Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 1
● og opnar pakkana í beinni Birgir Örn Thoroddsen: ▲ Er í hátíðarskapi MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR MIÐNÆTURGUÐSÞJÓNUSTA HEFST Í HALLGRÍMSKIRKJU KLUKKAN 23.30 Séra Jón Dalbú Hróbjartsson heldur hugvekju og þjónar fyrir altari ásamt Magneu Sverrisdóttur djákna. Mótettukór Hallgrímskirkju syngur undir stjórn Harðar Áskelssonar. Ein- söngvari verður Laufey G. Geirlaugsdóttir. DAGURINN Í DAG 24. desember 2004 – 352. tölublað – 4. árgangur ENN ÁGREININGUR UM UPP- GJÖR OPINBERUNAR Kvikmynda- gerðarmenn eru ósáttir við að Kvikmynda- miðstöð kalli ekki eftir uppgjöri vegna myndar Hrafns Gunnlaugssonar, Opinberun Hannesar. Sjá síðu 2 HERMENN Í ÍRAK HEYJA SÁLAR- STRÍÐ Sálarþrek bandarískra hermanna í Írak fer dvínandi. Hermönnum finnst þeir hvergi vera öruggir. Sjá síðu 4 NORSKU LEIÐ SÍMANS LOKAÐ Síminn fann leiðir til að tryggja sér lægra heildsöluverð að neti Og Vodafone. Þeirri leið lokaði Og Vodafone. Sjá síðu 6 KONUR ELDRI EN KARLARNIR Kon- ur í grunnnámi, meistaranámi og doktors- námi við Háskóla Íslands eru 63 prósent nemenda miðað við 20. október. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 36 Tónlist 36 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 32 Sjónvarp 38 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Opið í dag 10-13 Gleðileg jól Vínbúðin opin 9-12 VERSLUN Allt að tveggja sólar- hringa seinkun var á flutningi pakka með flugi frá Bandaríkjun- um fyrir jólin. Pétur J. Eiríks- son, fram- kvæmdastjóri Flugleiða frakt- ar, segir að titr- ingur hafi kom- ið upp meðal viðskiptavina um að jóla- gjafir, sem keyptar hefðu verið á netinu, kæmust ekki til kaupenda fyrir jól en það hafi bjargast. „Það eiga allir að fá sitt fyrir jólin,“ segir hann. Pétur segir að tappi hafi mynd- ast þar sem óvenjumikill farþega- farangur hafi verið frá Bandaríkj- unum upp á síðkastið auk þess sem netviðskiptin hafi aukist gríð- arlega. Þetta hafi leitt til þess að ekki hafi verið jafn mikið pláss fyrir vörur og venjulega um borð í vélunum. Allt má þetta rekja til þess að gengi dollarans hefur ver- ið óvenjulágt. „Vélarnar hafa borið minna vegna þess að það hefur verið óvenjumikill farangur á ferð- inni,“ segir Pétur og rifjar upp dæmi um að ein fjölskylda hafi farið með 19 tómar töskur. Sú fjölskylda hafi reyndar verið um borð í einni af vélunum tveimur þar sem varð að skilja eftir far- angur í Kanada til að hún gæti farið á loft. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að tvær konur hafi komið með hálft tonn í far- angri í gær. „Innkaupafraktin hefur verið svo miklu meiri en við höfum nokkurn tímann séð áður þannig að það hefur tekið lengri tíma en við höfum viljað að koma þessu til landsins. En sem betur fer þá komum við þessu öllu heim,“ segir hann. Jón Ólafur Bergþórsson, fram- kvæmdastjóri FedEx, segir að n e t v e r s l u n i n hafi aukist gríð- arlega síðustu mánuði en ekki verði teknar saman tölur yfir verslunina fyrr en í byrjun næsta árs og þá verði hægt að ræða betur hver aukningin er. „Netversl- unin hefur m a r g f a l d a s t með tilkomu ebay. Það er eins og Íslend- ingar hafi upp- götvað ebay á þessu ári, við finn- um allavega fyrir því,“ segir hann. - ghs FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Tveggja sólarhringa seinkun Allt að tveggja sólarhringa seinkun var á flutningi pakka með flugi frá Bandaríkjunum fyrir jólin. Netverslunin hefur aukist gríðarlega. „Íslendingar hafa uppgötvað ebay“, segir framkvæmdastjóri FedEx. SÍÐA 42 ● notalegra í góðu veðri Guðmundur Haraldsson: ▲ Verður á sjónum um jólin SÍÐA 10 VEÐRIÐ Í DAG STÓRHRÍÐ norðaustan til með morgn- inum. Vaxandi vindur um allt land þegar líður á daginn. Talverð ofankoma fyrir norðan og norðaustan en bjart syðra. Frost 5-12 stig. Sjá síðu 4 Gle›ileg jól Opi› frá 10 til 13 Gleðileg jól Lágafellskirkja: Margt í kirkju GUÐSÞJÓNUSTUR „Hér verða þrjár guðsþjónustur í dag,“ segir séra Jón Þorsteinsson, sóknarprestur í Mosfellsbæ. Á morgun, jóladag, verða tvær guðsþjónustur. „Við þurfum að messa svona þétt svo fólk þurfi ekki frá að hverfa,“ segir séra Jón. - bþs LÁGAFELLSKIRKJA Í MOSFELLSBÆ Kirkjan var vígð á fyrsta sunnudegi í góu 1889. Lengi teygði Lágafellssókn sig niður undir Elliðaár og út í Viðey en við vígslu voru 403 sálir í sókninni. Í dag eru sóknarbörnin næstum sjö þúsund. Tólf ára gömlum var Halldóri Laxness falið að annast orgelleik við messur í Lágafellskirkju. „Embættið var ekki erfitt hjá mér. Kirkjusókn var dræm,“ sagði skáldið síðar. Nú er öldin önnur og Lágafellskirkja allt of lítil fyrir safnaðarstarfið í þessari fjölmennu sókn. PÉTUR J. EIRÍKSSON Titringur kom upp meðal viðskiptavina Flugleiða fraktar um að jólagjafir sem keyptar hefðu verið á netinu kæmust ekki til kaupenda fyrir jól en það bjargaðist. JÓN ÓLAFUR BERGÞÓRSSON Framkvæmdastjóri FedEx segir að net- verslunin hafi marg- faldast með tilkomu ebay. „Það er eins og Íslendingar hafi upp- götvað ebay á þessu ári, við finnum alla- vega fyrir því.“

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.