Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 4
4 TÍMINN Fimmtudagur 10. október 1974. Ljóstrar upp um Spies Inger Weile er tvitug, og hefur undanfarin ár verið i tygjum við Simon Spies, ferðaskrifstofu- manninn danska og kvenna- mann mikinn. Nú er hún hætt samskiptum við Spies, en ætlar þess i stað að setjast niður og byrja að skrifa æviminningar sinar. Þar verður Simons að einhverju getið, eins og skiljan- legt er. — Ég hef skrifað hitt og þetta hjá mér þann tima, sem ég hef verið með Simoni, segir Inger, og ég held það gæti verið skemmtilegt að skrifa það upp aftur og gera úr þvl bók. Flest- ir, sem til þekkja, telja fullvist, að þessi bók eigi eftir að seljast vel, ekki vegna rithöfundahæfi- leika Inger, heldur vegna þess, sem talið er vlst, að standa muni I bókinni — bæði um Simon Spies og hana sjálfa. Óvenjulegir sýningargripir fró Afríku í safni Í Bremen Þessar llnur, sem þiö sjáið hér á myndinni eru frá Cameroun, Fllabeinsströndinni og Gabon, og eru þær meðal dýrgripa frá Afrlku, sem sýndir eru um þess- ar mundir i Þýzkalandi. Það mun vera oröiö nokkuð erfitt að finna grimur, sem þessar nú orðið, svo þær eru sérlega merkilegar. A Afrikusýning- unni, i safninu i Bremen eru hlutir víðs vegar að frá Afriku, en þósér I lagi frá þeim stöðum, sem hafa einhver viðskipti við Bremen. Stúlkan á myndinni heitir Leopoldine Guinboua og er stúdent frá Togo. Hún er greinilega mjög hrifin af grim- unum. Risaspil fyrir gamalt fólk í Þýzkalandi er nú hafin fram- leiösla á spilum, sem sérstak- lega eru ætluð gömlu fólki, eða öðrum þeim, sem hafa slæma sjón. Spilin eru merkt á mjög greinilegan hátt, svo engin hætta er á þvl, að fólk villist á Spilin hafa yerið reynd á elli- heimili, og þessi mynd er einmitt tekin á elliheimili i Hanau, skammt frá Frankfurt i Þýzkalandi, þar sem nokkrir spilamenn sitja við borð og skemmta sér við að spila á nýju spilin. þvi, hvort það er með hjarta, tigul, spaða eða lauf á hendinni. Flest slys ó frægustu götunni Um það bil tinda hvert dauðaslys i umferðinni, sem verður I Paris, er á frægustu og þekktustu götu borgarinnar Ave. des Champs Elysees. Á siðasta ári létu 18 manns lifið á þessari götu, en dauðaslysin i borginni voru 202 það ár. Nær þvi öll dauðaslys i Paris verða á krossgötum, að þvi er franska lögreglan segir. Champs- Elysees er nokkuð á annan kllómetra að lengd, og breidd götunnar er um 50 metrar. A daginn er þar mikil örtröð, en á kvöldin og nóttunni er hins veg- ar ekki mikið um bíla. Vill þá brenna við, að bifreiðastjórar stigi bensinið i botn, vegna þess hve spennandi þeim finnst að aka hratt eftir þessari breiðu og glæstu götu. 1 nágrenni Champs Elysees er mikið af nætur- skemmtistöðum og kvikmynda- húsum, sem fólk sækir mikið. Það kemur oft af þessum stöð- um áhyggjulaust og i kæru- lausasta lagi. Einnig ekur það oft á tiðum stórum og kraft- miklum bilum, og allt þetta leiðir til hærri slysatlðni heldur en á öðrum götum borgarinnar. Alls slösuðust I umferðinni á Champs-Elysees á siðasta ári 3000 manns, þar af 1100 fótgang- andi. Ég held ég ætli að breyta til, og fá mér heldur veggfóður heldur en þessar máluöu myndir þinar. Ég berst fyrir jafnrétti kvenna. Þaö er einhver maður alltaf að elta mig, lögregluþjónn. Vilduð þér ekki biöja hann að ganga ofurlitið hraðar. Ég hef svo mikið að gera. DENNI DÆMALAUSI „Rólegur. Hann er bara lltill drengur.” „Hegðaðu þér betur eða ég sæki vöndinn.”

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.