Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 42
■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Georg Kr. Lárusson Í takt við tímann Snorri Steinn Guðjónsson 42 24. desember 2004 FÖSTUDAGUR Í kvöld verða haldin heilög jól í Herkastalanum, sem og endranær á aðfangadagskvöld. Miriam Ósk- arsdóttir hjá Hjálpræðishernum á von á 200 manns í jólamatinn, en kokkurinn hefur á tilfinningunni að gestirnir verði fleiri í ár. Kokk- urinn og reyndar allir sem koma að eldamennsku og uppfarti Hjálpræðishersins þessa helgu nótt eru sjálfboðaliðar. „Jólamaturinn er í samstarfi við Vernd og alls þrjátíu manns sem hjálpa til,“ segir Miriam. Ekki endilega hermenn heldur hinn al- menni borgari, innan kirkna sem utan. „Tvær fjölskyldur eru meðal sjálfboðaliðanna og einstæð móðir, en börn hennar eru í útlöndum um jólin. Fólkið á sameiginlegt að vilja láta gott af sér leiða.“ Hún segir jólagestina koma úr öllum áttum; einstæðinga, ein- mana sálir, ekkjufólk og þá sem eiga ekki fast heimili nema í gisti- skýlum yfir blánóttina. Einnig ungt fólk á villigötum og háð fíkniefnum. „Svo koma alltaf nokkrir útlendingar sem ekki þekkja þjóðarsiðina en vilja upp- lifa íslensk jól. Fólkið er jafnan í hátíðaskapi og kátt í sinni, en auð- vitað eru sumir sorgmæddir og alltaf einhverjir sem gráta á þessu kvöldi. Sumir vökna af gleði yfir því að upplifa ekta jól meðan aðrir gráta af söknuði.“ Jólamáltíðin byrjar klukkan sex; um leið og jólin hringja inn. Á boðstólum verður súpa, hangikjöt, hamborgarahryggur og lamba- læri, og svo óvæntur eftirréttur. „Við fáum lánuð hitaborð frá Hótel Borg og mikið af matnum gefins; allt kjötið frá Nóatúni og súpuna og uppstúfinn frá Múla- kaffi. Það sem vantar upp á versl- um við úr jólapottinum, en notum hann líka til að gefa matarúttektir fyrir þá sem kjósa að halda jólin heima.“ Þegar Miriam talar um jóla- pottinn á hún við innkomu fyrir sölu Herópsins sem hermenn Hjálpræðishersins selja Íslend- ingum á helstu verslunarstöðum, en með því að kaupa Herópið styrkja landsmenn sína minnstu bræður, enda eina fjármögnun hersins. „Flestir koma í sínu fínasta pússi og eftir matinn dönsum við kring- um jólatréð sem Garðheimar gáfu okkur, syngjum saman og fáum jólakaffi og kökur milli atriða.“ Í fyrra bar óvænta gesti að garði hjá jólagestum Hjálpræðis- hersins, þegar forsetahjónin Ólafur Ragnar og Dorrit duttu inn úr dyrunum á aðfangadagskvöld. „Það var yndisleg heimsókn. For- setahjónin borðuðu með fólkinu og heilsuðu upp á hvern og einn, ásamt því að gefa sér góða stund til að spjalla. Með heimsókninni sýndu gestum okkar mikla virð- ingu, enda ekki sjálfsagt að fórna sjálfu aðfangadagskvöldi. Þetta var mjög óvæntur jólaglaðningur og þau alltaf velkomin aftur,“ segir Miriam með von og fögnuð í hjarta, og endurtekur að allir eru velkomnir í Herkastalann í kvöld. thordis@frettabladid.is Hefur þig einhvern tímann lang- að að vera fluga á vegg og fylgj- ast með jólum hjá öðrum? Sjá hvað jólapakkar annarra geyma? Þá er tækifærið fundið á netinu á aðfangadagskvöld þegar lista- maðurinn Birgir Örn Thoroddsen og kærastan Tinna Ævarsdóttir halda fyrstu jólin sín saman í beinni útsendingu. „Við erum bæði alin upp við jólamatinn á slaginu sex og reyn- um að halda í þá hefð þótt eflaust verði mikið fjör í eldhúsinu yfir jólasteikinni, sem hvorugt hefur áður eldað. Það hafa staðið yfir samningaviðræður um jólamat- inn en nú höfum við sæst á asp- arssúpu, hamborgarhrygg og óá- kveðinn ábæti. Tinna er reyndar stressuð að ég klúðri sósugerð- inni og fari út í einhverja til- raunamennsku með súpuna, en vonandi verður hún hvorki of sölt né brennur jólasteikin,“ segir Birgir í blússandi jólaskapi. „Það er orðið jólafínt heima núna. Við verðum á rúntinum með myndavélina um íbúðina, sýnum frá eldamennskunni, borðhaldinu og jólagjöfunum; allt þar til við förum í háttinn á jóla- nótt. Vitum að margir vinir í út- löndum ætla að horfa og útsend- ingin auðvitað tilvalin fyrir þá sem vantar félagsskap um jólin.“ Útsendingin verður á lista- safn.is. Birgir lofar jólakossi á þessu rómantíska jólakvöldi. „En ekki undir mistilteini. Við erum svo óamerísk í okkur,“ seg- ir hann af rammíslenskri alvöru. thordis@frettabladid.is Jólapakkar opnaðir fyrir augum alheims JÓLIN KOMA TIL ALLRA Birgir Örn Thoroddsen listamaður er kominn í hátíðaskap. Út- sendingin er raunveruleikagjörningur og hluti af sýningunni Ný íslensk myndlist, en Birgir hefur verið í almennri heimatiltekt fyrir framan augu alþjóðar á netinu og sjónvarpsþætt- inum Innlit-Útlit. HÁTÍÐLEG JÓL Í HERKASTALANUM Í dag er glatt í döprum hjörtum, því Drottins ljóma jól. Gleði jólagesta Hjálpræðishersins var fölskvalaus á aðfangadagskvöld í fyrra þegar for- setahjónin komu óvænt í jólamat og jólagleði Herkastalans. AÐFANGADAGSKVÖLD Í HERKASTALANUM: ALLIR VELKOMNIR Í JÓLAMAT OG SAMVERU Klökknað af gleði yfir alvöru jóla Nú er sá tími þegar nauðsynlegt er að hugsa til smáfuglanna sem sækja í bæi í leit að æti. Litlu krílin eiga erfiða tíma núna við að finna sér æti og því um að gera að reyna að auðvelda þeim að komast af á köldum vetrar- dögum. Helstu smáfuglarnir sem sækja í garðana eru snjótitt- lingar, þrestir, auðnutittlingar og starar. Tómas Óskar Guðjónsson, forstöðumaður í Fjölskyldu og Húsdýragarðinum, segir sól- skríkju- eða finkufóður vera mjög gott fyrir frææturnar sem eru auðnutittlingarnir og snjó- tittlingarnir. „Brauð og ávextir er gott fyrir starrana og þrestina eða einhver fita eins og tólgur, mör eða afgangur af jólasteik. Svo er auðvitað gott að gleyma ekki andarfuglunum niðri á tjörn sem allir þiggja brauðmola. Þetta er tíminn sem öll þessi litlu grey reiða sig á jólaskapið og góðmennskuna í fólki því á þess- um tíma er oftast fönn yfir jörðu og lítið að hafa fyrir greyin.“ Snjótittlingum er illa við að vera inni á milli trjáa og því er best að gefa þeim á opnu svæði eða á húsþök. Þrestirnir og star- arnir éta bæði af jörðinni og af matarpöllum og auðnutittlingar kjósa matarpallana fram yfir jörðina. Gott er að setja fóðrið bæði á jörðina og á bretti fyrir fuglana. Brettin er hægt að setja eitthvert hátt upp, til dæmis upp á súlu, rólur eða trjábol þar sem þeir eru öruggari fyrir köttum. Einnig er mjög skemmtilegt að festa brettið á gluggakistu fyrir utan glugga og þá er líka auðvelt að fylgjast með þessum fallegu krílum úr lítilli fjarlægð. ■ ...fær Jesús Kristur, stritandi al- múginn fær frídaga vegna fæð- ingar hans og upprisu hans á páskum. Vegna Frelsarans eru langflestir frídagar á árinu haldnir heilagir. Jesús fær líka þakklæti fyrir fagra hátíð ljóss og kærleika, og um leið heita bæn um að hvert mannsbarn megi eiga gleðileg jól. HRÓSIÐ Nú er það svart Fréttablaðið vill beina þeim tilmælum til lesenda að auðvelda blaðberum okkar að bera út blaðið. Vinsamlegast mokið frá útidyrahurðum og hafið kveikt á útiljósum. Skjólstaðir um jólin Þótt jólahátíðin sé flestum um- vafin ljósi, skreyttu og hlýju heimili og traustum faðmi ástvina eiga ekki allir Íslendingar fastan samastað í tilverunni, þótt helgust hátíð sé gengin í garð. Þá opna dyr sínar styrkar sálir fórnfúsra sem láta gott af sér leiða. Auk jóla- kvöldverðar Hjálpræðishersins og Verndar í Herkastalanum á að- fangadagskvöld verður Samhjálp við Hverfisgötu 42 með jólamat frá 11 til 14 á aðfangadag, jóladag og annan í jólum, auk hátíðarsam- komu klukkan 16 á aðfangadag jóla. Allir eru velkomnir en eina skilyrðið er að menn séu kurteisir og prúðir, og ekki ofurölvi. Þá verður opið allar jólanæturnar í næturathvarfinu Konukoti á vegum Rauða kross Íslands, en at- hvarfið er ætlað heimilislausum konum. Konukot er staðsett í Eskihlíð 4, er opið frá klukkan 21 til 10 á morgnana og þar verður boðið upp á mat og hlýtt skjól. Þá er Kvennaathvarfið opið alla há- tíðadagana og þar haldin jól af mikilli alúð, með góðum mat og skreyttum húsakynnum. thordis@frettabladid.is Gleymið ekki smáfuglunum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.