Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 14

Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 14
14 TÍMINN Þriöjudagur 10. desember 1974. einbirni, dóttur efnaðs skipstjóra. Sjálfur var hann eini sonur f oreldra sinna , svo að ekki var að undra, þótt ef nt væri til veizlu, sem lengi skyldi í minnum höfð. Það var um miðjan vetur, þegar f rostið var harðast og fannfergið mest, sem veizlan stóð. Eigi færri en fimm konur höf ðu hrært og hnoðað deig og bakað f rá morgni til kvölds um tveggja vikna skeið. Það voru bökuð rúgbrauð og súrbrauð, svartabrauð og gerbrauð og slík kynstur af sætabrauði að fá varð að láni kökumót og ofnplötur frá öllum betri heimilum í byggðinni. Loks kom röðin að smákökunum og tertunum, og þá var hvorki hörgull á smjöri né eggjum. Það kom i hlut Katrínar að brugga ölið, og hún fyllti fleiri sái af bezta öli heldur en hún haf ði nokkurn tíma áður gert á svo skömmum tíma. Beta hjálpaði henni til þess að bera níðþungan rúginn, sem legið hafði í bleyti i heilan sólarhring, inn í baðhýsið. En þó var það meira af vilja en mætti, því að hún datt hvað eftir annað í skarasnjónum, þegar þær voru að rogast með trogin á milli sín. Þegar að því kom að lyfta þeim upp á trönurnar í baðhýsinu, þar sem dreifa átti rúginum á sótug borðin, setti að henni svo harðar hósta- kviður, að hún lyppaðist niður, þar sem hún stóð og gat enga björg sér veitt. Þá varð Katrín að koma þeim upp ein. „Hvers vegna ferðu ekki heim og hvílir þig? Þú þolir ekki svona þrælavinnu", sagði Katrín. ,,Ég get það ekki", stundi Beta. „Telpunum veitist nógu erf itt aðsjá fyrir sér. Auk þess er bezt, að jálkurinn gangi sér til húðar. — Ég hef þrælað alla mína daga, en litið haft af hvíldum að segja", bætti hún við. ,, Það er bá þess f remur kominn tími til þess, að þú f áir að hvíla þig". „Sei-sei nei, góða mín. Það er orðiðof seint". Það kom einnig i hlut Katrínar og Betu að saf na saman diskum og borðbúnaði víða um byggðina. Þær komu með hverja körfuna af annarri, fullar af dýrindis postulíni, frá Svensson, Norðkvist og Seffer. Beta dróst þyngsla- lega áfram á gödduðum leðurskóm og hóstaði í sífellu. Meðan þessu fór fram útveguðu karlmennirnir fána og reistu vorsúlur beggja megin við garðshliðið. Heima- sæturnar skrýddu stórstofuna, þar sem vígslan átti að fara fram. Brúðurin kom daginn fyrir hjónavígsluna. Það var i febrúar og nístandi f rost, en heiðríkt og fagurt veður. Fólk þyrptist að úr öllum áttum til þess að vera viðstatt komu brúðurinnar. Það stóð í hnapp úti á stétt- inni og horfði í norðurátt og benti og masaði. Krakkar komu æðandi út úr hverju húsi og hlupu með ærslum og látum á móti brúðfylgdinni. „Brúðurin kemur, brúðurin kemur", kvað við úr öllum áttum. Blaktandi fánarnir færðust nær, og brátt sást fyrsta parið uppi á ásbrúninni og síðan hvertaf öðru, unz öll skrúðfylkingin var komin í augsýn. Nú sást einnig fyrsti sleðinn, og á eftir honum fylgdu tveir eða þrír aðrir. ökumennirnir héldu fast í taumana til þess að halda sem mest aftur af viljugum hestunum, svo að allt færi sem virðulegast fram. Aftast í þessari lest voru margir vagnar, hlaðnir heimangerð brúðarinnar. Þeir, sem höfðu undirbúningsstörfin, með höndum, voru komnir á fætur klukkan f jögur brúðkaupsmorgun- inn. Katrín var bæði syf juð og þreytt, er hún skundaði niður í þorpið í fölri morgunskímunni. En hún var því fegin, aðsjálfur hátíðisdgurinn var nú loksins genginn í garð og öllu umstanginu senn lokið. Fyrstu gestirnir komu um hádegisbilið: þeir voru flestir langt að. Frá Álandi komu tólf sleðar með ættingja brúðarinnar og brúðgumans. Þeir komu tveir eða þrír saman og óku á fleygiferð með klingjandi bjöllum neðan frá Bátvíkinni gegnum þorpið. Þegar komumenn höfðu varpað af sér loðfeldum og ábreiðum, tóku einhverjir heimamanna, er til þess höfðu verið settir, við hestunum. öll byggðin var í uppnámi, og hvert einasta bændabýli var eins og gistihús. Næst kom fólk úr skerjagarðinum. Eirksson átti skyldmenni meðal fiskimannanna, er bjuggu á yztu eyj- unum. Þetta fólk hafði ferðazt langvegu með ísbátum og á spyrnisleðum, því að á þeim slóðum var f átt um hesta. Þessir skerjagarðsbúar höfðu fataskipti áður en þeir gengu til veizlunnar, því að þeir höfðu orðið að vera í þykkum vaðmálsjökkum og skinnvestum og selskinns stígvélum á leiðinni til þess að halda á sér hita. En það voru ekki brúðkaupsklæði. Kvenfólkið hafði síðkögruð sjöl yf ir höf ðinu og öxlunum og hnýtti að um mittið. Allir voru glaðir og hressilegir í f ramgöngu, og því f leiri sem tóku land, því meiri varð glaðværðin kringum rauðmálað húsið. Bændurnir á Álandi voru spaklátir og gefnir fyrir að ræða um jarðyrkju og búsýslu. Skerjagarðsbúarnir voru á hinn bóginn glettnir og grobbnir. Gamlir fiskikarlar hlógu í hrímhvítt skeggið, svo að hver hrukkan sat við aðra á veðurbitnum andlitum þeirra. Þeir vörpuðu glað- lega kveðju á hvern mann og höfðu alls konar gemsyrði á KVELt G E I R I D R E K I K U B B U R Llongo-folkið veit aö hin ótrúlega heppni þeirra er 7T engin tilviljun i l 1 Þeir trúa að þetta sé allt að bakka átrúnaðar goði þeirra, gamla gim steina-dýrinu.. ÞRIÐJUDAGUR 10. desember 7.00 Morgunútvarp. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Vettvangur, — g.þáttur. Sigmar B. Hauksson fjallar um hugtakið „að vera út- undan” og talar við Gunnar Arnason sálfræðing þar um. 15.00 Miðdegistónleikar: tslenzk tónlist. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.40 Litli barnatiminn Anna Brynjúlfsdóttir stjórnar. 17.00 Lagið mitt Berglind Bjarnadóttir stjórnar óska- lagaþætti fyrir börn undir tólf ára aldri. 17.30 Framburðarkennsla i spænsku og þýzku 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.40 Svipleiftur úr sögu Tyrkjans. Sverrir Kristjánsson sagnfræðingur flytur fjórða erindi sitt: Dýrö og hrörnum Osmana. 20.05 Lög unga fólksins. Dóra Ingvadóttir kynnir. 20.50 Að skoða og skilgreina. Björn Þorsteinsson sér um þátt fyrir unglinga. 21.20 Myndlistarþáttur I umsjá Magnúsar Tómas- sonar. 21.50 Tónleikakynning. Gunnar Guðmundsson segir frá tónleikum Sinfóniu- hljómsveitar Islands i vik- unni. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir Kvöldsag- an: „í verum”, sjálfsævi- saga Theódórs Friðriksson- ar. Gils Guðmundsson les (11). 22.35 Harmonikulög Grettir Björnsson leikur. 23.00 A hljóðbergi Útvarps- dagskráin, sem olli skelf- ingu um öll Bandarikin: „Innrásin frá Mars” eftir H.G. Wells, í leikgerð Howards Kochs og Orsons. Óstytt hljóðritun frumflutn- ings um útvarpsstöðvar Columbia Broadcasting System 30. október 1938: fyrri hluti. 23.40 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. ÞRIÐJUDAGUR 10. desember 1974 20.00 Fréttir og veöur 20.30 Dagskrárkynning og auglýsingar. 20.40 Hjónaefnin. ítölsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Alessandro Manzoni. 8. þáttur, sögulok. Þýðandi Jónatan Þór- mundsson. Efni 7. þáttar: Drepsóttin berst til Mflanó, og meðal þeirra, sem veikj- ast, er don Rodrigo. Renzó veikist einnig, og er um skeið nær dauða en lifi. Hann hressist þó og heldur heim á leið, til að leita frétta af Lúciu. Hún er þá komin til Milanó, og hann hraðar för sinni þangað. I Milanó fréttir hann að Lúcia hafi verið flutt á farsóttarhúsið. Þar finnur hann hana að lokum innan um fjölda sjúklinga, og einnig rekst hann á föður Kristófer, sem segir honum, hvernig komið sé fyrir don Rodrigó, og fylgir honum aö sjúkrabeði hans. 21.35 Indiánar eru lika fólk. Fræðslumynd um kjör og þjóðfélagsstöðu Indiána I Suður-Ameriku. Annar þáttur af þremur. Þýðandi og þulur Óskar Ingimarsson. (Nordvision — Sænska sjónvarpið) 22.10 Heimshorn. Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.45 Dagskrárlok

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.