Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 10
TÍMINN Þriöjudagur 10. desember 1974. Bjarni Bragi Jónsson hagfræðingur: — Bjarni Bragi Jónsson hagfræö- ingur. Fyrir aöila þeirrar ráöstefnu, sem hér er saman komin, eru feröamál varanlegt áhugamál, og aö miklu leyti starfsvettvangur. A hinum almenna þjóöfélagslega vettvangi má hins vegar telja aö feröamál hafi aö undanförnu ver- iö tizkuumræöuefni. Ber þar margt til, aö kveöur við ýmsan tón I þeim umræöum. Mönnum hefur i fyrsta lagi oröið tiörætt um þaö, hvort fleiri stoðum veröi rennt undir þjóöarbúskapinn en hinum heföbundna útflutningsat- vinnuvegi sjávarútveginum og þá hvort ferðaþjónusta geti oröið ein slikra stoöa. Tæpast hefur þessi umræöa veriö til lykta leidd fyrr en risnar eru mun heitari umræð- ur um það, hvort við séum farnir aö ofurselja útlendingum auð- lindir okkar og lifsrými og á hinn bóginn I hverjum mæli við getum sjálf haft gögn og gæöi af ferða- þjónustu okkar og frjálsum kost- um landsins. Ferðamálin i heild sinni bæði i þágu innlendra og er- lendra ferðamanna hafa svo vak- iö upp hinar áköfu umræður um aukið álag á umhverfi okkar og viökvæma náttúru landsins. Enda þótt tæpast sé unnt að gera skyn- samlegan mun á umhverfisáhrif- um ferðamanna af erlendu eða innlendu þjóöerni, er þessi hliö málsins gjarnan tengd spurning- unni um æskilegan ferðamanna- straum hingað til lands út frá þvi viöhorfi, að Islenzkir þegnar eigi frumrétt til sins eigin lands. Ég hef ekki veiið beöinn né hugsað mér, að hasla mér völl á öllu þessu viðfeðma sviði, heldur að fjalla sérstaklega um þátt og gildi feröamála i þjóöarbúskapn- um. Þetta er i sjálfu sér nógu flókiö og margþætt viöfangsefni. Um þátt ferðamála i þjóðar- búskapnum hafa verið birtar ýmsar tölur og frá margvislegum viöhorfum. Hefur stundum verið haft á orði, aö I þvi sambandi taki hver þá tölu, sem honum likar bezt. Er þá stutt i hina gömlu fyndni á kostnað allrar notkunar talnaheimilda, þ.e. að stigbreyt- ing lýginnar sé lýgi, stórlýgi og statistik. Astæðurnar fyrir mis- munandi viðhorfum eða við- miðunargrundvelli i notkun tölu legra heimilda um þetta efni eru þó oftast skiljanlegar, þegar bet- ur er að gáð. Eigi að siður hefur það reynt á langlundargerð manna, bæði að heimildir skorti, og að þær rekist hver á aðra, án þess að skýring sé á þvi veitt. Einkum hefur ferðamálamönn- um þótt undir högg að sækja hins almenna skilningsleysis á þvi, að feröaþjónusta sé atvinnuvegur, sem mark sé takandi á. Þessar ástæöur fyrst og fremst lágu til þess að þáverandi forstjóri Feröaskrifstofu rikisins, Sigurður Magnússon, sneri sér til Framkvæmdastofnunarinnar og óskaði nánari greinargerðar um þátt ferðamála i þjóðarbúskapn- um. Heimildir um þessi mál eru af skornum skammti og ósam- stæðar, svo að torvelt reyndist að gera þeim þau ófullkomnu skil, sem gerö voru i febrúar þessa árs. Er þar i ýmsum tilvikum teflt á tæpsta vað i nýtingu ófull- kominna heimilda og áætlana. Þessi úrvinnsla er þó nánast eina afsökun min fyrir að takast á hendur að flytja þetta erindi. Þegar ég fletti þessum blöðum nú í þeirri alvarlegu ætian aö nyta efniö 1 umræðum með hópi kunnáttumanna um ferðamál, geri ég mér enn ljósari en fyrr takmarkanir þess og ágalla og jafnvel hreinar villur, og verður þó að freista þess sem auðið er. óþarft ætti að vera að taka fram, að ég er alls ekki sérfróður um ferðamál og hef tæpast nokkurn timan fjallaö um bein úrlausnar- efni á þvi sviði. Hina hagrænu mynd af ferða- málunum má skoða frá ýmsum viöhorfum eins og fyrr segir. t aðáfatriðum má greina á milli ferðaþjónustu i utanrikisviðskipt- um og ferðaþjónustu i þjóðar- búskapnum almennt. Undir hið fyrra heyrir það, að skoða gjald- eyrisjöfnuð ferðamála og ferða- þjónustu sem útflutningsgrein en undir hið siðara heyrir að skoða framleiðslu og tekjur i ferðaþjón- ustugreinunum almennt og hlut- fall þessara stærða af þjóðar- búskapnum I heild svo og áhrif eftirspurnar eftir ferðaþjónustu á aðrar greinar en beinlinis annast þá þjónustu, og loks hvers konar samanburður á hagkvæmni þess- ara greina eða tekjumyndun að tiltölu við þau framleiðsluöfl, er til þeirra ganga. Við skulum nú lita nánar á hversu langt verður komizt i að leggja mat á þessi at- riöi. Ferðaþjónusta i utanrikisviðskiptum 1 öllum umræðum pm ferða- mál, hefur mikil áherzla næstum ofuráherzla, verið lögð á ferða- þjónustuna eins og hún kemur fram i utanriksiviðskiptunum og gjaldeyrisjöfnuð ferðamála. Til þessa munu liggja ýmsar ástæð- ur. Þjóðinni hefur frá upphafi vega verið annt um að tryggja stööu sina I umheiminum og sett gjaldeyrislega afkomu sina ofar flestu ööru. Það er gefin stað- reynd, að ferðalög til útlanda bera með sér útgjöld i erlendum gjaldeyri. Sú hugmynd er þvi nærtæk, hvort ekki megi afla að sama skapi gjaldeyris með mót- töku erlendra ferðamanna i stað þess að ganga þeim mun nær öðr- um auðlindum þjóðarinnar. Það er sömuleiðis alkunn efnahagsleg staöreynd, að gjaldeyristekjurn- ar skapa viðskiptalegan grund- völl og vaxtarstofn þjóðarbúsins. Það er þvi i grundvallaratriðum háö útflutningstekjunum upp i hvaða stærð þjóðarbú okkar getur þróazt. Ferðaþjónusta sem útflutningsgrein hefur i þessu samhengi sama gildi og hver önn- ur útflutningsframleiðsla án til- lits til sérstaks jafnaðar á móti tilsvarandi ferðaútgjöldum i er- lendum gjaldeyri. Farþegafjöldi, þróun og jöfnuður Þróun ferðamannafjölda milli tslands og annarra landa hefur fleygt mjög ört fram og haldizt i hendur við hina öru aukningu á millilandaflugi. Þróunin hefur þó verið miklum mun örari i ferða- mannastraumi til landsins og langsamlega örust i flugþjónustu við ferðamenn i heild sinni að meötöldum þeim fjölda, sem ekki staldrar við á landinu. Fram til ársins 1952 voru islenzkir ferða- menn til útlanda oftar fleiri held- ur en útlendir ferðamenn til landsins.En upp frá þvi, hafa hin- ir erlendu ferðamenn jafnan ver- ið fleiri og munurinn farið vax- andi. Frá þvi um 1950 hefur fjölg- un erlendra ferðamanna til lands- ins að jafnaði verið um 15% á móti um 10% árlegri fjölgun is- lenzkra ferðamanna til útlanda. Er nú svo komið, að átið 1973 voru erlendir ferðamenn til landsins 74.019 talsins skv. hagskýrsluskil- greiningu, án farþega skemmti- ferðaskipa, en islenzkir ferða- menn 47.661 eða tæpir 2/3 hlutar af fjölda hinna erlendu ferða- manna. Talningin er i báðum tilvikum ferð viö komuna til Is- lnds, en það þýðir að á bak við hvern ferðamann eru ferðirnar báðar leiöir. A árinu 1974 gerðust þær breytingar, að sérstaklega mikill straumur islenzkra ferða- manna varð út úr landinu, eða um 23% f jölgun miðað við fyrri hluta ársins, en á hinn bóginn dró úr komu erlendra ferðamanna um 10% á fyrri hluta ársins. Hvort tveggja stendur I sambandi við alveg sérstakt og óeðlilegt efna- hagsástand, og á aðra hliðina að nokkru við landhelgisdeiluna, og verða tæpast af þvi dregnar aðrar ályktanir en þær, hve æskilegt sé að forðast slikar sveiflur. Sé litið til fyrri reynslu, kemur i ljós, að þróunin hefur verið mjög rykkjótt á báðar hliðar, ekki sizt i fjölda Islenzkra ferðamanna, sem stundum hefur snúizt til lækkun- ar. Gefur auga leið, hve örðugt er aö reka starfsemi af þvi tagi og gera áætlanir um viðbúnað við frekari þróun, enda þótt hún sé hraðfara á heildina litið. Þessu til samanburðar er rétt að hafa I huga, að venjuleg og eðlileg þróun þjóðarframleiðslu og þjóðartekna hefur veriðum 5% á ári, i raunverulegum verðmæt- um til langs tima, svo hér er um tvöfalda til þrefalda þá þróun að ræða. Er mönnum þvi eðlilega spurn, hvort svo ör þróun ferða- mála geti gengið til lengdar. 1 þessu tilliti er algjör eðlismunur milli ferðamannafjölda af inn- lendum og erlendum stofni. Aukning hins islenzka ferða- mannafjölda miðast við hægt breytilegan fjölda þjóöar innar og vaxandi ráðstöfun til feröalaga af auknum tekjum. Út frá þessu viðhorfi er 10% árs- aukning mjög ör og hlýtur fremur að verða þess að vænta, að hún hægist. A hinn bóginn hefur umheimurinn óendanlegan fjölda og getu til þess að kaffæra okkur i feröamannastraumi. Má þvi við fyrstu sýn telja að ekki geti verið um neina eðlilega hlutfallslega aukningu að ræða miðað við fyrri stofn ferðamannafj. til landsins. Svo mun þó að ýmsu leyti vera, og verkar það samhengi á báðar hliðar. Frá eftirspurnarhlið mun afspurn fólks af fyrri reynslu feröamanna til landsins hafa töluverða þýðingu, auk mark- vissrar kynningar ferðaþjónust- aöila. Framboðshliðin mun þó ráða hér meiru um þ.e. þau kjör, sem ferðamönnum eru boðin með hliðsjón af þeirri aðstöðu, sem er til að taka á móti vaxandi fjölda ferðamanna, en markviss kynn- ing og auglýsingastarfsemi er einnig rekin með hliðsjón af þess- um atriðum. Þannig ræðst aukn- ing ferðamannastraumsins á báðar hliðar fyrst og fremst af takmarkaðri getu innlendra að- ila, annars vegar af fjárráðum til ferðalaga og hins vegar af get- unni til móttöku ferðamanna. A hinum tveim hliðum ferða- mannastraumsins mun vera ýmis annar eðlismunur svo sem sá að Islendingar eyði að jafnaði mun meiri gjaldeyri i ferðum sinum erlendis en útlendingar hér og að Islendingar fari i hlutfallslega meira mæli ýmissa nauðsynjaer- inda, svo sem i viðskiptaerindum, opinberum erindum, til náms og til lækninga. Jöfnuður ferða- mannafjöldans i þrengri skilningi skemmtiferða eða einkaneyzlu- ferða mun þvi væntanlega vera mun hagstæðari heldur en heildartölurnar segja til um. Ferðamannastraumurinn á báöa vegu fer að yfirgnæfandi hluta með islenzkum flugvélum. Meginhluti kostnaðarins við flug- ið er hins vegar af erlendum upp- runa, jafnvel allt að 80% að með- töldum f jármagnskostnaði. Gjaldeyrislegur jöfnuður ferða- málanna að fluginu meötöldu mun þvi væntanlega kalla á margfalt meiri fjölda erlendra en Islenzkra ferðamanna. Svo er og i reyndinni. Farþegafjöldi beggja flugfélaganna I millilandaflugi var kominn upp i tæp 410.000 áriö 1973. Er þá hver ferð út um heim talin sem tvær ferðir. Tvöföld tala islenzkra flugferðamanna var þetta ár 92.400, hefur þá verið flogið með útlendinga 316.600 sinnum, en i þeirri tölu teljast ferðir til og frá landinu tvisvar, en ferð um landið milli heimsálf anna einu sinni og þær ferðir þannig þyngri á metunum. Lætur nærri að i þessu flugi með útlend- inga verði hrein gjaldeyrissköp- un, sem jafngildi gjaldeyris- kostnaði við að fljúga með Is- lendinga. Þannig benda tölurnar um ferðamannafjölda einar sér til þess að ferðamálin komi út með sæmilegum gjaldeyrislegum jöfnuði. Gjaldeyrisjöfnuður ferðamála Um tekjur og útgjöld ferðamála i erlendum gjaldeyri eru að sjálf- sögðu einnig til beinar tölur, sem rétt er að vikja nú að. 1 greiðslu- jafnaðarskýrslum Seðlabanka Is- lands er liöurinn ferðalög felldur undir kafla þjónustutekna og þjónustuútgjalda. 1 tekjulið sýnir sá liður gjaldeyrikaup af erlend um ferðamönnum hér á landi en fargjöld o.þ.h. i millilandaferð- um eru ekki meðtalin. 1 útgjalda- lið kemur mótsvarandi sala gjaldeyris til islenzkra ferða- manna til útlanda án farmiða- kaupa hérlendis hjá flutningsaðil- um eöa ferðaskrifstofum, jafnvel þótt um framhaldsferðir sé að ræða, eftir að komið er til út- landa. Inn I þennan lið blandast ennfremur gjaldeyriskaup til námsdvalarog sjúkradvalar. Hér er strax á ferðinni hætta á marg- háttuðum misskilningi og mistúlkun, þar sem öll far- og flutningsþjónusta er i greiðslu- jafnaðarskýslunum felld undir liðinn samgöngur. Hér er á farð- inni blönduð flokkunarviðhorf i greiðslujafnaðarskýrslum. Að sumu leyti er talið æskilegt að heimfæra greiðslur á báða vegu til þeirra innlendu þjónustu grein.a sem hlut eiga að máli, i öðrum tilvikum er þess ekki kostur og er þá miðaö við tegund notkunar eða neyzlu, þ.e. i þessu tilviki við, að um margháttaðar greiöslur vegna ferðalaga sé að ræða. Lnegst af hefur það fremur ver- ið áhyggjuefni að ferðagreiöslu- jöfnuðufinn I þessari þrengstu merkingu hafi verið mjög óhag- stæður. Hins vegar hefur hann sveiflazt mjög eftir almennu ár- ferði i landinu, gjaldeyrisástandi og gengisskráningu. Þannig námu ferðaútgjöld t.d. árið 1965 419 m. kr. á móti 104 m. kr. feröa- mannatekjum, sem þannig voru aöeins fjórðungur af útgjöldun- um. Arið 1969 nálguðust stærðirn- ar jöfnuð, en þá námu útgjöldin aöeins 395 m. kr. á nýju og tvöfalt hærra gengi erlends gjaldeyris en tekjurnar námu320m. kr. Þannig hefur haldizt fram til ársins 1973 að útgjöldin á þennan mæli- kvarða hafa verið um þriðjungi hærri en tekjurnar þar til enn meiri halli varö með árinu 1974. Vafalaust eru þessar sveiflur langt frá þvi að vera marktækar. Þegar krónan er ofmetin, hneigj- ast islenzkir ferðamenn til þess að taka sem mestan gjaldeyri út úr bönkum en gagnstæð tilhneig- ing veröur til að reyta gjaldeyri af erlendum fer'ðamönnum utan bankastofnana. Að verulegu marki kemur þó rétt mynd fram af árferðissveiflunni Þegar sam- an fer góðæri og vaxandi ofmat krónunnar, eflist eyðsluhneigð landans jafnframt þvi að landið verður óhagstætt til ferðalaga fyrir erlenda ferðamenn. Eins og fyrr er getið fela gjald- eyrisútgjöldin i sér talsverðan dvalarkostnað, sem ekki á sér hliðstæðu, i ferðatekjunum. Hefur Seðlabankinn þvi tekið upp þann hátt að áætla sérstaklega útgjöld islenzkra ferðamanna erlendis og hefurbirtþá áætlun i útgáfu sinni „Hagtölur mánaðarins”. Sam- kvæmt þeim samanburði hefur nánast verið jöfnuður á milli út- gjalda ferðamanna hér og Is- lenzkra ferðamanna erlendis árið 1970-1973. Siðasta árið námu út- gjöldin 1.187 m. kr. en tekjurnar 1.125 m. kr. A þessu hefur orðið tlmabundin breyting á yfirstand- andi ári, sem ég fer ekki nánar út I. 1 sömu heimild hefur Seðla- bankinn birt áætlaðar fargjalda- tekjur af ferðamönnum. Er þá eingöngu miðað við þá ferða- menn, sem hér hafa viðdvöl, út frá þvi viðhorfi, að þær tekjur séu sprottnar af löðun ferðamanna til landsins en aðrar fargjaldatekjur séu einungis þátttaka i alþjóðleg- um samgöngurekstri. Þessar fjargjaldatekjur af erlendum ferðamönnum hingað til lands er áætlaö að nái 800 m. kr. árið 1973, þannig að heildargjaldeyristekj- ur af ferðamönnum til landsins nemi það ár 1.925 m. kr. Þessi umrædda aðgreining fargjalda- teknanna byggist I rauninni á eins konar eftirspurnargreiningu, þ.e. vilji menn leggja aðaláherzlu á að meta áhrif landkynningar og ferðamálaáróðurs. Að öðru leyti er ekki annað sýnt en að okkur varði jafn miklu að mynda tekjur i annarri ferðaþjónustu, sem landið hefur tök á vegna sérstöðu sinnar og koma þá allar gjald- eyristekur af farþegaflugrekstr- inum til greina, enda sá rekstur samofinn þeim, er þjónar ferða- mönnum hingað. Allur flugrekst- urinn er talinn hafa brúttógjald- eyristekjur að fjárhæð 3.925 m. kr. árið 1973, en reikna má með að aðeins um fimmtungur eða um 800 m kr. séu innlendar tekjur i þrengra skilningi m.a. eftir af- skriftir fjármuna af erlendum uppruna. Mun ekki fjarri lagi að gizka á að gjaldeyriskostnaður viö að flytja islenzka ferðamenn útog heim nemi áþekkri fjárhæð, samanber það sem áður sagði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.