Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 10. október 1974. HREGGVIÐUR JÓNSSON GEGN JÓNI HREGGVIÐSSYNI (Nokkrar athugasemdir) 1 Morgunblaðinu 18. september s.l. birtist grein eftir einn af þeim mönnum, sem kennt hafa sig við „Varið land” og stóðu á sinum tima fyrir undirskriftum þess eölis að biðja um áframhaldandi setu bandariska hersins á fslandi. Tólf þessara manna hafa, sem kunnugt er, lagt fram kærur á ýmsa, þar á meðal Einar Braga rithöfund, fyrir óviðurkvæmileg ummæli um fyrirbærið „Varið land”, en fjárkröfur á hendur Einari Braga eru umfram hálfa milljón. Margir telja að með þessum málsóknum sé hafin svæsnasta herferð gegn tjáning- arfrelsi sem um getur i sögu is- lenzku þjóðarinnar, en sjálfir munu kærendurnir álita annað, svo sem fram kemur i greininni i Morgunblaðinu, sem er eftir Hreggvið Jónsson og er þess eðlis að mér þykir ástæða til að fara um hana nokkrum orðum. Fáeinum dögum áður en grein Hreggviðs birtist gaf að lita efst á 15. siðu I Morgunblaðinu þessa klausu: „Eg fyrirlit skoðanir þinar, en ég er reiðubúinn að láta lif mitt i sölurnar fyrir rétt þinn til að tjá þær”. bessi orð voru að sjálfsögðu ekki eftir Hreggvið Jónsson. Þau eru einkunnarorð alþjóðasamtak- anna Amnesty International, samtaka sem berjast fyrir þvi að tjáningarfrelsi manna sé virt hvar sem er i heiminum. Orðin eru höfð eftir franska heim- spekingnum Volraire, sem fékk að reyna fangelsisvist á ungum aldri fyrir að yrkja nið um franska valdhafa. Hann lifði á átjándu öldinni. Nú á timum eru svipaðar aðferðir viðhafðar, t.d. i Austur-Evrópu, þar sem sifellt er verið að dæma menn i fangelsi fyrir meiðandi eða óviðurkvæmi- leg orð um háttsetta menn og stofnanir. Grein Hreggviðs er eins og andóf við orðum Vol- taires, þvi þar kemur fram sú skoðun, að séu menn ekki nógu loönir um lófana, eigi þeir ekki að dirfast að skrifa það sem hugur býður þeim. Hreggviður er hrif- inn af þvi að Frank Sinatra skuli ekki hafa komist upp með það að segja neitt ljótt um blaðamenn i Astraliu, sem eru sjálfsagt englar, þótt þeir séu það ekki á fs- landi, en auk þess bregður hann sér aftur i heiðni til að finna rétt- lætingu á málsóknum, fjárkröfum og fangelsanakröfum sinum og sins hóps. Hann vitnar i fornar lögbækur, Grágás, Járn- siðu og Jónsbók, til að sanna, hve hart forfeður okkar hafi tekið á meiðyrðum og segir: „Að fornu voru meiðyrði talin til hinna verstu glæpa, og menn mátu mikils æru sina og ann- arra.” Þetta er laukrétt hjá greinar- höfundi. Við getum lesið um þaö I fornsögum okkar, hvernig menn mátu æruna svo mikils, aö þeir hikuöu ekki við manndráp hennar vegna. En það er fróölegt að kynnast þvi, ef slikt skal þykja til fyrirmyndar nú á timum. Hreggviður segir i grein sinni: „Meiðyrði vörðuðu ströngum viðurlögum. 1 Grágás voru viðurlögin aðallega þessi: Skóggangur (ævinlöng brott- vfsun úr mannlegu samfélagi), fjörbaugsgarður (brottvlsun úr landi i ákveðinn tima), útlegð (fésekt til sóknaraðilja að hálfu og að hálfu til lögsögumanns eða héraðsbúa), réttur (fébætur til þess, er brotið var á) og hefndir (heimild til að hefna fyrir afbrot).” Það munaði ekki um það hjá forfeðrum okkar. Manni finnst jafnvel að Stalin, Hitler og þeirra likar muni hafa látið dæma menn eftir þessari lögbók. Grágás er sniðin eftir hugmyndum heiðinna manna, eða ásatrúarmanna. Það ákvæði, að mönnum sé heimilt að hefna sin fyrir meiðyrði, á til dæmis illa heima I kristinni siðfræði. Sú lögbók, sem hér er vitnað til, er frá þeim tima þegar almenn mannréttindi voru ekki I heiðri höfð. Lagaákvæðin úr Grá- gás, sem Hreggviður Jónsson dregur fram I dagsljósið til styrkt ar málstað sfnum og félaga sinna, tryggðu rétt höfðingjanna og vernduðu þá fyrir gagnrýni smælingjanna, sem þeir kúguðu til hlýðni og undirgefni. Höfðing- inn þurfti ekki aö óttast lögin, þótt hann svivirti félitinn búandkarl , og nærri má geta hvaða lagastoð þrællinn og ambáttin hafa haft gegn orðum hans. Nú virðist óþarfi að draga fram i dagsljósið þessa fornu siðfræði máli sinu til stuðnings, nema mönnum þyki hún til fyrirmynd- ar, en úr þvi það hefur verið gert er ekki hægt annað en velta þvi fyrir sér, hvort greinarhöfundur og félagar hans hafi ef til vill sótt sér siöíeröislegan styrk i þessa gömlu lögbók, og þegar grein Hreggviös er athuguð nánar, kemur i ljós að sum orð hans benda I þá átt. Hann segir til dæmis eftirfarandi: „Talsmenn varnarleysis bera, ef marka má ummæli þeirra, töluveröa virðingu fyrir fjárkröfum okkar. Ályktun Stúdentaráðs frá 31. júli s.l. ber þetta glöggt með sér. f henni kemur glögglega fram, að stefndu séu ekki borgunarmenn fyrir fjárkröfum okkar. Hvað eru mennirnir þá að skrifa hluti sem þeir geta ekki staðið við eftir hlut- lausum Islenzkum dómi og eru þvi skaðabótaskyldir fyrir?” Þetta er sem sé viðvörun, sem tæplega verður misskilin, og er i samræmi við siðfræði fornaldar- höfðingjanna: Þeir, sem eru lægra settir I mannfélaginu, skulu ekki dirfast að gagnrýna höfðingja eða hafa um þá óviöurkvæmileg orð, þvi þeir eru ekki borgunarmenn fyrir þeim fésektum, sem hægt er að dæma þá til greiða samkvæmt lögum. Hreggviður Jónsson vikur sér- staklega að Einari Bjraga og rit- höfundum, enda virðist grein hans beinlinis skrifuð til höfuðs þeim aðilum. Hann skýrir frá þvi að stjórn Rithöfundasambands Islands hafi skipað tólf rithöfunda til að meta réttmæti dómsstefnu hans og félaga hans á hendur Einari Braga, en sem frægt er orðið vilja þeir félagar að Einar Bragi sé dæmdur i háa fésekt vegna fyrirsagnar á grein sem hann skrifaði, en i greininni telja þeir auk þess að sé „farið æru- meiðandi orðum um undirskrifta- söfnunina og aðstandendur hennar”, svo sem þeir orða það i stefnu sinni. En ummælin sem þeir telja refsiverð I grein Einars Braga eru þessi: „Upp er risinn hópur hug- prúðra dáta, sem grátbiðja þjóðina að hefja minningarár ellefu alda búsetu i landinu á þvi að undirrita beiðni um erlenda hersetu á fslandi..” Fyrir þessi orð, ásamt fyrirsögn greinarinnar, krefjast þeir að Einar Bragi verði lát- inn greiða 6 hundruð þúsund krónur fyrir utan annan kostnað og vexti frá 18. jan. 1974 til greiðsludags. Hvernig ætli Voltaire gamla heföi litizt á? Var furða þótt Einar Bragi sneri sér til stjórnar Rithöfundasambands tslands og færi þess á leit, að stjórnin skipaði nefnd til að leggja mat á slikt kærumál með hliösjón af tjáningarfrelsi manna? Tekið er fram i lögum Rithöfundasambands fslands, að pólitik komi sambandinu ei við, en þvi sé skylt að standa vörð um tjáningarfrelsi. Stjórn sam- bandsins hefði þvl brugðizt skyidu sinni, ef hún hefði ekki orðið við óskum Einars Braga, enda skipaði hún nefnd þá, sem að framan getur og hervinir hafa ausið óhróðri siðan hún kvað upp úrskurð sinn, en þar sem ég var einn af nefndarmönnum, á ég minn skammt af þeim dylgjum, og aðdróttunum, er Hreggviður og félagar hans hafa heiörað nefndina með, og vil ekki láta hjá liða að þakka fyrir mig. Nefnd rithöfundanna komst að þeirri niðurstöðu, að kærumál og fjárheimtur af þvi tagi, sem fyrir nefndinni lá að fjalla um, væru árás á tjáningarfrelsi manna. Nú fullyrðir Hreggviður að nefndin, sem stjórn rithöfunda- sambandsins skipaði, hafi ekki verið hlutlaus, og dylgjar jafnframt um að hún muni ekki einu sinni hafa kynnt sér almennilega þá grein stjórnar- skrárinnar sem hún vitnar til I niöurstöðu sinni. Það er I sam- ræmi við rógburð eins félaga hans, sem áður var i blaðagrein búinn að kalla nefndina „einka- dómstól Einars Braga” og gefa þannig I skyn að nefndin hafi ekki gert annað en fara að fyrirmæl- um hans i úrskurði sinum. Þess- um heiðursmönnum er sýnilega mikið I mun að niða æruna af nefndarmönnum, og telja sig þá liklega borgunarmenn fyrir meiðyrðin. Hreggviður og félagar hafa kröftuglega mótmælt þeim hug- myndum, sem útbreiddar hafa veriö og náð allt til fylgismanna þeirra, að ummæli Einars Braga séu svo hógvær, að hann hljóti að fá vægastan dóm þeirra manna, sem mál er höfðan gegn. 1 fyrstu munu menn almennt hafa haldið, að ekki væri stefnt út af fyrir- sögninni á grein Einars Braga, nema vegna þess hve litið hefði veriö hægt að finna I greininni sjálfri, og þvi nauðsynlegt að tina allt til. En siðar kom fram, að fjárkröfumenn legðu mest upp úr fyrirsögninni. Þá liggur nærri aö spyrja: Var þessi fyrirsögn, „Votergeitvixillinn”, óeðlileg fyrirsögn eða ómakleg I garð þeirra, sem mál hafa höfðað gegn Einari Braga? Ég held ekki. Framhjá þeirri staðreynd verður ekki komizt, að þegar menn gengu fram fyrir skjöldu til að biðja þeirrar bónar á þjóöhátiö- arári, að banadariskur her mætti vera áfram á fslandi, var Water- gate-hneykslið á döfinni i Banda- rikjunum, hneyksli sem hlaut að gera bandariska ráðamenn æði tortryggilega, en sumir héldu þvi þó fram, að Watergate sýndi traustleik bandarisks réttarfars og bandarisks stjórnarfars. Það gat einnig vel verið skoöun þeirra, sem vildu framlengja setu bandarisks herliðs á fslandi. En hvað sem um það er, þá var Watergate I augum fjölmargra orðið tákn fyrir æðstu stjórn Bandarikjanna, þar sem allir þræöir I þvi máli lágu inn i sjálft Hvita húsið. Nú vildu þeir, sem stóöu að undirskriftasöfnuninni, að hervald Bandarikjanna yrði ekki skert á fslandi. Þeir þurftu þvi ekki að furða sig á þvi, þótt undirskriftasöfnun þeirra væri I opinberum kappræðum bendluð við yfirstjórn þess hers, sem áskorun þeirra stuðlaði til að yrði ekki látinn fara frá fslandi, en sú yfirstjórn var um þær mundir eölilega táknuð með þvi orði, sem efst var á baugi i fréttum frá Bandarikjunum og lýsti siðferðis- stigi þeirrar stjórnar: Watergate. Þá er vert að gefa þvi sérstakl. gaum, að Einar Bragi hefur hvorki I orðunum, sem tilfærð eru úr grein hans, né með fyrir- sögninni beint spjótum sinum persónulega að neinum ein- staklingi. Það er hóphreyfing, sem hann er að gagnrýna. Engu að siöur er hann lögsóttur. Hvernig færi, ef stjórnmálaflokk- arnir tækju að lögsækja gagn- rýnendur sina? f greininni leggur Hreggviður mikla áherzlu á það, að sak- borningum þeirra verði ekki hlift, og harmar að þrir þingmenn (tveir karlar og ein kona) skuli ekki hafa verið svipt þinghelgi, svo hægt sé að sækja þá til sakar fyrir einhver orð þeirra i þing- söiunum. Og i þvi sambandi segir Hreggviður: „Ef til vill ætla þau bara að láta nægja að slá sig upp á munninn eins og Jón Hreggviðsson forðum. Á Alþingi 1693 var sá góði maður dæmdur til þess aö „slá sig sjálfur þrisvar upp á munninn, sér og sinni óráðvandri lygitungu til minnilegrar smánar og fyrir- litningar, sér og öðrum óráð- vöndum oröstrákum til alvarlegrar viðvörunar”.” Hreggviður Jónsson hlakkar yfir þvi árið 1974, að fátækur Islenzkur bóndi Jón Hreggviðs- son, skyldi lenda i hjóli réttvis- innar fyrir þrjú hundruð árum, þegar yfirráð Dana höfðu beygt þjóðina niður i þann vesaldóm, að mætustu menn trúðu ekki lengur að hún ætti sér viðreisnar von. Saga Jóns Hreggviðssonar er saga um erlenda yfirdrottnun og harðýðgislegt réttarfar, sem allir sæmilegir menn fyrirlita nú á dögum. Ég vona að það teljist ekki móðgun við neinn. þótt ég leyfi mér að benda á það, að rithöfundur einn Islenzkur að nafni Halldór Laxness hefur gert fyrrnefndan fátækan bónda, Jón HJ-Reykjavik. Svo virðist sem augu okkar tslendinga hafi á undanförnum árum opnazt æ meira fyrir nauðsyn landgræðslu og gróðurverndar. Umræður um slik máiefni hafa verið mun mcira áberandi en áður geröist, og virðist nú almennur áhugi á að græða aftur upp það land, sem spillzt hefur gegnum árin. Þórsmörkin — ferða- mannaparadis okkar tslendinga hefur á undanförnum árum, eins og svo margir staðir aðrir, orðið fórnarlamb gróðureyðingar- innar. Margt hefur þar iagzt á eitt, ekki hefur tekizt að friða hana fyrir ofbeit sauðfjár, og sivaxandi ferðamannaf jöldi hefur haft miður góð áhrif á gróðurinn. Landvernd nefnast samtök, sem beita sér fyrir landgræðslu og náttúruvernd hér á landi. Þau hafa verið starfandi áhuga- mannasamtök frá þvi árið 1969, og eru flest félagasatök á landinu aðilar að samtökunum. A vegum Landverndar var i sumar hafin herferð til landgræöslu og gróöur- verndar I Þórsmörkinnni. Til aö forvitnast nánar um það starf, sem þar hefur verið innt af hönd- um, náðum viö tali af Hauki Haf- stað, framkvæmdarstjóra Land- verndar. Haukur sagði, að allt frá stofn- un samtakanna hefði verið unnið mjög mikið starf við áburðar- dreifingu, og varla fyrirfyndist sú höfn á landinu, aö ekki hefði borizt þangað áburðarsending á vegum Landverndar. 1 fyrra var ákveðiö að i ár skyldu tekin sér- staklega fyrir eitt eða tvö stór landsvæði, sem væru I hættu vegna gróðurskemmda. Þórs- mörkin varð fyrir valinu nú, og lágu til þess ýmsar ástæður. 1 fyrsta lagi hefur Þórsmörkin átt að heita friðað land, frá þvi 1927, en þá afhentu bændur i Fljóts- hliöinni Skógrækt rikisins Þórsmörkina til umráða. Frá þeim tíma hefur hún verið afgirt og friöað svæði, en mjög erfiölega hefur gengið að viðhalda girðing- um. 1 öðru lagi má nefna það, að Þórsmörkin er afar sérkennileg- ur og fagur staður frá náttúr- unnar hendi, og mikil ástæða til aö varðveita hana eins vel og mögulegt er, og I þriðja lagi er hún einhver vinsælasti ferða- mannastaður á landinu. Hreggviðsson, að einskonar þjóðhetju tákni fyrir ódrepandi seiglu islenzkrar alþýðu, kjark hennar og þrek að lifa af mestu niðurlægingartima I sögu þjóðar- innar. Það er nýlunda, ef menn hyggjast nú kenna þjóðinni að fyrirlita þetta tákn islenzkrar lifsbaráttu og þess að vænta, að það verði seinlegt verk. 1 islandsklukkunni segir frá þvi, að Jón Hreggviðsson, sem erfitt reyndist að þagga niður i, svo sem kunnugt er, fer með flimtan um danska kónginn, en þá segir þjónn útlenda valdsins, bööullinn Sigurður Snorrason: „Þessi orð skulu verða þér dýr, Jón Hreggviðsson”. Og að þvi kom siðar, að svipan dundi á baki Jóns bónda fyrir þau orð. Er þetta ekki kaldhæðnislega likt þvi, sem Hreggviður Jónsson og félagar eru nú sifellt að klifa á, að orðin skuli verða mönnum dýr, þeir skuli fá að borga fyrir þau? Ég held það væri ekki úr vegi, að þessir málsóknarglöðu menn athuguðu i hvaða sögulegum félagsskap þeir lenda með viöhorfum sinum, og hvort ekki væri réttara fyrir þá að afturkalla málsóknir sinar, þvi hversu marga menn sem þeir kynnu að fá dæma, myndi það ekki bjarga æru þeirra, og hversu mörg ljót orð sem um þá eru höfð, munu þeir ekki missa æruna þeirra vegna, heldur munu verk þeirra og viðhorf skera úr um það, hvernig sagan dæmir þá, en hjá dómi hennar kemst enginn. Jón Óskar Þvi var það, að I febrúar- mánuði s.l. að Landvernd boðaði til fundar þá aðila, sem láta sig Þórsmörkina mestu varða eða eiga þar hagsmuna að gæta. Var það gert með það fyrir augum að stofna samstarfsnefnd, sem fjallaði um það, á hvern hátt bezt mætti leysa aðkallandi vanda- mál, stöðva gróðureyðingu, græða upp það land, sem eyðst hefur, kanna og gera tillögur um á hvern hátt Þórsmörk og nær- liggjandi afréttarlönd verði nytjuð I framtíðinni. Hér er ekki bara um það að ræða, hvernig friða mætti Þórs- mörkina og létta beitarlag nær- liggjandi afréttarlanda, heldur þarf einnig að leysa vandamál þeirra bænda, sem notað hafa beitarlöndin, þvi að landþrengsli eru mikil i heimahögum. Þórsmörkin er að visu afgirt sjálf, en ofbeit er á beitarlöndin fyrir ofan hana, girðingarnar standast ekki ágang sauðfjárins og snjóa. Bændur i V-Eyjafjallahreppi, sem eiga upprekstur i afréttinn, hafa vissulega verið fúsir til að leysa þessi mál, og var I þvi efni skipuð undirnefnd til að athuga, hvaða land i byggð gæti tekið við þvi fé, sem er umfram beitarþol, og hefur frekast komið til tals að rækta mætti upp Markars- fljótsaura og annað land meöfram Markarfljóti, sem skiptir hundruðum hektara. Sem dæmi um jákvæð viðbrögð bænda á þessu svæði má benda á, aö þeir samþykktu á fundi i vor, að fækka fé I afréttarlöndum I sumar um 20%. frá þvi var s.l. sumar. Á vegum Landverndar hefur nú I sumar verið dreift nokkru magni áburðar og fræs á aðal uppblásturssvæðin, og var að mestu unnið með hljálp Land- græðslu rikisins. Var 16 tonnum af áburði dreift úr flugvél á brúnirnar sitt hvoru megin Húsa- dals, ofan þess lands, sem gróið er. Einnig var handdreift u.þ.b. 4 tonnum áburðar, sérstaklega á Langadal, þar var reynt að loka smærri jarðvegssárum. Að lokum kvaðst Haukur ekki efast um, að með góðu samstarfi allra aðila mætti takast að bjarga Þórsmörkinni frá frekari gróður- eyöingu. AAikil upp græðsla í Þórsmörkinni

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.