Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 10.10.1974, Blaðsíða 7
7 Fimmtudagur 10. október 1974. titgetandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Heigason. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur f Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300—18306. Skrifstof- ur i Aöalstræti 7, simi 26500 — afgreiöslusimi 12323 — aug- iýsingasimi 19523. Verð í lausasölu kr. 35.00. Askriftargjaid kr. 600.00 á mánuði. V Blaöaprent h.f. J Gatnagerð — gatnafé Fyrir tiltölulega fáum árum var varla til nokk- ur götuspotti, sem gengið hafði verið frá til fulln- ustu, i kauptúnunum og hinum stærri kaup- stöðum landsins. Þá var kannski stundum hvergi verri vetur en innan bæjar á slikum stöðum, aur og hvörf, forarpollur við forarpoll i votviðri og ryk i þurrviðri, ef jörð var auð og þið. Á siðustu árum hefur orðið mikil breyting á þessu. Kauptún og kaupstaðir hafa myndað með sér samtök, sem auðvelda útvegun efnis og véla, og langviðast i þéttbýli hefur eitthvað af götum verið malbikað eða oliuborið, eða jafnvel steypt sums staðar. Þetta er misjafnlega langt á veg komið, eins og gefur að skilja, enda viða mjög kostnaðarsamt, þar sem skipta verður um jarð- veg og sprengja klappir. Fámenn kauptún hafa litið bolmagn til stórframkvæmda af þessu tagi, ofan á allt annað, sem gera þarf. Eigi að siður er þetta bráðnauðsynlegt. Kauptúnin gerbreyta um svip, þegar gatnagerðinni er lokið, allt verður þokkalegra og viðfelldnara en áður, og eftir á undrast fólk, hversu lengi það hefur getað sætt sig við forina og rykið. Þessum framkvæmdum þarf að miða hraðar en verið hefur — um það geta vist flestir verið sammála. Til þessara hluta er ætlað svokallað þéttbýlisvegafé, sem tekið er úr vegasjóði — að visu ekki neitt stórfé, en þó framlag, er talsvert munar um. En sá galli er á, að úthlutunarreglur eru an- kannalegar, og munu vist allir forráðamenn landshlutasamtaka sammála um, að þeim þurfti að breyta. Hafa þau flest eða öll gert um það samþykktir. Meginreglan, sem farið er eftir við úthlutunina, er sem sé sú, að miða við ibúaf jölda. Þetta kemur mjög ranglega niður, eins og liggur i augum uppi. Kauptún og kaupstaðir, seni skammt eru á veg komnir með að ganga frá götum sinum og koma á þær varanlegu slitlagi, fá ekki i sinn hlut neitt, sem kemst i samjöfnuð við þörfina, einkum ef staðirnir eru tiltölulega fámennir, en kaupstaðir, sem lokið hafa mestallri eða svo til allri gatna- gerð hjá sér, hreppa obbann af úthlutunarfénu, ef þeir eru fjölmennir. Af þessum sökum hafa landshlutasamtökin sterklega farið þess á leit, að hætt verði að úthluta þéttbýlisvegafé eftir ibúafjölda, heldur verði höfð i huga raunveruleg þörf — lengd ófull- gerðra gatna við einhver ákveðin timamót, til dæmis siðast liðin áramót. Þetta virðist réttlætis- mál. Þéttbýlisvegafénu er ætlað að gera hlutað- eigandi sveitarfélögum kleift að fullgera gatnakerfi sitt, og það er alveg út i hött að hlunnfara þau, sem mest eiga ógert, en hygla þeim sérstaklega, sem hafa langt til lokið verk- efninu. Eftir eðli máls og markmiðinu með fjárveitingunni verður fyrst og fremst að lita til þess, hvar mestum verkefnum er ólokið. Svo er nú komið, að það verður hvað úr hverju talið alveg óviðunandi, að ætla fólki að búa við moldargötur, og það er frumskilyrði sölu- möguleika á afurðum, að ekki séu i námunda við vinnslustöðvar svæði, þar sem for berst að eða ryk þyrlast upp. Þannig er það ekki aðeins eðlileg tillitssemi við ibúana, sem á knýr, heldur einnig hreinlætiskröfur, sem gerðar eru utan lands og innan i sambandi við matvælaframleiðslu. —JH TÍMINN Kristeligt Dagblad: Frelsishreyfing Palestínu- manna er klofin Vinstri armur fylkingarinnar hafnar sjálfstæðu smáríki LITLIR kofar úr leir og múrsteini standa i þéttum rööum. Skólp seitlar sifellt eftir ósléttum götunum, en þær veröa eitt forarsvaö I hvert sinn sem rignir. Göturnar eru vaöandi i sorpi og hvers konar óhreinindum. í hverjum kofa eöa „húsi” er tiöast aöeins eitt herbergi, og þar búa oft sex til tiu manns. Þessi lýsing á viö flótta- mannabúöirnar Barageneh I úthverfi Beirut, en i Libanon eru tæplega tuttugu slikar búöir. Sumar eru skárri á aö sjá, en fleiri þó verri. Libanon er stundum nefnd „Sviss Miöjaröarhafsbotna”, og þar hafast við 350 þúsund flótta- menn frá Palestinu. Helm- ingur þeirra á heima i svip- uðum búöum og hér hefir veriö lýst, og hefir gert i aldarf jórðung. Hundraö þúsund flóttamenn hafast viö i Sýrlandi, Jórdaniu, vestur- bakka Jórdan (eöa vestur- hluta Jórdaniu) og á Gaza- svæðinu. Tilvera þeirra flestra er næsta ömurleg. HENRY Kissinger, utan- rikisráöherra Bandarflijanna, hefir gert til raun til að koma á varanlegum breytingum á yfirráðum nokkurra svæöa i löndunum fyrir botni Miöjaröarhafsins. Sú tilraun ætti að þoka ögn nær þeim degi, þegar flóttamenn frá Palestinu geta yfirgefiö flótta- mannabúöirnar. Stjórn Israels tekst að visu enn að koma I veg fyrir stofnun sjálf- stæös rikis i Palestinu, enda yröi þaö aöeins nýtt óeiröa- bæli, og þaðan yröi aö sjálf- sögöu beint árásum á Israel. En Kissinger veit, aö öll friöarviöleitni er til einskis, ef ekki tekst að losa heiminn viö vanda Palestinumanna. Nú sýnast á þvi meiri mögu- leikar en nokkru sinni fyrr, að Palestinumenn geti setzt aö i eigin landi. En nú er lika meiri hætta á þvi en nokkru sinni áöur, að möguleikinn glatist fyrir fullt og allt, og þá veröur saga Palestinumanna samfelld harmsaga um glötuð tækifæri. Palestinumenn standa á krossgötum og geta ekki gert upp viö sig, hvert halda skal. Muchmed Ali Ja’abari, borgarstjóri i Hebron I Vestur- Jórdaniu, komst svo að oröi: „Þjóöin minnir á bil, sem stendur bensinlaus i brekku og enginn finnst ekillinn”. SPURNINGIN ' sem Palestinumenn veröa aö svara, hljóöar svo: „Ætliö þiö aö halda áfram að berjast fyrir hinum mikla draumi um stórt og voldugt Palestinuriki, eöa viljiö þiö sættast á smáriki á þeim tveimur svæöum, sem israelsmenn hafa haft á valdi sinu siöan 1967, eöa vestur- bakka Jórdanár og Gaza, ásamt mjórri ræmu, sem tengir þau saman?” Afstaðan til þessarar spurn- ingar skiptir frelsishreyfingu Palestinu-Araba I tvær fylk- ingar. Höfuðstöövar hreyf- ingarinnar eru i Beirut, en hún litur á sig sem hinn eina, sanna fulltrúa Palestinu- manna. Otlagaþingið eða „þjóöar- ráðiö” er sundrað i afstöðu sinni. Vinstriarmur frelsis- hreyfingarinnar, eða Alþýðu- fylkingin til frelsunar Palestinu „(Pflp) og Arabíska felsisfylkingin (ALF), sem stjórnað er frá Bagdad, lita á samþykkt smárikisins sem bein svik við málstaö Palestinumanna og vilja halda áfram baráttunni undir kjöroröinu „allt eöa ekkert”. George Habbasch er foringi þessa róttæka arms. Hann visar hugmyndinni um smáríkið gersamlega á bug og segir, aö hún eyöileggi alger- lega frelsisbaráttu Palestinu- manna meö stórt Palestínu- riki sem lokamarkmiö. TVÆR fylkingar hreyf- ingarinnar hafa snúizt gegn fylkingu Habbasch. E1 Fata, eöa Hin lýöræöislega frelsis- fylking Palestinu-Araba” (FDFLP), og el Saika (eldingarglampinn), vilja sækja fram I áföngum. Þær vilja berjast undir kjöroröinu: „Tökum það, sem viö getum fengiö. ” En forustumenn þessara fylkinga lita aðeins á smárikiö sem áfanga á leiðinni aö loka- markinu, eöa stóru, sjálfstæöu riki i Palestinu. Nayef Hawat- meh, foringja frelsishreyf- ingar marxista, dreymir um alveldi kommúnista i löndun- um fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Oruggt má telja, að bannað veröi aö selja smárik- inu vopn, en þaö dregur ekki úr bjartsýni Hawatmeh: „Jafnvel þó aö aljóöleg sam- tök eins og Sameinuðu þjóö- irnar taki aö sér eftirlitiö, getur þaö ekki hindraö okkur i aö nota öll tækifæri til aö gera þetta litla riki aö vopnabúri”. Atburðirnir á Kýpur sýna svart á hvitu, aö þetta eru engir daumórar. Þessi kokhreysti á aö gera tvennt I senn. Henni er ætlað að efla andstööu tsraels- manna gegn öllum hug- myndum um sjálfstætt riki i Palestinu, og skjóta þannig fleyg milli valdamanna i Is- rael og Washington. Flestir skæruliöanna vildu helzt, aö hugmyndin um sjálfstætt smáriki strandaði á andstööu Israelsmanna, þar sem I þvi fælist siðferöileg afsökun fyrir áframhaldi skæruhernaði á hendur Israel. SKÆRULIÐAR eru i vanda staddir. Baráttan hefir öll snúizt um hermdarverk. Þús- undir skæruliöa hafa verið þjálfaöar i manndrápum, og hundruöum þúsunda flótta- manna hefir veriö kennt aö hata Israelsmenn af allri sálu sinni. Gyöingar ávörpuöu hver annan i kveðjuskyni hér fyrrum með oröunum: „1 Jerúsalem að ári”. Flótta- menn frá Palestinu hafa löngum fariö eins að, og kveðja þeirra hefir verið: „1 Palestinu að ári’.. Meö þeim orðum áttu þeir ekki aðeins viö vesturhluta Jórdaniu, heldur einnig Haifa og Jaffa. Foringjar skæruliða hafa alið á hinum stóra draumi I brjósti flóttamannanna. Hvernig eiga þeir aö fara aö þvi aö gera þorra manna allt I einu skiljanlegt, að ekki sé útlit fyrir aö eignast nema smáskika lands — og ekki einu sinni meö þvi að leggja hann undir sig, heldur með samningum. SA, sem leggur leið sina til flóttamannabúðanna Barageneh, kemst skjótt að raun um, hvernig forustu- menn flóttamannanna eru gersamlega flæktir I eigin áróöursneti og eiga afar erfitt með að laga sig að nýrri stjórnmálaframvindu i lönd- unum fyrir botni Miðjarðar- hafsins. Gestinum verður fljótlega ljóst, hvilikt haturs- bál þarf að slökkva, áöur en unnt er aö gera sér vonir um frið i þessum heimshluta. Honum verður einnig ljóst, hvilikur sprengikraf tur leynist að baki „heimþrár” Palestinu-Araba. Búðunum var komið upp áriö 1953, og þar býr enn Mu- hammed Hammad slátrari, ásamt fjölskyldu sinni. Hann er frá Acca, heröabreiöur maöur og kraftalegur og andlit hans er drjúpum rúnum rist. Hann er einbeittur, þegar hann segir: „Ég afsala mér aldrei minu heima.” En hverju vill hann þá fórna til þess aö komast heim? Hann hikar ekki andartak með svar sitt, sem er I sjálfu sér skelfi- legt, en sýnilega gefiö af fyllstu alvöru-: „Verðiö væri ekki of hátt, þó aö þaö kostaöi lif allra barnanna minna niu”, FORINGJAR skæruliöa vita, aö eldurinn, sem þeir hafa blásiö aö, veröur ekki slökktur i einni svipan, án þess aö þeir eigi á hættu, aö logarnir lendi á þeim sjálfum. Margt bendir til, að hinir róttækari Palestinumenn reyni að róa öllum árum aö þvi aö hindra, að samkomulag náist um lausn Palestinu- málsins viö samningaborðið i Genf. Hættan á þvi, aö Frelsis- hreyfing Palestlnu-Araba sundrist, er nú meiri en nokkru sinni áður. varla er viö þvi að búast, aö fylking Habb- asch eöa ALF fallist á hina hófsamari afstöðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.