Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 4

Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 4
4 Þriðjudagur 10. desember 1974. . Slysið hefur aukið völd hans! Flestir héldu að fylkisstjórinn i Alabama, George Wallace myndi hverfa úr stjórnmálun- um eftir aö gerð var tilraun til þess að myrða hann, en hann liföi það af. Tvö ár eru siðan Arthur Bremer gerði tilraun til þess að myrða George Wallace. Honum tókst það ekki — þótt nærri lægi að það tækist. Wallace fékk kúlu I hrygginn, og hefur verið I hjólastól slöan. Flestir heldu þvl aö stjórnmála- ferli hans væri lokið, en það er nú eitthvað annað. Hann er mun sterkari og áhrifameiri á stjórn- málasviðinu nú heldur en hann var fyrir morðtilraunina. Hann hefur sjálfur ekki I hyggju að bjóða sig fram til forseta I kosningunum 1976, en það er hlustað á það, sem hann hefur að segja um val frambjóðanda fyrir demókrataflokkinn fyrir þessar kosningar. Sagt er að Ted Kennedy hafi lagt mikið á sig til þess að vinna hylli Wallace, og Nixon stóð heldur ekki á sama um skoðanir hans, á meðan hann var og hét. — Stjórnmálin eru lif og yndi George Wallace, segir hin 35 ára gamla Cornella, sem er önnur kona fylkisstjórans. Georg fékk aftur löngunina til þess að lifa, þegar hann gerði sér ljóst, að hann gæti haldið áfram að stjórna Alabama, en hann var endurkjörinn fylkisstjóri. Kona hans hefur alltaf reynt að gera allt sem I hennar valdi hefur staðiö til þess aö byggja upp baráttuvilja hans. Hún hefur fengið hann til þess að reyna að þjálfa upp máttlausa fótinn I von um að hann eigi einhvern tima eftir að geta gengið aftur. Á hverjum morgni verður hann að stunda likamsæfingar, sem reyna á allan likamann, og eiga að hjálpa honum mikið. — Pabbi er stórkostlegur, segir George sonur hans. Annars segja nánustu vinir hans, að hann hafði breytzt á einn hátt. Hann er ekki eins harður og hann var áður. Hann er skilningsrikari og bliðlyndari gagnvart náunganum, en hann áður var. Þykir mörgum þetta merkilegt, þvi að hér áður og fyrrvar Wallace hárðsviraðasti og Ihaldsamasti maður i stjórn- málaheimi Bandarikjanna. A myndunum sem fylgja með, sjáið þið Wallace viö æfingar, svo er mynd af honum og Corneliu konu hans, og önnur mynd af Corneliu I ræöustóli. Hún hefur meðal annars barizt fyrir þvi, aö konur i Alabama geti fengið ókeypis krabba- meinsskoðanir eftir þörfum. Að lokum er svo stór mynd af Wallace-fjölskyld,unni, þar sem hún er að koma úr kirkju, en fjölskyldan er mjög kirkjurækin og trúuð. DENNI DÆMALAUSI Mér Hkar ekki hvernig næsta ár leggst I mig.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.