Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 11
Föstudagur 29. növember 1974. TtMINN 11 HAFÐI ég nokkurn rétt til aö biöja Guð um aö bjarga lifi minu, þar sem ég hafði aldrei veriö fyrir það aö sækja kirkju eða biöja? Ég veit ekki hve oft ég spuröi sjálfa mig þessarar spurningar þegar ég lá, innrlokuð og deyjandi i bif- reið minni, sem var að mestu leyti á kafi I snjóskafli. Ég hafði ekki lengur krafta til að hrópa á hjálp. Ég er oröin alltof máttfarin til annars en að liggja og vona að ég fengi að deyja, svo að raunir minar tækju enda. En samt sem áður langaði mig ekki til að deyja. Lifsviljinn var sterkur og þrátt fyrir að hver taug i llkama minum vildi sleppa takinu á lifinu gafst ég ekki upp. Mér fannst ég heyra hvislandi rödd segja: ,,Þú skalt biðja.Guö mun ef til viíl lita til þin i náö, þrátt fyrir að þú hafir aldrei beðiö hann áöur.” Það var min eigin hása rödd sem ég heyrði. v Hátt sagði ég „Góði Guð, vertu svo góður að hjálpa mér, vertu svo góður”. Þetta var mjög erfitt fyrir mig, þvi innst inni vissi ég að ég haföi engan rétt til að biöja. Þegar viö fengum prestinn i heimsókn I sókn þeirri, sem við tilheyröum, var ég alltaf kurteis og sýndi hon- um alla þá virðingu, sem mér þótti tilhlýðileg að veita þjóni drottins, en það var lika allt og sumt. Eiginmaður minn fór i kirkju á hverjum sunnudegi, en ég var heima og bjó til sunnu- dagsmatinn. Nú, þegar ég horfðist I augu við dauðann, langaöi mig til að snúa mér til guðs, en vissi að ég hafði engan rétt til þess. Ég hafði nú legið þarna innilokuö 146 klukkutima, og vissi að það var engin von um björgun, að ég myndi deyja hægt og kvala- fullt og að enginn gæti bjargað mér. Ég held að það hafi veriö þá sem ég fór að biðja, og aö þaö sem ég sagði myndi verða min siðasta bæn. óvænt heimsókn Hvernig stóð á þvi að þetta kom fyrir? Ég sagði við sjálfa mig, aö þar væri aðeins um að kenna minni eigin heimsku og þrjózku, þvi að ég veit, að ég er þannig manneskja að þykjast vita allt betur en aðrir. Það þýddi ekki fyrir neinn að reyna að segja mér eitthvað. Ég hélt þvi alltaf fram að éggæti gert allt þaö, sem aörir héldu að mér væri ómögulegt. Ég bý i North Bay i Noröur- Ontario i Kanada, og dag nokkurn i janúarmánuði ákvað ég skyndi- lega aö heimsækja Rósu dóttur mina. Hún er gift og býr meö fjöl- skyldu sinni I um 200 km fjarlægö, i norövestur Quebec. Ég var ósegjanlega einmana. Það voru aðeins fimm mánuðir siöan maöurinn minn dó, og við áttum aöeins þessa einu dóttur. Ég vissi aö slik bilferð gæti veriö hættuleg á þessum árstima, en ég er vanur bilstjóri og haföi ekiö bil Grafin lifandi í tvo sólarhringa Hún ætlaði tii dótt- ur sinnar. i meir en tiu ár og var viss um að ég lenti ekki I neinum vandræðum. Mér datt ekki eitt augnablik i hug að ég gæti lent i ógöngum, eða að eitthvað kynni aö koma fyrir mig. Ég hafði nýlega flutt frá minu gamla heimili i nýtt, og enginn þekkti mig á nýja staðnum, svo að enginn myndi sakna min. Ekki hafði ég heldur sagt minum gömlu vinum frá fyrirætl- unum minum, þvi að ég vissi að þeir myndu ráðleggja mér frá þvi aö fara, og segja aö þetta væri hættuleg ferð á þessum tima árs. Ekki sendi ég dóttur minni nein skilaboð um að min væri von, þvi ég vildi koma henni gleðilega á óvart. Þess vegna var enginn sem vissi að ég fór, né heldur hvert ég fór. Hraður akstur og hálka Ég ákvað að leggja upp snemma morguns 12. janúar. Ég vonaðist til að ná til Rouyn um miðjan dag, en ef færðin yrði erfið, þá gat ég alltaf gist i Earlton eða Engelhart, sem eru aöeins um þriggja tima akstur frá ákvörðunarstaðnum. Það var kalt þegar ég lagði af stað rétt um klukkan sex um morguninn. Það var þungskýjað, en kyrrt og ég hélt að það liti ekki út fyrir snjókomu. Vegurinn var góður og ég ók hratt norður á bóg- inn og mér gekk vel að stjórna Chevrolet-bifreiðinni minni. Um tiu-leytið stansaði ég við litinn matsölustað og fékk mér morgunmat og hélt siðan óhindr- að áfram. Ég ók á um áttatiu km hraða, vegurinn var vel ruddur, með háum snjóruðningnum beggja megin. Hér og þar á veg- inum var ising, en allt gekk vel og ég reiknaði með aö ná ákvörðun- arstað fyrir sólsetur, ef vegurinn væri svona góður alla leiö. Um kl. eitt fékk ég mér há- degisverð og hélt svo áfram. Ég fann fljótlega eftir það að vegur- inn var orðinn mjög háll, svo ég minnkaði hraðann niður i um fimmtiu km á klst., og gætti min vel á hálkunni. Svo var það rétt fyrir klukkan þrjú, þegar ég var að taka beygju á um 50-60 km hraöa, að bifreiöin byrjaði aö renna og þeytast til beggja hliða á veginum. Ég geröi mér ekki grein fyrir af hverju, ég haföi hvorki stigiö á benzingjöfina né notað hemlana, þegar bifreiðin allt i einu byrjaði að snúast. I gegn um snjóruðning- inn.... Ég reyndi að rétta bifreiðina af, en hún hélt áfram að renna út á hlið, lenti á hægri brautar- ruðningnum og i gegnum hann. Fyrir utan veginn var þó nokkur bratti og bifreiðin jók stöðugt ferðina, þrátt fyrir að ég hafði ósjálfrátt drepið á vélinni og hafði bifreiðina i gir. Ég kastaðist niður i hliðarsætiö þegar bifreiðin skyndilega fór tvær veltur, sem endaði með að hún lá á hliðinni og stanzaði. Ég var alveg ringluð og það blæddi bæði úr nefi og munni, og einnig var ég nærri viss um að vinstri handleggurinn væri brotinn. Mik- ill sársauki i brjóstinu, fékk mig til að halda að ég hefði einnig brotið nokkur rifbein, sem ég vonaði þó að væri ekki. Þegar ég leit út, sá ég ekki neitt annað en snjó, og uppgötvaði að bifreiðin var niðurgrafin i snjón- um. Ég hvildi mig i nokkrar minútur og tókst siðan að komast að vinstri hurðinni. Þetta var erfitt, þvi bifreiðin lá nærri alveg á hliðinni. Þegar ég reyndi að opna hurðina, fann ég aö ég gat ekki hreyfthana, þrátt fyrir að ég reyndi af öllum kröftum. Mér fór að veröa erfitt um andardrátt i bifreiöinni, og ég reyndi að opna glugga, sem tókst eftir góða stund. Þó gat ég ekki rúllað niöur nema um 20 cm. Snjórinn valt inn. Mér tókst að ná rúðinni litið eitt meira niður og stakk hendinni út til að ryðja snjónum frá. Skyndilega streymdi iskalt loftiö beint framan i mig. Grafin i snjó Ég hvildi mig svolitla stund áður en ég gróf meira af snjónum frá, þannig að ég gæti séð út úr bifreiðinni, en sá þá að ég var algjörlega innilokuð. Snjórinn þrýsti á utanfrá og gerði það ómögulegt að opna hurðina. Ég var alls ekki viss um hve langt frá veginum ég var, en bjóst við að það væri talsverður spotti, þvi að það leiö nokkur tlmi áður en bifreiðin stöðvaðist eftir að ég fór út af veginum. Myndi bifreiðin sjást frá veginum? Það gat ég ekki vitað. Ég hvildi mig aftur og athugaði meiðsli min. Ég sá þá að handleggurinn var ekki brotinn, en mjög illa farinn. Eftir þvi sem ég komst næst, voru heldur engin rifbein brotin, en ég var með slæman höfuðverk. Mér var ljóst að ég var i hræðilegri klipu. Ég byrjaði að hrópa á hjálp i gegnum snjógatiö, en innst inni vissi ég að það var bara eyðsla á tima og kröftum. Hver myndi heyra i mér hér utan við veginn? Ég bjóst viö að ég væri ekki langt frá vatninu Temiskamming og ekki langa vegalengd frá bænum New Liske- ard. En ef bifreiöin sást ekki frá veginum, var ég glötuð. Samt sem áður hélt ég áfram að hrópa þangað til nóttin skall á og mér var orðiö mjög kalt. Hjálparlaus Ég velti fyrir mér hvort ég ætti að loka glugganum, til að reyna að halda kuldanum frá, en ákvaö svo að hafa hann opinn, af hræðslu við að hann myndi frjósa fastur um nóttina, þannig að ég gæti ekki opnað hann aftur. Svo fékk ég þá heimskulegu hugmynd að reyna að setja vélina i gang, en þegar ég snerti kveikjulykilinn sagði ég viö sjálfan mig: Ef eitthvað bensin hefur runnið út úr tanknum þárf aðeins litinn neista til að kveikja i bifreiðinni og þá stæði allt i ljósum logum innan sekúndna. Ég hugsaði um flautuna og bifreiðar sem keyrðu framhjá. Ég reyndi að hlusta eftir hljóðum frá veginum en allt var þögult eins og i dauðs manns gröf. Ég þrýsti á flautuna en ekkert skeði. Ég reyndi aftur og aftur en ekkert ^hljóð kom. Ljós var heldur ekkert. Ég gerði mér ljóst að rafhlöðurnar hefðu losnað þegar bifreiðin valt. Nóttin kom, og ég var alveg sannfærð um að ég myndi deyja þessa nótt. Það var hræðilega kalt og það var ekkert teppi I bifreiðinni. Ég var bara með kápu, og tókst að komast i hana og hreiðraöi svo um mig i sætinu. Stundum blundaði ég stutta stund i einu. Annars lá ég og vonaðist til að birti sem fyrst og að hjálp bær- ist. Meðan ég lá svona, varð mér ljóst hve heimskulega ég hafði farið að ráði minu. Enginn vissi að ég hafði verið á ferð á þessum slóðum, þvi ég hafði ekki sagt neinum frá þvi. Jafnvel þó að dóttir min hringdi heim til min, og fengi ekkert svar, myndi hún bara halda að ég hefði farið og heimsótt kunningja. Ég var búin að vera og ég vissi það. Haltu þér vakandi! Grátt dagsljósiö skein inn um hálfopinn gluggann þegar ég vaknaði. Eg byrjaði að hrópa á hjálp aftur, jafnvel þótt ég vissi að það væri þýðingarlaust. Ég þreifaði I kringum mig og fann tvo pakka, i öðrum þeirra voru saltmöndlur og i hinum niðursuðudós meö kjöti. Ég borð- aði og siöan byrjaði ég að hrópa á hjálp aftur. Ég reyndi að dreifa huganum með þvi að hugsa um lif mitt fram að þessu. Ég er 48 ára gömul og hafði veriö gift i 28 ár þegar maðurinn minn dó. Dóttir min var 26 ára og ég átti tvö barnabörn, Roland 6 ára og Silviu 3ára. Myndiég nokkurntiman sjá þau aftur? Hvernig á ég aö geta sagt frá þvi hve lengi þessi sunnudagur var að liða? Ég blundaði alltaf af og til en barðist þó við svefninn þvi ég var hrædd um að ég myndi ekki vakna ef ég sofnaði fast. Þannig leið dagurinn, ég reyndi að halda mér vakandi og varð sifellt máttfarnari. Ég sofnaði samt viö og við alla nóttina, og freistingin var mikil að leggjast bara niður, gleyma öllu og steinsofna. Þegar ég var vakandi, hreyfði ég bæði hendur og fætur til að halda blóðrásinni gangandi, jafnvel þótt hver hreyfing væri mikill sársauki fyrir mig. Það leið langur timi þar til lýsa tók af degi, en þá byrjaði ég að hugsa. t fyrsta skipti á ævinni fór ég að biðja guð. Ég skammaðist min fyrir að þurfa að viðurkenna að ég hafði aldrei haft neitt álit, hvorkiá prestum né mátti bænar- innar. En ég held, að þegar aö þvi kemur að manneskja stendur augliti til auglitis við dauðann sé enginn efi til. Ég bað guð að hjálpa mér, að bjarga mér. Ég bað bæði innilega og lengi og eftir á létti mér mikið og mér leið miklu betur. Strákar, það er einhver i bílnum Augun i mér voru farin að vera mjög sljó, en ég leit á arm- bandsúrið sem ég haföi séð um að væri upptrekkt allan timann. Klukkan var fjögur og ég reyndi að gera mér grein fyrir hvort væri sunnudagur eða mánudagur. Aö síðustu komst ég á þá skoðun að það væri mánudagur. Einnig reyndi ég að reikna út hve lengi ég hefði verið innilokuð i bif- reiðinni og fann út að þaö hlyti að vera um tveir sólarhringar. Og þá, þegarég var að hugsa um hve langan tima það tæki manneskju að deyja við svona kringum- stæður, heyrði ég raddir, eða hélt reyndar að ég heyrði raddir. Ég reyndi að hrópa eins hátt og kraftar minir leyföu: Hjálp, ó, verið svo góð að hjálpa mér. Þá heyrði ég rödd segja: Guö minn góður, það er einhver i bilnum, Hæ, strákar, það er einhver i biln- um. Ég var of máttfarin og dofin til að geta gert mér grein fyrir hvað svo gerðist, en seinna fékk ég aö vita að fjórir ungir piltar og ein stúlka höfðu verið i skiðaferö. Unga stúlkan hafði séð eitthvað glitra i snjónum þar sem sólin speglaðist i einhverjum hlut og fór að athuga málið nánar. Þá sá hún að þetta var bifreið og hrópaði á vini sina. Þau komu mér út úr bifreiðinni, báru mig varlega að station-bif- reið sinni þar rétt hjá og óku mér siöan á sjúkrahús, þar sem lækn- ar tóku mig án tafar til meðhöndl- unar. Björgunin Þrem dögum seinna var ég send á sjúkrahúsið i North Bay, en þar þurfti ég ekki að dvelja lengi. Jafnvel þó ég hefði slasazt nokkuð, var ástand mitt ekki alvarlegt. Dóttir min fékk skilaboð um hvað hafði komið fyrir og hún ásamt manni sinum kom til North Bay. Auðvitaö skammaði hún mig fyrir að vera svona heimsk og óforsjál aö leggja upp i ferð sem þessa. Ég hlustaði á hana án þess aö segja orð, þvi ég vissi að'ég haföi verið óvenjulega heimsk. Ef það hefði ekki skiniö litill sólargeisli á þann hluta bilsins sem upp úr sjónum stóð, þá væri ég alls ekki til taks nú að segja þessa sögu. Ég hefði engum getaö sagt, aö þegar ég hafði gert mér grein fyrir að ég myndi deyja, hafði ég beöið mina siöustu bæn......(Þýð.GB) Ég var ein af þessum konum, sem allt þóttist vita betur en allir aðrir. Ég ókvað að fara í óvænta heimsókn til dóttur minnar dn þess að Idta nokkurn vita. Afleiðingarnar urðu allt aðrar en ég hefði getað ímyndað mér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.