Tíminn - 10.12.1974, Síða 9

Tíminn - 10.12.1974, Síða 9
Þriðjudagur 10, desember 1974. TÍMINN 9 r Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm). Jón Helgason. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur I Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300 — 18306. Skrif- stofur f Aðaistræti 7, sfmi 26500 — afgreiðslusimi 12323 — augiýsingasími 19523. Verð i lausasölu kr. 35.00. Áskriftargjald kr. 600.00 á mánuði. Blaðaprent h.f. J Atvinnuleysi Hvaðanæfa úr heiminum berast nú fréttir um stóraukið atvinnuleysi. I byrjun desember nam tala atvinnuleysingja i Bandarikjunum orðið 6 milljónum og hefur aldrei verið meiri hlutfalls- lega siðan 1961. í Vestur-Þýzkalandi var tala at- vinnuleysingja i nóvemberlok um 800 þús. og hef- ur aldrei verið meiri siðan 1959. 1 Danmörku var tala atvinnuleysingja um mánaðamótin rúmlega 100 þús. og hefur hún farið sihækkandi siðustu mánuðina. Þannig má halda áfram að nefna dæmin um vaxandi atvinnuleysi viðsvegar um heim. Þetta eru óglæsilegar tölur, en þó bætist það við, að almennt er spáð, að atvinnuleysið eigi enn eftir að aukast. Þannig spá nú margir banda- riskir hagfræðingar þvi, að ástandið þar muni halda áfram að versna fram á siðari hluta næsta árs, en þá megi vænta breytinga til hins betra. Aðrir halda þvi hins vegar fram, að haldist þessi öfugþróun svo lengi, verði ekki komizt hjá langri og alvarlegri alþjóðlegri kreppu, sem verði ekk- ert minni en kreppan mikla á fjórða áratug aldarinnar. Bandarisk blöð segja, að sá hafi verið boðskapur Helmut Schmidts, kanslara Vest- ur-Þýzkalands, er hann ræddi við Ford Banda- rikjaforseta i Washington i siðastl. viku, að stjórnir vestrænu þjóðanna ættu að bregðast við strax og reyna sameiginlega að ráðast gegn at- vinnuleysinu og kreppuhættunni, en að þær mættu ekki biða i einhverri oftrú á, að allt muni breytast og batna af sjálfu sér eftir nokkra mán- uði. Þetta mun og ekki sizt umræðuefnið á fundi æðstu manna Efnahagsbandalags Evrópu, sem nú er haldinn i Paris. En þótt framsýnustu leið- togarnir geri sér þetta ljóst, þá eru svo margir sérhagsmunir i veginum, að hætta er á, að ekkert eða litið verði gert og kreppan fái að magnast næstum óhindrað. Islendingar geta fagnað þvi, að enn er ekki neitt atvinnuleysi komið til sögu hér og má jöfn- um höndum þakka það fyrrverandi og núverandi stjórn. En hættan, sem biður framundan er aug- ljós. Minnkandi kaupgeta i helztu markaðslönd- um okkar, getur valdið sölutregðu og verðlækkun á islenzkum afurðum. Hins vegar má búast við, að verðlag aðfluttra vara haldi þó áfram að hækka. Afkoma margra atvinnugreina hér stend- ur svo tæpt, að ekkert má út af bera. Hér þarf að þræða þá vandasömu leið, að krefjast ekki meira af atvinnuvegunum en þeir geta risið undir, en svo mikil kaupgeta almennings geti þó haldizt, að ekki dragi úr kaupum á islenzkum vörum innan- lands, þvi að það myndi leiða til atvinnuleysis. Hér er vissulega um vandfarna leið að ræða, sem krefst bæði skilnings og þegnskapar af viðkom- andi aðilum. Rauði kross Islands í dag eru liðin 50 ár frá stofnun Rauða kross ís- lands. Forgöngumenn að stofnun hans voru Sveinn Björnsson, siðar forseti, og læknarnir Gunnlaugur Claessen og Guðmundur Thorodd- sen. Markmiðið hefur verið að hjálpa sjúkum og særðum hér á landi, veita aðstoð i neyðartilfell- um og vinna að heilsuvernd landsmanna. Enn fremur að taka þátt i alþjóðlegu hjálparstarfi Rauða krossins. Rauði kross Islands hefur tvi- mælalaust unnið gott og mikið starf á öllum þess- um sviðum. Þetta starf, sem nær allt hefur byggzt á sjálfboðavinnu, er skylt að meta og þakka að verðleikum jafnframt þvi, sem þessum merku samtökum er óskað allra heilia i framtið- inni. Þ.Þ. Spartak Beglov, APN: Nónara samstarf Frakka og Rússa Verzlun milli landanna verður tvöfölduð á fimm árum Eftir fund þeirra Brézjnefs og Giscard d’Estaing i Rambouiliet I siöastl. viku, er beðið með forvitni eftir fundi þeirra Fords og d’Estaings, sem haldinn verður I næstu viku. Margt bendir til, að verulegur árangur hafi náðst á fundi þeirra Brézjnefs og d’Estaings, og geti það haft heppileg áhrif á fund Fords og hins siðarnefnda. Af hálfu Rússa er lögð mikil áherzla á jákvæðan árangur Ram- bouillet-fundarins, en þar náðist m.a. samkomulag um að tvöfalda verzlunarvið- skipti milli landanna á fimm árum. Túlkun Rússa á árangri fundarins má vel ráða af eftirfarandi grein Beglovs, sem fylgdist meö fundinum: I ÞRJA daga, 5.-7. desem- ber, hafa þjóðir Sovétríkjanna og Frakklands og annarra landa fylgzt náið með viðræð- um Leonid Brézjnéf, aðalrit- ara miðstjórnar Kommúnista- flokks Sovétríkjanna, og Valery Giscard d’Estaing, Frakklandsforseta. Þessi áhugi á sér margar orsakir. Aðalástæðan er, að þjóðirnar vona einlæglega, að sú þróun, er hófst fyrir fáum árum, að draga úr spennunni á alþjóða- vettvangi, verði óaftursnúan- leg og muni einkennast af nýj- um árangri i þágu friðar og samvinnu, sem er öllum aðil- um til góös. Það hefur haft sérstaka þýðingu i þessu sam- bandi, að Sovétrikin og Frakk- land, sem tilheyra ólikum þjóðfélagsformum, gerðust brautryðjendur alþjóðlegrar friðarþróunar, er þau fyrir átta árum héldu inn á þá braut að þróa með sér gagnkvæma, hagkvæma samvinnu á ýms- um sviðum. SJÖTTI sovézk-franski leið- togafundurinn á sfðasta fjög- urra og hálfs árs timabili var haldinn i Rambouillet. ,,Ég er þess fullviss, að sjötti leiðtogafundurinn, sem jafnframt er fyrsti fundur hins nýja forseta okkar, mun verða upphaf að nýjum þætti i sam- skiptum landanna tveggja,” sagði Edgar Faure, forseti þjóðþingsins franska i viðtali við fréttamenn. Með tilliti til lifshagsmuna þjóðanna og allsherjar friðar leitast framsýnir stjórnmála- menn eftir að finna og taka upp i reynd aðferðir, er orðið gætu grundvöllur að gagn- kvæmum skilningi og sam- vinnu milli þjóða með ólikt þjóðskipulag. L.I. Brézjnéf hafði rika ástæðu til þess i ræðu sinni i hádegisverðar- boði i Rambouillet að lýsa samskiptum Sovétrikjanna og Frakklands sem góðu for- dæmi. Þessi skilgreining er byggð á reynslu og árangri margra ára. 1 sameiginlegri tilkynningu, þar sem dregnar eru saman niðurstöður við- ræðnanna i Rambouillet er lögð áherzla á, að sambúð landanna tveggja sé til fyrir- myndar. Þetta einróma álit leiðtoganna tveggja á þvi, hvað sé til fyrirmyndar, stað- festir að þjóðirnar tvær hafa tekið að sér sögulega mikil- vægt hlutverk. L.I. Brézjnéf lýsti þvi svo með eftirfarandi orðum: Þvi viðtækari sem samvinna okkar er og gagn- kvæmt traust sterkara, þeim mun betur þjónar það málstað varanlegs friðar i Evrópu og i heiminum. A SVIÐI efnahagsmálanna hefur verið tekið upp nýtt Giscard d'Estaing samstarfsform. Það timabil er liðið, þegar báðir aðilar takmörkuðu samskipti sin á þessu sviði einvörðungu við kaup og sölu. Mjög vænleg viðskipti voru nú gerð með samningum um stór langtima verkefni. 1 þvi skyni að skapa sem hagstæðust skilyrði til framkvæmdar þessara verk- efna var undirritaður i Ram- bouillet samningur um efna- hagssamstarf á árunum 1975- 1979. Svoétrikin og Frakkland ganga út frá þvi sem forsendu, aö l framtiðinni muni opnast enn auknir möguleikar á þró- un iðnaðarsamvinnu, visinda- og tæknisamskipta, og að við- skiptaveltan muni stöðugt halda áfram að aukast. Eins og við var búizt f jölluðu leiötogar landanna tveggja um þróun mála I Evrópu. Það er alkunna, að Sovétrikin og Frakkland hafa haft frum- kvæði um viðræður um þann grundvöll, er byggja megi öryggi Evrópu á. Þess er að vænta, að þau ummæli i sam- eiginlegu sovézk-frönsku yfir- lýsingunni, að góð skilyrði hafi verið sköpuð fyrir þvi að leiða störf Evrópuráðstefnunnar um öryggis- og samstarfsmál til lykta á sem skemmstum tima með þvi að þjóðar- leiðtogar sitji lokastig hennar og undirriti lokaályktanirnar, veröi nýr hvati fyrir störf ráð- stefnunnar. Þetta er sérstaklega mikil- vægt með tilliti til þess, að nú nálgast 30 ára afmæli loka heimsstyrjaldarinnar siðari og sigursins yfir fasismanum. Sovétrikin og Frakkland voru meðal þeirra landa er biðu mest tjón I mestu eyðilegging- ar- og blóðsúthellingastyrjöld allra tima. Þess vegna er það sögulega réttmætt, að leiðtog- ar þessara tveggja landa hafa nú lýst yfir þeirri ákvörðun sinni að stuðla að eflingu og viðhaldi friðar i Evrópu. FRÉTTASKÝRENDUR um heim allan hljóta óhjákvæmi- lega að veita athygli afstöðu stjórnanna i Paris og Moskvu til margra helztu mála á al- þjóöavettvangi, t.d. telja báðir aðilar það um fram allt nauð- synlegt i sambandi við ástand- ið I löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafs, að benda á þá breytingu sem orðið hefur I þá átt að taka tillit til lögmætra réttinda Palestinuþjóðarinn- ar. Sovétrikin og Frakkland eru sammála um, að þessi réttindi eigi að tryggja með þvi að framfylgja ályktunum Sameinuðu þjóðanna þannig að tekiö veröi tillit til réttar allra rikja á þessu svæði til sjálfstæðrar tilveru. Báðir aðilar eru einnig þeirrar skoðunar, að ástandið i lönd- unum fyrir botni Miðjarðar- hafs sé enn mjög ótryggt. Það skýrir þá áherzlu sem þeir leggja á, að fyrir tilhlutan friðarráðstefnunar i Genf verði að koma á, svo fljótt sem verða má, réttlátum og varan- legum friði i þessum heims- hluta og að tsraelsmenn kalli heim her sinn frá Öllum þeim svæðum, er þeir hertóku 1967. Sovétrikin og Frakkland, löndin tvö sem á sinum tima áttu svo mikinn þátt i að koma á pólitlskum samningaviðræð- um um Vietnammálið, lýstu enn yfir stuðningi sinum við það, að ákvæðum Parlsar- samningsins um lok striðsins i Vietnam og endurreisn friöar þar, verði hlýtt i hvivetna. Þau lýstu ánægju sinni yfir þvi, að friði hefði verið komið á { Laos, svo og þeirri skoðun sinni, að Kambódiuvandamál- iö ætti að leysa af ibúum Kambódiu sjálfum án utanað- komandi íhlutunar. t SAMBANDI við átök i heiminum, svo sem á Kýpur, þá eru einkennandi gagn- kvæmar áhyggjur Sovétrikj- anna og Frakklands yfir áframhaldandi hættuástandi á þessum slóðum, svo og sam- eiginleg afstaða þeirra til varnar sjálfstæði, fullveldi og friðhelgi landamæra Kýpur á þeim grundvelli, aö allir er- lendir herir verði sem fyrst kvaddir heim frá eynni. Almenn vandamál I sam- bandi við afvopnun bar einnig mjög á góma i viðræðunum i Rambouillet. Báðir aðilar lögðu áherzlu á nauðsyn kjarnavopnaafvopnunar sem mikilvægs þáttar i almennri allsherjar afvopnun undir öflugu alþjóðlegu eftirliti. Af fundinum i Rambouillet er ljóst, að Sovétrikin og Frakk- land eru enn sem fyrr fylgj- andi þvi að kölluð verði saman alþjóðleg afvopnunarráð- stefna, meö tilliti til þeirrar staðreyndar, að slik ráðstefna gæti átt verulegan þátt i þvi að létta af mannkyninu oki vopnabúnaðar. Báöir leiðtogarnir hafa lýst ánægju sinni yfir þvi and- rúmslofti, er rikti i umræðun- um og skoðanaskiptunum i Rambouillet. Fundurinn sann- færði þá enn einu sinni um nauðsyn áframhaldandi funda af þessu tagi. Almenn við- brögð við fundinum I Ram- bouillet sýna, að i augum ann- arra þjóöa eru samskipti Sovétríkjanna og Frakklands táknræn fyrir friðarþróunina, þau eiga snaran þátt i eflingu friðar og alþjóðlegs öryggis.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.