Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 1
fóðurvörur ÞEKKTAR UM LAND ALLT I DAG Kolmunni og spærlingur nýir nytjafiskar — sjá bls. 3 • Verka- manna- flokknum spáð sigri — sjá baksíðu Hreggviður Jónsson gegn Jóni Hreggviðssyni — sjá bls. 6 • Viðtal við sendi- fulltrúa Póllands — sjá bls. 8 og 9 SLONGUR BARKAR TENGI 195. tölublað — Fimmtudagur 10. október — 58. árgangur. Landvélarhf Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans rannsakar: Ólöglegar fasteignir Islendinga erlendis OÖ-Reykjavik. Gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hefur nú hafið rannsókn á hvað hæft er i þvf, að islenzkir aðilar eigi Ibúðir og aðrar fasteignir á Spáni. Engin gjaldeyrisleyfi hafa nokkru sinni verið veitt til slikra fasteigna- kaupa, og ef þær fullyrðingar tveggja blaða, sem nýlega hafa fjallað um ma'iið, og segja að is- lendingar eigi fasteignir á Spáni, reynast réttar, er um lögbrot að ræða. Björn Tryggvason, aðstoðar- bankastjóri Seðlabankans, sagði Timanum i gær að rannsókn á málinu væri þegar hafin á vegum gjaldeyriseftirlitsins, en væri svo skammt á veg komin, að enn hefði ekkert áþreifanlegt komið i ljós um fasteignakaup Islendinga á Spáni. öruggt er að gjaldeyrisleyfi hafa ekki veriö veitt til fasteigna- kaupa einkaaðila. Sá möguleiki er fyrir hendi, að áhafnir skipa aða flugvéla, sem fá hluta launa sinna i erlendum gjaldeyri, geti safnað saman nokkrum upphæð- ' um á löngum tima og þannig eignazt fyrir útborgun á fasteign- um, séu þær ekki miklar. En jafnvel þótt sú leið sé farin er ólöglegt fyrir viðkomandi að kaupa fasteignir erlendis fyrir þennan hluta launa sinna án leyfis, sem reyndar aldrei hefur verið sótt um, og hefðu enda ekki verið veitt. Fyrir nokkrum árum sóttu stóru islenzku flugfélögin um leyfi til kaupa á fasteignum á Spáni, sem ætlaðar voru til afnota fyrir starfsfólk flugfélaganna i leyfum sinum. En leyfi til kaupanna voru ekki leyfð. Hins vegar eiga flugfélögin og stærstu útflutningsfyrirtækin i landinu nokkrar fasteignir i borgum erlendis fyrir starfsemi sina. Eru það einu leyfin, sem bankarnir hafa gefið til fast- eignakaupa erlendis. Einnig á rikið nokkrar fasteignir, sem sendiráðin eru til húsa i. Björgvin Guðmundsson skrif- stofustjóri i viðskiptaráðuneytinu sagði, að ekki kæmi til mála að neinir íslendingar fengu gjald- eyrisyfirfærslur til ibúðakaupa erlendis. Eini möguleikinn fyrir Islendinga til að eignast fast- eignir erlendis væri aö vera bú- settir þar, og hafa tekjur sinar i erlendum gjaldeyri. Islendingar, sem flytjast úr landi og setjast aö erlendis til langframa, fá eigna- yfirfærslur eftlr mjög ströngum reglum. Fjölskylda, sem selur fasteign hér á landi og kaupir aðra erlendis fær t.d. 100 þúsund króna yfirfærslu við brottför og siðan sömu upphæð á ári um ákveðiö árabil. Engar gjaldeyrisyfirfærslur eru leyföartil reksturs fasteigna erlendis og hefur ráðuneytið ekki vitneskju um að sótt hafi verið um slikt leyfi. Ef islenzkur rikis- borgari eignast fasteign erlendis á löglegan hátt og flytur siðan til Islands, en heldur áfram að hafa tekjur af eigninni, þ.e. leigutekjur er honum skylt að gera gjald- eyriseftirlitinu grein fyrir þeim tekjum, svo og skattayfirvöldum. Sem fyrr segir fá áhafnir skipa og flugvéla hluta launa sinna i er- lendum gjaldeyri. Einnig fá margir innflytjendur og umboðs- menn erlendra útflytjenda hluta af umboöslaunum sinum i erlend- um gjaldeyri. En hverjum og ein- um er skylt að gera grein fyrir þeim gjaldeyristekjum og er ó- heimilt að ráðstafa þeim til fast- eignakaupa án vitundar islenzkra gj aldey risy firvalda. Staðgreiðsla útsvara að óri? HJ-Reykjavik. A fundi bæjar- stjórnar Kópavogs, var fyrir skömmu samþykkt tillaga, þar Úr einum vasa í annan: Borgareign á nauðungar- uppboð? — að kröfu gjaldheimtunnar Það eru harðsóttar innheimtur i BorgarsjóC Reykjavíkur um þessar mundir, enda mun ekki al veita, þvi svo galtómur er sjóðurinn orðinn, að yfirdrátt- ur hans er orðinn hátt 1 milljarður króna. Á þvi sjóðurinn óhægt um vik að greiöa skuldir sinar, sem hrannast upp og þeim mun meiri ástæða er til að iáta engan bilbug á sér finna viö innheimtu skulda i hitina. 1 siðasta lölublaði Lögbirtingablaðsins er augiýst nauöungaruppboð á hluta eignarinnar Alftamýrar 52 eftir kröfu Gjald- heimtunnar I Reykjavik samkvæmt lögtaki fyrir kr. 81.208.00 auk vaxta og kostnaöar. Þinglesinn eigandi eignarinnar er Borgarsjóður Rey kjavikur. sem bæjarstjórnin fagnar þvl ákvæði i málefnasamningi rlkis- stjórnarinnar að taka beri upp staðgreiðslukerfi skatta eins í'ljótt og unnt er. Bæjarstjórnin skorar á Alpingi og rikisstjórn að koma á staðgreiðslukerfi útsvara strax á næsta ári. Bæjarstjórnin bendir á það vandræðaástand, sem nú hefur skapazt i fjármálum stærri sveitarfélga, sem þarf að reka með tilkostnaði ársins, sem er aö liða, en með tekjustofna miðaöa við siöasta ár. Á þessu tvennu er nú gifurlegur munur. Gunnar Thoroddsen, félags- málaráðherra, sagði blaðamanni Tlmans, að sér væri ekki kunnugt um fleiri slikar ályktanir frá einstökum bæjarfélögum. A hinn bóginn hefði, á X. landsþingi Sambands islenzkra sveitar- félaga, sem haldið var i byrjun september, verið samþykkt sam- hljóða að skora á rikisstjórnina og Alþingi að koma á staðgreiöslukerfi skatta hið fyrsta og byrja á útsvörunum. Sagði Gunnar, að þessi mál væru nú i undirbúningi, en á þessu stigi væri ófært að segja til um, hvort mögulegt væri að þau kæmust til framkvæmda þegar á næsta ári. LIFANDI HAHYRNINGUR MEÐ FLUGVÉL TIL FRAKKLANDS? SJ-Reykjavik. Sjómenn á Höfn I Hornafirði hafa nú að heita má gefizt upp við slldveiðar, þótt mikið virðist vera af „silfri hafsins” I sjónum úti fyrir Aust- fjörðum. Háhyrningar eru þar hundruðum saman og gera þeim lifið leitt, skemma net og éta sildina úr netunum. Tekizt hefur að hrekja háhyrningana burt að degi til, en þeir koma aftur þegar dimmir einmitt þegar sjó- mennirnir leggja net sin og þá fæst ekki neitt við ráðið. Bezta veður hefur verið á Höfn, heiðskirtog fremur bjart um næt- ur og tilgangslaust aö eiga við sildveiðar, að sögn Hauks Runólfssonar skipstjóra á Akur- ey , sem var eina skipið, sem fór út til slldveiða aöfararnótt þriðjudags. Aðkomuskip eru nær öll farin heim. Franskur maður, Grandier, að nafni, hefur verið með sjómönnunum undanfarna daga, en hann hefur hug á að ná háhyrningi lifandi fyrir visinda- stofnunina Circo I Frakklandi, sem fæst við rannsóknir á sjávarspendýrum. Skipstjórinn á Sigurvon hefur gengiö til liðs við hann og munu þeir næstu viku freista þess að fanga háhyrning, að srign Grandiers. Ef það tekst ekki.kemur Grandier hingað að ári með sér- stakt skip, 15 manna áhöfn og kafara. Grandier hefur heitiö skipstjóranum 1,2 milljónum Is- lenzkra króna að launum fyrir lif- andi háhyrning I góðu ásigkomu- lagi. — Ég hafði aldrei komið hingaö og vissi ekki fyrir vist hvort hér væru háhyrningar sagði Grandier þegar viö töluðum við hann i sima i gær, en hann var þá i Hótelinu i Höfn — þess vegna kom ég einn mins liös. Við förum á Sigurvon I kvöld til Vestmannaeyja til aö sækja sterk net, en sjómennirnir hér hafa of veik net til að veiða háhyrning. Þeir telja þetta létt verk, en svo er alls ekki fyrir þá, hins vegar er það auðvelt með þeim útbúnaði sem er á okkar skipi. Háhyrningar eru mjög gáfaðir. Við komum aftur eftir nokkra daga og freistum þá gæf- unnar. Ég hef áhuga á að ná ungum háhyrningi um 4 1/2 metra á lengd. Hann verður að vera hættur að lifa á m jólk og farinn að borða fisk. Ef við fáum þessa stærð getur hann lifað i 20-25 ár I dýrasafni. 1 sjónum verða háhyrningar hins vegar allt upp i 30-40 ára gamlir. Ég hef veitt hvers kyns sjávarspendýr, seli, höfrunga, hvali, en aldrei háhyrning, og það verður mikill atburður ef það tekst nú. Náum við háhyrningi áður en veiöitiminn er úti færum við hann upp að ströndinni i neti og geym- um hann þar i eins konar búri úr neti. 1 kvöld eða á morgun á ég Frh. á bls. 15 t dag veröur nýtt varðskip fyrir tslendinga sjósett við hátiðlega athöfn I Arósum. Verður skipinu gefið nafn við það tækifæri, en nafn nýja varðskipsins er eðlilega enn algjört leyndarmál, þó hinu sé ekki að leyna að flogið hefur fyrir, a skipinu veröi gefið nafnið Týr. Þaö ætti al- tént að konta I ljós slðar i dag. — Dóra Guðbjarts- dóttir, kona Ólafs Jóhannessonar, mun gefa skipinu nafn. Ljósmynd: Garðar Pálsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.