkvöldi. Dómara hótað hryllilegum dauðdaga... ★ Eftir að hann hafði dæmt leik Ajax og Twente í Hollandi. Dómarinn, Gemert, er nú undir lögregluvernd Upp er komiö nokkuö sér- kennilegt mál i HoIIandi. Ekki alls fyrir löngu keppti Ajax viö Twente og sigraöi Ajax I leikn- um 1-0. Leik þennan dæmdi eini HM dómari HoIIendinga, Arie van Gemert, sem vann sér þaö til frægöar I HM keppninni, aö dæma leik Skot- lands og Brasiliu svo illa, aö hann fékk ekki aö dæma fleiri leiki I keppninni. Leik Ajax viö Twente lyktaöi sem sagt 1-0 fyrir Ajax, en það er vist varla til sá áhugamaður I knattspyrnu, sem ekki hefur átalið van Gemert fyrir dómgæzlu hans i leiknum. Blöðin hafa rifið hann I sig, og forráðamenn allra liða I 1. deildinni hollenzku hafa mótmælt, nema forráöamenn Ajax, og leikmenn þeirra eru þeir einu, sem þegja þunnu hljóði. Og það er alls ekkert undarlegt, að þetta fjaðrafok hafi orðið, ef marka má hollenzku blöðin, þvi að dómgæzla van Gemerts i leiknum var hreinn skripa- leikur. Þetta byrjaöi allt á 14. minútu leiksins. Hár bolti var gefinn inn i vitateig Twente, Gross markvörður Twente gripur knöttinn, en Geels frá Ajax hleypur hann niður, þannig að Gross meiddist illa og missti frá sér knöttinn fyrir fætur Piet Keizer, sem skoraði. Allir bjuggust við þvi, að dómarinn dæmdi markið af, og ekki einu sinni æstustu áhangendur Ajax bjuggust við, aö dómarinn myndi dæma mark. En þaö gerir hann ein- mitt, þrátt fyrir áköf mótmæli leikmanna Twente og annars linuvarðarins. En þetta var ekkert miðað viö þaö, sem eftir átti að koma. Næstum I hvert einasta sinn, sem leik- menn Twente komust yfir miðju flautaöi hann rangstööu á þá, þrátt fyrir aö greinilegt væri, að leikmennirnir væru marga metra frá þvi að vera rangstæðir. I hálfleik var hann beðinn um það, aö láta llnu- verðina um það, að dæma rangstöðuna, en hann sinnti þvi engu og hélt uppteknum hætti i seinni hálfleik. Hinir 35000 áhorfendur á Olympiu- vellinum i Amsterdam voru forviða á dómaranum og heimtuðu nýjan dómara. En þvi miður varð þeim ekki aö ósk sinni, og upphlaup Twente voru flest kæfð i fæðingu á þennan óvenjulega hátt. En 9 minútum fyrir lok leiksins gleymdi van Gemert sér og dæmi ekki rangstöðu á Johan Zuidema, sem skoraði gott mark. En hann bætti fyrir þaö með þvi aö dæma hendi á hann og markið þannig af. En boltinn kom aldrei nálægt hendinni á Zuidema, það kom greinilega i ljós á sjónvarps- kvikmynd, sem sýnd var af leiknum. Nú var allt á suðupunkti hjá leikmönnum Twente og lá viö slagsmálum á vellinum. Van Gemert sá sér þá leik á borði og flautaöi leikinn af. Þannig fór þessi sögulegi leikur 1-0 fyrir Ajax. Engin skýring hefur fengizt á þessari hegðun van Gemerts, en nokkrum dögum eftir þennan leik átti hann að dæma leik Red Boys Luxemburg og Olympique Lyon i EUFA keppninni. Þvi verkefni var snarlega kippt frá honum og annar hollenzkur dómari sendur í hans stað. Það eina, sem menn vita um van Gemert, er þaö að hann er undir lögregluvernd, þvi að þeir eru ekki fáir, sem hafa hringt i hann og hótað honum hryllilegum dauðdaga. Ó.O.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.