Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 16
Fimmtudagur 10. október 1974. Tíminn er peningar Auglýaód' iTimamim GB Ðl fyrirgódan mat $ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Þingkosningar í Bretlandi í dag: Verkamannaflokkn- um spáð sigri Reuter-London. i dag ganga Bretar að kjörborðinu, til að kjósa nýtt þing — i annað sinn á þessu ári. Kosningabaráttan hef- ur farið harðnandi að undan- förnu, en samkvæmt skoðana- könnunum er útlit fyrir sigur Verkamannaflokksins undir for- ystu Harolds Wilsons, forsætis- ráðherra. Edward Heath, leiðtogi Ihalds- flokksins, hefur nú undir lok kosningabaráttunnar gert ör- væntingarfullar tilraunir, til að koma i veg fyrir sigur and- stæðinganna. Á kosningafundi siðdegis i gær varaði hann kjós- endur við að koma Verkamanna- flokknum til valda með þvi að greiða Frjálslynda flokknum at- kvæði. — Það yrði kaldhæðni ör- laganna, ef atkvæði milljóna af andstæðingum sósialisma færði sósialistum sigurinn í komandi kosningum, er haft eftir Heath. Samt sem áður óttast leiðtogar ihaldsmanna, að frjálslyndir dragi frá þeim fylgi. Jeremy Thorpe, foringi Frjálslynda flokksins, hefur ráðizt harkalega á tveggja flokka kerfi það, er rikt hefur á Bretlandi, og sagt það ýta undir stéttaskiptingu i landinu. Harold Wilson sakaði leiðtoga Ihaldsflokksins um að draga upp of svarta mynd af ástandinu á Bretlandi um þessar mundir. Hann kvað erfiðleika vissulega fram undan, en efnahagsástandið færi þó batnandi. Samkvæmt óstaðfestum frétt- um er ljóst, að staða Heaths innan Ihaldsflokksins er veik sem stendur —- hefur reyndar verið þaö, allt frá þingkosningum I febrúar, er ihaldsmenn biðu lægri hlut. Verði þeir enn undir I þess- um kosningum, er liklegt, að Heath neyðist til að segja af sér formennsku i flokknum. (Það er þvi engin furða, þótt hann leggi nú ofurkapp á að leggja Wilson, höfuðandstæðing sinn, aö velli.) Wilson hefur á hinn bóginn ver- iö sigurviss — jafnvel um of — i kosningabaráttunni. Verka- mannaflokknum er nú spáð öruggum sigri í kosningum, svo að hann hefur e.t.v. ástæöu til bjartsýni. (Þess berhins vegar að gæta, að i tveim siðustu þingkosn- ingum hafa úrslitin orðið á annan veg en skoöanakannanir, er gerð- ar voru rétt fyrir kosningarnar, gáfu til kynna. Svo að allt getur gerzt. . .) Þegar þing var rofið nú i haust, hafði Verkamannaflokkurinn 298 þingsæti á móti 296 sætum Ihalds- flokksins. Frjálslyndi flokkurinn hafði 15, Sambandsflokkur Norð- ur-lrlands 11, en aðrir flokkar færri þingsæti. Samtals verða kosnir 635 þing- menn til Neðri málstofunnar i kosningum i dag. (Um nánari til- högun kosninganna og flokka- skipun I Bretlandi visast til grein- ar i Timanum i gær.) Reuter-London.Bretar veðja sem kunnugt er á hvað sem er. Eins og að likum lætur, eru úrslit þing- kosninganna vinsæl hjá brezkum veðmöngurum þessa dagana. Flestir spá Verkamannaflokkn-i um sigri — fjórir af hverjuml fimm. Færri eru bjartsýnir á sig- ur thaldsflokksins — og enn færrr á, aö Frjálslyndi flokkurinn fái flest þingsæti — aðeins einn á móti hundrað. Edward Heath — Neyöist hann til aö segja af sér flokksformennsku, ef úrslitin veröa honum I óhag? Gestur Fanndal S f • • Grimur & Arni upfélag Skagfiröinga • Kaupfélag Eyfirðinga marsson Straumur s.f Kaupfélag Vopnfirðinga Kaupfélag • •Jt Kaupfélag m Héraðsbúa* Verzlunin Þór Kaupfélag • Borgfirðinga Electrolux Verzlunin Strandgata 39 •Verzlun Fr.Fr. • Verzlun H.M.G. Rabin, forsætisráðherra ísraels: Látum aldrei allt her numið land af hendi Reuter-Jerúsalem. Yitzhak Rabin, forsætisráðherra tsraels, sagöi i þingræöu i gær, aö tsraels- menn væru reiöubúnir aö skila einhverju af iandi þvi, er þeir hertóku i sjö daga strlðinu 1967 — en ekki þvi öllu. Rabin sagði, að Israelsmenn væru fúsir til að gefa eftir hin her- teknu landsvæði, ef það mætti greiða fyrir endanlegum samningum um frið. Hann lagði þó áherzlu á, að vesturbakki Jór- dan-ár yrði ekki látinn af hendi — HEIMSHORNA Á MILLI NTB/Reuter—Brussel/Wash- ington.Gengi bandariska doll- arans féll á helztu gjaldeyris- mörkuðum heimsins i gær. Orsökin er talin sú, að að- gerðir þær, er Gerald Ford, Bandarikjaforseti, hefur boð- að til að stöðva verðbólgu i Bandarikjunum, séu alls ófull- nægjandi. Ford vann að þvi i gær ásamt ráðgjöfum sinum i efnahagsmálum að breyta áætlun þeirri, er forsetinn hef- ur lagt fyrir Bandarikjaþing til samþykktar. Andstaða er nokkur meðal þingmanna — einkum er þeim þyrnir i aug- um sá viðbótarskattur, sem ætlað er að leggja á fyrirtæki og þá tekjuhærri i þjóðfélag- inu. Sérfræðingar i efnahags- málum eru ekki sammála um nytsemi áætlunarinnar. Flest- ir telja hana ganga of skammt — en sumir hafa bent á, að hún væri ágæt sem upphaf á frek- ari aögerðum til varnar gegn verðbólgu — verðbólgu, sem ógnar nú efnahagsöryggi i Bandarikjunum. NTB/Reuter—Stokkhólmi. t gær var tilkynnt aö Gunnar Myrdal, prófessor frá Sviþjóö, og Friedrich von Hayek, prófessor frá Austurriki, heföu hlotið Nóbels-veröiaun I hagfræöi i ár. Þeir Myrdal og von Hayek fá verðlaunin fyrir braut- ryðjendastörf sin á sviöi hag- fræði, þ.á.m. hafa þeir báðir sett fram nýstárlegar kenningar, þar sem sýnt er fram á samhengi milli efna- hagslegra og þjóðfélagslegra. þátta innan hagfræði. Von Hayek er einn þeirra hagfræðinga, er sá fram á heimskreppuna á árunum eft- ir 1930. I viðtali við frétta- mann Reuters i gær kvaðst hann svartsýnn á þróun efna- hagsmála i heiminum i dag. Astandinu svipaði að nokkru leyti til ástandsins á árunum fyrir 1930, t.d.aukið atvinnu- leysi — hins vegar væri ómögulegt að spá um, hvenær færi virkilega að kreppa að. Reuter-Kartúm. Stjórnvöld I Súdan fyrirskipuðu brottflutn- ing ibúa frá héruöum syöst i landinu, sem illa hafa oröiö úti i miklum flóöum. Hætta er á, að farsóttir breiðist út á flóðasvæðunum. Flóöin — þau mestu i 28 ár — hafa þegar orðið sextán manns að aldurtila og gert fjórðung milljónar manna heimilislausan. Stjórnskipuð nefnd hefur beðið um aðstoð alþjóðlegra hjálparstofnana, til að útvega bágstöddum mat og nauðsyn- leg lyf. Samkvæmt fréttum I gær voru flóðin enn I vexti og hætta talin á, að þau færöu fleiri bæi og þorp i kaf. Vatna- vextir þessir eru reiðarslag fyrir stjórn Súdans, sem að undanförnu hefur freistað þess að reisa efnahag landsins við. sá landshluti er Gyðingum sér- staklega hjartfólginn af trúar- ástæðum. Fjöldi ofstækisfullra Gyðinga hafði búizt til að setjast að á vesturbakkanum, en her og lög- regla fluttu þá á brott með valdi. Þessar aðgerðir voru hugsaðar sem stuðningur við stjórnarand- stöðuna i Israel, sem hefur lagzt eindregið gegn hvers kyns til- slökunum af hálfu tsraelsmanna I samningum við Araba. Rabin itrekaði á þingi I gær, að sérstakt leyfi stjórnvalda þyrfti, til að mega setjast að á hinu um- deilda landsvæði. Hann kvaðst lita á aðgerðir ofsatrúarmann- anna sem ögrun við lýðræði i landinu. Henry Kissinger, utanrikisráð- herra Bandarikjanna, kom I gær til Kairó á för sinni um löndin fyr- ir botni Miðjarðarhafs. Litið er á fyrrnefnda yfirlýsingu Rabins sem viðvörun til Kissingers um, að ísraelsmenn muni aldrei skila öllu þvi landsvæði, er þeir her- tóku I sjö daga striðinu. Stapafell h.t Vestur-þýzka leyniþjónustan: Hafði gætur á forsetanum NTB/Reuter—Bonn. I ljós hefur komið, að vestur-þýzka leyni- þjónustan (BND) lét fylgjast með gerðum Gustav Heinemanns, fyrrum forseta Vestur-Þýzka- lands. Horst Ehmke, sem bar póli- tiska ábyrgð á starfsemi BND, gaf yfirlýsingu þessa efnis, er hann var yfirheyrður af sérstakri þingnefnd, er rannsakar mál austur-þýzka njósnarans Gunter Guillaume. Ehmke lagði fyrir nefndina lista með nöfnum rúm- lega þrjátiu manna, er BND hafði stöðugar gætur á um tima. I þeim hópi eru áhrifamiklir stjórnmála- menn, auðjöfrar og aðrir þekktir menn i vestur-þýzku athafnalifi. Ehmke kvaðst hafa lesið skýrslur um feril leiðtoga stærstu stjórnmálaflokka landsins, en þær hefðu siðan verið eyðilagðar. Nú hefði aftur á móti komið i ljós, að afrit hefðu verið tekin af skýrslunum. Þá kom fram, að BND hefði komið nálægt vopnasölu, en ekki með hverjum hætti. (Oangreind- ar upplýsingar vekja mikla at- hygli — jafnvel þjóðhöfðingi landsins er ekki óhultur fyrir njósnum eigin leyniþjónustu, meðan njósnari annars rikis leik- ur lausum hala). Gustav Heinemann -J Austur- Skaftfellinqa

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.