Tíminn - 10.10.1974, Qupperneq 9

Tíminn - 10.10.1974, Qupperneq 9
Fimmtudagur 10. október 1974. TÍMINN 9 pólsku togarana, sem keyptir hafa veriö þar, en þeir eru sjö talsins. Þá höfum við flutt inn frá Póllandi timbur, járn, stál, land- búnaöarafuröir, kartöflur, niöur- soöna ávexti og grænmeti, súkku- laöikex ekki sizt hiö þjóðkunna Prinspóló og loks pólskt vodka og fleiri áfenga drykki. Fyrstu sjö mánuði ársins nam innflutningur okkar frá Póllandi 945,5 milljónum islenzkra króna, en á sama tima fluttum viö þang- að út vörur fyrir 946,9 milljónir kr. En viöskipti landanna á þessu ári munu fara yfir tvo milljarða. Margvisleg menningartengsl hafa skapazt meö íslendingum og Pólverjum. Fjöldi íslendingar fer til Póllands árlega, þar af um 50 ferðamenn aö jafnaði. En að meðaltali koma hingaö um 100 Pólverjar á ári, en tæpast nokkrir ferðamenn. íslenzkar bókmenntir hafa ver- iö þýddar á pólsku allt frá því á 18. öld. Godek segir okkur, að á árunum 1741—1969 hafi 116 þýö- ingar á islenzkum verkum veriö gefnar út i Póllandi, en þar er ekki um eins marga bókatitla að ræða, þar sem ýmsar bækur hafa komið út oftar en einu sinni. Af Islenzkum bókum, sem komið hafa út á pólsku siöan 1969 má geta um Land og syni eftir Ind- riða G. Þorsteinsson. Laxdæla hefur nú komið út i fyrsta sinn á pólsku. Og Svartfugl Gunnars Gunnarssonar, sem kom út á pólsku 1932, kemur I endurútgáfu á þessu ári. Þá hefur Kristnihald undir jökli verið þýtt á pólsku. 1973 voru fimmhundruð ár liðin frá fæðingu stjörnufræðingsins Kópernikusar og var þess veg- lega minnzt i Póllandi og einnig Gzeslaw Godek, Danuta, Józefa og Jacek hér á landi. M.a. voru fluttir hér fyrirlestrar og blaðagreinar birt- ust I islenzkum blööum i tilefni þess atburðar. Pólski hljómsveitarstjórinn Bodan Wodisco dvaldist hér fjór- um sinnum og starfaði með Sin- fóniuhljómsveit íslands i tið Godeksfjölskyldunnar, en hann hafði verið hér fyrir þann tima einnig. Og þegar talað er um menning- artengsl má heldur ekki gleyma þeim fjölmörgu pólsku kvik- myndum, sem sýndar hafa verið i islenzka sjónvarpinu, þ.á.m. framhaldsmyndaflokkunum Kloss höfuðsmaður og nú Bænd- urnir. Danuta og Jacek höföu upp á einu bindi samnefnds skáld- verks I islenzkri þýðingu Magnús- ar Magnússonar frá 1949, fengu hana að láni á bókasafni og lásu á islenzku, en þau voru spennt að fylgjast með sjónvarpsgerð þess- arar miklu skáldsögu. Danuta og Jacek eru hrifin af félagslifinu i islenzkum fram- haldsskólum. Þau eru búin að vera á busaballi i MR i haust og sama dag var Jacek tolleraður svo hressilega að allar tölur fóru úr fötunum hans og peysan rifn- aði. í Póllandi eiga þau nú eftir að eignast nýja félaga, þvi þau hafa litið samband haft við leiksystkini sin þar á árunum, sem þau voru hér. Þau halda kannski að strang- ari reglur gildi i skólum i Póllandi en hér, t.d. um klæðaburð, hár- greiðslu og klippingu. Þau systkin eru bæði sannir Vesturbæingar og i KR. Hann hefur leikið knattspyrnu, en seg- ist vera að mestu seztur I helgan stein nú. En Danuta leikur hand- bolta með KR og ekki er okkur grunlaust um að hún háfi verið að koma af æfingu þegar hún kom inn rjóð og hraustleg til að spjalla við okkur. Jacek er andans maður lika og fæst við ljóðaþýðingar. Hann og Þrándur Thoroddsen lögðu sam- an krafta sina og þýddu á pólsku nokkur ljóð eftir Jónas Hall- grimsson, sem flutt voru i vetur i pólska útvarpinu, en i sama þætti var einnig leikin tónlist með trió- inu Þrjú á palli. Danuta og Jacek vilja alls ekki fara til Varsjár. I Gdansk vilja þau búa, — þvi að hún er nær Is- landi! Og þar er lika engin meng- un eins og i Varsjá, okkur er ekki um stórborgir. Þau eru sannfærð um, að þau muni hitta islenzka vini sina aftur bæði hér og I Pól- landi. Við þökkum Godekfjölskyld- unni ánægjuleg kynni og óskum góðrar ferðar. SJ - „Kvennaáríð" undirbúið Frímerki og ráðstefna um konur í atvinnulífinu Sennilega verður ekki stefnt þangað manngrúa til margra daga hátiðarhalds. Og liklega ekki eins dags heldur, á annan hátt en þann, að þar mæti fulltrú- ar héraðanna, prófastsdæmanna, veglegur hópur lærðra og leikra til þess að minnast merkasta við- burðar Islenzkrar sögu, syngja þar messur og fylla Almannagjá lofgerðarsöng, likt og fyrrum. Og með þá sannfæringu i brjóstinu, að þá væri bjartara yfir landi og lýð en nokkru sinni. Hefurðu séð Hörgár- brúna? Þetta var þrálát spurning þeirra, sem höfðu verið svo lán- samir að hafa séð þessa furðu- smið, sem vigð var með mikilli viðhöfn um sl. aldamót, og þótti stórkostleg samgöngubót. Hengi- brú yfir Hörgá! Hvilikt undur! Enda þóttust þeir nokkuð, er séö höfðu, að upplitsdjarfari miklu en hinir, sem þess höfðu farið á mis. Og aldrei held ég að gengið hafi meir fram af mér en þá, er ég leit þetta undursamlega mannvirki. Og fjarri þvi að mig furðaði jafnmikið á að sjá lengstu hengi- brú veraldar, hálfri öld síðar. En nú er sú Hörgárbrú horfin og önnur fullkomnari komin i hennar stað, ásamt öllum smá- brúnum hér og þar, sem einu sinni þóttu stórar. Þannig má segja að sé hin eölilega framvinda I þessum efnum. Og sú stórkostlegust, sem hér blasir við mér á þessu viðburðarika sumri. Þvi að nú er ég staddur á „Brúnum miklu”, sem ég vil kalla svo, sem harla fáir munu hafa trúað fram til þess, að nokkurntima yrðu til yfir vötnin miklu á Skeiðarársandi. Hvilikt undur! Og nú stend ég hér furðu lostinn yfir þessum mannvirkjum öllum, þakklátur hamingjunni að ég fékk að lita Snorri Sigfússon þessa tröllasmið úr Islenzkum huga og höndum. Og ég er stoltur yfir þeirri dirfsku og bjartsýni, er að baki liggur, þvi að allir virðast ánægðir með, hvernig þessum 800 milljónum króna, sem til þess þurfti, er varið. Og það er þá fyrst, þegarslikterorðaði tölum, sem einstaklingum úr mannhafi stórþjóðanna kann að blöskra slikt framlag sem þetta, 4000 krónur á hvert einasta mannsbarn i landinu. Svo var um tengdason minn, ameriskan doktor, sem horfði með okkur á þetta mikla mannvirki og lang- þráðu samgöngubót, og fannst þá mikið til um þetta framlag, er hann skildi, hvað slikt kostaði hvern einstakling hins fámenna f samfélags. En mér verður litið til jökuls- ins, hins mikla ógnvalds og böl- valds,og spyrsjálfan mig.eins og liklega flestir munu gera: Standast þessi mannvirki ógnir og trylling flóða og jakahlaupa frá þeirri heljaruppsprettu? Og mér finnst sem þessir hugvit- sömu og djörfu verkfræðingar og verkamenn hafi oft þurft aö steyta hnefann gegn jöklinum og tauta fyrir munni sér: „Við skul- um sigra þig, hvernig sem þú lætur”, til þess að geta hamast viö þetta verk, haldið voninni og trúnni á varanleik þess. Og það ætti þvi að vera heilög skylda og föst venja allra þeirra, sem nú og siðar bruna yfir þessar brýr, að biðja þess af heilum hug, að öllum þeim, sem komu þessu i verk, mætti verða að þeirri trú sinni. En svo verður manni hugsað til hestsinsþess margblessaða þarfa þjóns, sem um allar aldir þurfti að glima við þessi og önnur jökul- vötn upp á líf og dauða vegna þjónustunnar við manninn. Ætti nú ekki að reisa honum þarna veglegt minnismerki, helzt beggja megin sandsins, með siðustu vatnagarpana á baki, þá Hannes á Núpsstað að vestan og Odd í Skaftafelli að austan. Það væri vissulega verðskuldaður heiður, báðum aðilum sýndur, hesti og manni. Og sæmdar viðfangsefni fyrir hestamannafélögin að hafa fram- kvæmd um, með stuðningi allra góðra manna. Og nú er vist bezt að slá botninn i þessar hugleiðingar um sumarið góða, og þakka fyrir sig. Þvi að vlst er um það, að margt er að þakka. SJ-ReykjavIk „Kvennaársnefndin”, sem stofnuð var að tilhlutan „Menningar og friðarsamtaka islenzkra kvenna” hefur beint til B.S.R.B. óskum um samstarf i tilefni „kvennaársins 1975”. Þá hefur nefndin og M.F.Í.K. lagt til, að vegna framkvæmda og starfsemi á „kvennaárinu” verði skipuð nefnd undir forsæti ráðu- neytisstjóra menntamálaráðu- neytisins, er verði skipuleggjandi og ráðgefandi. Lagt er til að leitað sé tilnefningar af háifu A.S.t. og B.S.R.B., en aðrir i nefndina verði skipaðir samkvæmt til- nefningu þeirra samtaka, er ráðuneytið hefur þegar snúið sér til. Þá hafa „Kvennaársnefndin” og M.F.t.K. lagt til við póstmála-. stjórnina að gefin verði út fri- merki i tilefni „kvennaársins”. Tillagan er á þá leið aö fri- merkin verði tvö, og beri myndir þeirra mæðganna Brietar Bjarn- héðinsdóttur og Laufeyjar Valdimarsdóttur. Þessar tvær forystukonur voru ekki aöeins ✓ frumkvöðlar i baráttu kvenna fyrir almennum þegnréttindum, heldur voru þær einnig stofn- endur verkakvennafélaga og Laufey Valdimarsdóttir sat stofn- þing „Alþjóðasambands lýð- ræðissinnaðra kvenna” og er þvi meðal stofnenda okkar samtaka. „Kvennaársnefndin” óskar eftir samstarfi við B.S.R.B. um ráðstefnu um kjör þeirra kvenna, sem eru virkar i atvinnulifinu. Verkefni ráðstefnunnar gætu m.a. verið. a) að gera úttekt á kjörum þeirra kvenna, sem starfa hjá riki og bæjum, miðað við aðra starfs- hópa i atvinnulifinu, b) að leita nýrra leiða, sem leitt gætu til raunverulegs launa- jafnréttis kvenna og karla. c) að koma á framfæri réttinda- og hagsmunamálum, sem ekki eru beinlinis launamál, en varða þó kjör kvenna á vinnu- markaöinum og á einstökum vinnustöðum.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.