Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 20
Tíminner peningar Aiiglýsid' iTfmamun fyrir góöan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Sambandsstjórnarfundur ASÍ: Skorar á stjórnvöld að efla verðlagseftirlit A sambandsstjórnarfundi ASl var samþykkt eftirfarandi ályktun um verðlagsmál: Sambandsstjórnarfundurinn mótmælir harðlega hugmyndum stjórnvalda um að afnema verð- G$EB$E7Reykjavik — óvenju- mikii þátttaka var i prestkosn- ingunum á Akranesi sl. sunnudag eða um 75% Fjórir umsækjendur voru um brauðið. sr. Arni Sigurðsson, Blönduósi, sr. Björn Jónsson, Keflavik sr. Hreinn Hjartarsson, sendiráðsprestur i Kaupmannahöfn, og sr. Sigfús J. Arnason. Miklabæ I Skagafirði. Kosið var á milli kl. 10 og 23 á sunnudaginn, en á kjörskrá voru rúmlega 2.500 Atkvæði greiddu 1902, eöa rúmlega 75% Eru þetta svipuð kosningaþátttaka og i siðustu Alþingiskosningum, ef utankjörstaðaratkvæði eru ekki talin með. lagseftirlit og telur aö sllkt myndi koma fram i stórhækkuðu verði á vörum og þjónustu. Fundurinn skorar hinsvegar á stjórnvöid að efla stórlega verð- lagseftirlit. Síðustu þrjá sunnudagana fyrir kosningar messuðu um- sækjendurnir fjórir og var kirkju- aðsókn mjög góð. í öll skiptin var kirkjan þéttsetin. Aðeins einn af umsækjendunum sendi mynd af sér og fjölskyldu sinni ásamt ávarpi inn á hvert heimili á Akranesi kvöldið fyrir kosnigarnar en að öðru leyti var engin bréfa - né blaöaútgafa i sambandi við kosningarnar. Nú bfða Akurnesingar spenntir eftir þvi að atkvæði verði talin, en það verður samkvæmt venju gert næstkomandi fimmtudag á skrif- stofu biskups i Reykjavik. NTB-Osló. — Samvingavið- ræður Norðmanna og Sovét- manna um fiskveiðimálin héldu áfram i Osló i gær- morgun. Báðir aðilar vænta þess, að unnt verði fljótlega að undir- rita samning, ef til vill á föstu- daginn. Fiskimálaráðherra Sovétrikjanna, Alexander Isjkoff, er formaður sovézku nefndarinnar, en norsku ráð- herrarnir Evind Bolle og Jens Evensen eru helztu forsvars- menn Norðmanna. Reuter-Jérúsalem. — Grisk-kaþólski erkibiskupinn Hiliarion Capucci var i gær dæmdur i tólf ára fangelsi af Israeslkum dómstóli fyrir að smygla vopnum til Palestinu- manna. Erkibiskupinn, sem er fjörutiu og eins árs, kvaðst ekki annað hafa gert en honum bar sem sendiboða Krists. „Jesús er minn herra”, hrópaði hann, ,,og ég kýs frið, trúi á mannkærleika, en þið haldið þvi fram, að hann hafi helgað ykkur það land, sem áður var okkar og heitir Palestina”. Prestar og nunnur, sem voru I dómstólnum, grétu með þungum ekkasogum, þegar dómurinn var kveðinn upp. NTB-Osló. —Harðir bardagar hafa verið háðir á Mekong-óshólmunum slðustu þrjá sólarhringa, og virðist þjóðfrelsisherinn nú beina árásum sinum að höfuðstað héraðsins, Tei Minh, um áttatiu kilómetra norðan við Saigon. Ráðizt var á bæinn úr öllum áttum, og I gær áttu sveitir úr þjóðfrelsishernum aðeins ófarna átta kllómetra til borgarinnar. Talið er, að um tuttugu þúsund manns sé I hersveitum þeim, sem sækja að borginni, en ibúar hennar eru um 67 þúsund. Auk þess er margt flóttafólks, sem leitaði þar athvarfs, þegar bardagar hófust I nágrenni hennar. Ekki hefur verið látið uppi, hversu fjölmennt lið ver borgina, en trúlega er það talsvert mannfærra en sveitir þær, sem að sækja. Reuter-Lundúnum. —Brezka stjórnin skipaði svo fyrir i gær, að dregið skuli úr umferðarhraða, upphitun húsa og lýsingu borgarstræta. Til þess er gripið I þvi skyni að spara gjaldeyri og orku og hamla gegn efnahagsvand- ræðum. Orkumálaráðherrann, Eric Varley, kynnti brezka þinginu hinar nýju reglur og kvað þær fylgja I kjölfar fjárlaga verka- mannaflokks-stjórnarinnar, er lögð voru fram i nóvember. Hann kvað hámarkshraða á öllum meiri háttar þjóð- vegum, að undanteknum fáum höfuðumferðaræðum, verða framvegis niutiu og sex kiló- metra á klukkustund, en á minni háttar þjóðvegum áttatiu kilómetra. Innan húss verður i mesta lagi leyfður tuttugu stiga hiti, nema I heimahúsum. Undan- tekningar eru gerðar um byggingar, þar sem börn, sjúklingar og gamalmenni hafast við. Jafnframt hét ráð- herrann á fólk að draga veru- lega úr upphitun i heima- húsum. R a f m a g n s n o t k u n I auglýsingaskyni verður bönnuð við dagsbirtu næsta ár, sem og ýms önnur gálausleg rafmagnseyðsla. Óvenju mikil þátttaka í prestkosningum á Akranesi Blökkumannasamtök í Ródesíu sameinast Reuter—Lúsaka/Saiisbury. — Forystumenn allra helztu stjórn- málahreyfinga hálfrar sjöttu milljónir svartra manna I Ródisiu hafa með ráði forsetanna I Zam- biu, Tanzaniu og Bótswana gert með sér sameiningarsáttmála, sem undirritaður var i Lúsaka á sunnudaginn. Verður sameining- arþing kallað saman innan fjög- urra mánuða, og meðal verkefna þess er að kjósa blökkumönnum i Ródisiu forseta, er stjórna skal sjálfstæðisbaráttu þeirra. Meðal þeirra, sem standa að þessum sáttmála, er biskupinn Abel Múzorewa, sem er foringi afriska þjóðarráðsins — einu samtakanna, sem minnihluta- stjórn hvitra manna hefur leyft og þolað I Ródislu fram^að þessu. Að þessu stóðu einnig foringjar tveggja fjölmennra hreyfinga, sem bannaðar eru, Jósúa Nkómó og presturinn Ndabiningi, sem Jan Smith, forsætisráðherra Ródisiu, lét sleppa úr fangelsi I siðustu viku, svo að þeir gætu ráðgazt við útlaga I Lúsaka og forystumenn grannrikja um tilboð um stjórnarhætti, sem Jan Smith hafði gert þeim á laun. Loks standa að sameiningarsátt- málanum foringjar hreyfingar, sem minna fylgi hafa. Talið er, að blökkumanna- foringjarnir hafi enn setið á fundum i gær og rætt ýms ein- stök atriði sáttmálans. Ekki hefur verið látið uppi, hvort þeir Jósúa Nkómó og Ndabiningi Sithole muni hugsa sér að snúa aftur til Ródisiu, þar sem fangaklefarnir biða þeirra eða ætli að hafast við I útlegö á meðan sameigingar- þingið er undirbúnið, svo að þeir geti tekið þátt I störfum. Afleiðingin af þessari sameiningu allra sjálfstæðis- hreyfinga I Ródisiu er sú, að mjög er um það rætt, að stjórnarvöld hvitra manna muni einnig banna starfsemi afriska þjóðarráðsins. Konungurinn afturreka Reuter-A.ena. — Innanrikisráöu- neytiö griska hefur tilkynnt, aö 69,2% þeirra kjósenda, sem þátt tóku I atkvæöagreiöslunni i Grikklandi i fyrradag, hafi greitt lýöveldi atkvæöi. Aöeins 30,8% viidu, aö landiö yröi konungsriki framvegis. ■■■ " ■ 14 dagar Bladburðarfólk óskast: í Sólheima, Sundlaugaveg, Austurbrún og Grímsstaðaholt Upplýsingar í síma 26-500 og 1-23-23 Nýjung frá Marks & Spencer. Kvenfata-samstæður ( fjölbreyttu litaúrvali: Golftreyjur, vesti, blússur, pils, peysur og síðbuxur. Fallegur og smekklegur klæðnaður í völdum litasamsetningum. Fæst í Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91, Vöruhúsi KEA Akureyri og kaupfélögum um land allt. Samband íslenzkra samvinnufélaga Innflutningsdeild Sambandshúsið Rvík sími28200

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.