Fréttablaðið


Fréttablaðið - 23.01.2005, Qupperneq 11

Fréttablaðið - 23.01.2005, Qupperneq 11
L ýsi er með þekktari vöru-merkjum á Íslandi, enda áLýsi hf. sér langa sögu. Stofnað 1938. Hollusta fram- leiðsluvörunnar er runnin Íslend- ingum í merg og bein og efa- lítið liður í góðum lífslíkum þjóð- arinnar. Katrín Pétursdóttir er fram- kvæmdastjóri Lýsis hf., og var heiðruð af Félagi kvenna í at- vinnurekstri fyrir störf sín í atvinnulífinu. Fyrirtæki hennar og fjölskylda keyptu Lýsi hf. árið 1999 og sameinuðu eigin fyrir- tæki. „Það leit út í tilkynning- unum vegna verðlaunanna eins og ég væri kraftaverkakona sem hefði snúið tapi í hagnað. Þetta er ekki rétt og ranglátt gagnvart for- verum mínum.“ Hún segir að áhrifin af sameiningu hafi strax skilað sér í hagkvæmari rekstri, auk þess sem áhugi á Omega-3 fitusýrum og öðrum vörum fyrir- tækisins hefði vaxið. „Sá hluti framleiðslu okkar sem fer á neyt- endamarkað gefur hæsta fram- legð,“ segir hún. Aukin meðvitund um hollustu og nýjar rannsóknir sem renna enn frekari stoðum undir hollustu framleiðslu Lýsis hafa stutt við uppbyggingu fyrir- tækisins. Lýsisframleiðslan sjálf veltir um einum og hálfum millj- arði á ári, en auk þess á Lýsi hf. fiskþurrkun í Þorlákshöfn sem þurrkar og selur Þorskhausa til Nígeríu og Fóðurblönduna sem framleiðir dýra- og fiskafóður og var keypt í ársbyrjun 2003. Túnfisklýsi fyrir heilann Þorskalýsið er það sem flestir Íslendingar þekkja, en 90 prósent af lýsisframleiðslunni er flutt út. Það er heldur ekki einungis þorskalifur sem er hráefnið. Há- karl og Túnfiskur eru einnig upp- spretta í lýsisframleiðslunni. Tún- fiskurinn kemur á óvart „Það eru tvær megin fitusýrur sem eru í Omega-3,“ segir Katrín „EPA og DHA. EPA er sú sem vinnur gegn hjarta- og æðasjúkdómum, en DHA er sú sem hefur áhrif á frumur, heila, augu, sæðisfrumur og svo framvegis. Menn telja að ef skortur er á DHA á fósturstigi, þá nái heilinn ekki að þroskast. Í Bandaríkjunum er bönnuð sala á dufti í barnamat sem ekki inni- heldur DHA. Þá kemur að túnfisk- lýsinu sem er mjög ríkt af DHA.“ Túnfiskur er ekki mikið veidd- ur hér við land og Katrín segir að hráefnið komi frá Asíu. „Heila málið er að allt byggir þetta á þeirri þekkingu sem er í fyrirtæk- inu. Sú þekking sem er hér innan- dyra er gríðarlega mikil og það er fyrst og fremst hún sem er verð- mæti fyrirtækisins. Fólkið hér hefur mikla þekkingu á með- höndlun vörunnar, bæði efnunum sjálfum og markaðnum.“ Katrín hefur verið í samstarfi við foreldra sína. Faðir hennar stofnaði lifrarbræðsluna í Þor- lákshöfn 1983. „Ég fór síðan í að setja vörur á markaðinn í sam- keppni við Lýsi. Við stóðum í mjög harðri samkeppni við Lýsi á sínum tíma, þangað til 1999 að við keyptum fyrirtækið og sameinuð- um reksturinn í eitt fyrirtæki.“ Hollustan gleður Sameiningin lukkaðist vel og eft- irspurn eftir vörum fyrirtækisins hefur vaxið dag frá degi. Fram- leiðslugetan annar varla eftir- spurninni og ný verksmiðja rís nú við Ánanaust. „Sem betur fer erum við að fá nýja verksmiðju sem tvöfaldar framleiðslu- getuna,“ segir Katrín með til- hlökkun. Eina skuggann sem ber á reksturinn er óhagstæð þróun gjaldmiðla fyrir útflutningsfyrir- tæki. Krónan er sterk og dollar- inn veikur. „Við seljum mikið í dollar og við vildum gjarnan sjá hærri EBIDTA-tölur í þessum framkvæmdum. Það er hins veg- ar ekkert við þessu að gera og maður verður að bíða þetta af sér.“ Björtu hliðarnar eru miklu fleiri. „Neytendamarkaðurinn vex ört og við erum byrjuð að selja neytendavörur til Banda- ríkjanna sem ekki hefur verið markaður okkar mjög lengi. Það hafa opnast margir möguleikar. VIð erum með sterkan neytenda- markað í Finnlandi og Póllandi og svo í Rússlandi og Eystrasalts- ríkjunum. Magnframleiðslan fer meira á Asíumarkað.“ Katrín segir margt breytast við tilkomu nýju verksmiðjunnar. „Við erum á einstökum markaðssetningar- punkti. Verksmiðjan er með gæðastaðal sem er lyfjafram- leiðslustaðall sem er einstakt. Við erum alltaf að færast nær lyfja- fyrirtækjunum, bæði í sölu og samkeppni.“ Katrín segir að þetta gildi bæði um vöru sem er þróuð úr lýsi eins og Omega-3 hylkin og fljótandi lýsisafurðir. „Það koma nánast nýjar rannsóknir á hverj- um degi um jákvæð áhrif af lýsi og lýsisafurðum. Hugsaðu þér 10 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR vidskipti@frettabladid.is nánar á visir.is „Við horfum hér í fyrirtækinu á fullnýtingu sem part af okkar virð- ingu fyrir umhverfinu og landi og þjóð. Þannig reynum við að koma fram af virðingu við allt og alla.“ 9 3 Nafnávöxtun frá 01.12.2004 - 31.12.2004 á ársgrundvelli Hollusta í heimsviðskiptum Lýsisafurðir njóta vaxandi hylli um heim allan. Katrín Péturs- dóttir stýrir Lýsi hf. sem er í mikilli sókn og tek- ur í notkun nýja full- komna verksmiðju til að anna vaxandi eftir- spurn. Hún segir ánægjuauka í rekstrin- um að vörur fyrirtækis- ins bæti heilsu og lífs- gæði. GÆTUM NOTAÐ HELMINGI MEIRA Katrín Pétursdóttir fram- kvæmdastjóri Lýsis hf. segir fyrir- tækið geta nýtt tvöfalt meiri þorskalifur en fyrirtækið fær frá íslenskum sjómönnum. Miðað við kvóta má gera ráð fyrir að magn lifrar gæti verið fjórfalt það sem nú er. Lýsi hf. lítur á nýtingu á hráefni sem þátt í virðingu fyrir umhverfi og verðmætum. FRÉTTAB LAÐ IÐ /VALLI STÆKKANDI FYRIRTÆKI Fóðurframleiðsla fellur vel að rekstri Lýsis og er spennandi geiri. Neytendamarkaður- inn vex ört og við erum byrjuð að selja neyt- endavörur til Bandaríkjanna ,,

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.