Fréttablaðið - 23.01.2005, Side 7

Fréttablaðið - 23.01.2005, Side 7
6 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR VIÐSKIPTI Fjármálaeftirlitið hefur samþykkt umsókn Straums Fjár- festingarbanka um kaup á virkum eignarhlut í Íslandsbanka með skilyrðum. Straumi eru sett þau skilyrði að við kjör stjórnarmanna í Ís- landsbanka og Tryggingamiðstöð- inni séu valdir einstaklingar sem séu óháðir Straumi og tengdum aðilum. Krafa er gerð um að Straumur geri eftirlitinu grein fyrir hvernig athvæðarétti verði beitt í stjórnarkjöri. Fjármálaeftirlitið gerir kröfu um að Straumur geri eftirlitinu grein fyrir því ef samstarf verði við annan aðila um eignarhluta í Íslandsbanka og ef Straumur hafi frumkvæði að því að boða til hlut- hafafundar. Fjármáleftirlitið telur að Straumur geti ekki, vegna hættu á hagsmunaárekstrum, verið virkur eigandi, beint eða óbeint bæði í Tryggingamiðstöðinni og Íslands- banka og dótturfélögum bankans. Fjármálaeftirlitið áskilur sér rétt til að setja frekari skilyrði í ljósi reynslu fyrir meðferð eigna- hlutarins. - hh Bandaríkjamenn hlynntir því að vinna að lýðræði erlendis: Sammála forsetanum en efins um árangur BANDARÍKIN Meirihluti Bandaríkja- manna er sammála því markmiði George W. Bush Bandaríkjafor- seta að koma á lýðræði sem víðast í heiminum, meirihlutinn er þó jafnframt efins um að Bandaríkin megni að gera það samkvæmt nýrri skoðanakönnun Gallup fyrir CNN og USA Today. 68 prósent aðspurðra sögðu að það ætti að vera eitt af höfuð- verkefnum Bandaríkjastjórnar að koma lýðræði á sem víðast, 23 prósent sögðu að ekki ætti að leggja mikla áherslu á það og níu prósent sögðu að það ætti ekki að leggja neina áherslu á það. Ekki eru þó allir á því að verk Bandaríkjastjórnar hafi verið í samræmi við orð Bandaríkjafor- seta. „Orðræðan er gallalaus en stefnan er ruglingsleg. Stað- reyndin er sú að stríðið gegn hryðjuverkum hefur orðið til þess að Bandaríkjastjórn hefur orðið vingjarnlegri í garð ólýðræðis- legra stjórnvalda,“ sagði Thomas Carothers hjá Carnegie Endow- ment for International Peace, í viðtali við Washington Post. Meðal þeirra einræðisríkja sem Bandaríkin hafa átt samstarf við í stríðinu gegn hryðjuverkum eru Egyptaland, Pakistan, Sádi- Arabía og Úsbekistan. ■ Full ástæða til aukins eftirlits Eftirlit með erlendu ólöglegu vinnuafli hér á landi er á hendi lögreglu, segir dómsmálaráðherra. Ráðuneyti hans hefur ekki haft þessi mál sérstaklega til skoðunar að undanförnu. Félagsmálaráðherra vill hert eftirlit. ATVINNUMÁL Ráðuneytið hefur ekki haft starfsemi erlends, ólöglegs vinnuafls í byggingariðnaði hér á landi sérstaklega til skoðunar undanfarna daga, að sögn Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra. Formaður Samiðnar, sambands iðnfélaga, telur að slík atvinnu- starfsemi hafi aukist hratt á síð- ustu misserum. Sé hún farin að hafa áhrif á markaðslaun í bygg- ingariðnaði. „.Athygli mín hefur verið vak- in á þessu,“ sagði Árni Magnússon félagsmálaráðherra um málið. „Við höfum rætt þetta við dóms- málaráðherra og ég tel að það sé full ástæða til að auka þetta eftir- lit.“ „ Lögreglan sinnir þessu eftir- liti,“ sagði Björn. „Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ekki bein afskipti af þessum málum. Ráðuneytið hefur á hinn bóg- inn lagt á það ríka áherslu, að lög- regla sinni þessu eftirliti. Þessari áherslu til áréttingar hefur til dæmis verið efnt til sérstakrar fræðslu um eftirlitið og fram- kvæmd þess fyrir stjórnendur lögreglunnar á vegum Lögreglu- skóla ríkisins auk þess sem sér- stök námskeið hafa verið fyrir lögreglumenn.“ Spurður hvort dómsmálaráðu- neytið hygðist hafast eitthvað frekar að til að sporna við þessari þróun, sagði Björn að ráðuneytið og stofnanir á þess vegum færu að lögum við töku ákvarðana um komu útlendinga til landsins og eftirlit á þessu sviði. „Ef skipulega er staðið að því til dæmis að flytja inn ólöglegt vinnuafl frá nýjum aðildarríkjum Evrópusambandsins, en launþeg- ar nýju ESB-ríkjanna þurfa hér atvinnu- og dvalarleyfi, er það sérstakt viðfangsefni fyrir lög- regluna,“ sagði ráðherra. Hann sagði að félagsmálaráðu- neytið hefði frá því á síðasta hausti haft frumkvæði að sam- ráðs- og samstarfsfundum ráðu- neytanna og stofnana þeirra um þessi mál. „Útgáfa dvalarleyfa útlend- inga er á vegum dóms- og kirkju- málaráðuneytisins en atvinnu- leyfa á vegum félagsmálaráðu- neytisins.“ sagði Björn. „Það eru tvær stofnanir ,Útlendingastofn- un og Vinnumálastofnun, sem fjalla um leyfisumsóknir. Ég hef látið í ljós þá skoðun, að útgáfa dvalar- og atvinnuleyfa eigi að vera á einni hendi og á verksviði dóms- og kirkjumálaráðuneytis- ins, með því yrði stjórnsýslan ein- földuð og tryggð betri samfella milli leyfisveitinga og eftirlits.“ jss@frettabladid.is RÉTTAÐ AFTUR Eini maðurinn sem hefur verið sakfelldur fyrir hryðjuverkaárásina í Omagh á Ír- landi 1998, sem kostaði 29 manns lífið, hefur fengið það í gegn að réttað verður aftur í máli hans. Áfrýjunardómstóll í Dyflinni komst að þeirri niðurstöðu að nokkur atriði hefðu orkað tví- mælis í réttarhöldunum yfir manninum. VÍN STRÍÐSGLÆPAMANNS Króat- ískur víngerðarmaður hefur nefnt tvö vína sinna eftir Ante Gotovina, hershöfðingja í Króa- tíuher á tímum borgarastríðsins í Júgóslavíu. Gotovina hefur verið á flótta frá árinu 2001 þegar hann var ákærður fyrir stríðsglæpi. Hann er sakaður um að hafa látið myrða 150 Serba. Á OPNUN GRÆNNAR VIKU Mariann Fischer Boel, framkvæmdastjóri landbúnaðarmála hjá ESB, Martins Rose, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Lett- lands og Árni Mathiesen. Græn vika í Berlín: Áhersla á ufsa SJÁVARÚTVEGUR Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra var við opnun Grænu vikunnar í Berlín (Die Internationale Grüne Woche) dagana 20.-21. janúar. Heimsótti hann meðal annars sýningarbás þar sem Árni Simsen matreiðslu- maður matreiddi íslenskan ufsa að viðstöddum gestum. Græna vikan, sem er alþjóðleg matvælasýning, er nú haldin í sjö- tugasta skipti. Þetta árið á að gera fisk og fiskafurðir enn meira áberandi en áður, og vakin er sér- stök athygli á heilnæmi, gæðum og hollustu fisksins. Verkefnið er fjármagnað af þýsku aðilunum en Íslendingum var boðið að taka þátt og kynna sínar afurðir enda Ísland stór fiskútflytjandi á þýsk- an markað. Í ár er lögð sérstök áhersla á ufsa. - ss Hajj-hátíðin: Aldrei fleiri pílagrímar SÁDI-ARABÍA, AP Fleiri pílagrímar sækja hajj, trúarhátíð múslima, heim í ár en nokkru sinni fyrr. Meira en tvær og hálf milljón pílagríma var komin til Sádi- Arabíu í gær á Eid al-Adha, hátíð fórnarinnar, sem er mikilvægasti h e l g i d a g u r múslima. Pílagrímarnir eru hálfri milljón fleiri í ár en þeir hafa nokkru sinni verið áður og nær 800 þúsund fleiri en þeir voru 1995. Undanfarin ár hefur fjöldi fólks troðist undir þeg- ar mannfjöldinn og atgangurinn hefur orðið hvað mestur. Sérstakar ráðstafanir voru gerðar í gær þegar pílagrímarnir grýttu djöful- inn, hentu steinum í klett í hreins- unarathöfn. ■ Hæstiréttur Danmerkur: Höfuðblæjur má banna DANMÖRK Hæstiréttur Danmerkur komst að þeirri niðurstöðu að stórmarkaðurin Føtex mátti banna íslömskum konum að bera höfuðblæju í vinnunni og reka 26 ára konu sem neitaði að taka blæjuna niður. Þar með staðfesti Hæstiréttur dóm undirréttar frá desember 2003. Þetta kemur fram í frétt Danmarks Radio. Niðurstaða Hæstaréttar er að bann gegn höfuðblæjum sé leyfi- legt því samkvæmt starfsreglum stórmarkaðarins þurfi allir starfsmenn að klæðast einkennis- búningi. Føtex bauð konunni ann- að starf, sem hún afþakkaði. Því var henni sagt upp störfum. ■ Takmarkað vínveitingaleyfi: Ákvörðun kærð BORGARMÁL Veitingahúsið við Þjóð- hildarstíg í Grafarholti hefur kært ákvörðun borgaryfirvalda um að það fái aðeins leyfi til að veita áfengi til klukkan þrjú að- faranætur laugardaga og sunnu- daga. Úrskurðarnefnd um áfeng- ismál er með málið til skoðunar. Forsvarsmenn veitingahússins sóttu um leyfi til að veita áfengi til klukkan hálf sex aðfaranætur laugardaga og sunnudaga en því var hafnað. Telja borgaryfirvöld að þar sem íbúðarhús séu í 35 metra fjarlægð frá veitingahús- inu sé ekki heimilt að veita áfengi þar lengur. Í reglum borgarinnar standi að aðeins sé heimilt að veita áfengi fram undir morgun séu ekki íbúðir í innan við 100 metra fjarlægð frá viðkomandi stöðum. - th Hassinnflytjandi: Laus úr haldi LÖGREGLA Rúmlega þrítug íslensk kona sem handtekin var á Kefla- víkurflugvelli á þriðjudag var með tæp 390 grömm af hassi inn- vortis og í fórum sínum. Hún var úrskurðuð í gæsluvarðhald til föstudags en var sleppt úr haldi á fimmtudagskvöld. Rannsókn málsins er enn í gangi en ekki þótti ástæða til að halda konunni lengur í gæslu- varðhaldi. Konan var að koma með eftirmiðdagsflugi frá Kaup- mannahöfn þegar hún var hand- tekin. Heimildir blaðsins segja rannsókn beinast meðal annars að því að finna vitorðsmenn konunn- ar hér á landi. - hrs ■ EVRÓPA Munt þú blóta þorrann? SPURNING DAGSINS Í DAG: Tókstu þátt í að velja kyn- þokkafyllsta mann ársins á Rás 2? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 40.82% 59.18% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN KONUR Í PÍLAGRÍMSFÖR Hajj-pílagrímsförin náði hámarki í gær þegar 2,56 milljónir múslima voru við- staddar hátíðahöldin. FJÖLDI PÍLAGRÍMA Aðsókn í milljónum 2005 2,56 2004 2,02 2003 2,04 2002 1,90 2001 1,90 2000 1,83 1999 1,83 1998 1,83 1997 1,94 1996 1,86 1995 1,78 Heimild: AP PÁLL GUNNAR PÁLSSON, FORSTJÓRI FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS Fjármálaeftirlitið telur ekki standast að Straumur fjárfestingarbanki eigi virkan hlut bæði í Tryggingamiðstöðinni og Íslands- banka til lengdar. Eignarhlutur Straums í Íslandsbanka: Skilyrði sett fyrir virkum hlut FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL G AR Ð U R FÉLAGSMÁLARÁÐHERRA Vill aukið eftirlit. DÓMSMÁLARÁÐHERRA Sérstakt viðfangsefni lögreglu. Formaður Samiðnar telur að ólögleg at- vinnustarfsemi útlendinga í byggingariðn- aði hér á landi hafi aukist hratt á síðustu misserum. Myndin er ekki í tengslum við fréttina. GEORGE W. OG LAURA BUSH Í innsetningarræðu sinni lagði Bandaríkjaforseti áherslu á að vinna að lýðræðisuppbygg- ingu þar sem einræði ríkir. EKKERT SPURST TIL BENGTSONS Ekkert hefur spurst til Fabians Bengtsons, sænska kaupsýslu- mannsins sem talið er að mann- ræningjar hafi numið á brott. Ekkert hefur heyrst frá mann- ræningjunum. Foreldrar Bengt- sons komu fram í sjónvarpi og skoruðu á mannræningjana að láta í sér heyra. ■ NORÐURLÖND

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.