Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 2
2 27. desember 2004 MÁNUDAGUR Neyðarvakt utanríkisráðuneytisins vegna hamfaranna í Asíu: Allt að 250 Íslendingar taldir vera á hamfarasvæðum JARÐSKJÁLFTINN Neyðarvakt var komið á fót í utanríkisráðuneytinu í gær eftir náttúruhamfarirnar í Asíu sem kostuðu þúsundir lífið. Fjöldi ættingja setti sig í samband við ráðuneytið til þess að spyrjast fyrir um afdrif Íslendinga sem staddir eru á hamfarasvæðunum að sögn Péturs Ásgeirssonar, skrifstofustjóra ráðuneytisins. Fjöldi íslenskra ferðamanna á hamfarasvæðum lá ekki fyrir í gær að sögn Péturs en áætlað er að 150 til 250 Íslendingar séu á svæðunum. Ekki var vitað um afdrif fjörutíu Íslendinga í gær en þá voru um 65 manns á lista ráðu- neytisins yfir Íslendinga á ham- farasvæðunum. Engar vísbend- ingar bentu þó til þess í gær að Íslendingur hefði farist eða slasast í hamförunum að sögn Pét- urs. Starfsmenn utanríkisráðuneyt- isins unnu í gær að því að afla upplýsinga um Íslendinga á ham- farasvæðunum. „Í framhaldi af því reynum við að hafa áhrif á viðkomandi svæðum, til dæmis í gegnum ræðismenn okkar eða norrænu utanríkisþjónustuna sem við leitum oft til,“ segir Pétur. ■ Gífurleg eyðilegging við Indlandshaf Einn stærsti jarðskjálfti sögunnar reið yfir sunnanverða Asíu í gær. Þúsundir manna liggja í valnum eftir að tröllauknar flóðbylgjur ruddust upp á strendur landanna við Bengalflóa. JARÐSKJÁLFTI Þúsundir manna fór- ust eftir að einn stærsti jarð- skjálfti sögunnar reið yfir sunnanverða Asíu snemma í gær- morgun. Risavaxnar flóðbylgjur mynduðust í kjölfarið og ollu þær miklu tjóni á mönnum og munum. Vitað er um Íslendinga á skjálfta- svæðunum en ekki er talið að nokkuð ami að þeim. Upptök skjálftans í gærmorg- un voru skammt vestur af eyj- unni Súmötru í Indónesíu en á þessum slóðum gengur svo- nefndur Indó-Ástralíufleki undir Evrasíuflekann með tilheyrandi umbrotum. Skjálftinn var 8,9 stig á Richterkvarða og námu jarðskjálftamælar hann um all- an heim, meðal annars hér- lendis. Hefur skjálfti af þeirri stærðargráðu ekki mælst í um fjörutíu ár og aðeins eru dæmi um fjóra stærri skjálfta síðan mælingar hófust fyrir rúmri öld. Stærsti skjálfti sem mælst hefur varð við Chile árið 1960 en hann var 9,5 stig á Richter. Skjálftarn- ir í gær voru um 5.000 sinnum öflugri en Suðurlandsskjálftarn- ir árið 2000 sem voru um 6,5 á Ricther. Við jarðskjálftann lyftist sjávarbotninn undir upptökunum þannig að gífurlegar flóðbylgjur mynduðust í kjölfarið. Sex metra háar öldurnar ferðuðust á ógnar- hraða yfir Indlandshafið en brotn- uðu svo á strandlengjum landanna beggja vegna Bengalflóa. Mann- tjón er talið einna mest á Sri Lanka en þar eru þúsundir sagðar hafa farist og margra er enn sakn- að. Líf í það minnsta einnar millj- ónar íbúa hefur færst verulega úr skorðum vegna hamfaranna. Svipað er uppi á teningnum á austurströnd Indlands þar sem vitað er að á þriðja þúsund manns týndu lífi. Á Maldíveyjum, eyja- klasa suður af Indlandi sem er um 2.500 kílómetra frá upptökum skjálftans, varð mikið tjón vegna flóðanna en eyjarnar rísa hvergi hærra en 1,8 metra yfir sjávar- mál. Strandhéruð þeirra landa sem næst eru skjálftaupptökunum, Taílands, Indónesíu og Malasíu, urðu sömuleiðis illa úti og þar er áætlað að þúsundir manna hafi farist. Talsvert er af erlendum ferðamönnum á skjálftasvæðun- um og er fjölmargra saknað. Ekk- ert amar þó að Íslendingum sem eyða jólunum á þessum slóðum. sveinng@frettabladid.is TAÍLAND, AP Sænsk fjölskylda var nýkomin í jólafrí á Phuket-eyju á Taílandi þegar flóðbylgja gekk þar yfir. „Sjórinn fór og kom síðan aftur á gífurlegum hraða og tók allt með sér,“ sagði faðirinn Kjell Skold. „Þegar sjórinn kom inn í íbúðina settum við föggur okkar á rúmin. Við lokuðum öllum glugg- unum þannig að sjórinn ýtti öllu á undan sér yfir húsið. Við vorum síðan komin upp á þakið, sem fór síðan af húsinu og við flutum í burtu.“ Skold, eiginkonu hans og sjö ára dóttur þeirra, Stephanie, rak á þurrt land og tókst að komast inn í trausta byggingu. Nokkrum mínút- um síðar fundu þau tíu ára son sinn, Sebastian, heilan á húfi uppi í tré. ■ Sænsk fjölskylda hætt komin: Sonurinn uppi í tré Afmælisveisla 2 ára stúlku: Sjö stungnir í slagsmálum OHIO, AP Sjö manns voru stungnir í slagsmálum sem brutust út í af- mælisveislu tveggja ára gamallar stúlku í Ohio í Bandaríkjunum. Margar hnífstungnanna voru al- varlegar og eru einhverjir hinna sjö í lífshættu. Litla afmælisbarn- ið slapp þó með skrekkinn. Tveir menn, 25 og 35 ára, hafa verið ákærðir fyrir ofbeld- isverkin. Annar þeirra er í fang- elsi en hinn á sjúkrahúsi vegna áverka sem hann hlaut. Ekki er vitað hvers vegna slagsmálin brutust út. ■ VIÐ BJÖRGUNARSTÖRF Þyrlur indversku landhelgisgæslunnar voru notaðar við björgunar- og hjálparstörf eftir flóðbylgjur vegna neðansjávarjarðskjálfta gengu yfir í gær. Þyrlan er við störf á Mar- ina-strönd í Tamil Nadu héraði, en sjá má hvernig líki manns sem lést í flóðunum er lyft upp úr sjónum. Evrópskir ferðamenn: Mikils fjölda saknað JARÐSKJÁLFTINN, AP Fjölda evr- ópskra ferðamanna er saknað eft- ir mikla flóðbylgju í kjölfar jarðskjálftans í Asíu í gær. Vinsæl ferðamannasvæði, meðal annars á Sri Lanka og í Taílandi, urðu illa úti í hamförunum. Franskur ferðamaður á Sri Lanka er meðal þeirra sem eiga um sárt að binda en hann sá á eftir fjögurra ára sonardóttur sinni verða flóðbylgjunni að bráð. Sjálfum tókst honum að bjarga sér með því að grípa í trjábol og kom þannig í veg fyrir að flóðbylgjan hrifi hann með sér á haf út. ■ GRILLAÐI Á ANNAN Í JÓLUM Fólk á elliheimili í Grafarvogi kallaði út lögreglu og slökkvilið vegna elds og reyks í íbúð skammt frá elliheimilinu. Húsráðandi í íbúð- inni reyndist vera að grilla þegar lögreglan kom á staðinn. Slökkvi- liði var snúið við. ELDUR Í GARDÍNU Heimilisfólk var flutt á slysadeild vegna gruns um reykeitrun vegna elds sem kviknaði í gardínu á heimili við Háaleitisbraut um klukkan sex á aðfangadag. Eld- ur frá kerti náði í gardínu þeg- ar hún fauk til. Eldurinn varð nokkuð mikill á skömmum tíma og varð fólkið að koma sér út. Slökkvilið slökkti eldinn og reykræsti íbúðina. MIKIÐ AÐ GERA Í SJÚKRAFLUTN- INGUM Mikið var að gera í sjúkraflutningum yfir hátíðirnar. Meirihluti flutninganna var þó nokkuð ánægjulegir, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu, þar sem fólki var hjálpað við að kom- ast til ættingja og vina. 49 flutn- ingar voru á dagvaktinni á aðfangadag. Hjón á Balí: Okkur líður vel FLÓÐBYLGJAN Hjónin Finnur Há- konarson og Þórunn Sigurðardótt- ir hafa búið á Balí frá því í ágúst. Þau eru við nám í Amsterdam og eru nú sem skiptinemar á Balí. Þórunn segir að þau hafi ekkert orðið vör við jarðskjálftann utan við Indónesíu eða flóðbylgjuna sem á eftir fylgdi. Þeim líði vel. „Það er einhver hætta í sjónum en ekkert alvarlegt. Það verður bara í smátíma,“ segir Þórunn og hefur ekki frétt af neinum löndum sínum á svæðinu. „Það eru engir Íslendingar hérna, bara Þjóðverj- ar og Hollendingar.“ - ghs ALLT Á FLOTI Tvö hundruð fangar sluppu úr fangelsi eftir að flóðbylgja skók strendur Sri Lanka í gær. Flóðbylgja skók fangelsi: Tvö hundr- uð flúðu SRI LANKA, AP Um tvö hundruð föngum tókst að flýja úr Mat- ara-fangelsinu í suðurhluta Sri Lanka eftir að vatn flæddi inn í fangelsið í gær. Flóðbylgjur ollu miklu tjóni við strendur Sri Lanka í kjölfar jarðskjálftans í Asíu í gær og fjöldi fólks liggur í valnum. Strandsvæði undir stjórn uppreisnarhópsins Tamil-tígris- dýranna í norðausturhluta landsins urðu mörg hver illa úti í flóðbylgjunum. Erfitt er að komast að svæðunum og því óvíst hversu mikið manntjón varð. ■ Vestfirðir: Rafmagn fór tvisvar af RAFMAGN Rafmagn fór tvisvar af á Vestfjörðum í gær vegna bil- ana á svokallaðri vesturlínu Landsvirkjunar. Að sögn Krist- jáns Haraldssonar, orkubús- stjóra Orkubús Vestjarða, tók um einn til einn og hálfan klukkutíma að koma rafmagn- inu á aftur. Starfmenn þurftu að koma til vinnu úr jólafríi auk þess sem ræsa þurfti allt kerfið upp á nýtt í bæði skiptin. Talið er að vesturlínan hafi farið út í óviðri á Laxárdal. - hrs „Þeir eru svo margir en á þessu augnabliki er það sálmurinn Nú hverfur sól í haf. Mér þykir samt vænt um alla íslenska sálma og á erfitt með að gera upp á milli.“ Ellen Kristjánsdóttir gaf út plötuna Sálmar lífsins fyrir jólin og gera má ráð fyrir að minnst fimmtán þúsund Íslendingar hafi fengið hana í jólagjöf. Á plötunni eru íslenskir sálmar frá ýmsum tímum í útsetningum Eyþórs Gunnarssonar. SPURNING DAGSINS Ellen, hver er uppáhaldssálmurinn þinn? NEYÐARVAKT AÐ STÖRFUM Fimm starfsmenn utanríkisráðuneytisins voru í gær kallaðir út til þess að svara sím- tölum frá áhyggjufullum ættingjum Íslend- inga á hamfarasvæðum í Asíu. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ALLT Í RÚST Bílar, mótorhjól og ýmsir aðrir lausamunir lágu á víð og dreif um suðurhluta Taílands eftir flóðbylgjuna sem gekk þar yfir. Fórnarlömb jarðskjálftans: Mismunandi viðbrögð JARÐSKJÁLFTINN „Það ríkir töluverð ringulreið í huga fólks fyrsta sólar- hringinn. Í rauninni hálfgerð lömun sem getur valdið mismunandi við- brögðum,“ segir Jó- hann Thoroddsen sálfræðingur um viðbrögð fólks sem lendir í hörmungum eins og fórnarlömb jarðskjálftans í Suðaustur-Asíu. „Í slíku ástandi geta viðbrögðin verið allt frá miklum sýnilegum viðbrögðum og æsingi í það að vera eiginlega engin.“ Jóhann er verkefnisstjóri sál- ræns stuðnings hjá Rauða krossin- um og hefur reynslu af því að vinna við áfallahjálp á hörmungar- svæðum og fór til Íran seftir jarð- skjálftana þar fyrir ári síðan. „Hvað varðar áfallahjálp er í sjálfu sér lítið hægt að gera fyrstu sólar- hringana. Fyrstu verkefnin eru að gera umhverfið öruggt. Fyrst þá er hægt að vinna úr sálrænu erfiðleik- unum.“ ■ KO RT /A P JÓHANN THORODDSEN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.