Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Fimmtudagur 10. október. 1974. „Þú skalt gera þetta sjálfur, fyrst fegurðartilf inningi þinni er svona misboðið". „Já, þú ert á stígvélum, svo að þér ætti ekki að verða skotaskuld úr því", bætti Beta við. En Larsson hafði sig sem skjótast á brott fölur af reiði. Það hafði aldrei komið fyrir f yrr, að kaupakindur, vinnumenn og þurrabúðarkerlingar svöruðu honum fullum hálsi og þúuðu hann, sem bæði var kapteinn og stórbóndi. Katrín hrósaði sigri. Aldrei hafði hún séð vinnufólkið bíta svona rækilega frá sér. Þetta var happadagur, hugsaði hún. Við skulum svei mér ekki láta fara með okkur eins og skynlausar skepnur. Hún var samt dálitið óróleg það sem eftir var dagsins. Þessi vinna hentaði henni áreiðanlega ekki, eins og nú var komið högum hennar. Hún veitti því athygli, að Beta horfði á hana rannsóknaraugum. Og þegar þær mættust eittsinn á bakkanum, sín með hvort stararfangið, sagði Beta af myndugleika roskinnar konu: „ Nú verður þú á bakkanum, Katrfn, en Lydía ber upp i þinn stað. Katrin sótroðnaði. Þetta kom flatt upp á hana. En í leynum hugans var hún mjög þakklát, og telpan vildi gjarna skipta. En Ágúst nöldraði ólundarlega: „Hvað er nú þetta? Á stærsta og duglegasta kaupa- konan að vera á bakkanum og saxa?" Beta hnippti í hann og mælti góðlátlega: „Æ, haltu kjafti. Það káfar ekkert á þig". Um kvöldið, þegar þær gengu upp brekkuna á leið heim, báðar úrvinda af þreytu, sagði Beta: „ Er það ekki rétt, að þú eigir von á barni?" „Jú, það er rétt", tautaði Katrín. „Guð minn góður," sagði Beta hálfhátt, og það var einsog eitthvaðfrá fyrri árum hennar rif jaðist upp fyrir henni. Síðan sneri hún sér að Katrínu og bætti við: „Það er svo sem engin ógn á ferðum fyrir þá, sem hafa nóg fyrir sig að leggja, þótt þeir eignist börn, en það er ekkert sældarlíf að eiga f ullt hús af svöngum börnum". „Sjálfsagt ekki". „Hvenær áttu von á því?" „[ apríl", svaraði Katrín og roðnaði dálítið. „Þú ert þó heppinn, að það skuli vera um það leyti, sem maðurinn þinn verður í landi". Katrín leit spurnaraugum á Betu. „Aður en vorsiglingarnar byrja, á ég við". „Nú-já, þannig", svaraði Katrín. Haustið leið, og allt gekk sinn vanagang. Það hafði verið f agurt veður og mikið sólfar, en um það leyti, sem átti að byrja að taka upp kartöf lurnar, kólnaði og brá til votviðra. Það var þegar orðið dimmt klukkan sjö á kvöldin. Þetta varerfiður tími fyrir Katrínu. Þeir Norðkvistog Svensson þurftu báðir á henni að halda, og hún vann hjá þeim til skiptis. Stundum var hún dag og dag hjá öðrum bændum. Hana var farið að langa til þess að hvíla sig og sofa út. Hún var orðin þung á sér og lumpin og þreyttist mjög f Ijótt. En framundan var ógnlegur vetur, sem ekki var gott að spá, hvað kunni að bera í skauti sínu, og henni fannst líkt ástatt um sig og íkornana, sem urðu að safna sér eins miklum forða og unnt var, til þess að sjá sér og sínum farborða. Hún átti fáeinar skeppur af rúgi og dálítinn kút meðsaltaðri síld, er hún hafði keypt af f iski- manni. Nú fékk hún ofurlítið af kartöflum fyrir vinnu sína við upptekninguna. En hún atti engan kjallara, þar er hún gæti geymt þessi matföng, sem hún hafði aflað með súrum sveita. Kartöf lurnar lét hún þvf í kassa, sem hún varð að geyma inni í íveruherberginu, svo að þær frysu ekki. Enn meiri vandi var þó að varðveita mjöl- matinn, þvi að rotturnar voru áleitnar og gráðugar. Loks hugkvæmdist henni að hengja mjölpokann á nagla í loft- bitanum. Síldarkútinn vistaði hún bak við hurðina i dimmri geymslunni. Síldin var of sölt fyrir hin bragðnæmu nagdýr, svo að hún gat verið óhrædd um hana. Dagarnir urðu æ styttri. Öðru hverju létu haust- stormarnir til sín taka. Þeir gnauðuðu við upsirnar, skóku guínuðtrén og hvirfluðu þurru laufinu. Þá daga var mikið annríki í þorpsmyllunni, og öll önnur verk ei. mölun urðu að sitja á hakanum. Hún gnæfði við himin upp á hæstu bungunni, og rauðir og gráir mylluvængirnir snerust í sífellu með misjöfnum hraða. Það hríkti í hverju tré, og ásarnir ýlfruðu ámátlega í haust- mryrkinu. Þessa daga dvaldi hugur f lestra kvenna á eynni við hið sama: eiginmenn þeirra, unnusta og syni, sjómennina á hafinu. Og Norðkvist hafði ekki við að svara spurning- unum, sem yfir hann rigndi. Hafði hann frétt um þetta eða hittskipið? Var ekki farið að dragast ískyggilega, að þessi eða hin skútan kæmi til hafnar? Beta var mjög kvíðandi líkt og fleiri. Elzti sonur hennar var á sjónum, HVELL G E I R I D R E K I K U B B U R iii j MtiBil :l Fimmtudagur 10. október 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Einar Logi Einarsson lýkur lestri sögu sinnar um „Dvergrikið” (8).Við sjóinn kl. 10.25: Ingólfur Stefáns- son ræðir við Þorstein Gíslason skipstjóra. Morgunpopp kl. 10.40. Hljómpiötusafnið kl. 11.00 (endurt. þáttur G.G.) 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frívaktinni Margrét Guðmundsdóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30 Siðdegissagan: „Skjóttu hundinn þinn” eftir Bent Nieisen Guðrún Guðlaugs- dóttir les þýðingu sína (12). 15.00 Miðdegistónleikar Felicja Blumenthal og Kammersveitin i Vin leika Pianókonsert nr. 3 i Es-dúr eftir John Field, Helmuth Froschauer stj. Sinfóniu- hljómsveit Kölnarútvarps- ins leikur Sinfóniu nr. 1 i C- dúr eftir Weber, Erich Kleiber stj. 16.00 Fréttir'. Tilkynningar (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. 17.30 Pilagrimsför til iækningaiindarinnar i Lourdes Ingibjörg Jóhanns- dóttir les frásögu eftir Guð- rúnu Jacobsen (1). 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir 19.15 Frá Evrópumeistara- keppninni i handknattleik: Fyrri leikur Saab og FH i Linköbing Jón Ásgeirsson lýsir siðari hálfleik. 19.45 Tilkynningar. 19.50 Mælt málBjarni Einars- son flytur stuttan þátt um íslenzku. 19.55 Flokkur islenzkra leik- rita, II: „Skugga-Sveinn” eftir Matthias Jochumsson Leikstjóri: Helgi Skúlason. Inngangsorð flytur Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor. Persónur og leik- endur: Sigurður lögréttu- maður i Dal: Valur Gisla- son. Asta, dóttir hans: Soffia Jakobsdóttir. Jón sterki: Valdemar Helgason. Gudda hjú i Dal: Arni Tryggvason. Gvendur: Guðrún Þ. Stephensen. Lárenzius sýslumaður: Ævar R. Kvaran. Margrét, þjónustustúlka hans: Ásdis Skúladóttir. Hróbjartur vinnumaður: Lárus Ingólfs- son. Helgi stúdent: Kjartan Ragnarsson. Grimur stúdent: Pétur Einarsson. Geir kotungur: Daniel Williamsson. Grani kotungur: Jón Hjartarson. Galdra-Héðinn: Brynjólfur Jóhannesson. Skugga- Sveinn: Jón Sigurbjörnsson. Haraldur: Jón Gunnarsson. ögmundur útilegumaður: Guðmundur Pálsson. Ketill útilegumaður: Þórhallur Sigurðsson. 22.00 Fréttir. 22.15 Veður- fregnir. Niðurlag — 4. og 5. þáttur ieikritsins „Skugga- Sveins” (sbr. ofanskráð). 22.55 Frá alþjóðlegu kóra- keppninni „Let the Peoples sing”„ Guðmundur Gilsson kynnir. 23.15 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Tíminner peníngar Auglýsitf í Tímanum

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.