Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 7
Föstudagur 29. nóvember 1974. TÍMINN 7 Eins og sjá má á þessari mynd, fer lltiö fyrir gjaldmælinum Islenzka, og sjá farþegar greinilega, hve há upphæ&in er aö lokinni ökuferö. Rafeindagjaldmælar fyrir leigubifreiðar gébé—Reykjavik — Allsienzkir rafeindagjaldmælar fyrir leigu- bifreiöar hafa nú veriö hannaöir hjá fyrirtækinu Iöntækni hf. Mælarnir eru Islenzk uppfinn- ing, og hefur öll þróun þeirra fariö fram hérlendis. Höfundar gjaldmæla þessara eru þeir Gunnlaugur Jósefsson og Jón Sveinsson, sem sáu um forhönnun mælanna, Finnur Guömundsson, sem sá um smiöi þeirra og þróun, og svo Steinn Siguröarson, sem sá um útlits- teikningu. Allir vinna þeir hjá iöntækni hf., nema Steinn Sigurösson. Fyrirtækiö Iöntækni hf. er ekki gamalt, aðeins eru um þrjú og hálft ár siðan þaö tók til starfa. Hjá þvi vinna nú um tiu manns, en nú mun I ráöi aö fjölga starfsfólki. Gjaldmælarnir hafa þegar verið settir i fimm leigubila, til reynslu, en i allt munu veröa settir tuttugu mælar i leigubila i Reykjavik, Hafnarfirði og i Keflavik. Þó munu gömlu mæl- arnir veröa áfram i bif- reiðunum, næstu 4-6 mánuöina, á meöan reynsla er aö komast á nýju gjaldmælana, svo aö hægt veröi aö bera saman veröið. Fylgzt verður reglulega með mælunum og breytingar gerðar, ef þurfa þykir. Aö þessum tima loknum mun fjöldaframleiösla geta hafizt. Fjórir taxtar eru á hinum nýja mæli, 1. dagtaxti, 2. nætur- taxti, 3. hátiöataxti og 4. utan- bæjartaxti. Mælarnir erulitlirog fallegir útlits, og auðvelt er aö koma þeim fyrir i hvaöa bifreiö sem er. Gerö;þessa gjaldmælis hefur staöið yfir i 18 mánuöi. Hann var fyrst settur i bifreið hjá Iöntækni hf. i desember 1973. Fór samtimis fram prófun á þeim mæli og þróun og undir- búningur á framleiðslu fyrstu mælanna til isetningar I leigu- bíla. Til framleiöslu á mælinum, og fleiri tækjum, hefur Iöntækni hf. keypt fimm samsetningar- vélar, og hefur hver þeirra afkastagetu á viö 18 manns. Vélarnar eru bandariskar af geröinni VERO, og eru aðeins fimm sllkar i notkun i Evrópu. Ekki er nauðsynlegt aö fólk meö tæknimenntun vinni viö vélarnar, og sögðu forráöamenn Iöntækni hf., að i ráði væri aö ráöa fólk, sem unnið gæti á fjögurra tima vöktum, til aö vinna viö samsetningar- vélarnar. Einnig hafa veriö keypt mjög fullkomin rannsókna- og gæöaeftirlitstæki, svo sem tölvuker-fi, er getur prófaö allar einingar mælisins samtimis, og gefið siöan skýrslu um útkom- una. Kæli- og hitaprófunartæki, sem getur prófað mælinn I vinnslu frá -^70 gráður til +200 gráöur á celcius. Til þessa verks hefur veriö variö, auk ofangreindra tækjakaupa, 4,3 milljónum króna, og notaöar hafa veriö um fimm þúsund vinnustundir. Aö sögn leigubifreiðastjóra eru þeir mjög ánægðir meö mæla þessa og vænta mikils af þeim. Blm. og ljósmyndari Timans ferðuðust i einum leigubilnum, sem útbúinn er nýja gjaldmælinum, og kvaöst bifreiöastjórinn vera mjög ánægöur meö hann og hlakka til aö geta losnað við þann gamla. Eftir reynslutimann, 4-6 mán- uði, verða svo yfirvöld að ákveöa, hvort gjaldmælirinn stenzt allar kröfur, og mun þá fjöldaframleiðsla geta hafizt. Um verð á mælunum er ekkert hægt aö segja, fyrr en fjöldaframleiðslan hefst. Iöntækni hf. hefur einkaleyfi á gjaldmælum þessum hér á landi. Finnur Guömundsson sýnir hér, hve auövelt er aö nota gjaidskrár- kennarann svokallaöa til gjaldskrárbreytinga á hinum nýju rafeinda- gjaldmælum. Hér eru þrjár af samsetningarvélunum fimm, og situr einn af starfsmönnum Iöntækni hf. viö eina þeirra. Véiarnar eru bandariskar, og eru aöeins fimm af þessu tagi I notkun I Evrópu. Timamynd: GE r BILAVARA- HLUTIR NOTAÐIR VARAHLUTIR í FLESTAR GERÐIR ELDRI BÍLÁ M.a. Benz sendiferðabil 319 Rússajeppa Austin Gipsy Willys Station BÍLAPARTASALAN Höfðatúni 10, simi 11397. Opið frá kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga. Orðsending frá Pappírsvörum h.f. til viðskiptavina fyrirtækisins Vegna ört vaxandi innheimtuörðugleika, sjáum við okkur ekki annað fært, en að taka upp algjöra staðgreiðslu á vörum okkar frá og með 1. des. 1974, nema um annað hafi verið sérstaklega samið. PPERSVORUR'% Skúlagötu 32 simi 84430 og 84435 PVDTTAVEL Með þessari þvottavél býður Ignis það full komnasta af þvottavélaframleiðslu sinni Þessi þvottavél hefur 16 þvottakerfi, hún er hlaðin ofan frá. veltipottur er úr ryðfriu stáli. algjor lega lokaður. með burðaráslegum bæði að framan og aftan. scm bæði auka endingu og gerir vélina stoðugri í vinnslu Þvottavélin er færanleg á hjólum.með þrefoldu sápuhólfi hægt er að minnka þvottavatnið fyrir 3 kg af taui. Urggur i bleyti. þvær ullarþvott. hægt er að tengja vélina við venjulega Ijósalogn 10 amper HVERS VIROI ER ÞEKKING OG ÞJONUSTA FAGMANNA? VARAHLUTA OG VIÐGERÐAÞJONUSTA RAFÐJAN RAFTORG VESTURGOTU 11 SIMI 19294 V/AUSTURVÖLL SÍMI 26660

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.