Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 10
10 ÁST OG KÆRLEIKUR ERU ÓKEYPIS HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Ákveðið hefur ver- ið að halda ekki forkeppni fyrir Eurovision á næsta ári. Kristín Björg Þorsteins- dóttir er áhuga- kona um Eurovision. Hún segir að ekki skipti máli hvor aðferðin er notuð með tilliti til árangurs í keppninni. „Hvort tveggja virðist virka. Þegar Selma Björnsdóttir var í öðru sæti á sínum tíma var engin forkeppni. Lagið var bara pantað. Í fyrra var engin forkeppni og það lag náði ekki langt þannig að það virðist ekki vera nein sérstök uppskrift í þessu. Þó að þjóðin sé hrifin af ein- hverju lagi þá á það ekkert endilega neitt meiri möguleika í keppninni. Auð- vitað er forkeppni lyftistöng fyrir laga- höfunda en á sama tíma er hægt að verja peningunum í annað. Mér finnst til dæmis tilvalið að verja peningum í meiri flutning á klassískri tónlist. Það vantar mjög mikið í sjónvarpið.“ Eru peningar ekki platástæða? Þetta er svo dýrt. Ég var viðstödd keppnina í Háskólabíói og það var mjög vel að henni staðið. Í fyrra gátu höfund- ar sent inn lög og valið úr þeirra hópi. Það er ekki dýrt en það þarf dómnefnd í það og það gaf ekkert sérstaklega góða raun. Er forkeppni ekki góð til að byggja upp eftirvæntingu meðal þjóðarinnar? Ég held að hún sé alveg jafn mikil með- al þjóðarinnar. Þegar við erum komin á erlenda grund þá stöndum við saman, hvernig sem lagið hefur verið valið. Ég hef lengi verið viðloðandi keppnina og ekki orðið vör við að það væri neitt minni stemning þó að lagið sé ekki lagt í hendur þjóðinni eða dómnefnd. Hvað finnst þér um að flytja lagið á ensku eða íslensku? Mér finnst við samkeppnishæfari að flytja það á ensku. Mér finnst það allt í lagi. Forkeppnin skiptir ekki máli EUROVISION SJÓNARHÓLL Fjárframlag til samstarfsverkefnis Fjölmenntar og Geðhjálpar fyrir næsta ár er loks í höfn. Á ýmsu hefur gengið með verkefnið síðustu miss- erin. Síðla sumars leit út fyrir að á annað hundrað manns myndu ekki geta hafið nám í húsnæði Geðhjálp- ar í haust eins og þeir höfðu sótt um, þar sem engin vissa fékkst um fjármuni til kennslunnar. Öllu starfs- fólki verkefnisins hafði verið sagt upp í vor og fólkið sem hafði sótt um nám í hinum ýmsu greinum beið í óvissu. Þegar allt virtist komið í óefni bárust þær fréttir frá fjárveitingavaldinu að námið á haustönn yrði tryggt. Enn syrti í álinn þegar leið nær jól- um því enn vantaði fjármuni til næsta árs. Vonin þvarr eftir því sem dagarnir liðu og menn kvöddust í fullkominni óvissu um framhaldið við haustannarlok. „En svo fengum við fregnir um fjár- framlag og að reksturinn yrði tryggð- ur á næsta ári í samræmi við þarfir,“ sagði Sveinn Magnússon fram- kvæmdastjóri Geðhjálpar sem sagði um 100 manns hafa sótt um nám á vorönn. „Það er engin spurning að þetta nám hreinlega bjargar mörgum frá innlögn á sjúkarhús,“ sagði hann enn fremur. „Það eru allir sammála um mikilvægi þessa náms og nú vonum við, öll sem eitt, að barátt- unni fyrir tilveru þess sé endanlega lokið og að það verði tryggt í sessi til framtíðar. Það græða allir á því.“ Bjargar mörgum frá innlögn EFTIRMÁL: SVEINN MAGNÚSSON FRAMKVÆMDASTJÓRI: 24. desember 2004 FÖSTUDAGUR Notalegra í góðu veðri Hátíðahöldin fara fram með hefðbundnum hætti á sjó um jól og áramót. Guðmundur Haraldsson, skipstjóri á Selfossi, verður á sjó og segir að brytinn verði með mjög góðan mat, þríréttað eins og gerist á bestu hótelum, og áhöfnin borði saman. JÓLIN Ekki veit Guðmundur Haraldsson hvað verður á mat- seðlinum á aðfangadagskvöld en kalkúnn veit hann að verður í mat- inn á gamlárskvöld. Hangikjöt ku vera á boðstólum á jóladag. Áhöfnin á saman jólalega stund á aðfangadagskvöld. Guðmundur segir að þegar brytinn hafi lokið sínum störfum um kvöldið komi öll áhöfnin saman, tólf manns, og þiggi jólagjafir frá kvenfélaginu Hrönn en það er félag eiginkvenna skipstjóra og stýrimanna. Kven- félagið gefur öllum áhöfnum jóla- gjafir. „Það er mjög verðugt fram- tak. Svo sitjum við saman og njót- um kvöldsins,“ segir hann. „Þetta fer svolítið eftir veðri. Það lítur út fyrir gott veður á að- fangadagskvöld, sérstaklega með- an brytinn er að elda matinn og við erum að borða. Við verðum þá á milli Íslands og Skotlands og ég á ekki von á að það verði mikill velt- ingur. Ef veltingur er mikill er erfitt fyrir brytann að elda. Það er líka erfiðara fyrir áhöfnina að halda sér með annarri hendi og matast með hinni. Ef veðrið er gott er þetta miklu notalegra.“ Guðmundur á allt eins von á að það heyrist sæmilega í útvarpi á aðfangadagskvöld en segir annars að sendingarnar dofni í myrkri og þegar fjær dregur landi. Áhöfnin hlusti á útvarpið í gegnum talstöð- ina. Ef áhöfnin nær ekki messunni þá verða bara spiluð jólalög. „Þetta getur verið mjög notaleg stund um borð í skipunum,“ segir hann. Guðmundur hefur margoft verið á sjó um jólin en nú orðið er hann annað hvert ár á sjó og annað hvert í landi. „Í gamla daga var þetta gjarnan þannig að skipstjór- inn tók sér frí um jólin og fyrsti stýrimaður leysti hann af og var úti á sjó. Sem betur fer eru tveir skipstjórar og tveir stýrimenn um hverja stöðu á skipum Eimskips í dag þannig að þetta skiptist á ann- að hvert ár.“ Guðmundur á fjögur börn og fjögur barnabörn og fjölskyldan kippir sér ekki upp við fjarveru hans um jólin. „Þetta þykir nokkuð eðlilegt. Þegar maður var yngri og börnin ung liðu kannski fimm til sjö ár á milli þess að maður væri heima á jólunum. Maður missti mörg jól með börnunum á þeim árum en nú nýtur maður þeirra með börnunum sem eru orðin hálf- fullorðin og með barnabörnunum,“ segir hann. Guðmundur hefur verið skip- stjóri á Selfossi í tæp tvö ár. Hann var áður á Lýru, skipi sem Eimskip átti í leiguverkefnum erlendis. Hann hefur starfað hjá Eimskipi í 37 ár. ghs@frettabladid.is Jólaljósin hans Sigtryggs: Gleðja útlendinga JÓLASKRAUT „Ég var með Dani í heimsókn og fór um borgina og sýndi þeim jólaljósin. Þeir urðu orðlausir þegar þeir sáu allt skrautið hjá Sigtryggi,“ segir Guðný Ólafsdóttir, starfsmaður Samskipa, um jólaljósin sem lýsa upp hús og garð Sigtryggs Helga- sonar í Hlyngerði 12 í Reykjavík. Sjálfri finnst Guðnýju talsvert til koma, líkt og öðrum sem fara þar hjá. „Við skoðuðum líka húsið í Ártúnshöfðanum og ekki varð hrifningin minni við það. Það var mjög gaman að sýna þeim þetta.“ Guðný bendir á að rafmagnið sé talsvert ódýrara hér en í Dan- mörku og þar af leiðandi eru Danir rólegri en við þegar kemur að rafknúnu jólaskrauti. Því reka þeir upp stór augu þegar þeir sjá ljósadýrðina á Íslandi. Kannski ástæða sé til að bjóða upp á sérstakar jólaljósaskoðun- arferðir til Íslands líkt og brennu- og flugeldaferðirnar sem útlend- ingar flykkjast í um áramót. - bþs LJÓSIN Í TRJÁNUM Danskir gestir Guðnýjar Ólafsdóttur urðu orðlausir þegar þeir sáu ljósadýrðina hjá Sigtryggi. GUÐMUNDUR HARALDSSON SKIPSTJÓRI Guðmundur er á sjó um jólin annað hvert ár. Hann segir að áhöfnin borði saman, taki upp pakka frá kvenfélaginu Hrönn og hlusti á messuna í útvarpinu. FRÉTTAB LAÐ IÐ /H AR I HVAÐ ER NÚ ÞETTA? Ísbjörninn í dýragarðinum í Tókýó rekur upp stór augu þegar sjálfur jólasveinninn færir honum hádegisverðinn. Það dugar ekkert minna en heill lax svo bangsi fái magafylli. KRISTÍN BJÖRG ÞORSTEINSDÓTTIR. SVEINN MAGNÚSSON Þórshöfn: Engar rjúpur JÓL Íbúar Nausts, dvalarheimilis aldraðra á Þórshöfn á Langanesi, fá ekki rjúp- urnar sínar þessi jólin frekar en flestir aðrir. Því verður hamborgar- hryggur á borðum með tilheyrandi meðlæti. Í eftirrétt er heima- lagaður ís ráðskonunnar. Sjö búa á Nausti sem stendur við Langanesveg eins og aðrar helstu stofnanir og fyrirtæki bæj- arins. Tveir verja jólunum í heimahúsum en fimm á dvalar- heimilinu. Jólahald á Nausti verður með hefðbundnum hætti, presturinn lítur inn um hádegisbilið og sest verður að borðum klukkan hálf sjö. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.