Fréttablaðið - 23.01.2005, Side 45

Fréttablaðið - 23.01.2005, Side 45
24 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR Við hrósum... ...Erni Andréssyni, formanni Afrekssjóðs íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, og félögum hans í sjóðnum fyrir að taka styrkina af sundmanninum Erni Arnarsyni og frjálsíþróttakonunni Völu Flosadóttur. Bæði Örn og Vala hafa verið á hæstu styrkjum undanfarin fjögur ár án þess að sýna mikið og hefur Afrekssjóður lofað að fylgjast betur með íþróttamönnum og meta á hverju ári.sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 20 21 22 23 24 25 26 Sunnudagur JANÚAR Við minnum á... ... að heimsmeistaramótið í handbolta hefst í Túnis í dag. Ísland spilar gegn Tékklandi í dag og er leikurinn í beinni útsendingu, bæði hjá Ríkissjónvarpinu og Ríkisútvarpinu. H M Í H A N D B O L T A T Ú N I S HANDBOLTI Íslenska landsliðið í handknattleik spilar sinn fyrsta leik á HM í Túnis á morgun. Fréttablaðið fékk Sigurð Bjarna- son fyrrum landsliðsmann til að rýna í leikina framundan og spurði hann hvernig honum litist á landsliðið í dag. Sigurður segist jákvæður á möguleika landsliðsins og líst mjög vel á keppnina sem hefst um helgina. „Það hefur yfirleitt verið þannig að þegar nýr þjálfari tekur við liðinu, kemur hann með ferska vinda inn í þetta og við skulum vona að sagan endurtaki sig í þetta skiptið. Það er ekki síst þess vegna sem ég er bjartsýnn á gengi liðsins núna því Viggó getur byrj- að með hreint borð og getur bara valið þá menn sem eru að spila best í dag. Hann þarf ekki að vera að velta því fyrir sér hver var að spila vel á síðasta móti og hver ekki. Núna þurfa allir leikmenn- irnir í hópnum að spila fyrir sæti sínu og eru í samkeppni hjá nýj- um þjálfara. Liðið er ungt og það veltur dálítið á Viggó að ná að mótívera ungu leikmennina svo þeir öðlist nauðsynlegt sjálfs- traust. Ég treysti Viggó fyllilega til þess að ná að gera það. Þess- vegna er ég bjartsýnn á þetta og þó ég ætli ekki endilega að segja að liðið fari í úrslit, gæti ég alveg trúað að þeir fari í krossspil. Ég set markið bara nokkuð hátt eins og liðið sjálft“, sagði Sigurður. Hann segir það ráða miklu um gengi liðsins hvernig fyrstu tveir leikirnir fara, en þeir eru gegn Tékkum á morgun og Slóvenum á þriðjudag. „Strákarnir vita það alveg sjálfir að þetta eru algjörir lykilleikir og krefjast 100% bar- áttu. Þeir vita að þeir verða að eiga góðan leik til að vinna þessi lið, sem hafa gengið í gegnum ein- hverjar breytingar eins og við. Þetta verða skemmtilegir leikir og öll þessi lið gætu náð langt. Ég hef alltaf sagt að við eigum að vinna þessar „júggaþjóðir“ og við vitum alveg hvað þarf til þess. Þetta eru svona pirraðir einstakl- ingar sem þarf að halda pirruðum ef við eigum að vinna þá – klípa aðeins í þá og ögra þeim í maður á mann einvígi til að trufla einbeit- ingu þeirra. Það skemmir fyrir liðsheildinni hjá þeim og er raunar veikleiki þessara liða“, sagði Sigurður glaðbeittur. baldur@frettabladid.is SIGURÐUR BJARNASON Segir að nýr þjálfari hafi yfirleitt komið með ferska strauma inn í íslenska liðið og er bjartsýnn á gott gengi íslenska landsliðsins á heimsmeistaramótinu í Túnis. Þurfum að klípa að- eins í þá og pirra þá Sigurður Bjarnason telur fyrstu tvo leikina á HM í Túnis algera lykilleiki og hefur góð ráð handa strákunum í landsliðinu. ■ ■ LEIKIR  13.15 KS og Þór mætast í Bog- anum í Powerade-mótinu í fótbolta.  15.15 Hvöt og Tindastóll mætast í Boganum í Powerade-mótinu í fótbolta.  17.00 Haukar og Keflavík mætast á Ásvöllum í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta kvenna.  19.00 FH og Leiknir mætast í Egilshöll á Reykjavíkurmóti karla í fótbolta.  19.15 Breiðablik og Njarðvík mætast í Smáranum í undanúrslitum Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar í körfubolta karla.  19.30 Haukar og Grótta/KR mætast á Ásvöllum í DHL-deild kvenna í handbolta.  21.00 Þróttur og Víkingur mætast í Egilshöll í Reykajvíkurmóti karla í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  13.50 Ítalski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Juventus og Brescia í ítölsku A-deildinni í fótbolta.  15.00 Heimsmeistaramótið í handbolta á RÚV. Bein útsending frá leik Íslands og Tékklands á heimsmeistaramótinu í handbolta.  16.00 Enski boltinn á Skjá einum. Bein útsending frá leik Arsenal og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.  17.50 Spænski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Villarreal og Valencia í spænsku 1. deildinni í fótbolta.  20.00 Ameríski fótboltinn á Sýn. Bein útsending frá leik Philadelphia Eagles og Atlanta Falcons í NFL- deildinni.  22.10 Helgarsportið á RÚV.  23.30 Ameríski fótboltinn á Sýn. Bein útsending frá leik New England Patriots og Pittsburgh Steelers í NFL-deildinni. AFREKSSJÓÐUR Afrekssjóður Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands tilkynnti í gær styrkveit- ingar sínar fyrir árið 2005. Alls nema þær um 47 milljónum króna til einstaklinga og sérsambanda en Örn Andrésson, formaður sjóðsins, sagði á blaðamannafundi í gær að sjóðurinn ætti á bilinu fimmtán til sextán milljónir sem hann myndi hugsanlega deila út á árinu ef tilefni gæfist til. Athygli vekur að aðeins tveir íþróttamenn, frjálsíþróttakonan Þórey Edda Elísdóttir og fimleika- maðurinn Rúnar Alexandersson, fá A-styrk en þau tvö báru af öðrum þátttakendum á Ólympíu- leikunum í Aþenu. Fjórir íþróttamenn, Vala Flosadóttir, Örn Arnarson, Jón Arnar Magnússon og júdókappinn Bjarni Skúlason, sem voru á A- styrk á síðasta ári, fá ekki styrk þetta árið. Reyndar var ekki sótt um styrk fyrir Bjarna og Jón Arnar en Vala og Örn þurfa að sýna meira en þau hafa gert að undanförnu til að hljóta náð fyrir augum sjóðsins. Stefán Konráðsson, fram- kvæmdastjóri ÍSÍ, sagði að með þessu væri verið að koma til móts við þá gagnrýni sem hefði verið uppi á borðinu að undanförnu um að erfiðara væri að detta út af styrkjalistanum en að komast á hann og því yrði breytt. „Við munum verða með stífara eftirlit með hverjum þeim sem fær styrki hjá okkur,“ sagði Stefán en því hefur víða verið haldið á lofti að styrkjum þeim sem sundkappinn Örn Arnarson og frjálsíþróttakonan Vala Flosa- dóttir hafa verið á undanfarin þrjú ár án þess að sýna nokkuð hafi verið illa varið. Örn og Vala hafa hvort um sig fengið rúmar tíu milljónir frá Afrekssjóði und- anfarin fimm ár en gerður var fjögurra ára samningur við þau eftir frækna frammistöðu þeirra á Ólympíuleikunum í Sydney fyrir rúmum fjórum árum. - ósk Afrekssjóður úthlutaði í gær styrkjum til íþróttamanna fyrir árið 2005: Vala og Örn fá ekki lengur A-styrk Á TOPPNUM Vala Flosadóttir sést hér svífa yfir rána á Ólympíuleikunum í Sydney árið 2000. Nú hlýtur hún ekki náð fyrir augum Afrekssjóðs. Keflavík styrkir sig: Ný Rose í hnappagat Keflavíkur KÖRFUBOLTI Kvennalið Keflavíkur í körfuboltanum, sem hefur unnið alla 18 leiki tímabilsins með meira en tíu stigum, hefur fyllt skarðið sem Reshea Bristol skildi eftir hér á dögunum. Bristol varð að snúa heim til Bandaríkjanna vegna persónulegra ástæðna eftir að hafa verið með 21,5 stig, 8,4 fráköst, 7,8 stoðsendingar og 6,8 stolna bolta að meðaltali í deild- inni í vetur og því var ljóst að það yrði ekki auðvelt að feta í fótspor hennar. Hinn nýi bandaríski leikmaður Keflavíkurliðsins er LaToya Rose, sem er 24 ára gömul og útskrifað- ist frá Texas A&M-háskólanum vorið 2002. Rose, sem er 168 senti- metrar á hæð, var með 10,8 stig og 2 stoðsendingar að meðaltali á lokaári sínu í skólanum en hún þykir sterk skytta og góður liðs- maður. ■ BRISTOL VERÐUR SAKNAÐ Reshea Bristol var efst í deildinni í þriggja stiga nýtingu (44%), stoðsendingum (7,8) og stolnum boltum (6,8) þegar hún þurfti að yfirgefa Keflavík.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.