Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 5
Föstudagur 29. nóvember 1974. TÍMINN 5 Bókmenntakynningar Norræna hússins NORRÆNA húsiö efnir nú, eins og undanfarin ár, tii kynningar á athygiisverðum bókum á bóka- markaði Norðurlanda. Kynning- ar þessar hafa sendikennarar Norðurlandanna við háskóla Islands annazt. Að þessu sinni verður breytt út af því sniði, sem hingað til hefur verið haft á, og kynningin höfð I tvennu lagi. Laugardaginn 30. nóvember kl. 16:00 verða kynntar danskar og norskar bókmenntir, og viku siðar, laugardaginn 7. desember, á sama tima, finnskar og sænskar bókmenntir. Danski rithöfundurinn Ebbe Klövedal Reich verður gestur á kynningunni á laugardaginn, og finnski rithöfundurinn Lars Hulden á siðari kynningunni. Munu þeir m.a. kynna eigin verk. Á fyrri kynningunni mun sænski sendikennarinn Erik Skyum-Nielsen gefa yfirlit yfir nokkrar markverðar danskar bækur og ræða sérkenni þeirra. Einnig mun hann kynna dönsku rithöfundana, sem hafa verið til- nefndir til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs. Ingeborg Donali, norski sendi kennarinn, kynnir allmargar norskar bækur þessa árs. Sendi- kennarinn tekur m.a. til meðferðar bók eftir Halldis Moren Vesaas um Tarjei Vesaas og samllf þeirra hjóna. Enn fremur verður rætt um bók eftir Káre Holt, sem vakið hefur miklar umræður I Noregi, og nefnist bókin Kapplöpet. Væntanlega verða lesnir á islenzku lauslauga þýddir kaflar úr þessum tveimur bókum. Sendikennarinn mun enn fremur gera grein fyrir þeim tveim norsku rithöfundum, sem tilnefndir hafa verið til bókmenntaverðlauna Norður- landaráðs. Bókalistar verða lagðir fram gestum til glöggvunar. Stolt landsins — bók um hópferð til útlanda 1953 STOLT landans heitir bók sem komin er út á vegum Ægisútgáf- unnar. Höfundur er Páll Hallbjörnsson. 1 þessari bók „færir hann fram á skemmti- legan og fræðandi hátt, og með stuðningi við 20 ára gamlar dag- bækur sinar, einkar athyglis- verða lýsingu á hópferð íslendinga til Miðjarðarhafs- landa vorið 1953, en sú för var að sinu leyti nýstárlegt framtak á þeirri tlð, og raunar nýr áfangi i langri ferðasögu landans.” eins og komizt er að orði á bókarkápu. Enn segir, að hvarvetna beri „frásögnin þess vitni, hve auga höfundarins er fersktog opið fyrir hinu margbreytilega, sem hann sér.” } AugtýsicT : í Tímanum Basar hjá Kvenfélagi Akraness Kvenfélag Akraness heldur basar I félagsheimilinu Röst n.k. laugar- dag kl. 5 e.h. Þar verður á boðstólum úrval af heimabökuðum kökum og handunnum munum, svo sem jóladúkar, dagatöl og póstpokar, sem félagskonur hafa unnið á handavinnukvöldum undanfarnar vikur. Svipmynd frá einu handavinnukvöldanna hjá Kvenfélagi Akraness. Óskilahestur rauðblesóttur, mjóblesa, ljósari á fax, sokkóttur á hægra afturfæti og vinstra framfæti, styggur,fer á öllum gangi. 7-8 vetra. Mark sneitt aftan hægra fjöður framan vinstra, er i óskilum á Iðu i Biskupstungum. Hreppstjórinn. HVERS VIRÐI ER ÞEKKING OG ÞJONUSTA FAGMANNA? RAFIÐJAN RAFTORG VESTURGÖTU 11 SÍMI 19294 V/AUSTURVÖLL SIMI 26660 mm Okkur er ánæyjn að tilkynna þeim fjolmorgu. sem hafa keypt af okkur kæliskápa oy þvottavélar oy eru ánæyðir með þau kaup. að nú liofum við einniy á iioðstolum Ignis eldavclar. sem einnig má mæla með som sérstakri gæðavoru Við bendum meðal annars á, að fylyjandi er yrill asamt rafknunum grillteini.svo að nú er hægt að elda matinn með þeim hætti. sem mest tíðkast nú — grillið læri. kjúklinga eða annan mat eftir hentugleikum, og smekk, og látið hitastilli og klukku vera yður til hjálpar við að fá sem beztan mat með sem minnstri fyrirhofn. Það er tryggt með þessari IGNIS vél. sem er að oðru leyti búin eins fullkomlega og krofur eru gerðar til víða um heim. Og um hagstæðara verð er vart að ræða núna Og þegar þ<;r kaupið IGNIS. skuluð þér muna að þar fer tvonnt saman. sem aðrir bjóða ckki — ITALSKT HUGVIT OG HAND LAGNI ISLENSKUR LEIÐARVISIR FYLGIR — IGNIR VERÐ. VARAHLUTA OG VIÐGEROAÞJONUSTA Ódýr stereosett og plötuspilarar, stereosegulbönd i bila, margar geröir, töskur og hylki fyrir kasettur og átta rása spólur, múslkkasettur og átta rása spólur, gott úrval. Einnig opið á laugard. f.h. Póstsendum. F. Björnsson, radióverzlun, Bergþórugötu 2, sími 23889. Tapaður hestur Rauöblesóttur hestur 3. vetra tapaðist frá Gaulverjabæ I Flóa um mánaðarmótin ágúst/september. Mark vaglskora aftan hægra og lögg framan vinstra. Þeir, sem kynnu aö hafa orðið hestsins varir hafi vinsam- legast samband við Gaulverjabæ (slmstöð) eða I slma 22104 og 40659 (Reykjavlk, Leifur). ✓ Árleg bókmenntakynning í Norræna húsinu Laugardaginn 30. nóvember 1974 kl. 16.00 kynna danski og norski sendikennarinn nýjar danskar og norskar bókmenntir. Danski rithöfundurinn EBBE KLÖVEDAL REICH kynnir eigin verk. Allir veikomnir. NORRÆNA HÚSIÐ Áratuga reynsla flutt í Breiðholt OPIN BÚÐ Við opnun nýrrar kjörbúðar af fullkomnustu gerð i Selja- hverfi Breiðholts koma viðskiptavinir Kjöts & Fisks til með að njóta áratuga reynslu okkar i matvælaþjónustu ásamt nýjustu skipulagstækni á neytendavörum i nýtizku kjörbúð. AF BALDURSGÖTU í BREIÐHOLTIÐ Kjöt & Fiskur byrjaði við Laugaveginn fyrir 47 árum. Árið 1928 fluttum við svo á hom Þórsgötu og Baldursgötu. Við álftum nefnilega að matvörubúð ætti einungis heima i þéttbyggðu ibúðarhverfi. Það álitum við enn. Þess vegna opnum við nú nýja búð fyrir nýtt hverfi. KOSTABOÐ AF KJARAPÖLLUM Kjöt & Fiskur býður einnig nýja kjörbúðarþjónustu, sem ekki hefur verið boðin áður. Sérstakir kjarapallar á vissum stöðum i verzluninni sýna vömr á lægra verði en almennt gerist — sannkölluð kostaboð! Skipt verður um vörur á kjarapöllunum eftir ákveðin timabil. STÓRVERZLUN Á UNDAN TÍMANUM Kjöt & Fiskur er þjónustufyrirtæki, sem er á undan timanum i tvennum skilningi. í stórverzlunarþjónustu eftir nýjustu tækni, og með þvi að vera reiðubúin til þjónustu við ibúa Seljahverfis um leið og ibúarnir flytja i hverfið. Kjöt & Fiskur er auðvitað verzlun fyrir alla Breiðholtsbúa, auk þess sem verzlunin er i beinni linu fyrir ibúa Kópavogs, Garðahrepps og Hafnarfjarðar. KJÖT OG FISKUR 1927 — 1974. Seljabraut 54, Breiðholti — Sími 74200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.