Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 07.02.2005, Blaðsíða 53
16 7. febrúar 2005 MÁNUDAGUR Við bendum á... ... að íslenska landsliðið í handbolta getur ekki kvartað yfir því að hafa verið í erfiðum riðli á heimsmeistaramótinu í Túnis. Liðin þrjú sem komust upp úr okkar riðli, Rússar, Tékkar og Slóvenar, töpuðu öll sínum leikjum um sæti á mótinu á laugardaginn og því er ljóst að okkur riðill var sá lélegasti á mótinu. „KSÍ myndi fallast á minni hagnað og betra gengi á vellinum á næsta ári.“ Eggert Magnússon, formaður KSÍ, sló á létta strengi þegar hann tilkynnti um 46 milljóna króna hagnað sambandsins á síðasta rekstrarári. sport@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Mánudagur FEBRÚAR HM Í HANDBOLTA Það er óhætt að segja að varnarleikurinn hafi ver- ið víðsfjarri í úrslitaleik Spán- verja og Króata á heimsmeistara- mótinu í handbolta í Rades í Túnis í gær. Alls voru skoruð sjötíu og fjögur mörk í leiknum og hafa aldrei verið skoruð fleiri mörk í úrslitaleik í sögunni. Gamla metið var sextíu og fimm mörk í úrslita- leik Króata og Þjóðverja á heims- meistaramótinu í Portúgal fyrir tveimur árum. Spænska liðið fór með sigur af hólmi í gær, 40-34, og vann sinn fyrsta heimsmeistara- titil í boltaíþrótt. Úrslitaleikurinn í ár var hins vegar aldrei spennandi því spænska liðið hafði tögl og haldir frá upphafi leiks. Fyrir fram var talið að heims- og Ólympíumeist- arar Króatíu væru sigurstrang- legri en þegar á hólminn var kom- ið reyndist hungur spænsku leik- mannanna mun meira. Spænska liðið var í fluggír í fyrri hálfleik og segja má að liðið hafi gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Liðið var með átta marka forystu, 21- 13, þegar flautað var til leikshlés. Leikurinn var jafn fyrstu tíu mín- útunar en í stöðunni 6-6 tóku Spánverjar kipp og skoruðu níu mörk gegn tveimur á tíu mínútna kafla. Í síðari hálfleik var það sama uppi á teningnum. Spánverjar juku forystuna jafnt og þétt og voru komnir með þrettán marka forystu, 33-20, þegar síðari hálf- leikur var hálfnaður. Króatar náðu að klóra í bakkann á síðustu mínútum leiksins en lokasprettur þeirra kom allt of seint. Hornamaðurinn Juan Garcia átti frábæran leik í liði Spánverja og skoraði ellefu mörk. Jose Hombrados, markvörður liðsins, varði vel á mikilvægum augnablikum en annars er ekki hægt að segja annað en að sóknarleikur liðsins hafi verið stórkostlegur. Liðið nýtti 70% sókna sinna, sem er með því flottasta sem sést og kannski engin furða að liðið hafi sett met yfir flest mörk eins liðs í úrslitaleik í leiknum í gær. Króatar ollu miklum von- brigðum. Varnarleikurinn var í molum sem og markvarslan og það var nánast eingöngu hinn frábæri Ivano Balic sem lék af eðlilegri getu. Það dugði ekki gegn mjög sterku spænsku liði sem er vel að titlinum komið. ■ SPÆNSKIR HEIMSMEISTARAR Spænska liðið sést hér með heimsmeistarabikarinn sem það fékk eftir sigurinn gegn Króatíu í Túnis í gær. Spænskur sigur á HM Spánverjar tryggðu sér heimsmeistaratitilinn í handbolta í gær með því að kjöldraga heims- og Ólympíumeistara Króata í úrslitaleik í Túnis. ■ ■ LEIKIR  21.30 Fjölnir og ÍR mætast í Egilshöll í Reykjavíkurmóti kvenna í fótbolta. ■ ■ SJÓNVARP  12.25 HM í handbolta á RÚV. Útsending frá leik Frakklands og Túnis um þriðja sætið á HM í handbolta.  14.05 HM í handbolta á RÚV. Útsending frá úrslitaleik Króatíu og Spánar á HM í handbolta.  15.45 Helgarsportið á RÚV.  16.10 Ensku mörkin á RÚV.  17.00 Þrumuskot – ensku mörkin á Skjá einum.  18.30 Ameríski fótboltinn á Sýn. Útsending frá leik New England Patriots og Philadelphia Eagles um Ofurskálina í ameríska fótboltanum.  20.30 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  23.15 Boltinn með Guðna Bergs á Sýn.  23.30 Ensku mörkin á RÚV.  00.15 Þrumuskot – ensku mörkin á Skjá einum. LEIKIR GÆRDAGSINS 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 GÆÐAVARA Á BETRA VERÐI! FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK • FÓLKSBÍLADEKK • JEPPADEKK LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI Dekkjalagerinn er nú á 12 stöðum um land allt! Sólbakka 8 310 Borgarnesi Miðási 23 700 Egilsstöðum Víkurbraut 4 780 Höfn Gagnheiði 13 800 Selfossi Hlíðarvegi 2-4 860 Hvolsvelli Njarðarnesi 1 603 Akureyri Skeifunni 3c 108 Reykjavík Viðarhöfða 6 110 Reykjavík Melabraut 24 220 Hafnarfirði Iðavöllum 8 230 Keflavík Flugumýri 16 270 Mosfellsbæ Smiðjuvegur 6 200 Kópavogi ...einfaldlega betri! HM í handbolta í Túnis LEIKUR UM 3. SÆTIÐ FRAKKLAND–TÚNIS 26–25 Mörk Frakklands: Michael Guigou 6, Cedric Burdet 4, Nikola Karabatic 4, Joel Abati 3, Guillaume Gille 3, Olivier Girault 2, Jerome Fernandez 1, Daniel Narcisse 1, Gregory Anquetil 1, Christophe Kempe 1. Mörk Túnis: Wissem Hmam 11, Dhaker Seboui 4, Issem Tej 3, Heykel Megannem 3, Wissem Bousnina 2, Marouen Haj Ahmed 1, Sahbi Ben Aziza 1. ÚRSLITALEIKUR SPÁNN–KRÓATÍA 40–34 Mörk Spánar: Juan Garcia 11, Alberto Entrerrios 6, Rolando Urios 4, Mateo Garralda 4, Iker Romero 4, Mariano Ortega 3, Jose Maria Rodriguez 3, Albert Rocas 2, Ruban Garabaya 2, Juan Perez 1. Mörk Króatíu: Mirza Dzomba 7, Ivano Balic 6, Igor Vori 4, Goran Sprem 4, Blazenko Lackovic 3, Vedran Zrnic 2, Davor Dominkovic 2, Slavko Goluza 2, Denis Buntic 2, Denis Spoljaric 1, Petar Metlicic 1. Intersportdeildin í körfu FJÖLNIR–HAMAR/SELFOSS 97–96 Stig Fjölnis: Nemanja Sovic 25 (11 frák.), Darrell Flake 19 (18 frák.), Jeb Ivey 18 (6 stoðs.), Magnús Pálsson 17 (12 síðustu stig Fjölnis), Pálmar Ragnarsson 11, Hjalti Vilhjálmsson 7. Stig Hamars/Selfoss: Chris Woods 28 (11 frák., 7 stoðs.), Damon Bailey 27 (16 frák.), Svavar Páll Pálsson 14 (7 frák.), Ragnar Gylfason 11 (2 af 4 í 3ja stiga skotum), Marvin Valdimarsson 10 (6 frák., 4 stoðs.), Friðrik Hreinsson 5, Hallgrímur Brynjólfsson 1. HAUKAR–KEFLAVÍK 79–109 Stig Hauka: Michael Manciel 29 (14 frák.), Sigurður Þór Einarsson 13, Sævar Ingi Haraldsson 11 (6 stoðs.), Ásgeir Ásgeirsson 8, Gunnar Sandholt 6, Mirko Virijevic 4. Stig Keflavíkur: Magnús Þór Gunnarsson 29 ( 5 stolnir), Nick Bradford 14 (11 frák., 10 stoðs., 9 stolnir), Arnar Freyr Jónsson 13 (6 stoðs.), Jón Nordal Hafsteinsson 10, Anthony Glover 8, Gunnar Einarsson 8 ( 5 stoðs.), Sverrir Þór Sverrisson 8, Davíð Þór Jónsson 8. NJARÐVÍK–SKALLAGRÍMUR 76–66 Stig Njarðvíkur: Brenton Birmingham 16 ( 9 frák.), Páll Kristinsson 14, Matt Sayman 12 ( 7 stoðs.), Friðrik Stefánsson 10 ( 8 frák.), Guðmundur Jónsson 9, Halldór Karlsson 7, Jóhann Ólafsson 4, Anthony Lackey 2, Ólafur Aron Ingvason 2. Stig Skallagríms: Ragnar Steinsson 17, Clifton Cook 16 (12 frák.), Jovan Zdravevski 16 (9 frák.), Hafþór Ingi Gunnarsson 5, George Byrd 4, Pálmi Þór Sævarsson 3. STAÐAN KEFLAVÍK 16 13 3 1473–1265 26 NJARÐVÍK 17 12 5 1531–1350 24 FJÖLNIR 17 12 5 1607–1541 24 SNÆFELL 16 12 4 1403–1296 24 ÍR 16 9 7 1462–1429 18 SKALLAGR. 17 9 8 1414–1394 18 KR 16 8 8 1436–1388 16 GRINDAVÍK 16 7 9 1456–1484 14 HAM./SELF. 17 6 11 1527–1585 12 HAUKAR 16 5 11 1356–1410 10 TINDAST. 16 4 12 1327–1511 8 KFÍ 16 1 15 1332–1685 2 Heimsmeistaramótið í handbolta í Túnis: Hmam markahæstur og Balic bestur HM Í HANDBOLTA Stórskyttan Wiss- em Hmam frá Túnis var marka- hæsti leikmaður heimsmeistara- mótsins í handbolta í Túnis sem lauk í gær. Hmam skoraði ellefu mörk fyrir Túnis í tapleiknum gegn Frökkum um þriðja sætið í gær og komst þar með upp fyrir rúss- neska hornamanninn Eduard Kokcharov. Hmam skoraði 81 mark í tíu leikjum en Kokcharov skoraði 80 mörk í níu leikjum. Króatíski leikstjórnandinn Ivano Balic var valinn bestur en hann var einnig valinn bestur á síðasta heimsmeistaramóti í Portúgal fyrir tveimur árum. Balic lék lykilhlutverk í liði Króata. ■ WISSEM HMAM Markahæstur á HM með 81 mark. ÚRVALSLIÐ HM: Markvörður: Arpad Sterbik Serbíu V. horn: Eduard Kokcharov Rússlandi H. horn: Mirza Dzomba Króatíu Lína: David Jurisek Tékklandi Vinstri skytta: Wissem Hmam Túnis Miðja: Ivano Balic Króatíu Hægri skytta: Mateo Garralda Spáni H M Í H A N D B O L T A T Ú N I S
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.