Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 6
6 27. desember 2004 MÁNUDAGUR Rauði krossinn: Opnar söfnunarsíma JARÐSKJÁLFTINN Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsíma til stuðn- ings fórnarlömbum flóða við Ind- landshaf í kjölfar jarðskjálftans í gær. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins í þeim löndum sem verst urðu úti í jarðskjálftanum voru að störfum í gær að sögn Þóris Guðmundssonar, sviðsstjóra útbreiðslusviðs Rauða kross Íslands. „Á næstu dögum þarf upp- byggingarstarf að fara af stað,“ seg- ir Þórir. Þórir segir Rauða kross Íslands reiðubúinn að senda hjálparstarfs- menn til hamfarasvæðanna verði eftir því leitað. „Eins og staðan er núna er þó ekki þörf á því,“ segir Þórir. „Okkar hlutverk er því að styðja það hjálparstarf sem þegar er í gangi.“ Söfnunarsími Rauða krossins er 907 2020 og getur almenningur þannig lagt fram 1.000 krónur til að- stoðar vegna flóðanna. ■ Foreldrar meðal brennuvarga Fullorðið fólk kveikti í áramótabálkestinum í Grindavík á miðnætti á jóladag. Slökkviliðsstjórinn segir einkennilegt að börnin séu frædd um eldhættu en foreldrar sumra þeirra kveiki í ólöglegum brennum á jólunum. BRENNUVARGAR Fimmtu jólin í röð brutust út ólæti í Grindavík vegna fullorðinna karlmanna sem reyndu að kveikja brennu í bæn- um um miðnætti á jóladag. Í fram- haldinu var kveikt í áramóta- bálkesti bæjarbúa við Litluvör. Slökkviliðinu tókst ekki að slökkva eldinn og bjarga brenn- unni, sem brann að mestu niður. Ásmundi Jónssyni, slökkviliðs- stjóra í Grindavík, gremst mest að fullorðið fólk standi að íkveikj- unum. „Við höfum frætt skóla- börn um eldhættur og svo standa foreldrar sumra þeirra í því að kveikja í ólöglegum brennum á jólunum. Ég held að þeir sem stóðu í þessu ættu að sjá sóma sinn í að safna í nýja brennu fyrir börnin sín.“ „Þetta er leiðinlegur fíflagang- ur og leiðinleg uppákoma sem fáir standa fyrir,“ segir Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Grindavík. Hún segir að það hljóti að hafast að safna í nýja áramóta- brennu. Grindvíkingar séu vanir að standa saman og geri það sjálf- sagt núna sem fyrr. Lögreglan var með viðbúnað á jóladagskvöld vegna fyrri reynslu um að reynt yrði að kveikja brennu í óleyfi um miðnætti. Sex lögreglubílar voru í Grindavík þegar mest var. Á tólfta tímanum tók fólk að safnast saman þar sem reynt var að undirbúa brennu við Saltfisksetrið. Lögreglan kom í veg fyrir að kveikt yrði í haugn- um. Síðan var kveikt í áramóta- bálkestinum og í litlum haug við Sólarvé þar sem á annað hundrað manns, á aldrinum tuttugu til þrjátíu ára, söfnuðust saman. At- hygli vakti að fullorðnir menn stóðu að íkveikjunum, margir þeirra allsgáðir. Tveir voru hand- teknir og afskipti voru höfð af nokkrum þar sem þeir hindruðu slökkviliðið við störf. Upp úr klukkan tvö um nóttina leystist hópurinn upp þegar veður hafði versnað. Skemmdir voru óveru- legar en næstu dagar munu leiða í ljós hvernig tekst til að safna í nýja brennu. hrs@frettabladid.is Áfengisbann í Ástralíu: Engin strandpartí ÁSTRALÍA Yfirvöld í Ástralíu hafa brugðið á það ráð að banna alla áfengisnotkun yfir jólin á Bondi-ströndinni í Sydney, í fyrsta sinn í sögunni. Ástæðan er sú að á síðasta ári þurftu strandverðir að bjarga 114 manns sem höfðu lent í vandræðum í sjónum, að því er kom fram á fréttavef BBC. Und- anfarin ár hafa þúsundir manns skemmt sér í jólapartíum á ströndinni en mun færri hafa látið sjá sig þar um þessi jól vegna bannsins. ■ Alþjóðlega geimstöðin: Jól í geimnum RÚSSLAND, AP Rússneskt flutninga- geimskip lagði að alþjóðlegu geimstöðinni með birgðir til tveggja manna bandarísk-rúss- neskrar áhafnar sem er búin að vera í geimstöðinni í þrjá mánuði. Geimskipið flutti tvö og hálft tonn af ýmis konar varningi, en það var ómannað. Geimfararnir tveir voru orðnir hættulega matarlitlir og voru að vonum ánægðir þegar geimskipið lagði að án vandræða. Innan um tvö hundruð kíló af mat sem komu með skipinu mátti finna síðbúinn jólakalkún og jólagjafir frá ætt- ingjum og vinum. ■ FORSETI ÚSBEKISTAN Segir kosningaeftirlismenn litaða af evrópskum viðhorfum. Kosningar í Úsbekistan: Framkvæmd gagnrýnd ÚSBEKISTAN, AP/AFP Evrópskir kosn- ingaeftirlitsmenn gagnrýna fram- kvæmd kosninga í Úsbekistan harðlega og segja að þær uppfylli ekki skilyrði um lýðræðislegar kosningar. Þeir flokkar sem eru í framboði eru allir vilhallir núver- andi forseta landsins, Islam Karimov. Stjórnarandstöðuflokk- arnir eru aftur á móti ekki viður- kenndir af stjórnvöldum. Karimov forseti vísaði gangrýni kosningaeftirlits- mannanna á bug og sagði þá lit- aða af evrópskum viðhorfum sem tækju ekki mið af aðstæð- um í Mið-Asíu. ■ ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VEISTU SVARIÐ? 1Hvaða bæjarfélag sendi starfsmönnumsínum engin jólakort í ár? 2Hver er formaður Félags leikskóla-kennara? 3Hvað fékk ísbjörninn í dýragarðinum íTokýo í jólamatinn? Svörin eru á bls. 26 Óðum að seljast upp á Vínartónleikana! Háskólabíó vi› Hagatorg I Sími 545 2500 I sinfonia@sinfonia.is I www.sinfonia.is Ef að líkum lætur verða miðar á hina sívinsælu Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands ófáanlegir innan skamms. Enda ekki von, Vínartónleikarnir eru ávallt hátíðlegir og skemmti- legir og í ár eru gestir Sinfóníunnar ekki af verri endanum: Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran-söngkonan fjölhæfa og þýski Strauss-sérfræðingurinn og hljómsveitarstjórinn Michael Dittrich. Hljómsveitarstjóri ::: Michael Dittrich Einsöngvari ::: Ingveldur Ýr Jónsdóttir HÁSKÓLABÍÓI, MIÐVIKUDAGINN 5. JANÚAR KL. 19.30 – LAUS SÆTI FIMMTUDAGINN 6. JANÚAR KL. 19.30 – LAUS SÆTI FÖSTUDAGINN 7. JANÚAR KL. 19.30 – ÖRFÁ SÆTI LAUS LAUGARDAGINN 8. JANÚAR KL. 17.00 – UPPSELT Græn tónleikaröð #3 Lottó: Fékk milljónir LOTTÓ Einn getspakur Lottóleikmað- ur var með allar tölur réttar í lottóúr- drætti að kvöldi jóladags og fær 16 milljónir króna í óvænta jólagjöf. Fjórir voru með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fær hver þeirra rúmlega 111 þúsund krónur í sinn hlut. Happatölurnar á jóladag voru 3, 7, 10, 11 og 29 og bónustalan var 21. Jókertölurnar voru 9 - 1 - 1 - 2 - 8. ■ SKJÁLFTI SEM ENGINN FANN Jarðskjálfti upp á 3,7 á Richter reið yfir í Öxarfirði, um 15 kílómetra suðvestur af Kópaskeri, klukkan 19.49 á aðfangadagskvöld. Veður- stofan hefur ekki af því spurnir að nokkur hafi orðið skjálftans var á Kópaskeri. Þó nokkrir smærri skjálftar fylgdu í kjölfarið, en hrin- unni lauk síðar um kvöldið. ■ JARÐSKJÁLFTI BRUNNIN ÁRAMÓTABRENNA Í GRINDAVÍK Slökkviliðsstjórinn í Grindavík vonast til að þetta sé í síðasta sinn sem kveikt sé í brennu á jólunum. Ísafjörður: Þjófur sofnaði LÖGREGLA Maður á fertugsaldri var handtekinn um borð í bát í Ísa- fjarðarhöfn á jóladag. Hann fór um borð í bátinn til að stela lyfj- um. Maðurinn var í annarlegu ástandi og sofnaði áður en hann komst frá borði. Hann var fluttur í fangageymslur lögreglunnar þar sem hann svaf úr sér. Honum var síðan sleppt að loknum yfirheyrsl- um. Maðurinn hefur áður komið við sögu lögreglu. - hrs VELTI Í HÁLKU Maður slapp ómeiddur eftir að hafa velt bíl sínum í fljúgandi hálku á Hvítár- vallavegi í Borgarfirði á jóladag. Maðurinn var í bílbelti. Bíllinn skemmdist mikið og var fluttur á brott með dráttarbíl. TVENNT FLUTT Á SLYSADEILD Tvennt var flutt með minniháttar meiðsl á slysadeild í Reykjavík eftir bílveltu í Hárlaugsstaða- brekku í Rangárvallasýslu í gær. Ökumaðurinn missti stjórn á bílnum í beygju og fór bíllinn eina til tvær veltur. Bíllinn er tal- inn ónýtur. Forsetakosningar í Úkraínu: Júsjenko spáð sigri ÚKRAÍNA, AP Samkvæmt útgöngu- spám hafði leiðtogi stjórnarand- stöðu Úkraínu, Viktor Júsjenko, 15% fleiri atkvæði í annarri um- ferð forsetakosninga þar í landi en andstæðingur hans, Viktor Janúkovitsj forsætisráðherra. Talið var næsta víst að Júsjenko bæri sigur úr býtum en talningu átti að ljúka nú í morgun. Rúmlega 12 þúsund manns frá 43 alþjóðastofnunum og 31 landi, þar á meðal Íslandi, fylgdust með framkvæmd kosninganna til að koma í veg fyrir svik. Janúkovitsj var útnefndur sigurvegari forsetakosninga sem voru haldnar þann 21. nóvember. Eftir mótmæli stuðningsmanna Júsjenko, sem sökuðu andstæð- inginn um kosningasvik, ógilti hæstiréttur landsins þá útnefn- ingu og fyrirskipaði að aðrar kosningar skyldu haldnar. Þær hófust í gær og fóru hægt af stað en alls eru um 38 milljónir manna á kjörskrá. Júsjenko, sem er afmyndaður í andliti eftir díoxíneitrun sem hann varð fyrir og kennir stjórn- völdum um, vill færa Úkraínu nær Vesturlöndum á meðan and- stæðingur hans vill styrkja tengslin við Rússland. Með því vill hann halda stöðugleika í land- inu. ■ Austurland: Vonskuveður fyrir austan LÖGREGLA Ófært var vegna vonskuveðurs um mestallt Austurland frá því á aðfangadags- kvöld og þar til í gær, þegar veðr- ið lagaðist og farið var að ryðja vegi. Björgunarsveitin á Seyðis- firði var kölluð út á aðfaranótt jóladags til að festa niður þakplöt- ur á skemmu í bænum. Björgunarsveitin var aftur köll- uð til vegna fimm bíla sem sátu fastir á Fjarðarheiði í gærmorgun. Lögreglan á Austurlandi segir allt hafa gengið vel þrátt fyrir vont veður, þar sem fólk hafi haldið sig innandyra og ekki verið á ferðinni fyrr en veður leyfði. - hrs VIKTOR JÚSJENKO Talið er að Viktor Júsjenko verði næsti forseti Úkraínu. Hér sést hann yfirgefa kjörstað í Kænugarði. FÓRNARLÖMB FLÓÐA Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunar- símann 907 2020 til styrktar fórnarlömb- um flóða í Asíu í gær. M YN D V ÍK U R FR ÉT TI R/ AT LI M ÁR G YL FA SO N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.