Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 10
10 TÍMINN Föstudagur 29. nóvember 1974. SAMSTÆÐUR ÞEIR munu vera fáir kannast við Marks tækið og vörumerkið St. Islendingarnir, sem ekki & Spencer - fyrir- Michael, og fjölmargir hafa verzlað í búðum þeirra í Glasgow og London, eða annars staðar í Bretlandi. Það eru margar vörutegundir seldar undir St. Michael- merkinu, en flestir setja það nú í samband við fatn- að hér á landi, enda eru Marks & Spencer víðf rægir fyrir úrval og gæði þess fatnaðar sem þeir selja en gæðaeftirlit þeirra er mjög strangt. Á seinni árum hafa þeir opnað sölubúðir i mörgum löndum, en annars staðar hafa þeir falið heimamönnum söludreifinguna, eins og t.d. i Noregi, þar sem St. Michael-vörurnar eru aðeins seldar i kaupfélagsbúðunum. Hér á íslandi er sama fyrir- komulagið, umboðið er i höndum Sambands íslenzkra samvinnu- félaga og vörurnar aðeins seldar i verzlun þess, Gefjun i Austur- stræti, og hjá kaupfélögunum um land allt. Við höfum haft fregnir af þvi, að Marks & Spencer væru með nýjungar á ferðinni og inntum Gisla Theódórsson, aðstfrkvst. innflutningsdeildar Sambands- ins, eftir þvi, i hverju þær væru fólgnar. Hann sagði, að það væri rétt, að nú fyrir skömmu heföi komið á markaðinn hjá Marks & Spencer- fatnaður fyrir kvenfólk, sem þeir kölluðu ,,Co-ordinates” og sem viö getum kallað sam- stæður, en það eru nokkrar flikur I 5 aðallitum, er nota má saman eða sitt á hvaö. Þetta gerir kvenþjóðinni auðvelt að velja fallegan og smekklegan klæðnað i völdum litasamsetningum. Hér er um að ræða 6 flikur þ.e. sjalkraga golftreyjur, vesti með kaðlaprjóni, einlitar, köflóttar og röndóttar blússur, og áprentaða, prjónaða, blússu, pils, alfóðruð, einlitog mynztruð, smáköflótt og stórköflótt I tveim siddum, lang- erma peysur með v-hálsmáli og loks siðbuxur einlitar og smá- köflóttar. Úrval af þessum ,,co- ordinates” eða samstæðum er nú komið til landsins, og er verið að dreifa þvi i kaupfélagsverzlanir- nar þessa dagana. bessum vörum hefur verið svo vel tekið i Bretlandi, að Marks & Spencer hefur sett þar á markaöinn fimm sett af barna-samstæðum, og er nú i athugun, hvort hagkvæmt þykir að flytja þær inn hingað Marks & Spencer hafa ávallt langt áherzlu á aö bjóða vandaðan og smekklegan fatnað á verði, sem er flestum viöráðan- legt og hvorki er mjög dýrt né mjög ódýrt, eða með öðrum orðum fatnaður fyrir fjöldann. s.r Nýjungar frá Marks og Spencer —HTIR Ljóðin, sem við biðum eftir Guðmundur Böðvarsson: LJÓÐASAFN I 208 bu. Hörpuútgáfan ÞAÐ ÞÓTTU mörgum harla góö tiðindi, aö von væri á áður óbirtum ljóðum Guömundar Böövarssonar I þeirri heildarút- gáfu verka hans, sem hófst með safni óbundins máls fyrir fáum árum. Nú er fjórða bindi þessa verks komið út. Það flytur æskuljóð Guömundar og tvær elztu ljóðabækur hans að auki, Kyssti mig sól og Hin hvitu skip. Ljóðæska heitir fyrsti hluti þessa bindis. Þar eru þau kvæði, sem ekki höfðu áður komið fyrir almennings sjónir. bað voru þau, sem gamlir og nýir aðdá- endur Guðmundar Böðvarsson- ar höfðu hlakkaö til að sjá, og það er mála sannast, að fáir munu verða fyrir vonbrigðum við lesturinn. 1 ágætum formálsoröum, sem Guömundur lét fylgja þessari bók (hann skrifaði þau tæpum mánuði áöur en hann lézt), leitast hann við að svara þeirri spurningu, hvers vegna hann hafi ekki birt þessi ljóö fyrr en nú. Skýring hans er helzt sú, að honum hafi þótt kvæðin helzt til lik hvert öðru og auk þess óþarf- lega lik þvi, sem hann var áður búinn aö bera á borö I öörum ljóöabókum. Þetta sjónarmiö er fullkom- lega eðlilegt af höfundarins hálfu. En viö, sem lesum þessi ljóð núna, munum flest fremur telja þetta kost en galla. Sá Guðmundur Böðvarsson sem við mætum I æskuljóðum hans, er hinn sami, sem við höfðum áður kynnzt i þeim kvæðum, sem hann orti siðar á ævinni. Listrænn, einlægur og alltaf sjálfum sér samkvæmur. Það verður ekki séö, að hann hafi þurft að striða við nein persónu- leg eða listræn „unglinga- vandamál” I upphafi skáldferils sins. Hér er- kvæöi sem heitir Litli-Brúnn. Það byrjar svona: Húmið hljómar. Hjartans strengir taka undir, óma, óma undir fáks mlns hófum sléttar grundir, og I fang mér fellur faxins mjúki dúnn, liöur eins og léttur vindur Litli-Brúnn. Litli-Brúnn var afburða gæð- ingur, sem Guðmundur Böðvarsson átti lengi. Leiðir þeirra lágu saman, þegar Guð- mundur var sautján ára, en Brúnn fimm vetra. Siðan voru þeir vinir og félagar i tvo tugi ára og einu betur. Féll þá Brúnn, 26 vetra aö aldri, en Guðmundur tekinn fast aö nálg- ast fertugt. Það þarf ekki alltaf svo langan tima til þess að náin vinátta takist á milli tveggja snillinga, þótt annar gangi á tveim fótum en hinn á fjórum, og svo mikiö er vist, að Litli-Brúnn er viðar á ferð i ljóö- um Guðmundar Böövarssonar en flestir ætla. Þeir hafa áreið- anlega verið á ferö saman, þeg- ar Guðmuridur orti sitt dýrlega Heiðaljóö, (Kyssti mig sól, 1936). Hesturinn minn brúni, stigðu hægt og létt yfir þessa gleymdu og grýttu troðninga.. Við skulum ekki vekja það, sem vel er að sofi.... Hesturinn minn brúni, stigöu hægt og létt, emðan lágnættið grúfir yfir lyngheiöum. Það var Litli-Brúnn, sem Sigurður Nordal sagöi um hin frægu orð, eftir aö hafa riðið honum spottakorn: „Mikið er þaö misjafnt, hvernig skepnan stigur fótum sinum til jarðar- innar.” En allir dagar eiga,kvöld, og Litli-Brúnn féll, eins og fyrr segir. Og kvæðið um hann, sem birtist nú hér I fyrsta sinn, end- ar svona: Enn rekst ég á litinn dreng sem er hryggur I hjarta, og hylur sitt andlit i faxinu svarta i siðsta sinn. — Það er einkamál hvers hvað hugurinn er aö sýsla, en ég heyri hann stundum vola i svefni og hvisla: Litli-Brúnn, leikbróðir minn. Þess skal getið, að niðurlagið, sem hér er vitnað til, er ort mörgum árum siðar en aöal- kvæðið. En það er viðar en i kvæðinu um Litla-Brún, sem við mætum þvi skáldi, er viö áður þekktum, og aldrei brást okkur, hvernig sem viðraði i veröldinni. 1 þess- um æskuljóðum finnum við lika blessaða gamansemina, sem síðar átti eftir að bera svo riku- legan ávöxt i Saltkornum Guð- mundar Böðvarssonar. Hann segist um skeið hafa haft gaman af þvi að lesa Gamla testa- mentið og yrkja Bibliuljóð, þótt ekki verði sagt, að af þvi hafi flotið gott guðsorð. Hér er eitt sýnishorn þeirra yrkinga: Og Jakob var aö tuldra, er féð hann rak á fjall — og fæst af þvi hans eigið—: Mikið andskoti er hann Laban gamli leiðinlegur kall, og Lea rauðeygö, greyið. Tvö kvæði þessarar tegundar eru i bókinni og höfundur tekur fram, að öllum hinum, sem eins var ástatt um, hafi verið komið fyrir kattarnef. Það sýnir gætni og samvizkusemi Guðmundar Böðvarssonar, en ekki er vist að allir lesendur hans kunni honum neinar þakkir fyrir tiltækið. Orð úr svefni er merkilegt kvæði. Ekki aðeins vegna efnis sins og forms, sem hvort tveggja myndi endast þvi til langlifis, heldur og vegna hins, að höfundinn dreymdi það. Hann gekk alltaf framhjá þvi, þegar hann valdi ljóð i bækur sinar, af þvi að honum fannst hann varla ábyrgur fyrir þvi, eins og þaö var undir komið. Slikter sizt að undra. Við eigum vist oft nógu erfitt með að skýra hvaðan þær hugsanir koma, sem á okkur leita I vökunni, hvað þá þegar innblásturinn sækir skáld heim I svefni. Mörg fleiri ljóð mætti nefna, svo sem Frændi, Haustvindur, Hauskúpan, Tæring og brotin úr Riddaraljóðum. Moldarkofinn hefur sennilega verið ortur til þess að þylja hann yfir myrk- fælnum unglingum i dimmu, og þótt höfundur þess segi kvæðiö minna helzt til mikiö á Hrafninn eftir Poe, þá held ég nú að einhver hefði ekki kippt sér upp viö þá likingu. Sjálfsagt eru þessi æskuljóð Guðmundar Böðvarssonar yfirleitt heldur ósjálfstæðari skáldskapur en það sem hann orti siðar, — en hver hneykslast á þvi? Guðmundur Böövarsson Sá hluti þessarar bókar, sem geymir áður óbirt kvæði Guðmundar Böðvarssonar, heitir, eins og áður segir, Ljóðæska. Ég er alveg sammála höfundinum um að nafnið sé „með grunsamlega miklu sætu- bragði.” Þó er óvist, hvort annað nafn heföi hæft betur. Þetta hefur þó að minnsta kosti það fram yfir mörg önnur nöfn, sem hugsanlega hefði mátt nota, að það veitir rétta hugmynd um, hvað þarna er á ferðinni: Þetta eru æskuljóð. En það er fleira en æskuljóð Guðmundar Böðvarssonar, sem ekki hefur komizt á bækur, þótt birt hafi verið annars staðar. Ég leyfi mér að vekja aftur athygli á Sigurðarkvæði, sem ég hef minnzt á áður i grein um skáld- skap Guðmundar Þessi ljóðperla birtist I fyrsta hefti Timarits Máls og menningar 1971, en siðasta ljóðabók Guð- mundar haföi komið út 1969. An efa eru fleiri kvæöi eftir hann i felum i blöðum og timaritum, þótt hér verði ekki meira um það rætt. Megum við ekki eiga von á þessum ljóðum i siðasta bindi kvæðasafnsins? Enn er þess ógetið, aö Sverrir Hólmarsson skrifar ritgerð um Guðmund Böðvarsson og skáld- skap hans, þar sem getið er ævi- atriða skáldsins, bækur frá þess hendi taldar upp og mörg dæmi tekin úr ljóðunum. Þessi ritgerð er að sjálfsögðu i upphafi bókar. Um útgáfuna er það helzt að segja, að frágangur er smekk- legur og látlaus, en pappirinn finnst mér tæplega nógu góður. Hörpuútgáfan á Akranesi á þakkir skildar fyrir þetta mynd- arlega framtak. Bækur Guð- mundar Böðvarssonar hafa allt- af verið islenzkum ljóðavinum kærkomnar, og ekki slzt nú, þegar viö vitum, aö skáldið hefur ort sitt siðasta ljóð og er ekki lengur á meðal vor. — VS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.