Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 27.12.2004, Blaðsíða 21
5MÁNUDAGUR 27. desember 2004 Veitingastaður með stíl í gömlu húsi við Laugaveg. Nýr veitingastaður, Angelo, hefur verið opnaður á Laugavegi 22a, en það er Hanna Sigríður Magnúsdóttir sem veitir staðn- um forstöðu og hannaði allar inn- réttingar. „Staðurinn er hluti af gömlu silfurversluninni sem afi minn rak, en Angelo er einmitt við hliðina á verslun Guðlaugs Magnússonar sem hefur verið fjölskyldufyrirtæki í áratugi. Hér á þessum stað stóð afi og smíðaði á sínum tíma,“ segir Hanna sem er mjög ánægð með útkomuna. „Barinn er til dæmis forskalaður og mjög sérstakur og svo lét ég hlaða hringvegginn við stigann. Húsgögnin eru frá Portúgal og áherslan er á að halda andrúmslofti hússins ásamt því að hafa staðinn bæði kósí og smart.“ Angelo er opinn til miðnættis og boðið er upp á létta rétti í há- deginu og mat á kvöldin. Matsalurinn tekur um 50 manns í sæti. Gestirnir rétt ókomnir. Í anda gamla silfurverkstæðisins Forskalaði barinn og hlaðni veggurinn setja glæsilegan svip á staðinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.