Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 15
Föstudagur 29. nóvember 1974. TÍMINN 15 Dagbjört S. Höskuldsdóttir, Stykkishólmi: AAegindherzla verði lögð d mdlefni landsbyggðarinnar Dagbjört S. Höskuldsdóttir frá Stykkishólmi var nú i fyrsta sinn meðal fulltrúa á flokksþingi Framsóknarflokksins, þvi 16. I röðinni. SUF-siðan spurði hana fyrst um helztu hagsmunamái hennar byggðarlags og um stefnu flokksins I þeim málum. — Uppbygging Stykkishólms undanfarin ár hefur verið mikil, en ýmislegt skortir þó á. Húsnæðisvandamál eru mikil og varanleg gatnagerð er mjög skammt á veg komin. Er það I rauninni algerlega ofviða litlum sveitarfélögum á borð við Stykkishólm, að standa straum af verulegum framkvæmdum þar aö lútandi. Okkur vantar einnig sárlega skólahúsnæði og til hótels, sem er nú I byggingu, vantar mikið fjármagn. Við finnum það, fólkið sem býr úti á landsbyggðinni, hversu af- drifarik byggðastefna Fram- sóknarflokksins hefur verið og hverju hún hefur til leiðar komið. Flokkurinn hefur ávallt lagt meg- ináherzlu á dreifbýlismálin og tel ég aö svo eigi að vera áfram. — Hvað finnst þér um myndun núverandi rikisstjórnar? — Þvi er ekki að neita að sú stjórnarmyndun, sem nú er nýaf- staöin, olli mér miklum vonbrigð- um. Ég var og er mjög fylgjandi vinstra samstarfi og þykir mér miður að ekki náðist samstaða um það. — Hvað með önnur mál svo sem efnahagsmálin, varnarmálin og landhelgismálin? — Ég tel það vera aðalverkefni núverandi rikisstjórnar að leysa efnahagsmálin á farsælan hátt og ég treysti forystumönnum okkar fyllilega til þess að sjá um að það veröi gert i anda framsóknar- stefnunnar. Þróunin i varnarmálunum hef- ur ekki verið nægilega hagstæð og verður flokkurinn að taka gleggri afstöðu til þeirra mála. Miklu skiptir fyrir þorpin á Snæfellsnesi þróunin i landhelgis- og friðunarmálum. Ekki kemur til greina að semja við V-Þjóð- verja þannig að frystiskip komi inn i þá mynd. Ég tel það mjög umhugsunarvert, hvort við eigum yfirleitt nokkuð við þá að tala. — Hvað viltu segja um flokks- þingið sem slikt og hvaða mál voru þar efst á baugi að þinu áliti? — Ég hef það á tilfinningunni aðstörfþingsins hafi gengið mjög vel, en hef að visu engan saman- burð, þar sem þetta er fyrsta flokksþingið sem ég sit. Mörg merk mál hafa verið rædd og af- greidd, en mestar umræður held ég að hafi orðið um úrslit alþingiskosninganna, orsakir þeirra og afleiðingar og hvernig flokkurinn brást við þeim. Ennfremur var mikið rætt um lagabreytingar og varnarmálin eru mjög ofarlega i hugum manna, að ógleymdum byggða- málunum. — hs — Sigmar Hjelm, Eskifirði: Orkumálin eru brýnasta hagsmunamál Austfirðinga SUF-siðan átti viðtal við Sigmar Hjelm frá Eskifirði, meðan 16. flokksþing Framsóknarflokksins stóð yfir, en þar var hann einn fulltrúa. Er þetta þriðja flokks- þingið sem Sigmar tekur þátt I og starfaði hann m.a. i atvinnu- og samgöngumálanefnd. — Hver eru brýnustu hags- munamál þins byggðarlags, Sig- mar, sem þú telur að Fram- sóknarflokkurinn eigi að vinna að? — Meðal brýnustu hagsmuna- mála mins byggðarlags og kjör- dæmisins i heild tel ég vera áframhald uppbyggingu sjávar- útvegsins og stórbætt aðstaða starfsfólks hans, og á ég þá einnig við byggingu húsnæðis fyrir það fólk, sem þennan atvinnuveg stunda. Mjög áriðandi er enn- fremur að tryggja atvinnutækj- um útvegsins, svo sem loðnu- bræðslum og hraðfrystihúsum, næga raforku, sem og öðrum iðnaði og er það raunar megin vandamáliö i dag. Fyrirsjáanleg er stóraukin upphitun ibúðarhúsa með raf- orku, og verður að tryggja'að hún sé tiltæk, en raforkuþörf okkar Austfirðinga verður bezt leyst með auknum vatnsvirkjunum. Ljúka þarf virkjun Lagarfoss sem allra fyrst með viðeigandi vatnsmiðlun, þvi að án hennar verður virkjunin trúlega að ann- arri Laxárvirkjun, þ.e. með hálf- um afköstum. Ráðast verðu I virkjun Bessastaðaár hið allra fyrsta og þegar þessar tvær virkjanir, að viðbættri Grimsár virkjun, verða orðnar að veru- leika, verður að telja orkumál Austfirðinga i sæmilegu horfi, a.m.k. fyrst um sinn. Sem brýn hagsmunamál byggðanna á Austurlandi má auk orkumálanna telja varanlega gatnagerð, auknar byggingar leiguhúsnæðis, bætta hafnarað- stöðu o.fl o.fl. Verkefni sveitar- félaganna eru svo til óþrjótandi og mörg þeirra illleysanleg, nema auknar tekjur komi til, — ný eða breytt tekjustofnalög, auk- in lán og aukin þátttaka rikis- sjóðs. — Hvað vilt þú segja um stjórn- málaástandið I dag, t.d. myndun rikisstjórnarinnar, varnarmálin og landhelgismálin, svo eitthvað sé nefnt? — Það var áreiðanlega flestum framsóknarmönnum töluvert áfall, þegar ljóst var að ekki tókst að mynda nýja vinstri stjórn und- ir forystu Ölafs Jóhannessonar. Einkanlega var það okkur dreif- býlisfólkinu mikið áfall, þvi að landsbyggðinni reyndist vinstri stjórnin næstum ómetanleg. Þeg- ar þessi mál eru hugleidd, skyldu menn hins vegar minnast þess hráskinnsleiks, sem Alþýðuflokk- urinn og Alþýðubandalagið léku i umræðunum um myndun nýrrar vinstri stjórnar. Varðandi þá endurskoðun, sem fram hefur farið á hluta varnar- samningsins, tel ég að of skammt hafi verið gengið i breytingum á stöðu varnarliðsins hér á landi, en benda má á þau orð utanrikisráð- herra, Einars Agústssonar, að varnarsamningurinn sé I stöðugri endurskoðun og vonandi má vænta frekari breytinga á þessu vandamáli innan skamms, en bezt væri að losna algjörlega við þetta þrætuepli. Stefna ber að útfærslu fisk- veiðilögsögunnar i 200 mílur strax á næsta ári og að island ráði eitt yfir þvi hafsvæði. Ég tel að stefna Framsóknarflokksins I samn- ingamálunum við V-Þjóðverja sé rétt, og ekki beri að hleypa verk- smiðju- eða frystitogurum inn fyrir 50-milurnar. — Hvað finnst þér um störf flokksþingsins? — Störf flokksþingsins tel ég einkennast af þeirri staðreynd, að kosningar hafa nýlega farið fram. Samþykktir flokksþingsins eru þvi fremur miðaðar við það að vera leiðbeinandi fyrir ráðherra og þingmenn flokksins i störfum þeirra á kjörtlmabilinu, heldur en að vera einhvers konar áróðurs- plagg I kosningabaráttu. Það er mjög athyglisvert og ánægjulegt, hve kvenfólk og ungt fólk tekur mikinn þátt I störfum þessa þings og viröist það benda til aukins áhuga þessara aðila á þjóðmálum. Lofar þessi þróun mjög góðu fyrir Framsóknar- flokkinn og vil ég vona að fram- hald verði á. —hs— FYLGT ÚR HLAÐI SUF-siðan kemur nú fyrir augu lesenda Timans eftir nokkurt hlé. Verða hér á siðunni rædd málefni Sambands ungra framsóknar- manna og aðildarfélaga þess út um allt land. Sagt verður frá starfi ungra framsóknarmanna ogskoöunum þeirra á þjóðmálum og flokksmáium, svo eitthvað sé nefnt, en jafnframt reynt að setja siðunni ekki of þröngar skorður. Aðstandendur siðunnar vilja hér með hvetja alla unga framsóknarmenn til að senda henni efni og láta óspart i ljósi skoðanir sinar á t.d. félagsmálun- um, hagsmunamálum sinna byggöarlaga eða starfshópa, auk þess sem ábendingar um efnisval væru vel þegnar. Efnið má annaðhvort senda umsjónarmanni siðunnar, Her- manni Sveinbjörnssyni, Vallar- tröð 4, Kópavogi, eða á ritstjórn Timans, merkt SUF-siðunni. Auk Hermanns, sem s.l. ár starfaði sem blaðamaður við Timann, munu þeir Ingvar Björnssonfrá Hafnarfiröi og Pét- ur Einarsson, Kópavogi, sem báðir eiga sæti i framkvæmda- stjórn SUF, leggja siðunni til efni. Slðast en ekki sizt er allt mögu- legt efni, frá ungu framsóknar- fólki um allt land, ákaflega vel þegið, eins og áður sagði. Reynt verður að koma siðunni út að minnsta kosti hálfs- mánaðarlega ef til vill oftar. SUF-siðan tók nokkur stutt viðtöl við fulltrúa Ungra framsóknar- manna á 16. flokksþingi Framsóknarflokksins sem nýlega er afstaðið, og eru tvö þau fyrstu hér að ofan. Forysta í byggðamálum Á nýafstöðnu flokksþingi Framsóknarflokks- ins var áréttuð og itarlegar útfærð byggða- stefna flokksins. Framsóknarflokkurinn hefur haft forystu i byggðamálum og mun hafa hana áfram. Það sannfærast allir um, sem kynnt hafa sér samþykktir siðasta flokksþings um byggðamál. Samband Ungra Framsóknar- manna lagði mikla vinnu i gerð ályktunar um byggðamál og sú ályktun hefur nú i öllum at- riðum verið tekin upp i ályktun flokksþingsins. Ágreiningsatriði hefur alltaf verið, hve hátt framlag ætti að vera i byggðasjóð. Á þessu flokksþingi var samþykkt að framlagið skyldi vera — hið minnsta — 2% af útgjöldum rikis- ins. Það er vissulega spor i framfaraátt. Ánægjulegt er til þess að vita, að aðrir stjórn- málaflokkar leggja nú nokkra áherzlu á byggðastefnu og hefði mátt vera ivið fyrr. Ekki eru mörg ár siðan að viðkvæðið var ,,Hafið þið komið á Hornstrandir” þegar rætt var um nauðsyn þess að halda landinu öllu i byggð. Nú vilja allir Lilju kveðið hafa. Herseta Það urðu ungum framsóknarmönnum mikil vonbrigði að ekki var gengið frá hermálinu á viðunandi hátt i tið vinstri stjórnarinnar. Ekki verður gengið framhjá þeirri staðreynd að þingstyrkur var ekki fyrir hendi til þess að segja upp varnarsamningnum við Bandarikin. Þar var um að ræða nokkra þingmenn Fram- sóknarflokksins, sem réði þó ekki mestu, heldur afstaða þingmann Samtaka Frjáls- lyndra og Vinstrimanna, vingulsháttur Alþýðuflokksins og siðast en ekki sizt viljaleysi Alþýðubandalagsins. Nú er ljóst að um þing- styrk er ekki að ræða til þess að framfylgja stefnu Framsóknarflokksins. Flokksþingið staðfesti að Framsóknarflokk- urinn hefur i engu breytt um stefnu gagnvart hersetu Bandarikjamannaoglagði áherzlu áað dregið yrði á allan hátt úr áhrifum herliðsins og það einangrað frá þjóðlifinu. Flokksþingið varaði við þeirri hættu, sem hugarfari og þjóð- erniskennd íslendinga stafar af dvöl hins er- lenda hers. Undir þetta geta allir ungir fram- sóknarmenn tekið. Samt verður að gæta þess að sofna ekki á verðinum og hafa markmiðið i huga, sem er herlaust Island. Lokun hersjónvarpsins var gott mál, sem ber að þakka. Varúðar verður hins vegar að gæta við framkvæmd nýgerðra samninga við Bandarikjamenn. Þessar framkvæmdir, sem allt útlit er fyrir að verði geysimiklar, verða að vera hægar og rugla sem minnst islenzkt efnahagslif. Ungir framsóknarmenn eru ekki ánægðir með framvindu hermálsins, en biða átektar. PE & 'r: t fá í t,' $ % Tannlæknar Óskunt að ráða til starfa 3-4 tannlækna við skóla- tannlækningar borgarinnar, hálfan eöa allan daginn. Upplýsingar um starfið veitir yfirskólatannlæknir. Skriflegar umsóknir meö upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar til yfirskólatannlæknis eigi siðar en 13. desember n.k. „ m i\r' Heilsuverndarstöð Reykjavikur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.