Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 10.12.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Þriðjudagur 10. desember 1974. Kagnheiður Guðmundsdóttir afhendir verðlaun fyrir merkjasölu. Allt frá 1925 hefur merkjasala á öskudag verið ein helzta fjáröflunarleið Rauða krossins. Hjúkrunarkonan Sigriður Bachmann með námskeið á vegum. R.k. að Kiðjabergi I Grimsnesi. Sigriður er fremst á myndinni, sem mun vera tekin um 1936. Asamt norska Rauða krossinum hefur Kauði kross tslands gengizt fyrir ferðum bæklaðra barna tii Noregs. Þessi mynd var tekin sumarið 1974, þegar Norðmenn buðu islenzkum börnum — heilbrigðum og bækl- uðunt —til Noregs til tilefni 11 alda íslandsbyggðar. Ragnheiður Guðmundsdóttir læknir, form. Reykjavíkurd. R.K.Í.: RAUÐI KROSS ÍSLANDS 50 ÁRA RAUÐI kross íslands — R.K.t. — var stofnaður 10. des. 1924 og er þvi orðinn 50 ára. Það var ekki fyrr en ísland- varð fullvalda riki 1918, að hægt var að stofna R.K. — félag á tslandi en Alþjóða R.K- inn er eins og kunnugt er stofnaður 1863 I Genf. Einn aöalhvatam aður að . stofnun R.K.t. og fyrsti formaður hans var Sveinn Björnsson siðar 1. forseti tslands. Auk hans má sérstaklegz nefna þá læknana Gunnlaug Claessen og Guömund Thoroddsen. sem mikið komu við ■sögu og mótuðu R.K-starfið I upphafi. A stjórnarfundi 29. mal 1925 var skýrt frá þvl, að ríkisstjórn tslands hefði viðurkennt R.K.t sem hið eina R.K-félag á íslandi — og jafnframt var skýrt frá þvl, að R.K.t hefði hlotið viður- kenningu Alþjóða R.K-ins I Genf. öll R.K-félög vinna I samræmi við grundvallarreglur Alþjóða R.K-ins, en taka sérstakt mið af þörfum slns iands. Þannig segir m.a. i fyrstu lögum R.K. í 5. gr. ,,að vinna að hvers konar umbótum til hollustu, hjúkrunar og heilsu- bótar hér á landi og við landið, svo og öðrum framkvæmdum og umbótum, sem eru i samræmi við R.K — hugmyndirnar, eftir þvi er efni og starfskraftar félagsins hrökkva til.” í samræmi við þetta réöi R.K.l. strax i upphafi — eða áriö 1925 — til sin hjúkrunarkonu Guðnýju Jónsdóttur og var fyrsta verkefni hennar að dveljast á Siglufirði um sildveiðitimann sjó- mönunum þar til aðstoðar. Þeir læknarnir Gunnlaugur Claessen og Guðmundur Thor- oddsen tóku strax á þessu sama ári aðsér að undirbúa námsskeið i „Hjálp i viðlögum”, en þá og löngum siðar gengu skyndi- hjálparnámsskeiðin undir þessu nafni. Um sama leyti var einnig hafizt handa um að fá sjúkrabil til landsins á vegum R.K-ins. Eitt af fyrstu áhugamálum R.K.Í. var að koma upp hjúkrunarstöð i Sand- gerði, og dvaldist hjúkrunar- konan þar á vertiðinni sjómönn- unum til aðstoðar svo og fólkinu i byggðarlaginu. Sjúkraskýli var siðan reist i Sandgerði, en það var ei fullgert fyrr en á árinu 1939 Fyrir utan betri aðstöðu til hjúkrunar var þar m.a. gufu- baðstofa. Þetta sjúkraskýli var starfrækt i mörg ár, en er nú úr sögunni fyrir allmörgum árum vegna breyttra aðstæðna. Eftir að R.K.I. gerðist 1925 aðili að sambandi Rauða kross félaga — League of Red Cross Societies — en það er ein af stofnunum Aiþjóða R.K-ins, bauð sambandið R.K.l að kosta ísl. hjúkrunarkonu til náms i hjúkrunarfræðum i Bedford College i London. Kristin Thoroddsen varð þessa námsstyrks aðnjótandi. Hún kom að dvöl þessari lokinni til starfa hjá R.K.Í. Hún varð siðar skóla- stjóri Hjúkrunarskóla íslands og fyrsta forstöðukona Landspitalans. Sigriður Bachmann hjúkrunarkona naut siðar sams konar styrks við Bedford College og einnig hún starfaði hjá R.K.l. Hún varð svo siðar, eins og kunnugt er skóla- stjóri Hjúkrunarskólans og forstöðukona Landspitalans. — R.K.I. tók á sínum tima að sér — árið 1937 — að tilhlutan landlæknis og forstöðukonu Landspitalans að koma á fót forskóla fyrir hjúkrunarnema við Hjúkrunarskóla Islands. En jafn- framt þessari kennslu unnu hjúkrunarkonur R.K.l. að fræöslustörfum á þessum árum viðs vegar um landið með þvi að halda námsskeið i „hjálp i viðlögum” og heimahjúkrun. Af öðrtim afskiftum R.K.l. af hjúkrunarmálum, sem mikil áhrifhafa haft, ervert að geta, að á stjórnarfundi 11. febrúar 1963 var samþykkt tillaga frá einum stjórnarmanni þess efnis, að R.K.I. beitti sér fyrir þvi, að hafizt yrði handa um að mennta sjúkraliða hér á landi til að bæta að einhverju leyti úr þeim geigvænlega skorti á hjúkrunar- fólki sem þá var og yrði enn meiri einkum þegar Borgarspitalinn tæki til starfa og viðbyggingar Landspitalans kæmust i gagnið. Tillagan var samþykkt einróma. ogáttiR.K.l siðan samvinnu við heilbrigðisyfirvöld umað fá hjúkrunarlögunum breytt þannig, að nám og starf sjúkraliða var heimilað. Þessi lagabreyting var gerð á Alþingi 1965. — Nú hafa yfir 600 sjúkraliðar verið menntaðir á sjúkrahúsum i Reykjavik og utan Reykjavikur. Mikill fjöldi þeirra er nú starf- andi á sjúkrahúsum og hjúkrunarheimilum landsins. Hvernig væri nú umhorfs á sjúkrahúsum landsins ef sjúkraliðanna nyti þar ekki við? Af framansögðu má sjá, að R.K- inn hefur beint og óbeint haft mikil áhrif á mótun og gang hjúkrunarmála á Islandi. Nokkur störf R.I^.í. á striðsárunum A striðsárunum 1939-1945 varð R.K.I. að takast á við mörg ný verkefni eins og að likum lætur. Hann vann i samráði við stjórn- völd að margvíslegum öryggis- ráðstörfunum fyrir landsbúa. Happdrætti 1974 Framsóknarflokksins VÍNNINGAR: Alls 24 farseðlar í hópferð til Kanaríeyja með Ferðaskrifstofunni Sunnu. Ferðin stendur í hdlfan mdnuð, 22/3 til 5/4 1975. Dvalið verður á Hótel Waikiki og er hdlft fæði innifalið í farseðli. Vinningar skiptast þannig: í. Farseðlar fyrir 4 manna fjölskyldu 187.600,00 2. Farseðlar fyrir 4 manna fjölskyldu 187.600,00 3. —5. Farseðlar fyrir tvo, alls 3 vinningar 281.400,00 6.—15. Farseðill fyrir einn, alls 10 vinningar 469.000,00 Samtals kr. 1.125.600,00 VERÐ MIÐANS KR. 200,00 Dregið 23. desember 1974 Þeir sem hafa fengið heimsenda miða, með gíróseðli, eru vinsamlegast beðnir að greiða þá í næstu peningastofnun, banka, sparisjóð eða á póststofu, en einnig má að sjálfsögðu senda greiðsluna til Happdrættisskrifstofunnar pósthólf 5121. Afgreiðsla Tímans, Aðalstræti 7, tekur einnig á móti uppgjöri og hefur miða til sölu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.