Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 24.12.2004, Blaðsíða 35
35FÖSTUDAGUR 24. desember 2004 ■ FÓLK ■ KVIKMYNDIR Robbie Williams er mikið fyrir að vera nakinn og segist myndu vilja verða strípalingur þegar hann eld- ist. Hann langar að láta börn- in sín í framtíðinni skammast fyrir pabba gamla. „Ég verð líklega einn af þessum pöbb- um sem er mikill nátt- úrusinni og huglægt þenkj- andi þegar ég eldist og verð pottþétt mikið fyrir að vera nakinn, eins og núna. Ætli að- almálið sé ekki bara að ég elska að girða niður um mig.“ Aðspurður hvers vegna finnst honum líklegt að hann sé bara svona ánægð- ur með stærðina á litla vin- inum. „Ég söng einu sinni með girt niður um mig bara í gríni. Allir hlógu svo að ég hló. Svo fór ég allt í einu að hugsa hvað mér þætti þetta þægilegt og þá fór fólk að verða vandræðalegt því ég neitaði að fara í fötin. Þetta var afar frelsandi tilfinn- ing.“ ■ Leikkonan Natasha Lyonne, semlék meðal annars í American Pie, var handtekin á heim- ili sínu í New York fyrir skömmu eftir heiftarleg rifrildi við nágranna sinn og fyrir að hóta að meiða hund hans. Lyonne á víst að hafa ruðst inn í blokkaríbúð nágranna síns rétt fyrir miðnætti og öskrað að honum ókvæðisorðum. Því næst reif hún niður spegil og greip síðan hundinn og hótaði að meiða hann. Aðrir íbúar í blokkinni hringdu á lög- regluna sem handtók leikkonuna. Leikarinn Robert Blake myrti konusína, Bonny Lee Bakley, þar sem hann fann ekki leigumorðingja til verksins. Þessu heldur saksóknari fram en réttarhöld yfir Blake hófust í Los Angeles í vikunni. Verjendur Blake segja hins vegar að leikarinn hafi hvergi komið nálægt morðinu og benda á að einu vitnin sem saksóknari hafi séu tveir eiturlyfjafíkl- ar sem vart sé hægt að taka mark á. Söng- og leikkonan BarbraStreisand samþykkti aðeins að leika í kvikmyndinni Meet The Fockers, framhaldinu af Meet The Parents, þar sem hún vildi sýna alþjóð það að hún geti enn leikið. Hin 62 ára gamla leikkona hef- ur ekki leikið í bíó- mynd síðan 1996 þegar hún lék í myndinni The Mirror Has Two Faces. Meðleikarar hennar í Meet The Fockers eru engin smá- stirni, þeir Robert De Niro og Ben Stiller, sem léku einnig í fyrri mynd- inni. Fegurðardrottningin Angelina Jolieer sú kona sem flestir breskir karl- menn vildu kyssa undir mistilteini, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Um 31% breskra karlmanna sagðist helst vilja kyssa leikkonuna úr Tomb Raider undir mistilteini en fast á hæla hennar komu breska stirnið Keira Knightley, Halle Berry, Cameron Diaz og Charlize Theron. Bresk- ar konur vilja hins vegar kyssa Hringadróttins- stjörnuna Orlando Bloom en á eftir hon- um komu Brad Pitt og gamli sjarmörinn George Clooney. ROBBIE WILLIAMS Virðist aldrei hafa átt í neinum sér- stökum vandræðum með sjálfstraustið. Finnst gott að vera nakinn 1500 eintök hafa selst af DVD-út- gáfu kvikmyndarinnar Kaldaljós eftir Hilmar Oddsson. Diskurinn er uppseldur hjá útgefanda en enn eru einhver eintök eftir í búðum. Kaldaljós hefur hlotið fimm al- þjóðleg verðlaun á undanförnum misserum, nú síðast Prix Spécial du Jury, á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Autrans í Frakklandi. Hilmar Oddsson og aðalleikarinn Ingvar E. Sigurðsson hafa meðal annars báðir fengið verðlaun fyrir frammistöðu sína. ■ KALDALJÓS Kvikmyndin Kaldaljós hefur fengið góðar viðtökur, bæði hér heima og erlendis. Kaldaljós selst vel FRÉTTIR AF FÓLKI ÓTRÚLEGUR BLAÐALESTUR Ofurhetj- urnar hinar ótrúlegu hafa verið íslenskaðar og verða sýndar í kvikmyndahúsum um jólin. Allar upplýsingar um sýningar kvik- myndahúsanna má finna í Bíóblaðinu sem fylgir með Fréttablaðinu í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.