Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 16

Tíminn - 29.11.1974, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Föstudagur 29. nóvember 1974. Vörubíla- eigendur Hjólbarðar til afgreiðslu strax Hringið í sölumann okkar í '4-26-00 STÆRÐ VERÐ 900x16/10 13.650 kr, 825x20/12 16.455 kr. 825x20/14 18.635 kr, 1000x20/14 26.105 kr 1000x20/16 27.335 kr 1100x20/14 28.315 kr hjólbarðarnir kosta örugglega minna á ekinn kílómetra TEKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-6 SlMI 42600 KÓPAVOGI AUGLYSIÐ I TIMANUAA Borgarmól Lofts Júliussonar minnzt A borgarstjórnarfundi fimmtu- daginn 21. nóvember sl. hófst fundurinn með þvi að forseti borgarstjórnar ólafur B. Thors, minntist Lofts Júliussonar, skip- stjóra og varaborgarfulltrúa, sem lézt að kveldi 9. nóvember. Vottuðu borgarfulltrúar minningu hins látna virðingu sina með þvi að risa úr sætum. Ein lántakan enn Ein lántakan enn var samþykkt á siðasta borgarstjórnarfundi. Var það fyrir Hitaveitu Reykja- vikur, og er hér um að ræða samning um bráðabirgðalán við First National City Bank að upphæð 1.2 milljónir Bandarikja- dollara. Segir i fundargerð borg- arráðs, sem þegar hafði fjallað um málið, að lán þetta verði endurgreitt, þegar siðari hluti skuldabréfaláns Hitaveitu Reykjavikur, sem tekið hafi verið i Bandarikjunum, verði endur- greitt á næsta ári. ókeypis aðgangur að sundstöðum A siðasta borgarstjórnarfundi var gerð samþykkt, sem heimilar öryrkjum og fötluðu fólki aðgang að sundstöðum borgarinnar, án endurgjalds. Er hér um að ræða fólk með varanlega örorku, fólk, sem þarfnast timabundinnar endurhæfingar og loks fólk, sem er til aðstoðar þeim, sem ekki geta hjálpað sér sjálfir á slikum stöðum. Samþykkt Æskuðlýðsráðs athugað betur A siðasta borgarstjórnarfundi var samþykkt að fresta afgreiðslu samþykktar fyrir Æskulýðsráð Reykjavikur. Taldi Páll Gislason (S) málið ekki nægilega ljóst, m.a. það, að Æskulýðsráð stuðli að æskulýðs- starfi i borginni, en standi ekki aðeins fyrir þvi. Aðventuhelgistund í Neskirkju Sunnudaginn 1. des., sem er fyrsti sunnudagur i jólaföstu gengst Bræðrafélag Neskirkju fyrir aðventuhelgistund i kirkj- unni kl. 5 síðdegis. Er vandað til helgistundarinnar og ætti það að vera nægileg hvatning sérhverjum sem tök hefur á að koma og njóta næðis á helgum stað i upphafi jólaföstu. Tilhögun helgistundarinnar verður á þessa leið: 1. Ávarp 2. Orgelleikur (Reynis Jónas- sonar) 3. Háskólakórinn syngur undir stjórn frú Ruth L. Magnússon. 4. Ræða: Helgi Skúli Kjartans- son 5. Safnaðarsöngur 6. Hugleiðing: Hreggviður Jónsson 7. Háskólakórinn 8. Þakkir og bæn 9. Safnaðarsöngur. Bræðrafélag Neskirkju væntir þess, að Aðventuhelgistundin verði fjölsótt og stuðli þannig á sinn hátt að þvi að undirbúa hug vorn og hjarta fyrir komu helgra jóla. Megi aðventuhelgistundin i Neskirkju verða öllum til bless- unar, sem þangað koma, en Guði til lofs og dýrðar. Stjórnin. Auglýsing um viðbótarritlaun I reglum um viðbótarritlaun, útgefnum af menntamála- ráðuneytinu 11. nóvember 1974 segir svo 1 2. grein: „Úthlutun miðast við ritverk, útgefið eða flutt opinberlega á árinu 1973. Auglýst skal eftir upplýsingum frá höfundum um verk þeirra á þessu tima- bili.” í samræmi við framanritað er hér með auglýst eftir upp- lýsingum frá höfundum eða öðrum aðilum fyrir þeirra hönd um ritverk sem þeir hafa gefið út á árinu 1973. Upplýsingar berist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, eigi siðar en 10. desember, merkt úthlutunarnefnd við- bótarritlauna. Athygli skal vakin á, að úthlutun er bundin þvf skilyrði, að upplýsingar hafi borist. Reykjavik, 27. nóvember 1974. Úthlutunarnefnd. Hvaö er g.t. 9 g.t. er skammstöfun orðanna gagnkvæmt tryggingafélag. Samvinnutryggingar g.t. eru gagnkvæmt tryggingafélag.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.