Fréttablaðið - 23.01.2005, Síða 55
34 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR
JÓN SÆMUNDUR Hefur nú opnað
heimasíðuna dead.is þar sem hægt er að
panta vörur á netinu.
Nonnabúð á
netið
Jón Sæmundur hefur nú opnað
heimasíðuna dead.is. Á síðunni er
hægt að skoða myndir af nýjum
vörum sem og gömlum, panta
vörurnar á netinu, lesa heljarinnar
yfirlýsingu frá Jóni og einnig birt-
ast þar fréttir reglulega.
Í Nonnabúð á Klapparstíg eru
seldir bolir, peysur, húfur, póstkort
og fleira sem tengist dauðanum á
einn eða annan hátt.
Aðdáendum Dead-merkisins
hefur farið fjölgandi en tæplega tvö
ár eru síðan Nonnabúð opnaði. Á
heimasíðunni segir að meðal þeirra
sem fjárfest hafa í Dead-fatnaði
séu til dæmis gítarleikarinn Kirk
Hammett í Metallica, Brian Molko
söngvari hljómsveitarinnar Placebo
og poppprinsessan Pink. Þetta fólk
hefur klæðst Dead-fatnaði á tón-
leikaferðalögum sem og öðrum við-
burðum.
Allur texti síðunnar er á ensku
og er hún því aðgengileg fyrir er-
lenda viðskiptavini framtíðarinnar.
Það má því í rauninni segja að þessi
íslenska hönnun sé komin í alþjóð-
lega dreifingu.
Á síðunni segir Jón að þessa dag-
ana sé hann að vinna í að uppfæra
heimasíðuna. Auk þess er hann með
nýja línu í vinnslu sem kallast Dead
Lamb og snýst aðallega um íslenska
ull og silkiþrykk. ■
In GoodCompany
od
any
In Good
Company
*Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum • Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið
Klikkaður útsölu-leikur!
Allir
sem taka þá
tt
fá glaðning!
Aðal-
vinnin
gur er
MEDI
ON XX
L
tölva
með 1
7”
flatsk
já!
Hafnarpóstur, blað Íslendinga-
félagsins í Kaupmannahöfn,
efndi til Smásagnakeppni í apríl
í fyrra vegna tuttugu ára af-
mælis blaðsins í ár. Yfirskriftin
var Íslendingalíf í Kaupmanna-
höfn og voru úrslitin tilkynnt
föstudaginn 14. janúar í sendi-
ráði Íslands við Norðurbryggju.
Tvær viðurkenningar voru
veittar fyrir bestu sögurnar og
voru það þau Ingibjörg Hrefna
Björnsdóttir og Eyvindur P. Ei-
ríksson sem urðu hlutskörpust.
„Við ákváðum að halda upp á
afmæli blaðsins á þennan hátt
og fengum PP Forlag og
Icelandair með okkur í þetta
verkefni. Keppnin var auglýst í
Hafnarpóstinum og eitthvað að-
eins í íslenskum miðlum en ekki
mikið. Við vorum því ánægð að
fá tuttugu handrit send inn,“
segir Margrét V. Helgadóttir rit-
stjóri Hafnarpósts.
Dómarar voru frú Vigdís
Finnbogadóttir fyrrverandi for-
seti, Einar Már Guðmundsson
rithöfundur og Erla Sigurðar-
dóttir hjá PP Forlagi. „Að sögn
dómnefndar komu margar
skemmtilegar sögur inn og
gríðalega ólíkar. Sögusviðið
varð að tengjast Kaupmanna-
höfn með einum eða öðrum
hætti og það eru greinilega
margir sem eiga minningar og
bera tilfinningar í brjósti í garð
Kaupmannahafnar.“
Margrét segir að þegar
Icelandair auglýsti að komið
væri að síðustu dögum fyrir
skilafrest hafi margar fyrir-
spurnir komið til þeirra. „Við
fengum þá fyrirspurnir hvort
mætti skila á ensku en við höfð-
um sagt að aðeins mætti skila á
íslensku og héldum okkur við
það. Einnig komu þrjú handrit á
dönsku og einnig fengum við
handrit frá Bretlandi og Færeyj-
um svo nógur var áhuginn,“
segir Margrét og ýjar að því að
jafnvel komi til greina að keppn-
in verði endurtekin að ári. ■
Íslendingar í Kaupmannahöfn
SMÁSAGNAKEPPNI Aðstandendur
keppninnar ásamt vinningshöfum. Margrét
V. Helgadóttir ritstjóri Hafnarpósts, Halldór
Harðarson markaðsstjóri Icelandair í
Skandinavíu, Sóley Freyja Eiríksdóttir tók
við viðurkenningu fyrir hönd afa síns,
Eyjólfs Eiríkssonar, Ingibjörg Hrefna Björns-
dóttir vinningshafi og Sigrún Halldórsdóttir
framkvæmdastjóri PP Forlags.
Heimsfrægðin er handan við
hornið hjá íslenska fresskettin-
um Muri eftir að hann lék á
móti Björk Guðmundsdóttur í
nýjasta myndbandi hennar, Tri-
umph of the Heart. Leikstjóri
myndbandsins er Spike Jonze en
hann er sá hinn sami og leik-
stýrði hinni skondnu mynd
Being John Malkovich. Mynd-
bandið við Triumph of the Heart
er mjög skemmtilegt en köttur-
inn Muri leikur ástmann
Bjarkar í því. Það er þó ekki um
dýraklám að ræða heldur fallegt
samspil milli manneskju og
kattar. Hluti af myndbandinu
var tekinn upp á barnum Sirkus
við Klapparstíg. Sirkus er í
miklu uppáhaldi hjá Björk og
liggur leið hennar oftar en ekki
þangað þegar hún er stödd á
landinu. Myndbandið sýnir
söngkonuna í góðum félagsskap
vina á borð við Harald Jónsson
myndlistarmann, stelpurnar í
Gjörningaklúbbnum og hina í
úlpugenginu sem halda til á
Sirkus. Myndbandið er þó ekki
allt tekið á bar því íslenskt
landslag fær einnig að njóta sín.
Kötturinn Muri er nefndur í
höfuðið á Mura (Steingrími
Árnasyni) sem er einn af eig-
endum Apple-verslunarinnar á
Íslandi. Kötturinn Muri er alinn
upp á Njálsgötunni hjá Gunn-
laugu Þorvaldsdóttur tónlistar-
og kattarkonu. Hann er þriggja
ára Abyssiniu-köttur sem elskar
að fara í bíltúra.
„Muri er alveg ótrúlegur
köttur. Hann er mjög hlýðinn og
félagslyndur. Hann vill alltaf
koma með mér út og honum
finnst fátt skemmtilegra en að
fara í bíltúra. Þegar við förum í
bíltúr situr hann oft hjá mér og
hjálpar mér að stýra bílnum.
Hann átti því ekki í vandræðum
með að keyra bílinn í Bjarkar-
myndbandinu,“ segir Gunnlaug.
Þegar haft var samband við
Gunnlaugu vegna myndbands-
ins fékk hún þau fyrirmæli að
kötturinn yrði að vera svartur
og mjög hlýðinn. Þrátt fyrir að
vera mikið í kattarækt hafði hún
engan svartan kött á sínum
snærum en hún dó ekki ráða-
laus.
„Mér fannst Muri passa vel í
þetta hlutverk en vandamálið
var að hann er ekki kolsvartur.
Ég brá því á það ráð að lita hann
með svörtum háralit en það var
ekki að virka og ég mæli ekki
með því. Pabbi Mura hefur oft
leikið í auglýsingum og því vissi
ég að hann væri með þetta
stjörnugen í sér,“ segir Gunn-
laug. Þegar leikstjórinn hitti
Mura féll hann fyrir honum. Nú
er hann að verða frægur og það
er aldrei að vita nema tilboðin
fari að streyma inn. -MMJ
BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTUR: KEMUR MEÐ NÝT MYNDBAND
Gælir við köttinn Muri
í nýju myndbandi
HIN HLIÐIN
HIN HLIÐIN Á SVÖVU JOHANSEN, VERSLUNARKONU Í SAUTJÁN.
Hvernig ertu núna? Ég hef það bara mjög gott, nýkomin úr ræktinni.
Augnlitur: Blár.
Starf: Verslunareigandi.
Stjörnumerki: Steingeit. Annars á ég lífstöluna 1.
Hjúskaparstaða: Í sambúð.
Hvaðan ertu? Úr Reykjavík.
Helsta afrek: Að eignast son minn.
Helstu veikleikar: Óstundvísi.
Helstu kostir: Bjartsýn.
Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Sex and the City.
Uppáhaldsútvarpsþáttur: Ég hlusta stundum á Stjörnuspegil.
Uppáhaldsmatur: Skötuselur og rauðspretta.
Uppáhaldsveitingastaður: Apótekið.
Uppáhaldsborg: Kaupmannahöfn og London.
Mestu vonbrigði lífsins: Að ég skildi ekki hafa fengið alvöru peningakassa
í jólagjöf þegar ég var 6 ára.
Áhugamál: Líkamsrækt, söngur og franska.
Viltu vinna milljón? Já, auðvitað. Ég myndi samt frekar vilja vinna fyrir
henni, þá myndi ég finna betur fyrir henni.
Jeppi eða sportbíll?: Jeppi.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fatakaupmaður.
Hver er fyndnastur/fyndnust? Joanne Lumley úr Absolutely Fabulous
og Kata vinkona mín í Lýsi.
Hver er kynþokkafyllst(ur)? Þeir eru svo margir þarna í Hollywood.
Trúir þú á drauga? Já, ég geri það.
Hvaða dýr vildirðu helst vera? Fuglinn fljúgandi.
Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Hunangsfluga, því mér yrði fljót-
lega slengt í rúðu, og svín. Alla vega ekki um jólin.
Áttu gæludýr? Nei.
Besta kvikmynd í heimi: When Harry Met Sally.
Besta bók í heimi: Ég er nýbúin að lesa Mýrina. Mér
fannst hún frábær. Bókin sem ég nota samt mest er Rétt
mataræði fyrir þinn blóðflokk eftir Peter D’Adamos.
Næst á dagskrá: Frí í Suður-Evrópu.
07.01.1964
Fékk ekki peningakassa í jólagjöf
... fær Magnús Þorkell Bern-
harðsson, sérfræðingur í málefn-
um Mið-Austurlanda, fyrir bók
sína um sögu stjórnmála og trú-
arbragða í Íran og Írak og óþrjót-
andi viðleitni sína til að fræða
okkur hér uppi á Íslandi um mál-
efni þessa heimshluta.
HRÓSIÐ
KÖTTURINN MURI TEKUR SIG VEL ÚT Í SÉRSAUMUÐUM JAKKAFÖTUM. BJÖRK OG MURI HAFA ÞAÐ NOTALEGT UPPI Í RÚMI.