Fréttablaðið - 23.01.2005, Page 49

Fréttablaðið - 23.01.2005, Page 49
28 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR Það hefur verið heldur sorg- legt að f y l g j a s t með um- r æ ð u n n i um aðild Íslands að stríðinu í Írak síðustu vikur. Hver stjórnarlið- inn á fætur öðrum lýsir eigin sann- færingu en snýst svo hugur þegar foringinn krefst þess – segir fjölmiðla hafa oftúlkað orð sín eða snúið út úr til að drepa málinu á dreif. Það sem er kannski hjákátleg- ast við þessa stjórnarliða er að um leið og þeir skipta um skoðun reyna þeir að réttlæta veru Ís- lands á lista hinna svokölluðu staðföstu þjóða. Ísland er á þess- um lista af því að tveir menn tóku ákvörðun um það upp á sitt eindæmi, án þess að ræða það við flokksfélaga sína eða aðra. Hinir staðföstu stjórnarliðar eru því ekki staðfastari en það að þeir draga orð sín til baka um leið og foringjarnir segja. Eitt- hvað virðist orðið staðfastur því hafa afbakast hjá þeim og svo virðist jafnvel vera sem þeir viti ekki hvaða merkingu það hefur. Þeim og öðrum til upplýsing- ar merkir orðið staðfastur, sam- kvæmt orðabók Menningarsjóðs frá árinu 1963, að vera; fastur fyrir, stöðugur, stöðuglyndur, óhvikull eða áreiðanlegur. Orðabókin er vissulega komin til ára sinna og svo getur verið að merking orðsins hafi breyst frá því að hún kom út fyrir um fjörutíu árum. Það verður þó að teljast heldur hæpið. Vel má líka vera að stjórnarliðarnir hafi ruglast á orðinu staðfastur og staðfærður, sem í sumum tilfell- um merkir; sem er breytt í sam- ræmi við staðhætti: samanber leikhús eða kvikmyndir. Með öðrum orðum, staðfesta stjórn- arliðanna felst í því að laga skoð- anir sínar að nýjum stað og nýrri leikmynd. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA KRISTJÁN HJÁLMARSSON ÓTTAST MERKINGU ORÐA Staðfesta M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Með Fréttablaðinu alla fimmtudaga Vi› segjum fréttir Laugardaginn 29. janúar kl.20:00 Borgarleikhúsið Verð 2100 kr. Midasala: 568 8000 midasala@borgarleikhus.is www.borgarleikhus.is ■ PONDUS ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Frode Överli Hvað er að Bjarna í dag? Djísís! Ég veit ekki hvað er að angra hann! Rólegur Bjarni! Svvvooonnna.... Róóóólegur! Nei, sko.... þú ert með pulsubita fastan í nefinu! Hann er kominn aftur! Þú mátt fá hann! Leggstu! Ég veit ekki! Kannski hefur hann fundið lykt- ina af einhverju... Svona! Hlauptu og finndu! Shit! Hann er brjálaður!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.