Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 55

Fréttablaðið - 23.01.2005, Blaðsíða 55
34 23. janúar 2005 SUNNUDAGUR JÓN SÆMUNDUR Hefur nú opnað heimasíðuna dead.is þar sem hægt er að panta vörur á netinu. Nonnabúð á netið Jón Sæmundur hefur nú opnað heimasíðuna dead.is. Á síðunni er hægt að skoða myndir af nýjum vörum sem og gömlum, panta vörurnar á netinu, lesa heljarinnar yfirlýsingu frá Jóni og einnig birt- ast þar fréttir reglulega. Í Nonnabúð á Klapparstíg eru seldir bolir, peysur, húfur, póstkort og fleira sem tengist dauðanum á einn eða annan hátt. Aðdáendum Dead-merkisins hefur farið fjölgandi en tæplega tvö ár eru síðan Nonnabúð opnaði. Á heimasíðunni segir að meðal þeirra sem fjárfest hafa í Dead-fatnaði séu til dæmis gítarleikarinn Kirk Hammett í Metallica, Brian Molko söngvari hljómsveitarinnar Placebo og poppprinsessan Pink. Þetta fólk hefur klæðst Dead-fatnaði á tón- leikaferðalögum sem og öðrum við- burðum. Allur texti síðunnar er á ensku og er hún því aðgengileg fyrir er- lenda viðskiptavini framtíðarinnar. Það má því í rauninni segja að þessi íslenska hönnun sé komin í alþjóð- lega dreifingu. Á síðunni segir Jón að þessa dag- ana sé hann að vinna í að uppfæra heimasíðuna. Auk þess er hann með nýja línu í vinnslu sem kallast Dead Lamb og snýst aðallega um íslenska ull og silkiþrykk. ■ In GoodCompany od any In Good Company *Aðalvinningur verður dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum • Vinningar verða afhendir í BT Smáralind, Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Klikkaður útsölu-leikur! Allir sem taka þá tt fá glaðning! Aðal- vinnin gur er MEDI ON XX L tölva með 1 7” flatsk já! Hafnarpóstur, blað Íslendinga- félagsins í Kaupmannahöfn, efndi til Smásagnakeppni í apríl í fyrra vegna tuttugu ára af- mælis blaðsins í ár. Yfirskriftin var Íslendingalíf í Kaupmanna- höfn og voru úrslitin tilkynnt föstudaginn 14. janúar í sendi- ráði Íslands við Norðurbryggju. Tvær viðurkenningar voru veittar fyrir bestu sögurnar og voru það þau Ingibjörg Hrefna Björnsdóttir og Eyvindur P. Ei- ríksson sem urðu hlutskörpust. „Við ákváðum að halda upp á afmæli blaðsins á þennan hátt og fengum PP Forlag og Icelandair með okkur í þetta verkefni. Keppnin var auglýst í Hafnarpóstinum og eitthvað að- eins í íslenskum miðlum en ekki mikið. Við vorum því ánægð að fá tuttugu handrit send inn,“ segir Margrét V. Helgadóttir rit- stjóri Hafnarpósts. Dómarar voru frú Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi for- seti, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Erla Sigurðar- dóttir hjá PP Forlagi. „Að sögn dómnefndar komu margar skemmtilegar sögur inn og gríðalega ólíkar. Sögusviðið varð að tengjast Kaupmanna- höfn með einum eða öðrum hætti og það eru greinilega margir sem eiga minningar og bera tilfinningar í brjósti í garð Kaupmannahafnar.“ Margrét segir að þegar Icelandair auglýsti að komið væri að síðustu dögum fyrir skilafrest hafi margar fyrir- spurnir komið til þeirra. „Við fengum þá fyrirspurnir hvort mætti skila á ensku en við höfð- um sagt að aðeins mætti skila á íslensku og héldum okkur við það. Einnig komu þrjú handrit á dönsku og einnig fengum við handrit frá Bretlandi og Færeyj- um svo nógur var áhuginn,“ segir Margrét og ýjar að því að jafnvel komi til greina að keppn- in verði endurtekin að ári. ■ Íslendingar í Kaupmannahöfn SMÁSAGNAKEPPNI Aðstandendur keppninnar ásamt vinningshöfum. Margrét V. Helgadóttir ritstjóri Hafnarpósts, Halldór Harðarson markaðsstjóri Icelandair í Skandinavíu, Sóley Freyja Eiríksdóttir tók við viðurkenningu fyrir hönd afa síns, Eyjólfs Eiríkssonar, Ingibjörg Hrefna Björns- dóttir vinningshafi og Sigrún Halldórsdóttir framkvæmdastjóri PP Forlags. Heimsfrægðin er handan við hornið hjá íslenska fresskettin- um Muri eftir að hann lék á móti Björk Guðmundsdóttur í nýjasta myndbandi hennar, Tri- umph of the Heart. Leikstjóri myndbandsins er Spike Jonze en hann er sá hinn sami og leik- stýrði hinni skondnu mynd Being John Malkovich. Mynd- bandið við Triumph of the Heart er mjög skemmtilegt en köttur- inn Muri leikur ástmann Bjarkar í því. Það er þó ekki um dýraklám að ræða heldur fallegt samspil milli manneskju og kattar. Hluti af myndbandinu var tekinn upp á barnum Sirkus við Klapparstíg. Sirkus er í miklu uppáhaldi hjá Björk og liggur leið hennar oftar en ekki þangað þegar hún er stödd á landinu. Myndbandið sýnir söngkonuna í góðum félagsskap vina á borð við Harald Jónsson myndlistarmann, stelpurnar í Gjörningaklúbbnum og hina í úlpugenginu sem halda til á Sirkus. Myndbandið er þó ekki allt tekið á bar því íslenskt landslag fær einnig að njóta sín. Kötturinn Muri er nefndur í höfuðið á Mura (Steingrími Árnasyni) sem er einn af eig- endum Apple-verslunarinnar á Íslandi. Kötturinn Muri er alinn upp á Njálsgötunni hjá Gunn- laugu Þorvaldsdóttur tónlistar- og kattarkonu. Hann er þriggja ára Abyssiniu-köttur sem elskar að fara í bíltúra. „Muri er alveg ótrúlegur köttur. Hann er mjög hlýðinn og félagslyndur. Hann vill alltaf koma með mér út og honum finnst fátt skemmtilegra en að fara í bíltúra. Þegar við förum í bíltúr situr hann oft hjá mér og hjálpar mér að stýra bílnum. Hann átti því ekki í vandræðum með að keyra bílinn í Bjarkar- myndbandinu,“ segir Gunnlaug. Þegar haft var samband við Gunnlaugu vegna myndbands- ins fékk hún þau fyrirmæli að kötturinn yrði að vera svartur og mjög hlýðinn. Þrátt fyrir að vera mikið í kattarækt hafði hún engan svartan kött á sínum snærum en hún dó ekki ráða- laus. „Mér fannst Muri passa vel í þetta hlutverk en vandamálið var að hann er ekki kolsvartur. Ég brá því á það ráð að lita hann með svörtum háralit en það var ekki að virka og ég mæli ekki með því. Pabbi Mura hefur oft leikið í auglýsingum og því vissi ég að hann væri með þetta stjörnugen í sér,“ segir Gunn- laug. Þegar leikstjórinn hitti Mura féll hann fyrir honum. Nú er hann að verða frægur og það er aldrei að vita nema tilboðin fari að streyma inn. -MMJ BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTUR: KEMUR MEÐ NÝT MYNDBAND Gælir við köttinn Muri í nýju myndbandi HIN HLIÐIN HIN HLIÐIN Á SVÖVU JOHANSEN, VERSLUNARKONU Í SAUTJÁN. Hvernig ertu núna? Ég hef það bara mjög gott, nýkomin úr ræktinni. Augnlitur: Blár. Starf: Verslunareigandi. Stjörnumerki: Steingeit. Annars á ég lífstöluna 1. Hjúskaparstaða: Í sambúð. Hvaðan ertu? Úr Reykjavík. Helsta afrek: Að eignast son minn. Helstu veikleikar: Óstundvísi. Helstu kostir: Bjartsýn. Uppáhaldssjónvarpsþáttur: Sex and the City. Uppáhaldsútvarpsþáttur: Ég hlusta stundum á Stjörnuspegil. Uppáhaldsmatur: Skötuselur og rauðspretta. Uppáhaldsveitingastaður: Apótekið. Uppáhaldsborg: Kaupmannahöfn og London. Mestu vonbrigði lífsins: Að ég skildi ekki hafa fengið alvöru peningakassa í jólagjöf þegar ég var 6 ára. Áhugamál: Líkamsrækt, söngur og franska. Viltu vinna milljón? Já, auðvitað. Ég myndi samt frekar vilja vinna fyrir henni, þá myndi ég finna betur fyrir henni. Jeppi eða sportbíll?: Jeppi. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fatakaupmaður. Hver er fyndnastur/fyndnust? Joanne Lumley úr Absolutely Fabulous og Kata vinkona mín í Lýsi. Hver er kynþokkafyllst(ur)? Þeir eru svo margir þarna í Hollywood. Trúir þú á drauga? Já, ég geri það. Hvaða dýr vildirðu helst vera? Fuglinn fljúgandi. Hvaða dýr vildirðu ekki vera? Hunangsfluga, því mér yrði fljót- lega slengt í rúðu, og svín. Alla vega ekki um jólin. Áttu gæludýr? Nei. Besta kvikmynd í heimi: When Harry Met Sally. Besta bók í heimi: Ég er nýbúin að lesa Mýrina. Mér fannst hún frábær. Bókin sem ég nota samt mest er Rétt mataræði fyrir þinn blóðflokk eftir Peter D’Adamos. Næst á dagskrá: Frí í Suður-Evrópu. 07.01.1964 Fékk ekki peningakassa í jólagjöf ... fær Magnús Þorkell Bern- harðsson, sérfræðingur í málefn- um Mið-Austurlanda, fyrir bók sína um sögu stjórnmála og trú- arbragða í Íran og Írak og óþrjót- andi viðleitni sína til að fræða okkur hér uppi á Íslandi um mál- efni þessa heimshluta. HRÓSIÐ KÖTTURINN MURI TEKUR SIG VEL ÚT Í SÉRSAUMUÐUM JAKKAFÖTUM. BJÖRK OG MURI HAFA ÞAÐ NOTALEGT UPPI Í RÚMI.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.