Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 14
Fimm ára börnin sem spurð voru á síðum þessa blaðs um daginn hvers vegna jólin væru haldin, gátu ekki svarað því. Þau vissu allt um jólasveina og jólagjafir, en virtust ekki vita af Jesúbarn- inu. Mér fannst það dapurlegt. Ég vona svo sannarlega að einhver verði til að benda þeim, og öðrum börnum á raunverulegt tilefni jól- anna. Vegna þess að þar er að finna það sem er mikilvægast alls. „Þér munuð finna ungbarn reifað og lagt í jötu.“ Það sagði engillinn við hirðana. Og jólin enduróma orð þeirra og söng. Allir foreldrar og afar og ömmur þekkja hve undursamlegt það er þegar barn fæðist, hvernig allt ummyndast og tekur á sig annan blæ. Ungbarn vekur til- finningar auðmýktar, umhyggju og gleði. Við hljóðnum í návist þess, og finnum til lotningar og virðingar. Það er einmitt slíkt sem Guð vill laða fram í lífi okk- ar. Með því að fæðast sem barn inn í þennan heim laðar Guð fram hið besta í okkur og leysir úr læð- ingi kærleikann sem trúir, vonar og umber allt og fellur aldrei úr gildi. Þess vegna birtist Guð ekki sem ofurhetja eða yfirþyrmandi kraftbirting, heldur sem varna- laust, allsvana barn í jötu. Í Jesú- barninu þráir Guð þig eins og barn þráir foreldra sína og kallar eftir athygli þeirra og umhyggju. Í Jesúbarninu er Guð að sýna þér hvað mest er og mikilvægast alls. Jatan er tákn Guðs gegn hroka og oflæti, barnið litla er vottur visku hans andspænis heimsins afli og auði, orð og sögur Jesú segja okkur hvað mestu máli skiptir. Þess vegna er okkur svo mikil- vægt að rifja þetta upp og læra, og kenna börnunum okkar. Þess vegna eru jólin. Af sögu og orðum Jesú lærum við til dæmis að öll dýrmætustu gildi lífsins vaxa af rótum auð- mýktar og kærleika. Það er auð- velt að gleyma því, ekki síst á allsnægtatímum þar sem nægta- hornin virðast ótæmandi og til- boðin sífellt glæstari. En víst er að gleði og friður ná ekki að fylla hjarta manns ef friðleysi og streita, reiði og vantrú hefur sest að í sálinni. Hversu mjög sem tjaldað er til og á sig lagt til að ná sér í réttu stemningu hinna full- komnu jóla, þá nægir það ekki. Því miður. En til að gera hreint hið innra nægir ekki að sópa út, heldur þarf að ljúka upp fyrir Guði, sem er kærleikur. Gleði og friður streymir fram í hjörtum þeirra sem ljúka upp fyrir kær- leikanum. Hvers vegna eru jólin? Vegna þess að Guð gefur okkur þau. Guð sem elskar þennan heim og gaf son sinn, Jesú Krist, til lífs og heilla heiminum öllum. Jólaguð- spjallið er frásagan af því, sagan af barninu sem lagt var í jötu, af trúfesti hirðanna og söng englanna. Þessi látlausa, yndis- lega saga mun óma um heims- byggðina alla í nótt, í orðum og tónum, ljóði og söng. Hlustaðu eftir því sem hún er að segja! Og þiggðu þá gjöf sem þar er rétt til þín. Leitastu við að lifa í með- vitund um að þú ert umvafin ást og náð, umhyggju og kærleika Guðs allar stundir. Horfðu með þeim augum á jólaljósin, og taktu utan um þau sem þér eru næst, og hlustaðu eftir orðinu um frelsar- ann sem fæddur er, barnið í jötunni, sem er Drottinn þinn og Guð þinn. Hann gefi þér og þínum gleðileg jól. ■ H eims um ból helg eru jól“ segir í texta Sveinbjarnar Egils-sonar í hinum þekkta jólasálmi, sem nú um hátíðarnar munhljóma í kirkjum landsins og víðar um land þar sem fólk kemur saman. Rætur þessa fallega sálms liggja í bænum Obendorf í Austurríki í námunda við Salzburg, og má rekja þær allt aftur til 24. desember árið 1818 þegar sálmurinn var fyrst fluttur við messu þar í bænum. Sagan segir að Joseph Mohr aðstoðarprestur hafi samið textann tveimur árum fyrr, en hann hafi að morgni aðfanga- dags komið að máli við Franz Gruber, sem þá var tónlistarkennari á staðnum, og beðið hann að semja lag við textann fyrir tvo ein- söngvara, kór og gítar. Þeir fluttu það svo ásamt öðrum við messu í Nikulásarkirkjunni um kvöldið, og síðan hefur það hljómað víða um heim. Á þýsku hefjast öll versin 6 á orðunum „kyrra nótt - heilaga nótt“ og hinn enskumælandi heimur hefur þýtt það beint, en hér fór Sveinbjörn Egilsson aðrar leiðir sem kunnugt er. Í þau nærri 200 ár sem sálmurinn hefur verið sunginn hefur hann átt sinn þátt í að sameina fólk um jólahátíðina – sameina fjöl- skyldur, vini og félaga. Það er hreint ótrúlegt hve mikil áhrif sálm- urinn hefur haft á hinn kristna heim. Á þessari hátíð frelsarans er hollt að huga að hinum andlegu verðmætum. Hin veraldlegu verðmæti skipta menn oft miklu máli um stundarsakir, en þegar upp er staðið eru það hin andlegu verð- mæti, góð heilsa og vináttan, sem skipta mestu máli. Fólk leggur mikið á sig og ferðast yfir lönd og yfir höf til að vera með sínum um jólin. Það eru engir aðrir dagar á árinu sem skipta eins miklu máli í þessum efnum og þeir sem eru nú framundan. Þrátt fyrir að ytri búnaður hátíðarinnar hafi breyst í áranna rás er það þó alltaf fæðing frelsarans og kærleikurinn sem eru miðpunkturinn. Í nútímaþjóðfélagi er það hraðinn og ysinn sem er orðinn meira áberandi en áður. Margskiptar fjölskyldur koma líka æ meira við sögu, fjölskyldumynstrið er orðið svo flókið hjá sumum, að það getur verið heilmikið mál að skipuleggja jólahátíðina þannig að allir geti hist og verið saman og notið hátíðarinnar. En það eru því miður ekki allir sem geta verið í faðmi fjölskyldu og vina um jólin. Sumir þurfa að dvelja á sjúkrahúsum eða öðrum stofnunum. Margir þurfa að sinna skyldustörfum til sjós og lands og í fjarlægum heimshlutum, þar sem almennt eru ekki haldin jól, en hvar sem kristnir menn eru staddir reyna menn að gera eitthvað sem minnir á jólahátíðina, og þá gjarnan heimalandið. Það eru lítil jól hjá Íslendingum í útlöndum ef þeir hafa ekki hangikjöt við höndina og geta ekki hlustað á jólamessuna í Útvarpinu. „Friður á jörðu, því faðirinn er/fús þeim að líkna, sem tilreiðir sér“ segir Sveinbjörn Egilsson svo í sálminum góða. Það er því miður ekki því að heilsa að það sé alls staðar friður á jörðu. Það er margskonar ófriður í gangi, ekki bara stríð með öllum þeim hörm- ungum sem þeim fylgja, heldur ófriður manna í milli sem birtist í ýmsum myndum. Reynum að láta boðskap jólasálmsins ríkja í hjörtum vorum um hátíðarnar. Gleðileg jól. 24. desember 2004 FÖSTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Á þessari hátíð frelsarans er hollt að huga að hinum andlegu verðmætum. „Heims um ból“ FRÁ DEGI TIL DAGS Þrátt fyrir að ytri búnaður hátíðarinnar hafi breyst í áranna rás er það þó alltaf fæðing frelsarans og kærleikurinn sem er miðpunkturinn. ,, Af sögu og orðum Jesú lærum við til dæmis að öll dýrmætustu gildi lífsins vaxa af rótum auðmýktar og kærleika. Það er auðvelt að gleyma því, ekki síst á allsnægta- tímum þar sem nægtahorn- in virðast ótæmandi og til- boðin sífellt glæstari. ,, Hvers vegna eru jól? Gates selur Slate Netnotkun eykst hröðum skrefum um heim allan með degi hverjum. Það sýna mælingar. Fjölmiðlar laga sig að hinum nýja veruleika með því að auka starf- semi sína á netinu enda fer áhugi aug- lýsenda á miðlinum vaxandi við þessar fréttir um leið og áhugi á hefðbundn- um miðlum, ekki síst prentmiðl- um sem víða eru að tapa les- endum, fer heldur dvínandi. Ein birtingarmynd þessarar þróunar eru kaup bandaríska dagblaðsins Washington Post á vinsælasta vefritinu vestanhafs, Slate.com, sem líklegt er að fjöldi manna hér á landi les daglega. Slate hefur verið haldið úti af Microsoft, fyrirtæki Bill Gates, í tæp- an áratug og vakið athygli fyrir vand- aða umfjöllun um málefni líðandi stundar. Engar breytingar munu fyrir- hugaðar á starfsmannahaldi og rekstri Slate en líklegt er að hinir nýju eigend- ur muni smám saman reyna að ná fram samlegðaráhrifum. Washington Post hefur átt erfitt uppdráttar að und- anförnu og hafa eigendur þess meðal annars brugðið á það ráð að gefa sam- hliða út svokallað „metró-blað“, frétta- blað sem byggir á augýsingatekjum og dreift er ókeypis á fjölförnum stöðum í höfuðborg Banda- ríkjanna. Amazon.com brást Ekki eru fjölmiðlar einir fyrirtækja um að nýta sér vefinn. Æ algengara er að menn stundi þar verslun og viðskipti. Mikil umferð hefur verið um netið vegna jólainnkaupa og hafa stærstu fyrirtækin eins og bókaverslunin Amazon.com, sem höfuðstöðvar hefur í Bandaríkjunum, ekki haft undan að sinna pöntunum. Lundúnablaðið Times flutti um það fréttir í gær að þúsundir bókapantana hefðu safnast upp vest- anhafs og væri fyrirsjáanlegt að ekki væri hægt að koma pökkunum til les- enda fyrir jólin. Sams konar fréttir eru fluttar af fleiri netsölufyrirtækjum. Skilj- anlega hefur þetta valdið kaupendum sem reiddu sig á netið miklum von- brigðum og er málið bæði áfall fyrir viðkomandi fyrirtæki og ákveðinn álits- hnekkir fyrir netið sem slíkt; lofað hafi verið meiru en hægt var að standa við. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SKOÐANIR OG UMRÆÐUR Á VISIR.IS JÓLAHUGVEKJA HERRA KARL SIGURBJÖRNSSON BISKUP ÍSLANDS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.