Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 18
[ SKÁLUM! ] Kampavínsglös eru nauð- synleg um áramótin Á flestum heimil- um eru til kampa- vínsglös inni í skápum sem dreg- in eru fram á gleðistundum eins og um áramótin. Ágætt er að yfir- fara ástand glas- anna tímanlega, því eitthvað gæti nú hafa brotnað. Sennilega er góð hugmynd að þvo þau upp fyrir notk- un því oft er raun- in sú að þau hafa safnað ryki yfir árið og ryk bragðbætir ekki kampavínið. Til að koma í veg fyrir að skjóta tappanum á kampavínsflöskunni í augað á einhverjum eða í uppá- haldskristalsskálina þá er ráð að setja lítið handklæði eða visku- stykki yfir tappann á meðan hann er losaður. Einnig er ráð að láta glösin standa á bakka þegar hellt er í þau því vínið á það til að flæða upp úr glösunum. Gleðilegt ár! Franskt lúxuseldhús, Le Creuset. Til að gera góðan mat er nauðsyn- legt að hafa góðar græjur við hend- ina. Í Frakklandi, þar sem matar- menning er einna ríkust í heimin- um, eru framleidd frábær tæki til matargerðar undir nafninu Le Creuset. 1924 byrjaði hönnun og framleiðsla á tækjunum sem að uppistöðu eru pottar, pönnur og föt, en grunnurinn að framleiðslunni var lagður mörgum árum fyrr. Efni- viðurinn í tækjunum er pottjárn og hefðin fyrir handverki er rík hjá fyrirtækinu. Leitast er við að ná jafnvægi á milli handverksins og nýjunga á markaðnum, virðingin er mikil fyrir handunninni vöru sem tryggir bestu mögulegu gæði. Ekki er verra að útlitið á tækjunum er til fyrirmyndar, boðið er upp á marga liti og potturinn eða pannan geta auðveldlega farið beinustu leið af eldavélinni á spariborðið. Sófakaup Þegar þú ætlar að kaupa þér nýjan sófa skaltu byrja á því að mæla vel svæðið þar sem hann á að standa. Þannig getur þú áætlað hversu stór og djúpur hann má vera. Hafðu í huga til hvers þú ætlar að nota hann.[ ] Býrð þú yfir upplýsingum um fíkniefnamál? Lestu þá inn upplýsingar 800 5005 SÍMSVARI Í FÍKNIEFNAMÁLUM Nafnleynd Danfoss hf Skútuvogi 6 Sími 510 4100 www.danfoss.isÞægindi - Öryggi - Sparnaður Húseigendur! Aukið þægindin og lækkið hitunarkostnaðinn með ECL stjórnstöð á hitakerfið Kynnið ykkur kosti og verð ECL stjórnstöðvarinnar frá Danfoss ECL stjórnstöðvar fyrir hitakerfi [ HÚSRÁÐ ] Glerborðplötur Nuddið örlitlu af sítrónusafa á plötuna. Þurrkið af með bréf- þurrku og bónið síðan með dag- blaði. Tannkrem getur fjarlægt smárispur á plötunni. Kertavax Mýkið vaxið með hárblásara. Fjar- lægið vaxið með bréfþurrku og þvoið síðan með blöndu af ediki og vatni. Myndarammar Gerið rammana fallega með því að bera á þá skóáburð. Berið á rammana og látið þorna. Berið þá aftur á. Bónið með góðu vaxbóni. Brúnn skóáburður gerir viðinn eins og hnotu. Oxblood-skóáburð- ur gefur svipaðan lit og mahóní. Með ljósbrúnum skóáburði færðu svipaðan lit og á hlyni. Gólfin Góð, vistvæn og ódýr aðferð til að fá gljáa á gólfin er að nota hálfan bolla af sítrónusafa og einn bolla af ólífuolíu og blanda saman. Þá er lögurinn notaður eins og hvert annað bón. Hreingerningar Ekki er alltaf nauðsynlegt að nota sterk efni við hreingerningarnar og við getum verið vistvæn í hrein- gerningunum heima við. Því minni sápa sem notuð er, því betra. Auk þess eru krónurnar í buddunni sparaðar um leið. Leonard kampavíns- glösin fást í mörgum lit- um í verslun- inni Í húsinu í Kringlunni og kosta um 1200 kr. stk. Rauður fondúpottur kr. 9.590 Grænn pottur kr. 10.790 Gulur ketill kr. 5.390 Blá kanna 2.990 Hjartalaga fat kr. 3.590. Fæst allt í Búsáhöld, Kringlunni. Appelsínugulur graskerspottur kr. 10.790 Appelsínugulur súpupottur kr. 4.550 Frönsk hönnun byggð á langri hefð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.