Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 27. desember 2004 Sigrún Ágústsdóttir lögfræð- ingur heillaðist af hestamynd Vilhelms ljósmyndara og vildi hafa hana daglega fyrir augum. „Þessa mynd langar mig í á eldhús- gardínurnar,“ hugsaði Sigrún Ágústsdóttir þegar hún sá hesta- mynd eftir Vilhelm Gunnarsson ljósmyndara í Fréttablaðinu. Hún lét ekki þar við sitja heldur gekk til verka og nú eru hestagardínurnar komnar upp og njóta sín vel. „Hug- myndin er nú eiginlega stolin,“ segir Sigrún hlæjandi. „Í þættinum Innlit Útlit sá ég nefnilega gardínur með áprentuðum húsamyndum heima hjá leikarahjónunum Björk Jakobsdóttur og Gunnari Helgasyni og fannst þær mjög flottar. Mig langaði þó ekki í svona húsaþyrp- ingu, ég er meiri sveitamanneskja en það en svo sá ég réttu myndina í Fréttablaðinu og hafði samband við ljósmyndarann. Hann lét myndina fúslega í té og ég er mjög þakklát fyrir það. Fyrirtækið Samskipti sá um að láta prenta á efnið en ég setti gardínuna sjálf upp og er ansi ánægð með hana,“ segir Sigrún. Hún segir saumavélina hafa látið illa við efninu svo hún hafi notað ráð frá IKEA og límt faldinn niður. En hvað kom til að hún féll fyrir þessari mynd? Er hún hestamann- eskja? „Já og nei. Ég er alin upp að nokkru leyti á hestbaki. Foreldrar mínir, Ágúst Ingi Ólafsson og Sóley Ástvaldsdóttir sem búa á Hvols- velli, eru með hesta og afi og amma, Ólafur Tryggvi Jónsson og Magnea Helga Ágústsdóttir sem bjuggu í Hemlu, áttu mikið stóð. Ég var samt svo óheppin að fá ofnæmi fyrir hestum þannig að ég get ekki um- gengist þá mikið nú til dags. En mér finnst alltaf gaman að sjá fallega hesta og það er nær daglegur við- burður þar sem ég bý í Lindarhverf- inu í Kópavogi, í nágrenni við hest- hús Gusts,“ segir Sigrún sem er heima í fæðingarorlofi með fimm mánaða soninn Ágúst Viðar. Dreng- urinn sá verður greinilega alinn upp við það að hafa hesta fyrir augum. gun@frettabladid.is „Eftirlætisstaðurinn minn á heim- ilinu er sjónvarpshornið þar sem við erum með flottan og stóran leðurhornsófa,“ segir söngkonan Sessý. „Við látum fara vel um okkur í þessum sófa og eigum jafnvel sérstaka sjónvarpssæng og kodda,“ segir hún og skellir upp úr, en hún og eiginmaður hennar eiga ansi myndarlegt DVD-safn sem þau njóta að sökkva sér í og hafa það þægilegt yfir sjónvarp- inu. „Annars erum við flytja eftir tvær vikur eða svo í hús í Garða- bænum, það er allt svo lítið hérna hjá okkur núna að það verða mikil viðbrigði,“ segir Sessý og telur það lílklegt að þar verði hún með sér- stakt sjónvarpshol. „Ætli maður verði þá ekki að kýla á Lazy boy, það er allt svo amerískt hjá okkur enda maðurinn minn amerískur,“ segir Sessý, sem hlakkar mjög til þess að geta útbúið herbergi handa syni sínum sem er núna 6 mánaða gamall. „Ég get ekki beðið eftir að fara að mála herbergið blátt,“ segir hún og telur það líklegt að jól- unum eyði litla fjölskyldan í nýja húsinu þar sem þau hafa alveg geð- veikt útsýni eins og Sessý lýsir því. kristineva@frettabladid.is Öryggis- hurðir B Í L S K Ú R S OG IÐNAÐAR H U RÐ I R Smíðað eftir máli Hurðir til á lager Eldvarnar- hurðir ÁRMÚLA 42 - SÍMI 553 4236 Fissler pottar og pönnur - finndu muninn! sími 568 6440 ATH Opið alla daga til jóla Rafmagnsgítarpakki verð frá kr. 24.900.- Rafmagnsgítar, magnari, poki, ól, snúra og gítarneglur. Kassagítarar frá kr. 9.900.- Þjóðlagagítar með poka, stillitæki, kennslubók, ól, gítarnöglum kr. 16.900.- Trommusett með öllu, ásamt æfingarplöttum og kennslumyndbandi rétt verð kr. 73.900.- tilboðsverð kr 54.900.- BJÓÐUM UPPÁ RAÐ- OG LÉTTGREIÐSLUR 4,15% Kynntu þér kostina við íbúðalán Landsbankans. Fáðu ráðgjöf hjá sérfræðingum okkar og veldu leiðina sem hentar þér best. Hafðu samband í síma 410 4000 eða á fasteignathjonusta@landsbanki.is 410 4000 | landsbanki.is Banki allra landsmanna Íbúðalán ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 66 18 11 /2 00 4 Góðhestar á gardínum Sessý og bóndi hennar Kurt Alan láta fara vel um sig í sjónvarpshorninu. Á sérstaka sjónvarpssæng Sesselja Magnúsdóttir eða Sessý nýtur þæginda við sjónvarpið. Sigrún er alsæl með nýju gardínurnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.