Tíminn - 10.10.1974, Page 13

Tíminn - 10.10.1974, Page 13
Fimmtudagur 10. október 1974. TÍMINN 13 umbúða Finnsk sýning GéBé Reykjavik — Mi&- vikudaginn 8. okt. var sýning- in Finnskar Umbúðir opnuð i Norræna húsinu. Þar kynna Sam- tök finnskra umbúðaframleið- enda framleiðslu sina og sýndar eru umbúðir af ýmsu tagi úr pappa, plasti, gleri og málmi. Sýningin er sett upp i Norræna húsinu i samvinnu við Félag is- lenzkra iðnrekenda og Myndlista- og handiðaskóla Islands. A sýn- ingunni er ennfremur sérstök deild islenzku umbúðasamkeppn- innar 1974, þar sem sýndar eru beztu tillögurnar, sem bárust i keppnina, þar á meðal verðlauna- umbúðirnar. Kurt Ignatius, stjórnarfor- maður Converta i Helsingfors, opnaðisýningunakl. 17:30 Þá flyt ur ávarp Aimo Poutianien, for- stjóri Samtaka finnskra umbúða- framleiðanda, og gerði hann stuttlega grein fyrir finnskum umbúðaiðnaði. Sýningunni lýkur sunnudaginn 13. október og verður hún opin frá 19-22 i dag, frá 14-22 næstu daga, nema laugardag og sunnudag, þá verður hún opin frá kl. 14-17. Finnska glervöru er óþarfi að kynna hér á landi, en hér hefur hún notið mikilla vinsælda. Nú er byrjað að selja hér finnskt vodka i mjög skemmtilegum umbúðum, en það er hönnuðurinn Tapio Wirkkala, sem starfar hjá gler- vörufyrirtækinu Iittala, sem hannaði umbúðirnar. 1 sambandi við sýninguna, komu hingað til lands margir Finnar, og þá einnig i sambandi við námskeið, sem haldið verður dagana 9. og 10. október, en það er kynning og kennsla i umbúða- iðnaði. Yfir þrjátiu manns hafá þegar sótt um þátttöku i þessu nám- skeiði og ber þar margt á góma. Eftir að Aimo Poutiainen opnar námskeiðið, tekur til máls Aimo Korhonen, sem er einn af yfirmönnum Samtaka finnskra umbúðaframleiðenda og ræðir hann um meginatriði vöruvernd- ar. Siðan verður rætt um umbúðir i heimilisrekstri og dreifingu, umbúðir miðað við nútima verzlunarhætti, Bo Grönholm frá Converta ræðir um prófun á sölu- eiginleikum umbúða, einnig verð- ur rætt um hin ýmsu hráefni i um- búðir og svo mætti lengi telja. An efa geta þátttakendur nám- skeið'sins kynnzt mörgum nýung- um af Finnunum, og þeir, sem hafa áhuga á námskeiðinu ættu án tafar að láta innrita sig, þvi án efa komast færri að en vilja. Hvergerðingar þreyttir d dgangi búfjdr: Ætla að handsama gripina og Idta eigendur leysa þd út Þetta er sýnishorn af hinum smekklegu umbú&um Finna vodka-flaska, hönnuður Tapio Wirkkala. vodftaofFiniand Imported tnThœ^ottlc með Gsal—Reykjavik. — Agangur búfjár á garöa og lóðir I þéttbýli hefur um langan tima þótt mikið vandamál, enda hefur þaö oft á ti&um valdið tilfinnanlegu tjóni I þéttbýli. Hveragerði, sem er um lukt sveitabæjum, hefur ekki far- iö varhluta af ágangi búpenings þótt sauðkindin geri þar mestan usla. Hefur ágangur sauðkindar- innar veriö mikið vandamál þar I bæ i mörg ár, að sögn Þórðar Snæbjörnssonar garöyrkju- manns. — Sú breyting varð á núna um réttirnar að Hveragerði var girt af og sett voru upp þrjú ristahlið. Engu aö siður hafa fjárhópar reikað um þorpiö og ósjaldan gert usla i göröum fólks, sagði Þórður. Sagði hann, að mjög erfitt virt- ist að fá það á hreint hver ætti að sjá um að þessir gripir héldu sig utan girðingar, og ennfremur hver væri ábyrgur fyrir þessu. — Mér er kunnugt um, að ibúar hérna hafa fullan hug á að hand- sama þessa gripi, og láta siðan eigendur þeirra sækja þá og leysa þá út með fébótum. Þórður kvað oft hafa komið til árekstra vegna þessa, og ekkert hefði verið að gert til að leysa þetta vandamál. — Það er full þörf á einhverj- um úrbótum, þvi að búfé veldur oft umtalsverðu tjóni hérna i þorpinu, og mér er kunnugt um, að skepnueigendur hafa þurft að bæta fyrir tjón, sem þær hafa valdið á gróðurhúsum. — Ég mætti t.d. belju inn i gróðurhúsi hjá mér fyrir nokkr- um árum, sagði Þórður. Kennarar d Norðurlandi eystra inga þ Arlegur fundur Kennarasam- bands Norðurlands eystra verður aö þessu sinni, haldinn i Stórutjarnarskóla I Ljósavatns- skarði, dagana 11.-13. október n.k. og hefst fundurinn kl. 2 síð- degis á föstudag. Þvi næst skiptast þátttakendur I starfshópa eftir námsgreinum og áhugamálum og veröa lei&beinendur með hverjum hópi. Byrjendakennslu annast þær Herdis Egilsdóttir og Sigriður Sandholt, kennarar við Isaks- skóla i Reykjavik. Jón Hlöðver Askelsson, skólastjóri við Tónlist- arskóla Akureyrar, aðstoðar með söngkennslu yngri nemenda og Guðrún Bjarnadóttir talkennari á Húsavik, leiðbeinir og veitir upp- lýsingar um talkennslu. Frá skólarannsóknadeild menntamálaráðuneytisins koma námsstjórar i dönsku, ensku, eðlisfræði, og stæröfræði og veita þeir kennurum tilsögn i þessum greinum. 1 dönsku leiðbeina þau Gurli Doltrup og Höröur Berg- mann, i ensku Jacqueline Hannesson, i eðlisfræði ólafur Guðmundsson og i stæröfræði örn Arnar Ingólfsson. Fyrirlesarar á fundinum verða þeir Hörður Lárusson deildar- stjóri og Kári Arnórsson, skóla- stjóri. Kári talar um „opinn skóla” en Hörður mun ræða um bráðabirgðanámsskrána og próf með hliösjón af grunnskólalög- um, en Valgarður Haraldsson, námsstjóri stýrir umræðum. A laugardagskvöldið verður kvöldvaka og koma kennarar sjálfir til meö að annast dag- skrárefnið. Að lokum verður svo aðalfund- ur félagsins á sunnudag eftir hádegi þar sem kjörin verður ný stjórn, tveir fulltrúar i fulltrúaráð Sambands islenzkra barnakenn- ara og ný blaðstjórn Heimilis og skóla. Búast má við mikilli þátttöku kennara og eru þeir beðnir um að tilkynna þátttöku sina til Val- garðs Haraldssonar, Akureyri, Sigurðar Hallmarssonar Húsavik eða Viktors Guðlaugssonar, Stórutjarnarskóla. Þeir sem vilja gista i skólanum hafi með sér við- legubúnað. Kennurum gagnfræðastigsins hefir verið boðin þátttaka á fund- inum og verður sennilega komið eitthvað inn á samstarf þessara félaga á svæðinu. Núverandi formaður K.S.N.E. er Sigurður Hallmarsson skóla- stjóri á Húsavik, en með honum i stjórn eru Viktor Guðlaugsson, skólastjóri Stórutjarnarskóla, Arnheiður Eggertsdóttir, kennari Húsavik, Svanhildur Hermanns- dóttir, skólastjóri Bárðardal og Gigja Sigurbjörnsdóttir, kennari Mývatnssveit. VINSÆLU RAFMAGNSVERKFÆRInI FÁST HJA FLESTUM VERKFÆRA- ™ VERZLUNUM LANDSINS Auglýsið í Tímanum Sykur 2 kg kr. 319.00 Hveiti 2,5 kg kr. 165.00 Hveiti 5 kg kr. 329.00 Ananas 1/1 ds. kr. 206.00 Ananas 1/2 ds. kr. 129.00 Cadbury's Caco 1/2 kr. 86.00 Cadbury' Caco 1/1 kr. 121.00 Ananas juice-Libby's 1 lítri kr. 153.00 Appelsínu juice Libby's 1 I kr. 148.00 Engin sparikort Engin afsláttarkort Opið kl. 9-12 og 1-6 Kaupgarður “ wtB Smiöjuvegi 9 Kópavogi

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.