Fréttablaðið - 23.01.2005, Side 41

Fréttablaðið - 23.01.2005, Side 41
Cordeiro situr með félögum sínum í mötuneytinu á Kárahnjúkum og borðar kjötsúpu af bestu lyst í kuldagallanum sínum með húfu á höfði eins og tíðkast þarna. Hann er kátur og léttur í lundu og sam- þykkir viðtalið glaðlega eftir að borðfélagi hans hefur hafnað því kurteislega. Cordeiro segist vera kominn í ævintýraleit til Íslands, þetta sé ný reynsla fyrir sig og hann hafi ákveðið að slá til eftir að hafa hlust- að á vin sinn sem hafi starfað hér. Atvinnuástandið í Portúgal sé ekki nógu gott. Cordeiro er þó ekki atvinnulaus því hann hefur starfað í Volkswagen-verksmiðju nærri Lissabon í tíu ár. Í dag vinnur hann í táveggnum og segir ekkert vanda- mál að vinna úti í kuldanum því að verkamennirnir geti hlýjað sér ef það er of kalt í veðri. Cordeiro er nokkuð ánægður með aðstæður á Kárahnjúkum og segist fá miklu hærri laun en heima. Verkamennirnir hafi hér mat og sérherbergi og fái fötin sín hreinsuð reglulega. Það sé ekki heldur neinn staður til að eyða peningunum á svo að fjölskyldan í Portúgal fái þá nánast alla. Cordeiro er kvæntur og á eina dóttur sem er komin í grunnskóla. Cordeiro hefur heimþrá og því segist hann ætla að hætta á Kára- hnjúkum þegar samningurinn er út- runninn. Sumrinu ætlar hann að eyða í notalegheitum með fjölskyld- unni heima. - ghs 20 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR OPI‹: FÖSTUDAG 12 – 20 / LAUGARDAG 10 – 18 / SUNNDAG 13 – 18 / MÁNUDAG 12 – 20 LAGERÚTSALAN FER FRAM Á LAGER OKKAR AFTAN VI‹ LUMEX BÚ‹INA SKIPHOLTI 37, GENGI‹ INN FRÁ BOLHOLTI ÞRIÐJI HLUTI LÍFIÐ Á KÁRAHNJÚKUM Í ELDRI DEILDINNI Damiano Frontini ásamt nöfnunum Valentinu de Paris og Valentinu Panetta. Þær eru báðar 10 ára. KÁRAHNJÚKAR Samstarf er á milli grunnskólans á Kárahnjúkum og íslensks grunnskóla á Egilsstöð- um. Skólarnir skiptast á heim- sóknum og er jafnvel fyrirhugað að vinna saman að verkefnum. Í grunnskólanum á Kárahnjúkum eru níu börn á aldrinum 6-12 ára, sem öll nema eitt hafa verið hér á landi frá því í haust. Börnin fá einstaklingsbundna kennslu samkvæmt ítalska skóla- kerfinu, í ítölsku, ensku, sagn- fræði, jarðfræði, stærðfræði og vísindum, tónlist, listum, íþrótt- um og kaþólskri trú. Í skólanum geta börnin verið fram til 13 ára aldurs en þurfa þá að fara annað. Börnin hafa flest búið víða um heim en kunna vel við sig á Kára- hnjúkum, að sögn Francescu Francesconi, skólastýru og kenn- ara, og hafa aðlagast vel. Þeim lík- ar vel að geta verið úti í snjónum og njóta þess að stunda íþróttir þar, ganga og gera æfingar, renna sér á sleða og leika sér. Kárahnjúkaskóli fór í skóla- ferðalag að Mývatni og Dettifossi í fyrra og í vor er fyrirhugað að heimsækja bóndabæ. - ghs Hefur heimþrá Portúgalinn Miguel Cordeiro er á öðrum samningi sínum á Kárahnjúkum. Hann var á hálendinu í tvo mánuði í haust og nú er hann búinn að vera í tvo mánuði til viðbótar. Samningurinn hans rennur út í júlí og þá segist hann ætla heim og ekki koma aftur því hann hafi heimþrá. Grunnskólinn á Kárahnjúkum: Skiptast á heimsóknum við aðra skóla Í YNGRI DEILDINNI Francesca Francesconi, skólastýra á Kárahnjúkum, aðstoðar Tausi Amonini, 10 ára, frá Afríku. Hin eru Leonardo Camosso, Francesca de Paris, Giulia Vittor og Sheilla Amonini. Þau eru á aldrinum 6-8 ára. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA MIGUEL CORDEIRO Hann á konu og barn heima í Portúgal og finnst því gott að á Kárahnjúkum sé enginn staður til að eyða laununum á. Í MÖTUNEYTINU Starfsmennirnir koma inn um tólfleytið til að fá sér að borða og byrja svo aftur að vinna um eitt. Þeir sitja í kuldagöllunum með húfurnar á höfðinu meðan þeir skófla matnum í sig. Félagsmiðstöðin: Portúgalarnir duglegastir að koma KÁRAHNJÚKAR Félagsmiðstöð er rekin á Kárahnjúkum með bíósýningum og fjöri á laugardögum, pitsu, diskó- teki, karaókí og annarri dagskrá. Félagsmiðstöðin er vel sótt að sögn Sóleyjar Arnardóttur klúbbstjóra, sérstaklega af Portúgölunum, enda er reynt að hafa fjölbreytta og skemmtilega dagskrá. Í félagsmiðstöðinni eru þrjú sjónvörp og nota Kínverjarnir eitt, Portúgalarnir eitt og Ítalirnir eitt. Fótboltaleikir eru sýndir og svo er hægt að tefla eða spila og fá lánaðar bækur. Félagsmiðstöðin er einnig opin í hádeginu og er þá hægt að fá sér kaffi. ■ SÓLEY ARNARDÓTTIR Sóley stýrir klúbbhúsinu á Kárahnjúkum og sést hún hér með nokkrum viðskiptavinum í hádeginu. Þeir koma gjarnan þangað og fá sér kaffi.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.