Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 15

Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 15
ÞriOjudagur 10. desember 1974. TÍMINN 15 ..Það getur ekkert lið stöðvað okkur — ef við höldum svona áfram..." sagði Tony Waddington, framkvæmdarstjóri Stoke, eftir sigurinn í Birmingham „ÞAD getur ekkert liö stöövað okkur, ef viö höidum áfram aö ieika svona”.....sagði Tony Waddington, framkvæmdastjóri Stoke. Stoke-Iiöiö vann sinn fyrsta sigur á útivelli frá 7. september sl. gegn Birmingham. Það var fyrirliðinn Jimmy Greenhoff, sem skoraöi tvö fyrstu mörkin, á fyrstu 20 min. ieiksins, en Ian Moores skoraöi þriöja markið. — Ég hef mikið af góöum leikmönn- um, sagöi Waddington, og leikur liösins getur ekki versnaö, heldur á hann eftir aö veröa miklu betri. Stoke hefur nú forustuna i 1. deildarkeppninni ensku, og ef lið- ið sýnir eins góðan leik og gegn Birmingham á laugardaginn þá verður erfitt að stöðva þá. Topp- baráttan verður geysilega hörð i ár i Englandi og er nú Stoke-liðinu og West Ham spáð miklum frama i vetur. Liðin leika nú hvern stór- leikinn á fætur öðrum. West Ham vann góðan sigur yfir Leeds á Upton Park i Lundúnum. Bobby Gould skoraði 1:0 i fyrri hálfleik og sfðan bætti Billy Jennings við öðru markinu á 68. min. — áður en McKenzie komst á blað, fyrir Leeds. Urslitin urðu þessi i 1. deild á laugardaginn: Birmingliam—Stoke 0:3 Burniey—Q.P.R.............3:0 Carlisle—Arsenal..........2:1 Cheisea—Luton.............2:0 Leicester—Everton ....... 0:2 Liverpool—Derby...........2:2 Manc.City—Sheff.Utd.......3:2 Middlesbr.—Ipswich .......3:0 Tottenham—Newcastle.......3:0 West Ham—I.ecds...........2:1 Wolves—Coventry............2:0 Skozki landsliðsmaðurinn Graeme Souness er konungurinn á Ayresome Park. Hann sýndi það gegn Ipswich, þegar „Boro” vann stórsigur 3:0. Souness skor- aði tvö gullfalleg mörk, en Fogg- on bætti þvi þriðja við. Tottenham vann Newcastle með sömu markatölu (3:0) á White Hart Lane i Lundúnum, — þar skoraði Cyril Knowles tvö mörk, en Chiv- ers skoraði eitt. Mike Bailey, fyrirliði Úlfanna lék sinn 450. deildarleik á laugar- daginn, þegar Olfarnir unnu góðan sigur gegn Coventry (2:0). Steve Kindon skoraði bæði mörk Olfanna. Everton vann góðan sigur gegn Leicester, þrátt fyrir að „350 þús. punda maðurinn” Martin Dobson þurfti að yfirgefa völlinn eftir aðeins 6 min. leik vegna meiðsla. Stórglæsileg mörk frá Hurst og George Telford (sem kom inn á sem varamaður fyrir Dobson) Arsenal gerir góð kaup... — kaupir Alex Cropley frá Hibs fyrir aðeins 150 þús. pund BERTIE MEE, frani- kvæmdastjóri Arsenal, geröi nú um helgina einhver beztu kaup á leikmanni, sem um getur á Bretlandseyjum. Arsenal keypti hinn frábæra skozka landsliösmann, Alex Cropley frá Hibernian, fyrir aöeins 150 þús. pund. Undir- ritaöur sá þennan snjalla knattspyrnumann leika með Hibs gegn Keflvikingum i UEFA-bikarkeppni Evrópu á Easter Road Park i Edinborg sl. vetur, Þá átti hann stór- góöan leik, og stuttu siðar sýndi hann, að hann kann_ að leika knattspyrnu. Það var gegn Leeds i UEFA-bikar- keppninni, en þá var hann maður leiksins á Elland Road i Leeds. Eftir þann leik fengu stóru félögin i Englandi mikinn áhuga á Cropley. Ef hann leikur nokkra leiki með Arsenal eins og hann lék á Elland Road i Leeds, þá hækkar hann fljótlega mikið i verði, og fróðir menn segja, að þá verði hann metinn á um 300 þús pund. Á þessu sést, að Arsenal hefur keypt hann á „tombólupris”. En hvað vakir fyrir Bertie Mee með þessum kaupum? Þvi er fljótsvarað: Mee ætlar sér að láta Cropley taka stöðu CHARLIE GEORGE i Arsenal-liðinu. Sú saga flýgur nú um Lundúnaborg, að Mee sé búinn að gefast upp á George — undrabarninu, sem virðist ekki ætla að verða góður, heldur aðeins efni- legur. -SOS BOBBY GOULD (West Ham)....sést hér (t.v.) stökkva upp með Gordon McQueen (Leeds) i leik liðanna á Upton Park i Lundúnum á iaugardag- inn. Gould skoraöi fyrra mark West Ham I leiknum. Bristoi C.—Aston Villa...1:0 Millwall—Orient..........1:1 Norwich—Cardiff..........1:1 Nott.For.—Fulham.........1:1 Oldham—Bristol R.........3:4 Oxford—Hull..............3:1 Heff.Wed.—Man.Utd........4:4 Southampton—York.........2:1 Sunderiand—Portsmouth .....4:1 urðu Leicester að falli. Roger Davies stal sigri frá Liverpool á Anfield Road, þegar hann skoraði jöfnunarmark Derby (2:21. þegar aðeins voru 7 min. til leiksloka. Hitt mark Derby skoraði Jeff Bourne, en mörk Liverpool skoruðu þeir Kennedy og Heighway. Ian Hutchinson og Steve Kember, skoruðu mörk Chelsea gegn Luton, og þeir Clement (sjálfs- mark), Collins og Waldron, skor- uðu mörk Burnley gegn Q.P.R. Arsenal sótti ekki gull í greipar Carlisle-manna, sem unnu sinn fýrsta sigur (2:1) i langan tima. Það voru þeir Prudham og Martin, sem komu heimamönn- umá blað (2:0) áður en Kidd skor- aði fyrir Arsenal. Um 30 þúsund áhorfendur, sem komu til að sjá Manchester City og Sheffield United leika fengu mikið'fyrir peningana sina. Þeir fengu að sjá fimm mörk skoruð i siðari hálfleik og City-sigur 3:2. Mörk City skoruðu: Hammond, Bell og Marsh, en fyrir United skoruðu: Currie og Field. Úrslit i 2. deild urðu þessi á laugardaginn: Biackpool—Notts C.........3:1 Bolton—W.B.A...............0:1 »>20*00«« íslenzkar og enskar hliðartöskur Verð frá kr. 880 PÓSTSENDUAA Sportvöruverzlun Ingólfs Oskarssonar KLAPPARSTÍG 44 SÍMI 1-17-83 • REYKJAVÍK -r—?■ rT XkÍ Jw 'ÆEmr j WÍ-y j 2-a Finnskur og þýzkur SKÍÐAFATNAÐUR á alla fjölskylduna VERÐIÐ ÓTRÚLEGA LÁGT Fallegar vörur, vandaðar vörur Landsins mesta úrval PÓSTSENDUM SP0RTVAL i Hlemmtorgi — Simi 14390

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.